Leithe heitir hann ex Brík frá Bíldudal

Örnes júlí 2011 012Já Leithe heitir hann í dag og er með skráninguna N-8-G. N stendur fyrir Nordland og G stendur fyrir Gildeskal, sem er næsta sveitafélag hérna fyrir norðan okkar. Hann er skráður í Storvika sem er lítill staður í því sveitafélagi.

Hann hefur samkvæmt Norsk Raafisklag landað tvisvar daganna 17 og 20 júlí.

Þ. 17 landaði hann  1175 kg af rækju sem flokkast stór og 723 kg af rækju í stærð 221-250

Þ. 20 landar hann 431 kg af rækju og svo 241 kg í stærðinni 221-250.

Hann landar hjá KarlS Fisk og skalldyr í Tromsoe.

Hér er bara búinn að vera alveg frábært veður tvo síðustu dag og alveg logn farið að minna mig bara mikið á Bíldudal þessir tveir síðustu dagar. Málingavinnu er svo til alveg lokið og báturinn orðinn bara helvíti flottur og eiga málaranir að fara mála næst Holmvaag.

Örnes af kveldi 24 júlí 008Örnes alveg um miðnættið í gærkveldi tekið út fjörðinn.

 

 

 

 

 

 

Örnes af kveldi 24 júlí 011

 

Sjáið lognið gæti sko alveg verið Bíldudalur!.

 

 

 

 

 

 Örnes af kveldi 24 júlí 010

FartøyLandingsdatoMottakFiskeslagTilstandStørrelseNettovekt
LEITHE (N 0008G)20-JUL-11Karl'S Fisk Og Skalldyr As (T1079)RekeRundUnspec431
   RekeRund221-250pcs241
 17-JUL-11Karl'S Fisk Og Skalldyr As (T1079)RekeRundUnspec610
   RekeRundUnspec575
   RekeRund221-250pcs723

Hér sjáum við einn hobbybátinn en þennan á forstjórinn yfir Verksmiðjunni í Glomfjord (veit ekki hverslags starfsemi fer þar fram) sem er hérna nokkuð fyrir innan Örnes. Veit ekki hvenær maður fer að kalla hobbybáta snekkjur. En þetta er flottur bátur sem ekki er mikið notaður allavega ekki orðið var við það þegar ég hef verið hérna held ég hafi séð hann einu sinni fara rúnt í svona 3 tíma en auðvita getur vel verið að maðurinn sé alltaf á rúntinum þegar ég er ekki hérna.       


Slippurinn í Repa.

Já í gær fór ég bryggjurúnt og tók þá í leiðinni myndir af slippnum sem þeir hafa í Repa, væri nú gott að hafa svona slipp heima á Bíldudal þar sem hægt væri að renna alla vega Andra BA-101.

reipa og fleira 009

 

 

 

 

 

 

 

Svona lítur hann út hjá þeim og eru það útgerðarmennirnir sjálfir eftir því sem mér skilst sem eiga hann og reka slippinn á samvinnufélagsgrunni.

reipa og fleira 020Og svona er hann í nærmynd frekar einfaldur og virðist ekki svona í fljótubragði hafa kostað nein ósköp.

 

 

 

 

 

 

 

reipa og fleira 021Hér svo spilið sem drífur slippinn áfram trúlega fengið úr einhverjum bátnum sem búið er að eyða.

 

 

 

 

 

 

 

 

reipa og fleira 022Og svo hér sjáum við vélina sem drífur slippinn áfram sé nú ekki í fljótibragði hvað tegund þetta er gæti verið Gemsa?. Svo við hliðina á henni er glussatankurinn. En þetta er nú bara fyrir vélaáhugamenn. Þannig að þið verðið að fyrrgefa mér þessar myndir og skrif.

 

 

 

 

 

Tók reyndar líka mynd af rækjutrolli sem var í yfirhalningu á bryggjunni, en það er af þessu rauða rækjubát sem ég var með mynd af í gær, ekki er þetta nú stór feldur sem hann notar og þið sjáið að það eru engir bobbingar því það er bannað innan fjarðar held að grensinn sé 3 sjm frá grunnlínupunktum.

reipa og fleira 010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veðrið er búið að vera mjög gott í dag yfir 20 stiga hiti og léttskýjað og höfum verið að mála og mála og erum búnir að afreka mikið í dag. Það byrjaði ekki vel því strax í morgun þegar við byrjuðum. Byrjaði að rigna svo við urðum að taka hlé en svona eftir kl 10 í morgun bara gerði þetta flotta veður og náðum við að mála það sem vantaði að mála svo núna eru bara eftir sleikjur hér og þar og ættum við að klára alla málingavinnu á morgun.

Svo vonandi fara mín mál að skýrast fljótlega eftir helgi og komast á hreint. Læt þetta næga á þessum fallega degi í Örnes.


Sorgardagur í Noregi

Já það er sorgardagur hérna í dag eftir þessa hræðilegu atburði sem átt sér stað í gær. Ég bara átta mig  ekki á þessu.

reipa og fleira 024Hvernig svona getur getur gerst.

 

 

 

 

 

 

 

En af öðru það var málað og málað í gær en svo í dag hefur verið rigning svo þá notuðum við tækifærið og þrifum dekkið og löguðum til svo það þarf ekki nema ca tvo daga þá er báturinn fullmálaður. En ég notaði svo tímann áðan og skrapp út í Reipa að kíkja á höfnina fara svona hafnarrúnt.

reipa og fleira 003Hér sjáum við tvo rækjubáta í höfninni.

 

 

 

 

 

 

reipa og fleira 004Svo sjáum við yfir hafnarsvæðið þetta eru sjarkar eða smábátar eins og við köllum þá en norðmenn tala alltaf um sjark fyrir smábát mikið miðað við 50 fet. (15 m.) Þetta er svona klassík fiskihöfn, mikið drasl sem fylgir fiskibátum kannski er þetta svona af því það er enginn hafnarvörður.Wink

 

 

 

 

 

Hef þetta ekki lengra á þessum sorgardegi hérna í Noregi.  


Dagur 3 í Noregi.

Jæja nú  er maður búinn að fá að vita hvers vegna þetta allt uppstand er. Málið er að norska fiskistofa telur mig ekki hafa verið löglegur sem skipstjóri um borð í Polarhav á vertíðinni og þar af leiðandi hafa þeir tekið veiðileyfið af bátnum af því ég hafi ekki verið skráður í fiskimannatalið (fiskerimanntallet blad B) ég var sem sagt ekki skráður sem fiskimaður í Noregi og strangt til tekið verður skipstjórinn ef eigandinn er ekki um borð að vera með þessa skráningu. Litið er framhjá þessu nánast í öllum tilvikum en ég hef sennilega farið fyrir brjóstið á þeim uppreisnargjarn íslendingur. Þeir hafa ekki bara svipt bátinn veiðileyfi þangað til þetta verður lagað heldur hafa þeir gert allann afla upptækann á meðan ég stjórnaði skipinu. En nú er sem sagt verið að skrá mig afturvirkt í fiskerimanntalið og er lögfræðingur norsku LÍÚ að gera þetta klárt en til þess að það gangi í gegn verð ég að vera skráður hérna með heimilsfang. Þannig að þetta er aðalvinnan hjá okkur í augnablikinu, þessu hefði auðvita verið hægt að bjarga að heiman en svona er þetta. Svo það er ekkert nema taka um vinnuvettlingana og gera eitthvað á meðan þetta er að ganga í gegn.

En að skemmtilegri fréttum ég fór út í búð í dag og keypti mér tvær 1/2 ltr af Solo (norskt appelsín) og fékk þær á frábæru verði eða tvær á 40 kr norskar (800 kr ) sparaði 10 kr (200). Einnig keypti ég mér hálsmixtúru og borgaði fyrir hana 99 kr nrk (2000 kr) en mér er strax farið að líða betur.

Holmvag og Solo 001Og er ég þegar búin með aðra flöskuna.

 

Holmvag og Solo 003Hér er svo Holmvag, Fröyskjær og síðan sést aðeins í Turbo. En sjáið þið hvernig bátarnir er bundnir saman þeir koma aldrei við hvorn annan, því dálítið frá bryggjunni er akkeri sem ysti báturinn er bundinn í bæði að framan og aftan og þannig haldið frá hinum bátunum og þannig kemur innsti báturinn aldrei heldur við bryggjuna. Fröyskjær er bátur sem búið er að gera upp til þess að búa í og sigla um ströndina. Eiga nokkrir hann saman þ.á.m Torleif útgerðarmaður og er þetta bara eins og með sumarbústaðina þú átt þina daga yfir sumarið.

 

 

Af bátum útgerðarinnar eru tveir í drift núna. Polar Atlantic er í offshore verkefni á skarvsvæðinu og Polarfangst er einnig í Offshore á Asgardsvæðinu. Polarhav, Holmvag,Turbo og Öyfisk eru í höfn reyndar hefur Öyfisk verið allt þetta ár og allt síðasta ár einnig bundinn við bryggju svo það er ekkert nýtt. En á þessum tíma í fyrra vorum við á Polarhav í Offshore og hættum ekki fyrr en í lok okt.

Læt fylgja eina mynd af Öyfisk þar sem hann liggur og bara bíður örlaga sinnaÖrnes júlí 2011 013.

Læt þetta vera gott í bili. 


Kominn til Örnes

Já ég er kominn til Örnes og um borð í Polarhav þar sem hann liggur á sama stað og þegar ég skildi við hann fyrir 6 vikum og túrbína jafn biluð en aðeins búið að mála meira. Skil ekki alveg forgangsröðina hjá honum Torleif í augnablikinu. Svo mér sýnist að þessi bátur er ekki að fara á veiðar neitt á næstunni. Svo það verður rólegt framundan. Allt er eins hérna nema Holmvag er kominn hingað í heimahöfn og verður það örugglega alveg fram á næstu vertíð.

En þó það sé rólegt yfir Skotheimsvik útgerðinni þá er kominn nýr báturinn í sveitafélagið síðan ég fór heim og er hann mjög kunnugur þó sérstaklega fyrir okkur Bílddælinga.

Örnes júlí 2011 011Já Bríkin hans Gulla er kominn hingað og farin að fiska rækju hérna í fjörðunum. Spjallaði ég aðeins við eigandann en þeir voru að drífa sig á sjóinn. Eru þeir búnir að vera á veiðum í tvær vikur eftir að hann fékk hann en fór hann með hann í slipp þar sem honum var breytt fyrir rækjuveiðarnar. Fiskaði hann fyrir 150 þúsnd norskar fyrstu vikuna. Svona ca 35 þúsund á mann en þeir eru tveir á (700 þúsund). Búið að vera mjög góð veiði á norskann mælikvarða. Já Bríkin sem var smíðuð til að veiða rækju í Arnarfirði er kominn í sama hlutverk í Noregi.

 

 

Örnes júlí 2011 004Aldrei man ég eftir því að Bríkin væri með svona stóra hlera heima þegar hún mokaði um Arnarfjarðarrækju en þetta er 120" Tyboron. En eigandinn er mjög ánægður með togkraftinn og segir þá draga mjög stórt troll miðað við stærð á bát, en hér má ekki hafa bobbinga undir á innanfjarðarrækju. Þeir sjópakka rækjunni þ.e.a.s. sjóða hana og pakka henni í frauðkassa beint í smásölu.  

Búið er að breyta bátnum dálítið setja nýja trolltromlu og setja vinnslulínu fyrir rækju. Báturinn á að vera gerður út á rækju allt árið.

 

 

 

 

Örnes júlí 2011 012Svo er bara haldið á miðin aftur og komið svo í fyrramálið með nýjan skammt af rækju. En þeir landa á hverju morgni og er svo rækjan flutt með hurtigrutunni til Tromsö. 

 

 

 

 

 

 

Jæja læt þetta vera gott í bili frá Noregi. 


Á flugvellinum í Bödo

Já nú er ég staddur á flugvellinum í Bödo og reyna að láta tímann líða´, fór á stað frá 'Islandi kl 12 í dag og eftir 4 tímabið á Gardenmoen eftir flugi til Bödo þá verð ég nú að bíða í 3 tíma eftir að taka ferjuna frá Bödo til Örnes sem er loka áfangastaður í þessari ferð. Flugvölllurinn lokar kl 0100 svo ég verð að bíða niður á höfn í klukkutíma eftir ferjunni en það ætti ekki að drepa mig. Svo ég læt þetta vera gott í bili og blogga meira síðar.

Góð eða slæm þróun

Já þetta þekkjum við frá Íslandi og hverjar afleiðingarnar hafa verið fyrir mörg sjávarþorp á Íslandi. Ég var í Danmörku fyrir nokkrum árum , þegar  þetta var að byrja í Danmörku og þá var strax farið að tala um að verðið væri orðið óeðlilega hátt. Og þeir sem höfðu bestann aðgang af lánsfé voru með forskot á hina, ég fékk bara Déja Vú þarna beint í æð. Og margir sem skuldsettu sig þarna upp í rjáfur eftir 2007 þarna úti eru í miklu basli í dag vegna þess að veiðiheimildir voru verðlagðar allt of hátt og veiðar á heimildunum standa ekki undir rekstri bátsins.


mbl.is Danskir kvótabarónar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langt á milli skrifa núna.

Já nú er ég kominn til Íslands fór beint á strandveiði á Mugg BA-102 sskr 1827. Lendi í keflavík 31. maí og keyrði beint vestur og var kominn út á Rif (mið grunnt frá Kópanesi ) þann 1. júni og byrjaður að skaka í leiðinda norðan kalda, Svanur Þór fór með mér og má segja að fyrsti dagurinn hafi verið veltingur og smá sjóveiki hjá sumum. En við náðum þó að berja upp skammtinn sem er 774 kg af þorski miðað við óslægðann fisk sumir fiskarnir voru reyndar frekar stuttir í annan endann. Og eftir þennan róður var bara komið helgarfrí og sjómannadagur og stór afmæli hjá konunni. En mánudaginn 6. júni og var lagt á stað kl 0800 og haldið út á rif og síðan út fyrir Rifið ( ca 5 sjm frá Kóp ) og þar var nóg að fiski en var hann frekar smár en þar var skammturinn kláraður þennan daginn. 7. júni var ákveðið að fara lengra út og vaknað kl 0430 og lagt í hann kl 0530 og stefnan sett á sandblett sem heitir Sandnúpur (ca 8 sjm frá Kóp) Vorum við feðgar rúma 3 tíma að sigla en Mugggur gengur þetta 7,5 til 8 sjm á klukkustund. Þegar út var komið fengum við strax fisk og vorum lagðir af stað 4 klukkustundum seinna með skammtinn af mjög góðum fiski. Vorum við rúma 10 tíma í ferðinni og af því fórum 6 tíma í siglingar.Daginn eftir var stefnan sett á svipaðar slóðir og gekk svipað að fá skammtinn. Síðan þann 9 júni var frekar leiðindaveður svo ekki var hægt að fara út úr firði og var því hangið við Dalsdalinn en það er ysti dalur Arnarfjarðar norðanmeginn og þar var þrjóskast við og náð að berja upp helminginn af leyfilegum afla. Þetta varð síðasti dagurinn á strandveiðinni á svæði A í júní fengum við að róa í 5 daga og náði ég að fiska 3,4 tonn á þessum fimm dögum. Fór ég að meðaltali með 75 ltr af olíu í ferðina. Ég er auðvita bara afleysingarmaður í þessari strandveiði leysa kollega minn af vegna veikinda. En handfæraveiðar eru mjög skemmtilegar og þær snúast ekki um arðsemi eða bjarga þjóðarbúinu heldur um sjálfsögð mannréttindi að meiga að fara á sjó og veiða fisk og fénýtta hann. Handfæraveiðar eru ekki ógn við fiskistofna og þú getur aldrei eytt neinum stofni með handfærum svo í mínum haga þarf ekki að takmarka handfæraveiðar.Napp 008 Sett hérna norska vertíðarbáta sem eru komnir í sumarfrí búnir með kvótann. Þeir eru flottir þessir norsku timburbátar sem þeir eiga og eru ennþá að gera út og halda þeim við.Napp 006                                                                                                                        Hér sjáum við annan þetta er snurvoðabátur þeir eru flottir þessir trébátar held að þeir séu smíðaðir úr furu er samt ekki viss.Þessi fer aftur á stað í endaðann þennan mánuð að fiska ýsu. En ýsuveiðar eru frjálsar hérna vegna þess að ýsukvótinn hefur ekki náðst undanfarin ár það eru því ekki almannahagsmunir að takmarka ýsuveiðar því kvótinn hefur ekki náðst undanfarin ár!

Lítið um vera hjá okkur.

Örnes 30 maí 2011 012Ég vaknaði snemma og svona er lognið í Örnes í dag.

Annars er bara rólegt hjá okkur búnir með málinguna sem við notum inni og ekki hefur verið hægt að mála utandyra því það hefur verið fínn úði eða rigning svo ekki hefur verið hægt að mála mikið utandyra. Við vorum að rústberja og skrappa í gær og fengum kvörtun frá nábúanum að svona mætti ekki gera sunnudegi fólk vildi fá að slappa af og ég spurði hann hvort einhver lög í landinu sem bannaði þetta á sunnudegi þá brást hann versti við og rausaði einhverju út úr sér sem ég skildi ekki svo við bara hættum að ergja manninn.

En ég fer til Bodö í dag og svo flýg ég snemma á morgun til Osló og svo heim til Íslands og lendi í Keflavík kl 15 að íslenskum tíma.

Örnes 30 maí 2011 018Þetta er bara farið jafnast á við Bíldudal lognið hérna, þessi mynd er tekinn af skutnum á Polarhav og upp í fjöllin. Svona segja "heimamenn" að veðrið sé alltaf í Örnes á sumrin.

 

 

 

 

 

noregur 2011 april 026Hér sjáum við Björnson draga netin í skítabrælu og rigningu fyrir mánuði síðan smellti af honum mynd og hún kom út. Eitthvað heillandi við þessa mynd þó hún sé greinilega ekki tekin af atvinnuljósmyndara.

 

 

 

 

 

noregur 2011 april 028Þarna sjáum við grunnbrot en þarna er ég að sigla inn í skerjagarðinn í námunda við Rörvik fyrr í vetur ég er sjálfur á ca 60 fm dýpi en allt í kring er bara örgrunnt og boðar eins og þessi sem brýtur á. Veit ekki hvað er langt í þetta brot en það er ekki langt.

 

 

 

 

 

Noregur 2011 003Hér sjáum við Kato sigla frmhjá Rörvik í apríl á leiðinni til Röst að fiska þorskvótann sinn, Kato er netabátur og fiskar alveg heilt helvíti er mjög lunkinn við ufsann og fáir sem standast honum snúning þegar að ufsaveiði kemur en þetta er mikill galeiða dregur mikið af netum svo strákarnir á honum Kato vinna fyrir laununum sýnum það er alveg ljóst. Á sumrin veiðir hann hrefnu eða hann hefur allavega leyfi til þess. Við vorum að fiska með Kato á Sklinnabankanum í fyrra og þá vorum við með tæp 380 net en hann var 680 net við lönduðum ca 60 tonnum eftir vikuna hann var með 120 tonn. Hann kom ekkert á Sklinnabankann í ár tók tvo flotta túra á Trænabankanum.

Napp nr 2 014Og að lokum hér sjáum við Lofoten í fjarska rétt aður en sólin sest. Það er svona dagar sem við sjómennirnir gleymum öllum brælunum og puðinu sem hefur fylgt brælum kannski dag eftir dag. Eins og einn sjómaður sagði hérna þegar fer að vora og dagurinn lengist og veðrið batnar þá endurnýjast maður og það sé ekki að ástæðuljósu sem flest sjómannsbörn koma undir á vorin eða snemm sumars. (á ekki við mig á kannski bara við norska sjómennWink.)


Nú liggjum við í Örnes.

Já við komum snemma á 25.maí til Örnes og byrjuðum strax að opna túrbínuna og það varð nánast strax ljóst að legur væru farnar og olían öðru megin þ.e.a.s afgasmegin var dökk og lyktaði af sóti. Við þessar fréttir varð auðvita ljóst að túrbínan þarf upptekt en ekkert meira hefur skeð og útgerðarmaðurinn vildi ekki að við byrjuðum að losa og fjarlæga túrbínuna hann er að hugsa málið  vildi geta sett í gang,en að öllum líkindum endar túrbínan í Tromsö í upptekt.

Á meðan á þessu öllu hefur staðið hefur áhöfnin verðið að skrappa og mála bátinn að innan og gengur það verk vel, lítið hefur verið hægt að gera að utan því af og til hefur verið rigning og verður dagurinn í dag sennilega fyrsti dagurinn sem ætlar að haldast þurrHappy.

En þar sem ég mun fara á þriðjudaginn verð ég að öllum líkindum ekki viðstaddur þegar túrbínan verður tekin.

Polarfangst 001Hér sjáum við Polarfangst snurvoða og nótabátur byggður úr plasti í Svíþjóð. Þetta er Ísbrjótur svo það er mjög þykkt í honum plastið, var hann notaður sem slíkur í Svíþjóð. Hvalbakurinn og yfirbyggingin að aftan stýrsihúsið og fleira er allt úr plasti en yfirbyggingin sjálf yfir dekkið er úr áli. Þetta er algjör gangstrókur og lítið mál að setja hann í 14 sjm. En þetta er orðinn frekar sjúskaður bátur og hefur verið eigandum dýr mikið um bilanir og svoleiðis ástand núna er hann útbúinn að snurvoð og er búinn með kvótann. Hann á síldarkvótann eftir annars er hann til sölu og hafa tveir aðilar komið að skoða.

 

Noregur Maí 020Hér svo sjálfur Polar Atlantic gamall beitingavélabátur hét lengi Fernando, held hann hafi verið byggður svona í upphafi og verið með beitningavél held að þetta hafi verið fyrsta kynslóðin af norskum beitingavélabátum. Lítur vel út og er eingöngu útbúinn á net.

 

 

 

 

Myndir frá Noregi og fleira 078Hér svo Polarhav þarf nú lítið að segja um hann góður og traustur bátur og við þekkjum hann vel var í nokkur ár heima á Íslandi sem Skotta og svo síðar sem Eldborg.

Þá vantar bara Öyfisk, Holmsvaag og Turbo og verð ég að taka myndir af þeim svo ég geti sett inn allann flotann hans Torleifs Skotheimsvik. En Öyfisk er okkur líka mjög kunnugur var smíðaður fyrir Íslendinga í Frakklandi og kláraður á Skagaströnd. Holmsvaag er svo bara týppískur vertíðarbátur af minni gerðinni smíðaður úr tré en er mjög snyrtilegur bátur að öllu leyti. Turbo er lítill rækjubátur sem lág við stjóra og slitnað í vondu veðri og rak upp á sker og nærri sökk og Torleif fékk hann fyrir lítið og er að endurbyggja smátt og smátt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 136600

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband