9.6.2012 | 17:13
smá túr til Norge
Já sumt er skrýtið í þessum litla heimi. Á miðvikudaginn fór ég á strandveiði á Dynjanda BA-13 í skítabrælu frá Norðaustri, ef handfæraveiðar hefðu verið frjálsar þann dag hefði enginn farið á sjó. Þennan morgun var ég alveg grunlaus um að ég myndi vera skrifa þessar línur um borð í Polarhav í Norge. Þannig var nú þetta þegar við komum í land á miðvikudaginn fékk ég sms frá útgerðarmanninum í Noregi um hvort það væri nokkur möguleiki að ég gæti komið á föstudaginn til Noregs og farið með Polarhav í smá verkefni leysa Polarfangst af meðan hann færi inn til Haugasunds til að skifta um áhöfn og taka olíu og vistir. Heldur var ég tregur til var bara búinn að vera rétt rúmar þrjár vikur heima, en klukkan sex að morgni á fimmtudaginn lét ég undan og sagðist geta farið í ferðina þá var ég að smyrja nestið sem ég ætlaði að hafa neð mér á strandveiðina þann daginn ekkert varð úr því og á föstudaginn flaug ég með Flugfélagi Íslands frá Þingeyri til Reykjavíkur þaðan til keflavíkur frá Keflavík flaug ég til oslo og svo frá oslo til Álasunds þaðan var tekinn taxi til Ellingsoy og hér er ég þetta var rúmlega 16 tíma ferðalag þrjár flugvélar tvær rútur einn einkabíll og svo taxi í restina. Restin af áhöfninni kom frá Bodö og þar sem flugstöðin þar var lokuð máttu þeir keyra hingað og lögðu þeir af stað í gærkveldi og var það 17 tíma akstur hjá þeim annar missti ökuskírteinið í 5 mánuði og fékk 10.000 nrk krónur í sekt ( um 200.000. íslenskar) var tekinn 26 km yfir hámarkshraða.
Í nótt förum við af stað suður til Atla til að leysa af Polarfangst og er það rétt rúmlega einn sólarhringur þangað svo fer hann inn og kemur út aftur vonandi og þá siglum við aftur hingað og ég flýg heim svona er planið.

Hér sjáum við Polarhav fyrir framan Brödr Aarseth

Storegg jr hann liggur hérna hjá okkur.

Svona í lokin eina frá Noregi og ein úr Arnarfirði.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2012 | 22:51
Langt á milli skrifa.
Já frekar langt á milli skrifa nú enda kominn heim í faðm fjölskyldunar og nóg um að vera ferma miðdóttirna og Landsbankinn að loka og svona. En í gær fórum við í siglingu á Kára BA og má segja að Arnarfjörður hafi skartað sínu fínasta.

Víkingaskipið sem Eagle Fjord hefur leigt frá Þingeyri til að sigla með ferðamenn um Arnarfjörð.

Svona veður könnumst við Arnfirðingar vel við

Arnarfjörður flottur.
Og í svona veðri gleymist öll leiðindin með Landsbankann.

Arnarfjörður var fullur af lífi í gærkveldi, svartfugl og hvalur. Hér sjáum við Hrefnu og þarna hefði nú verið gott að vera með skutullinn hans Langalangafa en hann var víst sá síðasti sem handskutlaði hval á Íslandi eða allavega í Arnarfirði.


Og hér sjáum við út Arnarfjörðinn rétt fyrir miðnætti í gær.
Svo í lokin renndum við fyrir fisk á Kolgrafarhryggnum og auðvita var rúllan ekki búin að vera lengi þangað til hún kom upp með fisk.

Nánast fullur slóði.
Látum þetta vera gott að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 09:09
Kominn til Bíldudals
Löngu og ströngu úthaldi lokið við Noregsstrendur. Og nú er ekkert nema slappa af og hlaða rafhlöðurnar.
Við Komum til Ellingsöy sem er rétt Norðan við Álasund á Föstudagsmorgun og gengum frá bátnum hjá Bræðrunum Aarsæth. Og á Laugardaginn tókum við svo flug til Oslo og þar tvístraðist áhöfnin. Einn til Íslands tveir til Pólands. Eftir langt ferðalag var ég kominn til Bíldudals á Sunnudagskvöld.

Þessi renndi sér framúr okkur við 8,1 og 18,9.

Að sigla inn með Ellingsöy.

Fiskverkanir voru í röðum þarna inn Með eyjunni.


Við komnir á áfangastað inn í Aarsæthvoginn.

Bræðurnir Aarsæth eru alveg týpísk norsk saltverkun sem vinnur saltfisk allt árið. Og yfir sumartímann kaupa þeir frosinn fisk sem þeir þíða upp og salta. Þannig er þeir með vinnu nánast allt árið og eiga þeir engann bát.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2012 | 11:20
Beðið eftir að verða leystir af.
Nú er komin blíða hjá okkur eftir frekar leiðinlega helgi veltingur og aftur veltingur. Nú bíðum við eftir að verða leystir af. Polarfangst er í þessum töluðum orðum í Alasundi að bíða eftir að hann lygni en búið blása þarna í kringum Stad alveg upp í fullstorm. Skiftunum hefur seinkað um allavega sólarhring.
En það er eitt sem maður ræður ekki við en það er veðrið svo þessu verður maður að taka eins og öðru við förum sennilega til Averöy þar sem nú stendur til að taka skipið í slipp. það er svona 30 til 35 tíma sigling þangað, svo það lítur út fyrir að við gætum verið þar í fyrsta lagi föstudagsmorgun.
En við erum búnir að hafa það gott hérna þennan túrinn veður hefur verið frekar hagstætt þó ekki svo margir bræludagar bara svona til að maður gleymi ekki fílingnum við veltinginn.

Norræna kom á sínum venjulega tíma og renndi sér framhjá okkur. Í kaldaskít á sunnudaginn.


Normand Prosper að veita okkur félagsskap í brælunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2012 | 09:57
Föstudagur og bræla.
Fjórði föstudagurinn hérna og bræla ekkert annað að gera en slóa upp veðrið. Annars hefur lítið verið að gera þessa viku eins og fyrri vikur hérna á svæðinu. Normand Prosper kom þó og er byrjaður að leggja út akkeri fyrir borpallinn. Hefur hann lokið að leggja út fimm akkeri af átta. En í augnablikinu er hann ekki að vinna og er að slóa hérna við hliðina á okkur. Ölduspáin fyrir næstu 24 tíma er yfir mörkum til að hann hafi leyfi til að vinna en það er spáð 4 m ölduhæð næsta sólarhringinn mörkin sem hann hefur er 3,5 m. Normand Porsper er þó enginn smádallur 96m langur og 24 metra breiður. Hann er tvær aðalvélar sem eru 7680 kw. og gefa þær honum togkraft upp á 338 tonn og 19,8 sjm ferð á klukkustund. Við hérna við hliðina á honum erum með 565 ha callesen og kannski 5 tonna togkraft, og erum 27 m og 6 breidd. og mesti ganghraði ég hef séð er hjá okkur 10,2 sjm/klst en yfirleitt svona ca 8,1 sjm/klst.


En að öðru Polarfangst leggur ef allt er eðlilegt í kvöld og verður því kominn til okkar á mánudagskvöld eða þriðjudagsmorgun og þá förum við til Alasund og förum sennilega í slipp en það er farinn heddpakking hjá okkur á cylender nr 2. Svo var einnig verið að tala um að botnhreinsa og mála. Svo það er farið að styttast í þessum túr hjá okkur, og það virðist ætla verða bræla hérna í Norðursjónum næstu daga svona til hafa okkur algjörlega úrvinda þegar komið verður í höfn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2012 | 12:12
Þriðji sunnudagurinn á Altasvæðinu
Já þriðji sunnudagurinn hérna hjá okkur, kokkurinn að elda lambakótilettur í brauðraspi, hann fékk sko uppskriftina hjá mér pólverjarnir vilja bara kjötpylsur og kartöflur rússinn étur hins vegar allt enda vel upp alinn kommúnisti, rauður í gegn.Svo hlýtur að verða ís í eftirrétt og niðursoðnir ávextir.
Veður hefur verið frekar leiðinlegt síðustu dag norðan kaldi og veltingur og í gær snjóaði á tímabili, nú er hins vegar vestankaldi sem á að lægja í kvöld og svo á morgun verður kominn blíða.
Allt við sam þennan sunnudagsmorgun eins fyrri Norröna og Goðafoss renndu sér hérna framhjá.
Komin er dagseting á skipti hérna á svæðinu en Polarfangst á að koma og leysa okkur af 15. maí og vera í einn mánuð eftir það á víst Polar Atlantic að koma þetta er orðið svolítið flókið.
Í næstu viku dregur til tíðinda hérna á svæðinu en þá byrja framkvæmdir Dráttarskipið Saltfjord er væntanlegt til að leggja út akkeri fyrir borpallinn Borgland Dolphin svo allt fer að gerast, verður ekki eins einmannalegt hérna. Reikna þeir með að Saltfjord verði svona ca viku að störfum hér og svo í framhaldinu kemur pallurinn.

Haukur renndi framhjá okkur í gærmorgun í kaldanum Kannski með fulla lest af kalkþörungi til Frakklands eða Írlands.

Hér sjáum við bróður Borgland Dolphin eða Bredford Dolphin en hann heimsótti okkur í morgun en það var verið að flytja norður á Albertfelten ekki alveg með á hreinu hvar það er. Tvö dráttarskip (finnst einhvern veginn asnalegt að segja dráttarbátur um 90. metra langt skip) voru að draga han og svo var eitt serch and rescue skip og sérhæft tækniskip.

Hérna sést reyndar aðeins annar dráttarskipið og Bredford Dolphin þeir voru svona á ca 5 sjm ferð þegar þessi fylking fór framhjá okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2012 | 13:42
Tvær vikur búnar.
Tvær vikur búnar hjá okkur köllunum á Polarhav, ætli verði ekki vöfflur í dag svona í tilefni af deginum. Tíminn flýgur alveg áfram svona þegar maður hefur lítið eða ekkert að gera. Samt hefur nú bara verið töluverð fiskiskipatraffik hjá okkur þessa vikuna, danskir, skoskir, þýskur og svo eitt hafrannsóknarskip " Scotia " sem kastði trollinu í nágrenni við okkur í fyrradag. og enginn hefur verið með frekju eða læti allir bara sýnt okkur tillitsemi kannski búnir að frétta að það væri íslendingur skipstjóri og það borgaði sig ekki að æsa sig þá jólasveina.
Við erum búnir að halda alllar þær æfingar sem hægt er að hugsa sér mob (maður fyrir borð), firedrill (brunaæfingu) og svo framvegis.
En er búrið fullt af góðgæti svo góður matur á hverjum degi og meiri segja fiskur en við flökuðum alveg helling af fiski á vertíðnni til að eiga til góða.
Veður hefur leikið við okkur tveir bræludagar annars hefur skipið ekki hreyfst en sennilega verður breyting á því á morgun er hann að spá kaldaskít frá Norðvestri og er nú þegar farið að setja í smá sjó en á sunnudaginn á að vera komin blíða á ný.

Hér sjáum við Albert sem er að fara að prufa léttbátinn. Albert kemur frá Rússlandi en býr í Noregi hann er búinn að vera um borð í Polarhav síðan 15. janúar án þess að fara heim. Er eitthvað farinn að tala um að hann sé orðinn frekar þreyttur. En hann er vanur löngum útverum var sjómaður í mörg ár í úthafsflota U.S.S.R og þá var ekki óalgengt að túrarnir værum 6 mánuðir. ( svo er ég farinn að vera pirraður eftir 6.vikur)

Hérna er undirritaður að prufa léttbátinn í blíðunni.

Guard vessel Polarhav.

Tekur sig bara vel út Polarhav eða eigum við að segja Heimskautahafið á íslensku.

Þessi setist á brúarvænginn hjá okkur í gær og lét sér fátt um finnast. En það er alveg greinilegt að mávastofninn hérna er ekki í útrýmingarhættu því hér eru breiðurnar af þessum fugli og Polarhav er orðið útskitið eftir þessi kvikindi, eru alveg siðblindir bara skíta þar sem þeir sitja svona svipað og önnur fuglategund "sem var áberandi á Íslandi fyrir þetta svo kallaða hrun.

Svo að lokum sjáum við Hafrannsóknarskipið Scotia. Flott skip
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2012 | 09:41
Sunnudagur á Atlafelten
Eftir velting síðustu daga heilsar sunnudagurinn með rjómablíðu og sól, samt er frekar kald. En síðsutu dagar hafa verið hálfleiðinlegir veltingur ekki beint bræla en helvítis veltingur.
Lítið hefur verið um fiskiskip á nágrenninu fengum þó einn snurvoðarbát í gær " Helgeland" sem var þýskur.
Það renna alltaf sömu skipin hérna í gegn eins og Dettifoss og Norröna.

Elisabeth Knutsen renndi framhjá okkur í gær rétt rúmlega 266 m.
Komið til að ná í gas.

Hún Elisabeth Knutsen hreyfðist ekki í kaldanum í gær enginn veltingur.

Hún Norröna heimsækir okkur reglulega á sunnudögum hérna rennir hún sér framhjá okkur í morgun.
Nú er ekkert nema prufa en að skaka hvort við fáum fisk, en við höfum ekki orðinr varir við fisk ennþá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2012 | 07:44
Ein vika búin.
Ein vika búin hérna hjá okkur félögunum á Guard vessel " Polarhav " á Atla location. Talað var um þrjár vikur þangað til að Polar Atlantic kæmi og leysti okkur af. Svo á Polar Atlantic að vera hérna í það minnsta til 15. okt 2012, en planið er að Polarhav fari aftur á fisk. Grálúðuvertíðin byrjar núna í endað maí og svo í framhaldinu er talað um skötusel.
Þessi vika hefur verið tíðindalaus, þrisvar orðið varir við fiskibát og einu sinni sett á ferð að fiskibát þar sem hann ekki svaraði þegar hann var kallaður á ch 16. Það reyndist vera togbáturinn Ocean Venture frá Peterhead í Skotlandi var hann að trolla ca 6 sjm Norður af okkar gæslusvæði. Fór það allt friðsamlega fram og báturinn hífði og svo togaði sig svo til baka. Var hann að eltast við monkfish eða skötusel, ég sá að hann notaði rockhoppertroll og notaði bara eitt troll svo ég spurði hvort hann væri ekki útbúin fyrir tvo troll þá notaði hann aðeins tvo troll þegar hann var að trolla með fótreipi.

Ocean Venture

Var ánægður að sjá að hann var með Bison hlera af því ég er svo mikill Bison maður. Hann átti eftir tvo daga á veiðum svo yrði haldið til Peterhead og landað á markaðinn, spurði hann um verð og hann sagði að eftir páska væri verðið búið að vera gott og menn kvörtuðu ekki.

Þessi tekin í blíðunni í fyrradag
Læt þetta ekki vera lengra að sinni hérna frá Atla gassvæðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2012 | 11:32
Rólegt hjá okkur nú.
Já núna er rólegt hjá okkur, akkúrat ekkert að gera litill skipaumferð og engir fiskibátar í nálægt. Helgafell renndi framhjá okkur í nótt á 16 sjm hraða. Gott veður hefur verið og ágætt hitastig.
Við erum eina skipið hérna núna að vernda þessar dýrmætu gaslindir.
Nú er vika síðan við lögðum í hann frá Örnes svo ein vika búin hvað ætli séu margar vikur eftir, talað var um 3.vikur þegar við lögðum í hann hver veit, eigum nógann mat því ég bókstaflega fyllti dallinn af mat áður en við fórum. Ekki gott að verða matarlausir eins og hérna um árið þegar eina sem við borðuðum í heila viku var spagetti og beljukjöt, við sultum svo sem ekki en var orðið helvíti leiðinlegt síðustu dagana.
Veður hefur leikið við okkur eins og ég sagði hérna að ofan.

sólin að setjast í gærkveldi.

Og sólin að koma upp í morgun

Þessi renndi framhjá okkur í gær. Far Serenade heitir hann þjónustuskip við borpallana hérna Heimdal og Jotun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 136596
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar