Bryggjurúntur út í Grönoy


Eftir frekar leiðinlega tíð undanfarið fengum við góðann dag 22.07.2012 kannski táknrænt veit ekki.
 
En við tókum rúntinn út til Grönoy að kíkja á bátana sem eru þar.
 
IMG_5643
 
Einar Erlend, eitt af betri plássum í Noregi og fiskar jafnan mest af ufsa með nót. Það er að koma nýr Einar á næsta ári.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5656
 
 
 
 Flottur bátur Einar Erlend.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo er það nýjasti báturinn í Meloy sveitafélaginu.
IMG_5650
 
 Meloyfjord Flottur bátur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5644
 
 
Ekki hægt að segja nema Meloyfjord sé stórglæsilegur bátur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo þar sem ég hef mikinn áhuga á norskum bryggjum þá fann ég eina alvöru bryggju í dag.
 
IMG_5673
 
Þetta er nú ein sú flottasta sem ég hef fundið á Norsku ströndinni.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5666
 
 
Og það er nú hugsanlegt að það séu nokkur árin síðan þessum hlerum var lagt og settir á bryggjuna
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Annars gengur vinnan um borð Öyfisk bara nokkuð vel, Glussakerfi farið að virka, kraninn kominn í lag. Og báturinn orðinn klár til siglingar í slipp. Eftir næstu viku verður ekki mikið eftir til að báturinn komist í gegnum skoðun. 

Noregsverkefnið heldur áfram.


Vinnan heldur áfram í Öyfisk, glussakerfi komið í gang með lekum hér og þar sem nú er verið að laga. Akkerisvindan farinn að snúast létum akkerið falla í gær og náðum því upp aftur. allir liðgaðir upp eins og allir tessar. Kraninn farinn að virka að mestu leiti. Svo nú er ekkert framundan nema koma öllu línudótinu frá borði.
 
Á mánudagsmorgun fórum við í verkefni inn í Neverdal sem er hér fyrir innan Örnes. Verkefnið var að fara með akkeri í Risholmen til að láta halda honum aðeins frá bryggjunni sem hann liggur við því hún er orðin vægast sagt orðin léleg og ef hann færi eitthvað að blása frá suðvestri voru menn hræddir um að báturinn myndi jafnvel brjóta bryggjuna. Við fórum á Skaren í þetta verkefni og í áhöfn voru Finn Arne skipper og svo þrír matros (hásetar). síðuritari, Svanur Þór og Jaro.
 
DSCN2481
 
Þarna er verið að koma með akkerið setum við það á stefnið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2480
 
Keðjan kominn um borð og allt að vera klárt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5623
 
 Lagt í hann
DSCN2485
 
 
Áhöfnin klár 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2488
 
 
 
 Á leiðinni
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Komið á áfangastað og þá er ekkert nema gera klárt. Eftir smá umhugsun ákváðu við að koma endanum um borð í Risholmen og svo keyra út keðjuna og láta hana svo draga út akkerið, þegar við myndum bakka frá bátnum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2490
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 Risholmen og bryggjan góða
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2493
 
Þarna erum við komnir utan á Risholmen og þar er ég að fara með endann (tampen) fram á og koma honum fyrir.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5625
 
 
 Þarna liggjum við utan á Risholmen að gera klárann endann í akkerið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo er ekkert nema setja á fullt aftur á bak og vona að akkerið þjóti út eins og planlagt var.
IMG_5627
 
 
Og þarna er akkerið um það bil að fljúga út. Þetta gekk sem sagt alveg eins og í sögu.og nú heldur akkerið við Risholmen svo að Suðvestan áttin verði ekki til vandræða. 

Tvær vikur búnar í Norge


Nú erum við búin að vera hérna í tvær vikur og höfum bara held ég verið heppin með veður miðað við sem maður heyrir annars staðar í landinu svo slæmt sumar að allar sólarlandaferðir uppseldar.
Vélin í Öyfisk komin í gang datt í gang í gær, svo einu verkefni færra þar það mjakast smátt og smátt. Öðrum fjölskyldumeðlimum farið að leiðast af og til á reyndar ekki við okkur Svan þar sem við erum að vinna allann daginn um borð i Öyfisk.
 
Í gær fórum við í siglingu frá Neverdal til Örnes með Holmvaag bát sem kallinn á en hann er á leiðinni í slipp í Reipa svo það er nóg að gera.
 
DSCN2365
 
Á mánudaginn skiptum við um sjónvarpskúlu um borð í Polar Atlantic, en þarna er sú nýja komin upp. Jaro sem er að vinna með okkur taldi þetta ekki möguleiki nema hafa aðgang að krana. En við íslendingarnir voru fljótir að finna lausn við klæddum bara gömlu kúluna í netpoka og hífðum hana bara upp hærra í mastrið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2367
 
 
Hér sjáum við þessa gömlu settum bara reipi yfir mastrið og hífðum hana af í netpokanum sem við útbjuggum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2378
 
Aðalvélin í Öyfisk áður en við setum saman í gær. Baudouin heitir hún.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2389
 
Línan um borð í Öyfisk en hana er verið að stokka upp og yfirfara, síðan verðum við að vaska hana og lita.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2388
 
Línan kominn í stokka( klava paa norsk) og tilbúinn til flutings.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2374
 
 
Þarna er Öyfisk liggur við gamla timburkajann.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo smá myndir frá siglingunni í gær.
 
DSCN2398
 
Komin í stjórnstöðina í Neverdal.
 
 Nóg af brotajárni, gömlum vélum, spilum, bátum bara nefna það, væri mikið hjá sumum ef þeir fengu að gramsa þarna, Allavega ljómaði Svanur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2399
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2401
 
Hér sjáum við Öygrunn eða restina af honum. sennilega ekki hægt að púsla honum saman aftur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2411
 
Og hér er Risholmen sem bíður eftir því að vera sagaður í sundur með keðjusög.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2418
 
Verstöðin hjá útgerðarmanninum og bryggjan farið að láta á sjá.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2421
 
Og húsin í Neverdal og sjáum húsið hjá útgerðarmanninum fyrir ofan bryggjuna hans.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2436
 
 
Skipper Morten.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Blíða núna í Örnes.

Já veður hefur leikið um okkur hérna í Örnes yfir helgina og hefur tíminn verið notaður til að skoða sig um. Svartisen var skoðaður í gær sem og Storglomvassdamen 128 metra há stífla sem var reist 1998, enduðum svo daginn að fara á tröppurnar í botni Glomfjarðar (Glomfjord). 

IMG_5571

 

Hér eru tröppurnar upp fjallið 1127 eða 28 skref.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5526

 

 Útsýnið þegar upp var komið séð út Glomfjord.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5494

 

 

 Svartisen í fjarlægð séð en enginn vegur er að jöklinum heldur eru bátaferðir og við fórum ekki nískupúkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5492

 

 Þarna sjáum við gömlu virkjunina í Glomfjord held að hún hafi verið tilbúin 1912 og rafmagn frá þessari virkjun framleiddu þjóðverjar ál í seinni heimstyrjöldinni. Árið 1942 tókst andspyrnuhreyfingunni norsku að sprengja gat á rör til túrbínana og eftir það urðu þrjár af fjórum óvirkar þessi aðgerð hét " Operasjon Muskedunder" 

 

 

 

 

 

 

IMG_5467

 

 

 Storglomvassdammen 128 m há og fórum 3,5 miljón rúmmetrar af grjóti í stífluna.

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag var svo tekinn rúntur á mob bátnum af Polar Atlantic. Og farið í nágrenni Örnes.

IMG_5579

 

 

 Þessi fallegi Nordlandbátur er alltaf við legufæri hérna hef ekki séð hann notaðann þann tíma sem ég hef verið hérna en hann var ekki við legufærin í vetur svo hann er allavega tekinn upp á veturnar en stórglæsilegur.

 

 

 

 

 

 

IMG_5580

 

Og hér sjáum við Öyfisk og Stömoygutt þar sem þeir liggja við kaja.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5581

 

Nóg vinna er framundan í Öyfisk en þetta er íslensk smíði smíðaður á "Skagaströnd" Allavega er það skráð í mælingarbréfinu. Skrokkurinn er franskur og vélin einnig svo þetta er teygjanlegt hvenær bátur er íslenskur eða franskur allavega telja norsarnir að hann sé íslensk smíði og við förum ekkert að breyta því.

 

 

 

 

 

 

Svo er það bara vinna morgun og stelpurnar eru að spá að fara stokka upp línu. 


Smá blogg frá Norge

Allt gengur sinn vanagang hérna. Við feðgar að vinna í Öyfisk og þar er sko mikið að gera, held þetta sé bara sagan endalausa. Við erum búnir að koma ljósavélum í gang og erum búnir að rífa ofan að aðalvélin taka úr spíssa og taka túrbínur frá og í dag törnuðum við henni. Þetta er 12 cyl vél frönsk man ekki alveg nafnið baudinen eitthvað. 

Í gær fórum við með nýjasta bátinn hjá fyrirtækinu Strömoygutt og tókum öll veiðarfærin úr honum en hann var fulllestaður að veiðarfærum.

 

DSCN2346

 

Hér sjáum við Strömöygutt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2348

 Og hérna eru Finn Arne og Svanur Þór að koma með bátinn að kaja svo hægt sé að byrja afferma.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2349

 

Finn Arne reddari að byrja hífa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2351

 

Svanur að keyra í springinn passa allt sé í lagi í stýrishúsinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2315

 

Og hér sjáum við gömlu rækjuverksmiðjuna sem búið er að breyta í íbúðir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo nú er komið frí og vonandi getum við sett aðalvél í gang í næstu viku.  


Enn og ný kominn til Noregs

Já nú er ég kominn til Noregs en og aftur og nú tók ég næstum alla fjölskylduna með nema elsta dótturin vildi ekki koma með í þetta sinn, ég hefði getað útvegað henni vinnu við að mála en hún sagði " pabbi ég fer sko ekkert að mála einhvern andskotans bát" og sagði svo þegar allir spyrja mig hvað varstu að gera í sumar ?. Myndi ég þurfa segja ég var að mála " Polarhav " geðveikt hallærslegt.

 

Við komum hingað á fimmtudagskvöld eftir langt og strangt ferðalag. og erum því búin að vera hérna í tvo daga í Örnes. Búin að fá bíll með topplúga, og erum að koma okkur fyrir.

 

Ég fer svo að vinna í Öyfisk að gera hann klárann til línuveiða. Öyfisk er smíðaður á Skagaströnd eða Skagaströnd/Frakkland. Og er planið að fara gera hann út til línuveiða með megin áherslu á ýsu. En markmiðið er að hann verði klár til að veiða grálúðukvótann í Ágúst.

DSCN2263

 

Þarna erum við á efstu hæð. En þetta er gömul rækjuverksmiðja sem var breytt í íbúðir. (gæti verið upplagt fyrir Óttar með Rækjuver)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2260

 

Útsýnið hjá okkur af svölunum. Bátarnir sem eru þarna eru Polar Atlantic, Skáren og Turbo.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2258

 

Og þarna beint á móti mér er bækistöð Polar útgerðarinnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2270

 

Krakkarnir að athuga sjóinn á ströndinni í gærkveldi og svo var farið að synda í dag, en þar sem sjórinn er ekki mjög heitur hérna voru þau í blautbúningum.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2269

 

Reipa í gærkveldi. Bara Arnarfjarðarlogn ætli við höfum tekið það með okkur hver veit?.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ísland næst.

Já við erum komnir aftur til Ellingsoy, púkarnir fóru í gærkveldi keyrandi norður og ég flýg núna frá Alasundi kl 0700. Og ætti ef allt gengur upp að vera á Bíldudal kl 1340 að Íslenskum tíma, ef það gengur allt upp verður það í fyrsta sinn sem ég kemst alla leið til Bíldudals sama daginn. 

Síðan er það aftur Noregur 28. júní en þá verður farið Norður eftir.

 

ýmsar myndir atla og stad 035

 

Hér sjáum við Staad. En að fara fyrir Staad getur verið varasamt og þó sérstaklega yfir vetratímann, en við fengum besta veðrið í túrnum þegar við fórum þarna fyrir eftir hádegið í gær.

Það er þarna sem talað er um að gera göng í gegnum Staad svo Hurtigruta þurfi ekki að fara fyrir.

 

 

 

 

 

 

ýmsar myndir atla og stad 040

 

Það gerist ekki betra veðrið að fara fyrir Staad. Yfirleitt er kulingvarsel við Staad.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ýmsar myndir atla og stad 028

 

Mættum þessum rétt norðan við Florö í gær. Havila Mars minnir mig dráttarbátur. fyrir olíuborpallana

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ýmsar myndir atla og stad 020

 

Tókum framúr þessari fyrir norðan Florö rétt áður en við komum til Maloy.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ýmsar myndir atla og stad 022

 

Þarna sjáum við þau tvö mikilvægstu samgöngutæki Noregs fyrir utan flugvélina kannski.

Hurtigruta og hurtigbat.

 

 

 

 

 

 

 

 

ýmsar myndir atla og stad 017

 

En auðvita má ekki gleyma ferjunum en án þeirra væri nánast ómögulegt að nota bíll í Noregi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Á leiðinni til Alasunds

Við vorum leystir af kl 1045 í gær en þá kom Polarfangst til baka frá Haugasundi með nýja áhöfn í leiðindarkalda og velting og verður að segjast eins og er að bátur valt eins korktappi þegar kom. Vorum þeir í smá erfiðleikum, fengu ekki sjálfstýringu til að virka internettenging í einhverju rugli og mikill sjóveiki. Leki í skipstjóraklefa, loftnet brotið af símanum svo mjög lélegt samband  eru með varaloftnet geta skipt þegar veður batnar. Annars voru þeir bara brattir.

Við tók stefnuna í átt að Bergen og renndum okkur svo innanskerja því við nenndum ekki að hjakka á móti N brælunni, svo nú erum við að sigla innanskerja í renniblíðu barning síðasta sólarhring núna áætlum við að vera um kl 20 í Aarset (Alasundi).

DSCN2181

 

Hérna er svo Polarfangst í gærmorgun en þarna er ég að henda út pakka til þeirra með 8 dvd diskum og svo bókum t.d Svartfugl eftir Gunnar, hyldýpi eftir Stefán Mána og ævintýraeyjan eftir Ármann Þorvaldsson.

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2183

 

Og þarna eru peyjarnir búnir að ná pakkanum vona bara allt hafi verið í lagi með innihaldið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2186

 

Hér er Borgland Dolphin þegar við renndum framhjá honum í veltinginum í gær. 


Komnir á svæðið

Já við púkarnir á Polarhav erum komnir á áfangastað leystum Polarfangst af í gær kl 1545 nákvæmlega. Síðan hefur ekkert verið nema veltingur í boði, þetta er að verða eitthvað dullarfullt ég var strandveiði í síðustu viku ekkert nema veltingur í boði gapa upp í goluna flýg svo Noregs og sigli hingað í Norðursjóinn bjóst við bara sól og blíðu nei nei bara veltingur kannski eitthvað í sambandi við krísuna hver veit.

Ekki alveg eins einamannalegt hérna núna mörg skip að vinna ekki reyndar í augnablkinu vegna veðurs liggja bara í ró. Og borpallur kominn á Atla Borgland Dolphin. Meiri segja kom fiskibátur í nágrennið danskur svona bara til ég gæti rifjað upp að kalla í hann á vhf og tala mínu flottu nordisku við danskann skipper það er bara vandamálið með danina þeir eru alltaf að flýta sér að tala. 

Polarfangst á Atla og fleira 019

 

Hér erum við að nálgast Polarfangst í gær, áhöfnin þarna eru nú lífsreynd kemur frá Færeyjum og Noregi og er skipperinn nánst jafngamall og allir áhafnarmeðlimir um borð hjá mér. Rúmlega sjötugur en stýrimaður eitthvað yngri þeir voru nú báðir á Íslandi til sjós það var reyndar löngu áður en ég fæddist. Annar var í kringum 1960 og hinn eitthvað fyrir 1970.

 

 

 

 

Polarfangst á Atla og fleira 022

 

Smá veltingur hjá köllunum en sennilega hafa þeir séð það svartara þega þeir sigldu á skútunum í eldgamla daga eins unglingarnir segja.

 

 

 

 

 

 

 

 

Polarfangst á Atla og fleira 032

 

smá puss.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Polarfangst á Atla og fleira 034

 

Hér eru kallarnir komnir á fullt stím inn til Haugasunds, vona þeir gömlu hafi ekki gleymd því að þeir ættu að fara inn til Haugasunds. 


Á leiðinni til Atlafelten

Lögðum í hann kl 10 í gær og verðum frammi um kl 15 dag. Búið að vera bræla á leiðinni stiv kuling frá NE hefur bara farið vel um okkur á lensinu. Tveir norðmenn með mér í áhöfninni smá tilbreyting frá vinum mínum úr austri. Spáin er góð en spáir brælu aftur á fimmtudaginn úr sömu átt svo það verður hjakk til baka.

DSCN2141

 

Polfoss að renna framúr okkur fljótlega eftir að við fórum á stað en hann var að lesta agn (beitu). Væri nú flott ef Eimskip væru með svona skip á ströndinni heima svona til hvíla frábæra vegi. Hann renndi sér framúr okkur á 16 sjm hraða.

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2142

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2143

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2144

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo bæ bæ  Polarhav.

DSCN2145

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi var á rússnesku flaggi

DSCN2146

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo að lokum mættum við einum kínverja þ.e.a.s báturinn var smíðaður í Kína hét í upphafi Eyvindur KE, held ég fari með rétt mál að hann hafi aldrei verið gerður út við Íslandsstrendur heldur seldur til Noregs. Þar sem byggt var yfir hann og sett í hann autoline system. Reyndar er hann til sölu núna.

DSCN2150

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013447
  • 1000013442
  • 1000013416
  • 1000013421
  • 1000013168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 136596

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband