Lausir úr slipp

Og komnir í gang eftir tæpar 6 vikur. Já Jakob var sjósettur 22. nóvember og eftir prufukeyrslu og ítarlega skoðun vorum við útskrifaðir. Balarnir voru svo teknir um borð Laugardaginn 24.nóvember og haldið til veiða. 

20191122_075634[1]

 

Jakob í Löfte á leiðinni til hafs

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessari viku höfum við gert 3 róðra tvo með 50 bölum og einn stubb með 30 bölum, fiskeri hefur verið þokkalegt 130-190 kg á balanum og helmingur ýsa. Við náðum í síðustu vikuna á ferskfiskordningen sem þýtti bónus fyrir okkur í staðinn fyrir að tæp 10 tonn af þorski hefðu farið í kvóta þá fóru 4 þannig að við eigum núna eftir 16 tonn án þessa bónus hefðum við átt 10 tonn eftir svo það er eftir miklu að slægjast í þessu og því er það sárt að hafa misst úr nánast allt haustið vegna þessara misstaka sem voru gerð i niðursetninguna á vélinni.

20191126_131423[1]

 

Verið að draga í síðustu veiðiferð.

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er bræla og bræluspá en Polarlægðir er að dúka upp hérna fram og til baka svo spáin breytist ört mikið á milli veðurspáa. En eins og spáin er komust við kannski á mánudaginn. 

20191130_120122[1]

 

 

Polarlægð eða polarlavtrykk útaf Austur Finnmark. Polarlægð er litlar staðbundar lægðir sem myndast þegar kald heimskautaloft kemur yfir heitann sjó þær geta verið mjög öflugar og yfirleitt vont veður í kringum þær. Þessar lægðir uppgvötuðust í kringum 1960 á gervihnattamyndum. Þessar lægðir finnast og eru kröftugastar í Barentshafinu, Japanhafinu, Norska hafinu og Alskabukta. Þær geta staðið frá 6 tímum upp í nokkra daga. En oft byrja þær myndast en verða svo ekki af öflugum lægðum þess vegna getur veðurspðin verið mjög misvísandi þegar um Polarlægð er um ræða. 


Búið að skrúfa saman samt enn í slipp

Nú er unnið við að setja saman í Jakob N-5-G, Nýr gír kominn og nýr öxul. Búið að setja nýjan öxull í bátinn og koma gír fyrir og á föstudaginn unnum við að rétta af vél og gír við öxul. Ekki búið ennþá hefur tekið tíma en ég er vongóður að það hafist á morgun en þá er klára dæmið og koma okkur á hafið svo við getum farið að byrja að fiska. Það er ca eins dags vinna eftir þegar búið er stilla vél og öxullinn saman, síðan er sjósetning og prufusigling og mæla aftur hvort ekki allt sé ekki alveg örugglega í lagi.

20191111_073220[1]

 

Þetta hefur gengið mikið rólegra en ég reiknaði með en ég var svo bjartsýnn að við Barents Skipsservice myndi klára þetta fyrir helgi, en það gerðist ekki. Slippurinn hafði frekar hægt um sig í koma þessu saman og tildæmis var ekki mikið unnið um borð á miðvikudaginn og bara einn að vinna á fimmtudaginn og föstudaginn og fékkst enginn til að vinna yfir helgina. Ég hastaði mig við þá á miðvikudaginn var eiginlega kominn með nóg svo ég ætla rétt að vona þetta klárist um miðja vikuna.

20191117_115940[1]

Ferskfiskordningen var lengt til 29. Nóvember svo ef við fáum bátinn um miðja viku náum við í síðustu vikuna og svo höldum við áfram og klárum kvótann fyrir áramót.

Það hefur verið gott fiskerí þessa vertíðina hjá flestum sem róa héðan í haust mikið betri en í fyrra á sama tíma meiri þorskur og ýsa og verðin eru hærri svo afkoman betri hjá flestum. Við vonum að við fáum góðann endir á 2019 og náum hífa upp aflaverðmætið svo við getum keypt okkur allavega nýja sokka fyrir jólin.

 

Samherjamálið er meira segja rætt hér í Båtsfjord og menn hafa sterkar skoðanir á því þó sérstaklega er þáttur DNB og peningaþvætti sem liggur mönnum á bjrósti sem er kannski skiljanlegt þar sem það snýr beint að norðmönnum. Og þessi almenna umræða hvernig stórfyrirtæki eru hætt að koma með gjaldeyrin heim þegar búið er að selja afrakstur af nýtingu auðlinda heldur er rjómanum fleytt ofan að og hann geymdur í skattaskjólsparadísum.

Nú þekki ég ekki til Í Noregi hvernig þetta var áður fyrir en við þekkjum alveg hvernig þetta var heima á íslandi þegar „sjávarútvegurinn“ var rekinn með botnlausu tapi og hver gengisfelling á fætur annari, en þá skaffaði sjávarútvegurinn eina gjaldeyrin sem þjóðin hafði og því var hagkvæmt stýra þessu. Allur gjaldeyrir skilaði sér heim en á móti var Sjávarútvegurinn núllstilltur og Sambandið og svokallaður Kolkrabbi skiptu svo öllu á milli sín. Þrátt fyrir það var hægt að byggja upp þá innviði sem þjóðin ennþá þekkir sem í dag eru reyndar molna undan þjóðinni.

Síðan breytist þetta sjávarútvegurinn einkavæddur í gegnum kvótakerfið og sjávarútvegurinn fer að blómstra þá byrjar græðgin menn að hætta koma með gjaldeyrin heim heldur ákveða geyma hann í skattaparadísum, gjaldeyrin fyrir afrakstur af nýtingu auðlindinni skilar sér ekki til Íslands. Þetta bara sýnir sig í gegnum útflutingsfyrirtækið Sæmark og nýlegann dóm gagnvart útgerðarmanni á Hellissandi, þar var greinilega útflutningsfyrirtæki sem aðstoðaði sýna viðskiptamenn að geyma hluta af söluhagnaði afurða í Skattaskjólsparadísum.

20191113_072714[1]En best hætta þessum bakþönkum.


Þetta ár farið í vaskinn. ( En ekki það næsta )

Þetta ár farið í vaskinn. Útgerðarlega séð ekkert hefur gengið upp og núna höfum við mátt bíða eftir nýjum gír frá Ítalíu í 14 daga ferðalag sem átti taka 3 hámark 4 daga með DHL express.

IMG_20191106_075250

 

 

Nýi gírinn loksins kominn í hús eftir allann þvælinginn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það versta fyrir okkur er að svokölluð ferskfiskordning fiskast upp á hverjum degi og við getum ekki tekið þátt en ferskfiskordningen hefur gert gæfumuninn fyrir okkar útgerð undanfarin ár.

IMG_20191108_135516

Af heildarkvótanum í þorski eru tekin 15.000.- tonn af þorski sem eru notuð í þetta verkfæri, hugsun á bak við þetta er fá upp fisk allt árið í Noregi ekki bara á svokallaðri Lofoten Vertíð. Í ár byrjað i ferskfiskordningen 15 apríl með 10% þorskbónus, 15 júlí var það aukið í 30%. Þetta virkar þannig að þú getur verið með svo og mikinn þorsk í aflanum sem ekki fer í kvóta, þetta er reiknað út á viku til viku. Sem sagt ef þú fiskar 10 tonn á viku meðan bónusinn er 10% færðu eitt tonn í bónus í þorski segjum sem sé af þessum 10 tonnum sé 7 tonn þorskur þá fer 6 tonn af kvótanum. Og þegar bónusinn verður 30% færu 4 tonn af kvóta.

Þetta hefur verið til auka mjög veiðar á þorski og ýsu á haustin bátar geyma hluta af kvótanum sínum og velja veiða hann á haustin sem verðut til þess að það kemur mikið magn af fiski á land á haustin sem áður voru nánast dauð yfirleitt er miklu hærra verð á fiski á haustin heldur en á vertíðinni. Þetta verður líka til þess að veiðist meira af ýsu og öðrum tegundum sem annars myndu ekki veiðast.

Nú er svo komið að meðan við höfum legið bilaðir hefur verið nánast hægt róa upp á hvern einasta dag og verið mjög gott fiskerí svo nú er aðeins eftir ca 1.300 tonn af ferskfiskordningen og fiskast ca 6-700 tonn á viku svo það er hámark eftir ca tvær vikur af ordningen. Svo þegar við komum í gang verður lítið eftir og við náum ekki drýgja kvótann eins og við vorum búnir að plana gera áætlun um. Á síðasta hausti náðum við að tvöfalda úthlutað kvóta sem sagt veiða um 90 tonn af þorski á einn 9 m þorskkvóta. Í ár hefur það ekki gengið eins vel við vegna þess að báturinn hefur verið meira og minna á þurru landi og eins og þetta lítur út í dag verður þetta max 50 tonn sem við náum að veiða svo er stór munur og tekjulega er þetta bara stór skellur sem verður kannski erfitt er að kyngja.

Þessir 14 dagar hjá DHL verða okkur mjög dýrir sem og allt klúðrið sem búið er að gera varðandi bátinn, nú erum við búnir að missa úr einn mánuð og allavega ein vika þangað til við verðum tilbúnir til veiða.

Til kóróna ruglið þá kom í ljós við skoðun á öxlinum að hann var boginn, mjög sennilega eða nánast örugglega, því Frydenbö í Öksfjord ráku bátinn niður þegar þeir tóku bátinn upp í ágúst og við það hefur öxullinn bognað. Svo það kemur bara ný orusta í fangið á manni þegar þeirri fyrri er lokið.

Boginn skrúfuöxull ætti ekki vera mikið mál finna öxulstál henda því í rennibekk málið dautt en þannig var það nú alls ekki við fengum að vita það væri 3-4 vikna afgreiðslufrestur á nýjum öxli hér í konungsríkinu Noregi.

En til gera langa sögu stutta eftir mikinn hama gang fundum við Renniverkstæði í Bodö sem gat tekið verkið af sér í einum grænum og í þessum skrifuðu orðum er verið að renna nýjan öxull þar, má segja þetta sé fyrsta flax sem við fáum í sambandi við allt þetta svo nú teljum við að ógæfuhlutanum er loksins lokið og nýr og betri kafli sé að byrja.

IMG_20191108_115037

Nóg af þessu svartsýnisrausi þýðir ekkert spóla í sömu hjólförunum alla daga. Ég hlustaði á morgunpredikuna á þriðjudagsmorguninn á P1 hjá NRK sama og rás 1 hjá RUV. Og var þessi predikun mjög góð, meðal annars sem Presturinn sagði: Einn dag komum við öll til að deyja en aðra daga lifum við. Þetta segir eiginlega allt sem segja þarf við skulum njóta lífsins meðan við lifum. Lifa lífinu lifandi, það sem er búið er búið nú horfum við fram á veginn.


Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband