Lítið að frétta

Já nú er lítið að frétta við komnir til Örnes og liggjum við kajann og eru allir bátarnir hérna svo lítið er að gera í augnablikinu þorskkvótinn búin á öllum skipunum og offshore verkefni lokið. Er þetta öðruvísi heldur en í fyrra þegar við vorum með verkefni út okt. Það er fyrirhugað að Polar Atlantic eigi að fara í slipp og verður það í þessari vikur að öllum líkindum. Er ég að verða einn í vinnu hérna núna allir aðrir í fríi. Á morgun verður smábíltúr fyrir mig til Bodo ætla að keyra hann Jaro í flug.

Skarv svæðið 2011 037

 

Hér sjáum við línubátinn Koralen fiska rétt við 1,5 sjm viðmiðið. Koralen var smíðaður 1989 og er 38,1 m. langur og 8,5m breiður. Eigum við ekki að segja að Koralen sé af þriðju kynslóð af norskum beitingavélabátum en hann er smíðaður á svipuðum tíma og Tjaldarnir. Ég notaði góða veðrið og renndi svona að honum til að bara mynda hann og sjá hvernig fiskeríið væri en skipper sagði mér að það væri mjög dapurt og hefur sennilega verið rétt hjá honum því næsta dag var hann horfinn eitthvað lengra norður kominn fyrir utan okkar vaktsvæði. En reglurnar hjá okkur voru þær að við fylgdumst vel með öllum fiskiskipum sem kæmu inn fyrir 20 sjm radíus frá FPSO Skarv svæðinu

Skarv svæðið 2011 038

 

Ekki er nú mikið um að vera á rúllunni ekki margir á lofti og rúllumaðurinn nánast í sparifötunum við starfið. Líka sagði skipstjórinn mér að þetta væri svona hálfgerð afslöppun þessar löngu og keiluveiðar hjá þeim á sumrin.

Sjáið þið leiðarna sem liggja aftur með síðunni en þeir henda drekunum út um dráttarlúguna þegar þeir eru að leggja.

 

 

Skarv svæðið 2011 029

 

Og hér sjáum við Koralen þegar við vorum að nálgast hann Þarna er hann svona ca 1,7 sjm frá viðmiðinu og 3 sjm frá borpallinum.

 

 

 

 

Næsta dag varð ég var við Línubátinn Vestfisk og sá að hann var að leggja línuna og kom næst okkur í 15,5 sjm fjarlægð frá FPSO Skarv. Svo ég ákvað að kalla hann upp og byrjaði með mína flottu norsku (hún er nú frekar svona léleg nordiska). Þá var bara svarað á íslensku þá var vélstjórinn íslenskur og var uppi að leysa kallinn (skipstjórann) af, en það er algengt á norskum línubátum að vélstjórinn leysi skipstjórann af.

showallphotos

Vestfisk er smíðaður árið 1980 og er 39 m langur og 8,5 m breiður. Hann var yfirbyggður ár 1997 eigum við ekki að segja að Vestfisk sé af annari kynslóð af norskum Beitingavélabátum.

  

 

 

 

 

 


Polar Atlantic

Noregur Maí 013Polar Atlantic var byggður 1978 í Fiskarstrand og hét upphaflega Fernando og var frá Maalöy. Hann er 32,45 metra langur og 7,32 m breiður. Með 660 ha Alpha Diesel. Hann er svo kallaður fyrstu kynslóðarbeitingavélbátur útbúinn með beitingavél og frystingu og var ætlaður meðal annars að stunda veiðar á fjarlægum miðum eins og Flæmska hattinum og við Grænland. Og var allur útbúnaður miðaður við það t.d eímari til búa til fersk vatn úr sjó og þau fjarskiptatæki sem voru upp þá Stuttbylgju og millibylgjustöð. Ekki veit ég hvað margar bátar af þessari gerð voru smíðaðir en þeir voru nokkuð margir. Þetta þóttu byltingakenndir bátar á sinni tíð og gátum verið mjög lengi úti án þess að fara í höfn. 1993 var mér boðið í heimsókn um borð í þennan bát við bryggju í Maaloy þegar ég var þar ásamt fleiri góðum mönnum með bát í slipp. Þá var hann í fullri drift og var með frystingu um borð. Fremst í bátnum eru frystipressurnar og fyrstiskápur til að frysta fisk í síðan er tvo frystitæki þar fyrir aftan. Lestin nær alveg fram í stefni og er tvískipt hægt var að nota hluta hennar undir fersk fisk. Það eru íbúðir fyrir 13 manns í 8 klefum. Má segja að báturinn sé nánast orginal nema auðvita búið að uppfæra tæki í brú og svo framvegis. Einnig er búið að fjarlæga beitngavélina og allt sem henn fylgdi og er báturinn útbúinn á net í dag. Í dag er norðmenn að byrja með hvað skulum við segja 4 kynslóð af beitngavélabátum. Og erum við þar að tala um allt öðruvísi báta og allt annan aðbúnað t.d í nýja Geir og verður í nýja Fiskanesinu.

Annars er allt gott að frétta við erum núna þvert af Træna og áætlum að vera í höfn kl 15 í dag. Veður hefur leikið við okkur og hefur ferðin heim gengið vel .

Skarv svæðið 2011 033

 

Hér sjáum við Far Saga vinna við eina af borhollunum voru að loka einhverjum lúgum ég veit ekki meir.

 

 

 

 Skarv svæðið 2011 013

 Hér sjáum við Island Chiftain hjá borpallinum sennilega að dæla semneti en þeir nota mikið sement borpallarnir. Island Chiftain og Bourbon Topaz er supplybátar fyrir þennan borpall. Þú vinnur í fjórar vikur og fjórar vikur í frí og stýrimaðurinn er með svona ca 60 þús nrk á mánuði (1200 þúsund nrk). Og hásetinn með frá 35 til 40 þúsund eftir starfsreynslu. 

 

 

Skarv svæðið 2011 001

Hér sjáum við svo Polarhav á landleið í síðustu í byrjun ágúst vel máluð ekki satt.


Skarv verkefninu lokið.

Já Skarv verkefninu fyrir okkar útgerð er lokið við erum lagðir af stað heim frá Skarv og komnir með alvöru internet aftur. Já þessu standby og guard verkefni er lokið en útgerðin hefur verið með það í rúmt ár og hafa þrjú skip sinnt þessu. Polarhav, Polar Atlantic og svo leiguskip Polarfront. Ég hef verið hérna á svæðinu í samtals 13 vikur og á ég sennilega eftir að sakna þess að geta ekki fengið að koma aftur og eiga hér góða og rólega daga. Því miður fengum við ekki að sjá skipið koma en við vorum leystir undan skildum kl 1800 í dag en áætlaður komutími skipsins er kl 0200 í nótt. En þegar fylgdarskipið Mærsk Launcher átti eftir ca 30 sjm á Skarvfelten þá fórum við svo ég gat ekki tekið neinar myndir af skipinu ég var búin að hlakka svo til.

Það er áætlað að gasvinnsla byrji í janúar og olíuvinnsla eitthvað seinna.

Polar Pioneer 007

 

Hér sjáum við borpallinn Polar Pioneer en hann er staðsettur á svæðinu á honum starfa 120 manns og hann var byggður 1985 og er 122 m langur og 75,6 m. breiður.

 

 

 

 

Polar Pioneer 019

 

Hér sjáum við Mærsk Logger en það skip er að vinna á svæðinu það er um 90 m langt og 19 m og hefur 35 manna áhöfn

 

 

 

 

 

Ég læt þetta ver gott eins og er við verðum í heimahöfn kl 1500 á morgun og framundan er slipptaka á þessum bát ekki komið á hreint hvar það verður kemur í ljós á mánudaginn.


Lagður á stað enn og ný

Já nú erum við strákarnir á Polar Atlantic lagðir á stað út aftur á skarv olíusvæðið og er áætlað að vera þar kl 1700 á morgun. Við komum í höfn rétt rúmlega níu og þá var strax farið að gera klárt fyrir næstu ferð taka vatn og kaupa mat. svo rétt fyrir kl 15 var allt tilbúið til að fara aftur og var þá haldið til Vaagaholmen til að taka olíu og vorum við komnir þangað kl 1800 og svo kl 2130 vorum við búnir að taka olíuna og þá var ekkert nema setja stefnuna aftur út í haf og þegar þetta er skrifað eigum við eftir ca 24 sjm (þrjá tíma) út að Træna og þar með út á opið haf. Voru teknar vistir fyrir mánuð en samningurinn er til 8. ágúst og eftir það er það day by day samningur eins og þeir kalla það hjá Bp. Veður er gott og allt gengur vel , við vorum alveg ótrúlega lengi að taka olíuna því við gátum ekki látið renna á nema 120 ltr á mín sem er alls ekki mikið þegar á að taka 25000 ltr.

Vaagahlomen er ca 600 manna staður og tilheyrir Rödeyju kommune, þar kemur hrutigbátur einu sinni á dag frá Bodo og svo er annar sem gengur á milli í sveitafélaginu einnig kemur lestebaten (flutingaskipið) Fjordlast reglulega en hann siglir hérna á ströndinni með vörur.

Vagaholmen 015Hérna sjáum við kajann í Vaagaholmen. En þarna er verlsunarmiðstöð og greinilega miðpunkturinn í þorpinu. Olíukallinn sagði mér að þarna byggi ein íslensk fjölskylda nýflutt húsbóndinn væri organisti við kirkjuna og konan hans væri kennari við tónlistaskólann og hvort hann kenndi ekki einnig við tónlistarskólann.

 

 

 

 

Vagaholmen 004

 

Svo erum við hérna við bryggju  að dæla olíunni á bátinn. Tókum við 25000 ltr frá bunker oil.

 

 

 

 

 

Vagaholmen 011

 

Hér svo Fjordlast flutingabáturinn sem gengur á ströndinni

 

 

 

 

 

Vagaholmen 017

 

Þessari var ég að mæta rétt áðan ekki góð mynd en læt hana samt flakka með flot skúta.

 

 

 

 

 

Mannskapsskifti 002

 

Og þessum mætti ég á sunnudagskvöldið hvalbátur sem sennilega er að fara á síld eða makrílnót því ég held hvalvertíðin sé búin hérna núna.

 

 

 

 

 

Jæja ég læt þetta vera loka orðin í bili og á morgun verð ég kominn úr netsambandi og verður lítið um færslur næstu daga kannski í góðu lagi að taka sér smá frí. En kannski nær maður einhverjum góðum myndum næstu daga.


Kominn í höfn í Örnes.

Já við erum komnir í höfn í Örnes og byrjaðir að láta renna á vatn og kokkurinn farinn að kaupa í matinn. Nú erum við bara að ath hvort olían komi til með að duga en við eigum 20 tonn af olíu og held það sé meira en nóg þeir fóru með tæpa 17 tonn í þessum túr sem stóð í 7 vikur.

træna 003

 

Hérna sjáum við Træna snemma í morgun þarna búa 500 manns og er þetta sjálfstætt sveitafélag annað hvort annað eða þriðja minnsta í Noregi. Þetta eru flott fjöll sem rísa þarna upp úr hafinu.

Það tilheyra 1000 eyjur og hólmar Træna Kommune(sveitafélag). Og þarna förum við alltaf framhjá og er þetta síðasti staðurinn sem við förum framhjá áður en við komust út á opið haf. Þeir hafa ferju og hurtigbát (hraðferju) til að koma sér upp á fasta landið.

 

træna 004

 

Og er er næsta eyja Norðan við Træna Mareyja og Stortovey og tilheyra þær Træna og er búið þarna en það er alveg merkilegt hvað er búið á mörgum af þessum eyjum og hvað norðmenn eru miklir sveitamenn líkar ekki öllu við borgarlífið.

 

 

 

 

Svo er bara bíða eftir að allt verði klárt og svo höldum við á stað aftur út til Skarv.


Áhafnarskiptum lokið

Áhafnarskiptum lokið og ég lagður á stað aftur til Örnes á Polar Atlantic. Eftir velheppnaða aðgerð. Ég fór sem sagt yfir á léttabátnum og þeir fóru til baka Franklín skipstjóri og Pitrek háseti. Allt gekk þetta vel nema mótorinn ætlaði aldrei að fást í gang. Og erum við því þrír á leiðinni til Örnes ég skipstjóri Jaro vélstjóri og Frank kokkur. Og áhöfnin á Polarhav er því núna Franklín skipstjóri, Finn Arne vélstjóri, Lorents kokkur og Pitrek háseti. Þeir voru að borða lax áðan en hér var bara karbonettur og kartöflumús. En lítið er eftir að matabirgðum hér eftir 7 vikna útiveru og lítið eftir af vatni.

Verðum kl 0900 í fyrramálið í höfn og þá er bara bunker op eins norðmennirnir segja og halda aftur út í sæluna. En ég fékk skeyti frá Bp Norge í gær varðandi Skarv ogg nú segja þeir að hann eigi að leggja af stað frá Klostersfjord þar sem hann liggur 5 ágúst og eigi að vera frammi þann 8 ágúst svo kannski verður þetta ekki lengra en til 8 ágúst hver veit.

Mannskapsskifti 005

 

Hér er ég kominn um borð Polar atlantic og strákarnir að gera sig klára til að fara. Pitrek kominn um borð  og allt dótið.

 

 

 

 

Mannskapsskifti 006

 

 

Og hér fara strákarnir yfir.

 

 

 

 

Mannskapsskifti 009

 

 

Og hérna eru þeir að klifra upp lóðsstigann og allt gengið eins og í sögu og þá er ekkert eftir nema hífa bátinn upp en vindan er handvirk svo það tekur svolítið á

 

 

 

Mannskapsskifti 007

 

Svo er ekkert nema kveðja Polarhav og strákana og sigla í höfn og verðum svo væntanlega á miðvikudagsmorgni aftur komnir út og þá geta þeir haldið á stað í land.

 

 

 

 

 

 


Lagður á stað

Já við lögðum á stað áleiðis út á Skarv olíusvæðið kl 1800 og áætlum að vera þar kl 13 á morgun. Þá skiftum við á bátum ég og Franklín og ég fer yfir á Polar Atlantic. Veður er alveg gott sól og 20 stiga hiti. Við siglum á 8,4 sjm hraða eins og er og Callesen stendur sig vel.

Örnes og léttabátur 30. júlí 025Þennan munum við nota á morgun til að fara á milli bátana. 25 ha Johnson.

Örnes og léttabátur 30. júlí 032

 

Hér sjáum við svo Skaren og Öyfisk. Liggja og bara

og bíða Örlaga sinna Skaren á að gera upp sem hobbybát en hvað verður um Öyfisk er ekki vitað.

 

 

 

 

 


Komið á hreint.

Áhafnarskiptin eru komin á hreint. Polarhav á að vera kominn á mánudaginn út á Skarv svæðið og leysa Polar Atlantic af og þá heldur Polar Atlantic heim á leið til að taka vatn og vistir. Og verður vætanlega kominn til baka á miðvikudagsmorgun og þá tekur ljúfa lífið við hjá mér. Planið er samt dálítið flókið ég fer sem sagt út á Polarhav og verð svo fluttur yfir í Atlantic á léttabát og Franklín kemur yfir um borð í Polarhav og ég fer í land á Polar Atlantic og kem svo til baka og Franklín bíður á meðan úti á Polarhav og fer svo heim til Örnes á honum á miðvikudagsmorgun. Já svona er hægt að gera einfalda hluti flókna en okkur vantar einn skipstjóra þess vegna verðum  við að gera þetta svona Torleif(útgerðarmaðurinn) sjálfur kemst ekki þarf að fara á mikilvægann fund á þriðjudaginn ( svo segir hannLoL).

Örnes og léttabátur 30. júlí 009

Hér er svo mynd af Polarhav tekinn áðan og sýnir hann nýmálaðann við bryggju.

 

 

 

 

 

 

 

 

Örnes og léttabátur 30. júlí 002

Yfirlitsmynd yfir Örnes ekki samt öll byggðin. En þetta er frekar dreift hérna en það er byggð inn dalinn og báðum megin við fjallið.

 

 

 

 

 

 

 

Örnes og léttabátur 30. júlí 018

Hér sjáum við privat kaja( einka bryggjur ) og naust hinum megin við Örnes.

 

 

 

 

 

 

 

 

Örnes og léttabátur 30. júlí 028

Og hér sjáum við eina enn einkahöfnina veit ekki hvort þessi sé með vigtunarleyfi dreg það stórlega í efa.

Ég er bara farinn að taka myndir af bryggjum kannski er ég orðinn svo norskur að mig er farið að langa í eina.

 

 

 

 

 

Örnes og léttabátur 30. júlí 031

Hér sjáum við gamlann höfðinga sem hann Finn Arne reddari hjá útgerðinni á. Samkvæmt upplýsingum frá honum er hann smíðaður 1926 og er í honum eins cylendra Wichmann vél og er vélarhljóðið mjög líkt því sem heyrðist í Káranum heima en í honum var Juni munkel (kann ekki að stafa það). Þetta er flottur bátur með alveg orginal vélarrúmi, gaman ef við íslendingar ættu eitthvað að þessum gömlu bátum okkar.

 

 

 

Örnes og léttabátur 30. júlí 029

 

Önnur af þessum gamla höfðingja.

 

 

 

 

 

 

 

 

Örnes og léttabátur 30. júlí 013

 

Svo hérna er nýi tíminn nútímalegur bátur á kannski betur við okkur íslendinga, annars bara mjög flottur bátur eða snekkja. Þið kannski sjáið það ekki en ég er búinn að komast að því að forstjóra Yara Glomfjord á þennan og er skorsteininn málaður með merki þess. Hefði svo sem ekkert á móti því að eiga þennan

 

 

 

 

Örnes og léttabátur 30. júlí 020

 

Þessi er líka flottur og einnig væri gaman að eiga einn svona til að sigla.

 

 

 

 

 

 

 

 


Hér sjáum við Risholmen í Glomfjord

Glomfjord 004eða það sem eftir er af honum. Búið er að fjarlæga yfirbygginguna og nánast allt eigulegt þó er aðalvélin ennþá um borð og veit ég ekki hvenær hún verður fjarlægð en það er nýleg Caterpiller samkvæmt eigandanum (getur þess vegna verið ný fyrir mörgum árum). Þennan bát eignaðist Torleif fyrir tveim árum síðan flutti kvóta yfir á hann og svo aftur til baka yfir á sama skip og fékk þá úreldingarstyrk fyrir skipið. Áður en Torleif eignaðist skipið átti það Steinar Barthsen (fyrrverandi stórþingsmaður, íslendingavinur og hvalveiðimaður með meiru).  Eitthvað fór úrskeiðs hjá kallinum svo hann tapaði kvótanum og bátnum svo í kjölfarið eitthvað útaf því hann veiddi kvótann í nokkur ár. Hann er reyndar í málaferlum við norska ríkið útaf því máli en bátinn fær hann aldrei aftur spurning hvort honum verði dæmdar bætur.

Glomfjord 005En eins og má sjá á myndinni og sést ennþá betur nú að bryggjan er orðinn frekar lasin og lítur ekki traustvekjandi út og taldi síðuritari það best að fara ekkert út á bryggjuna held hún þoli ekki þungt hlass. Hvort þessi bryggja sé síðan virkjunin hinum megin í firðinum veit ég ekki en það er alveg hugsandi. En eins og norðmaðurinn segir það er enginn maður með mönnum nema eiga sinn egen kaja (sýna eiginn bryggju). Svo það er töluverð eign í þessari allavega fyrir stoltið.

 

 

En nú er það orðið ljóst ég er að fara leysa skipstjórann á Polar Atlantic af. En báturinn er að koma inn í áhafnarskipti og taka vatn og vistir. Verkefninu sem hann er í hefur verið framlengd til 18. ágúst  en því átti að ljúka fyrst 29 maí svo 22 júni og svo loks 25 júli svo við skulum vona að sá 18 sé loka dagsetning. Áætlað er að Polar Atlantic verði hér á mánudagsmorguninn. Já þá fer maður aftur á kunnuglegar slóðir Skarv olíusvæðið og á örugglega eftir að eiga þar ótrúlega notalegann tíma án sjónvarps, síma(verðum samt með iridum) og internets. (ekkert gervihnattasjónvarp í Atlantic) Angry. En gamla gufan verður á sínum stað með öllu þeim frábæru þáttum sem boðið er upp þar.LoL. Skipstjórinn sem ég er að fara leysa er íslenskur og heitir Franklín og hefur hann verið í hafi síðan 1 maí síðastliðinn kom í land fyrir rúmum mánuði síðan til að taka vatn og vistir og var stoppað í 6 tíma hann er víst orðinn léttpirraður og vill fara komast í frí skil það nú ekki eins og þetta er nú skemmtilegt að láta reka og hafa akkúrt ekkert fyrir stafni næstu 12 tíma nema bíða eftir því að komast aftur í koju.Crying. Við verðum að gæta staðsetningu sem sem heitir  Skarv FPSO en þar á samnefnt skip að koma og hefja vinnslu tekur við olíu og gasi frá borpöllum. Og er búið að vera bíða eftir því í allt sumar.

skarv_fpso_south_korea_En hér sjáum við Skarv FPSO og hvernig það lítur út við erum semsagt að vakta svæðið þar sem þetta skip verður staðsett

 

 

 

 

 

 

 

Skarv_FPSO_BPOg hér sjáum við tölvumynd af skipinu komið á sinn stað. Skrýtið Polar Atlantic er ekkert á mýndinni.

 

 

 

 

 

 

 

Skarv er 292 metrar á lengd 50,6 metra breiður og 29 metra djúpur og verður hann stærsti FPSO skip við Noreg.

Til að fræðast meira um Skarv svæðið getið þið farið inn á www.offshore-technology.com/projects/skarv . Eins ef þið viljið fræðast meira og hvernig gangurinn er með skipið þá getið þið farið hérna inn  www.bp.no . Svo hérna fyrir neðan er teiking hvernig FPSO skip virkar með borpöllunum. Læt þetta vera gott í bili.

FPSO_diagram


Vélin kominn í lag.

Já Turbo á Polarhav er kominn í lag. En í gær var túrbínan tekinn í sundur og sett saman aftur. Gerði undirritaður það með reddara útgerðarinnar Finn Arne og vorum við í beinu sambandi Danskere eða Kurt sem er vélaproffi og kemur að sjálfsögðu frá Danmörku eins og aðalvélin en túrbínan er frá Sviss (hélt að þeir gerðu bara osta). Í gær fengum við kassa með varahlutunum í og þau sérstöku verkfæri sem átti að nota til að opna túrbínuna og skipta um legur, svo kl 18 í gær var verkinu lokið og vélin sett í gang og allt virkaði eðlilega. Þetta var einfaldara heldur en ég reiknaði með og undir góðri leiðsögn Kurt (Dansker) gekk þetta bara eins og í sögu og núna kom það sér vel að vera með gsm og getað verið í beinu sambandi við proffann.  Svo í morgun var farið í alvöru prufutúr sem gekk eins og sögu fengum fínasta trukk á túrbínuna og aðalvélin stoppaði að reykja eins og hún gerði þegar skaðinn gerðist fyrir 6 vikum síðan. Svo núna er allt í bátnum klárt verið að mála síðustu sleikjurnar. Við skulum ekkert tala um veðrið en ef eitthvað er þá verður það bara betra og betra. Og það er bara nánast ólíft inn í bátnum því ekki er mjög öflug loftkæling hérna um borð í bát sem gerður var fyrir Grænlendinga aftur er nokkuð öflug hitaelement í kerfinu.

Í fyrradag fór ég í bíltúr inn í Glomfjorden og ætlaði að fara í sund en sundlauginn var lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks svo ég fór bara að skoða mig um í Glomfjord. Glomfjord er norskt iðnaðarþorp sem byrjaði árið 1898 og 1912 var virkjunin byggð inn í firðinum í tengslum við sinkverksmiðju. Var það einhver sænskur ofurhugi (kannski svipaður á Einar Ben okkar) sem kom þessu á koppinn. Virkjunin sjálf var svo tekin yfir af norska ríkinu árið 1918 og svo fer sinkverksmiðjaní þrot árið 1922 þegar verður mjög mikið verðfall á sinki. Tekur þá ríkið yfir verksmiðjuna og allt saman í Glomfjord. Svo árið 1926 byrjar álframleiðsla í Glomfjord og var virkjunin notuð til þess og voru það bretar sem áttu verksmiðjuna. Svo að sjálfsögðu var verksmiðjan svo tekinn yfir af þjóðverjum en var svo sprengt ú loft um ásamt virkjunni árið 1941. En eftir lagfæringar var byrjað með einhvers konar framleiðslu þarna í stríðinu. En eftir stríð var byrjað að frameliða þarna áburð og framleiða ammoníak fyrir áburðarframleiðsluna. Árið 1993 hætta þeir að framleiða ammoníak í Glomfjord og 100 manns missa vinnuna.

Glomfjord 002Hér sjáum við Virkjunina innst inn í Glomfjorden það voru fimm túrbínurnar þarna til að framleiða rafmagn og framleiddu þær á 25 Hz (50 hz er venjulegt hjá okkur ) Svo seinna þegar stærri virkjun var búin til seinna sem nýttir vötnin þarna fyrir ofan þá var þessi virkjun eingöngu notuð til að fyrir framleiðslu á þungvatni fyrir ammoníkaframleiðsluna. Þessi vikjun er í gangi í dag held að tvær vélar af 5 séu ennþá keyrðar. Ekki veit ég hvað þetta var stór virkjun í upphafi hugsa þó að hún hafi verið eitthvað stærri en rafstöð okkar.

 

 

Glomfjord 007Hér stoppaði ég og tók mynd þvert yfir fjörðinn en fjörðurinn er svona brattur

 

 

 

 

 

 

Glomfjord 006Og hér sjáum við út Glomfjorden og eins og má sjá er hann frekar brattur.

 

 

 

 

 

 

Glomfjord 012Og hér er kominn uppúr Glomfjordinum og tek mynd niður á þorpið sem stendur báðum meginn við hólinn sem þið sjáið húsin á. Það búa ca 1200 manns í Glomfjord og þar eru 15 starfandi fyrirtæki mismunandi stærð en stærst er REC Wafer Norway með 400 starfsmenn þeir framleiða Silisiumskífur fyrir sólarsellur. Síðan er þarna fleiri stórfyrirtæki eins og Yara Glomfjord sem framleiðir steinefni fyrir áburð og kalsíium nítrat og eru þeir með 180 starfsmenn. Ef þið viljið fræðast meira um Glomfjord þá getið farið inn á www.glomfjordindustripark.no

 

 

 

Ég segi þetta bara gott héðan frá Noregi í kvöld þar sem lognið á heima allavega þessa dagana. Framundan gæti verið mannskapskifti á Polar Atlantic því búið er að framlengja verkefninu hjá honum til 18 ágúst. Ég fæ að vita meira um það á morgun hvernig það verður. Og hvað mitt hlutverk verður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 136597

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband