En og aftur styttist í Jól

Jólafrí er  árviss atburður já flestum og hjá okkur þar sem veiðiálagi er stýrt með kvóta sem endurnýjast við hver áramót  er oft orðið lítið um veiðiheimildir þegar nálgast jól og þá er tekið jólafrí og við strákarnir á Solrun B  vorum búnir með þorskkvótann 3 desember, þá var tekið jólafrí. Vandamálið í ár var að við fundum ekki nógu mikla ýsu til að drýgja kvótann meir. Útgerðin er með rúmar heimildir í ýsu en lítinn þorskkvóta.

 

Á þessum árstíma er venjan að líta yfir farinn veg sem hefur kannski verið mjög hollóttur á köflum hjá okkur þetta árið. Árið hefur verið krefjandi á bæði borð , en svo virðist við höfum náð að lenda að lokum með báðar fæturnar á jörðinni

20220620_115310 

Það var að sjálfsögðu mikið áfall þegar kviknaði í Jakob í feb , það reyndi á sérstaklega andlega það er ekkert grín að vera í brennandi bát út á sjó og þurfa að viðurkenna vannmát  sinn, þ.e.a.s maður sér að maður hefur tapað fyrir eldinum   maður er virkilega lítill á slíkri stundu. Það merkilega var samt ég hélt ró minni allann tímann og við gerðum allt rétt þrátt fyrir allt.  Í okkar tilviki vorum við svo nálægt landi að við náðum að komast í land og bjarga okkur sjálfum sem var það jákvæða út úr þessu slysi. Í svona óhöppum eru alltaf punktar sem þú hugsar meira um  , í mínu tilviki var það hvað tíminn getur verið afstæður þetta var bara sekúndu spursmál hjá okkur þegar ég ligg á bryggjunni síðastur frá borði yfirtendrast báturinn við erum að tala um 5 sek kannski  10 sek. 

Við höfum náð vinna okkur vel út úr þessu slysi og strákarnir eru áfram með okkur á Solrun B. 

1000010306 (1)

Svo í mars vorum við bara í lausu lofti, tókum samt fljótlega ákvörðun um að halda áfram og byrjuðum að leita af nýjum bát. Samstarfið við tryggingarfélagið gekk mjög vel og ca 20 dögum eftir slysið var tryggingaruppgjörið klárt og við komin á fullt að leita að nýjum bát. Við vorum ekkert sérstaklega að leita að bát á Íslandi en ég hafði þó samband við Trefjar og Aflmark hann Villa. Síðan gerðist það að Víkingbátar ehf höfðu samband og buðu okkur tvo báta sem þeir voru að spá í að selja Otur ÍS og Karólína ÞH í framhaldinu gerðust hlutirnir hratt og í lok mars var komið bindandi samningur milli okkar og Víkingbáta um kaup og sölu á Karólínu ÞH. 

Til gera langa sögu stutta keyptum við Karólínu og fékk hún nafnið Solrun B. Ef ég hefði vitað allt bullið og regluverkið sem fylgdi því að kaupa bátinn hefðum við sleppt því en báturinn var ekki kominn til veiða fyrr en í júlí 2023. Það sem sagt tók 3 og 1/2 mánuð allt þetta ferli þrátt fyrir allt. Fyrst tók Norska Fiskistofa heilar 7 vikur að gefa okkur leyfi fyrir því að flytja veiðiheimildinar frá ónýtum Jakob yfir á nýja bátinn . Síðan tók við heilmikið suðubull við Norsku skoðunarstofuna Polarkonsult í Harstad sem ég samdi við. Því reyndar lauk ekki fyrir en 1 desember þegar endalegu stöðugleikagögin fengust stimpluð . Þá fengum við loksins nýtt endanlegt Haffæri.

Veiðar gengu þokkalega á Solrun B við áttum allann þorskkvótann eftir sem voru heil 36 tonn fyrir árið 2023 , við náðum að tvöfalda hann í gegnum ferskfiskordningen svo við fiskuðum 72 tonn af þorski en það sem klikkaði hjá okkur var ýsan þar fengum við aðeins 14 tonn í haust sem er nánast stórt 0. 

Svanur Þór endurnýjaði sinn bát í sumar , keypti Cleopatra bát sem var byggður á Íslandi 2003 sem Hrólfur Einarsson , var fluttur til Noregs 2007, þetta er fínasti bátur og mikill stækkun frá gamla Viksund frá 1973 . Báturinn fékk nafnið Minibanken 2.

404118893_6636272839827842_1324820906323040201_n

 

 

Minibanken 2 byggður sem Hrólfur Einarsson til Bolungarvíkur á Vestfjörðum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamli Minibanken keypti svo Sólrún svo það eru komnir 3 bátar í fjölskylduna. Tveir bátar í opna kerfinu og Solrun B í lokaða kefinu með 9 til 10 m kvóta .

403931633_1514770262692864_9215765004507941826_n

 

 

Hér liggja þeir saman Minibanken og Minibanken 2. Minibanken er Viksund byggður 1973 svo jafngamall og undirritaður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1000010873

 

Á aðventunni á maður til  að hugsa sig vitlausann og byrja  spá í því hvernig í ósköpunum hefur þetta skeð að fjölskylda frá Bíldudal  með rætur í Arnarfjörð , Tálknafjörð , Barðaströnd og Jökulfirðina byrjar gera út í Båtsfjord í Norður Noregi í landi Sama , 1180 sjómílur ( 2185 km) frá Bíldudal stefnan ca í Norðaustur  með alls enga tengingu við svæðið nema fiskinn!.Ástæðan er rétturinn til meiga fara og veiða fisk. Ég ætla ekkert að fara út í skrif um kvóta og kvótakefið hér rétt fyrir jól. Ég hef  bara gert mér betur grein fyrir því að Austur Finnmark þar sem við búum er í svipuðum sporum og Vestfirðir voru í kringum 1990 það er baráttan um sinn tilverurétt. Ég hef snúið peningnum fram og tilbaka en alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu þrátt fyrir excel skjöl geta sagt annað . Tilveruréttur fólks er sterkari en arðsemi og gróði útvaldra

 

1000011512    

 

 Gleðilega hátið allir saman.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband