Færsluflokkur: Bloggar
14.2.2015 | 17:31
Komnir á hafið nýjan leik.
Já við strákarnir á edvind Olai erum komnir á á stað á nýjan leik eftir 9 daga brælu. En við fórum út í gær í NW kaldadrullu til að leggja og má segja að Edvind hafi rúllað og rúllað þannig að undirritaður varð bara sjóveikur hjá hann lét kallinn sko sannanlega finna fyrir því gær. já þessir breiðu, stuttu og djúpu bátar geta sko rúllað enda hefur maður prufað þá nokkra sem eru þannig. Hér um borð er líka stýrishúsið og borðsalurinn nánast fram í stefni svo það var veltingur til hliðar og svo upp og niður eins og að vera í stórri skopparkringlu á fleygiferð.
Við lögðum 4 trossur og svo var haldið á stað í morgun til að draga og hann Edvind byrjaði að rúlla og rúlla þegar við vorum komnir út úr innsiglingunni. Ég hugsa að það hefði farið betur á því á litla Jakob. Og svona var þetta í allann dag hopp og skopp en sem betur fer var dagurinn ekki langur því við vorum komnir í höfn kl 1330 með rúm sex tonn af óslægðum fiski tæp 4 tonn af slægðum fiski og fengum við tæpar 66 þúsund norskar krónur fyrir daginn. Svo þessi rúllingur borgaði sig kannski því ca 10 þúsund norskar í vasann í dag. Og að sjálfsöðgu var druslunum ( úps trossunum) hent út aftur svo það verður skopparakringla á morgun. Svo nú er ekkert nema fara fljótlega koma sér í koju og hlakka til næsta róðurs og næsta 10 þúsund kalls.
Það er frekar kuldalegt hérna í Senjahopen búið að kingja niður sjó og frekar kalt en það var 6 gráðu frost í dag. En það spáir hlýnandi á að vera komið yfir frostmark á mánudaginn og meiri sunnanátt svo það verður ekki svona rúllingur eins og í dag og gær.
Svona lítur þetta út hjá okkur á flotbryggjunni hérna í Senjahopen. Nóg af snjó og snjókomu.
Þessir tveir voru hérna á ferðinni Qua Vadis og Nord Jarl. Quva Vadis er alveg glænýr snurvoða og nótaskip eitt af mörgum sem hafa komið hérna síðustu árin hugsa að hann rúlli ekki mikið. Nord Jarl er svo flutingaskip sem siglir á norsku ströndinni og þar er skólabróðir minn stýrimaður hann sagði mér reyndar á fimmtudaginn þegar hann fór héðan út að það væri ekkert veður fyrir okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2015 | 18:45
Og aftur landlega.
Já það ætlar bara stormur á eftir storm. Lægjir bara í nokkra tíma svo kemur hann með storm. Orsökin er hæð sem liggur yfir Bretlandseyjum svo við fáum alla súpuna beint til hingað þegar lægðirnar eru búnar blása á Íslandi.
Allir bátar eru í höfn hér sjáum við Snurvoðaflotann. liggja við hjá Aksel Hansen.
Nú verandi landlega verður vikugömul á morgun sem sagt við höfum ekki farið á sjóinn í heila viku þetta er byrjað að vera frekar pirrandi. Þegar lítið er hægt að róa kemur lítið inn á bankabókina. En það fer allatf eitthvað út.
Í dag lægði hann í nokkra klukkutíma þá var notað tækifærið og tekinn góður göngutúr Senjahopen aðeins skoðaður eða skoðuð eftir hvort bærinn er kvenkyns eða karlkyns.
Það eru bara fjöll allt í kring og þau eru frekar há. Það er alveg óhætt að segja að hér er ekki byggt á sandi heldur á bjargi.
Svo það er lítið annað gera núna en að blogga og reyna láta tímann líða og nota útskotin á milli óveðra að taka göngutúra. Ég er einnig að reyna að vinna aðeins í honum Jakob gera svona fyrirbyggjandi viðhald. En held það sé bjartsýni eins og staðan er núna að ég verði byrjaður á honum Jakob 1. mars. Nema skreien láti fljótlega sjá sig og við förum að komast á sjó og í framhaldinu fá fisk í lestina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2015 | 06:49
Landlega og aftur landlega.
Já núna er kominn mánudagur og við strákarnir á Edvind Olai búnir að liggja í land síðan á miðvikudagskvöld og bara bræluspá í kortunum.
Á Laugardaginn gekk hérna yfir ofsaveður og á tímabili var ekki stætt hérna á höfninni við vorum skríðandi um að bjarga bátum sem voru að slitna frá. Það hafðist að bjarga þremur bátum frá alltjóni en einn endaði upp í fjöru og er að öllum líkindum ónýtur.
signe heitir báturinn sem slitnaði frá með þeim afleiðingum að hann rak upp í fjöru áður en hann rak upp í fjöru barði hann tvo báta hressilega og fór að mígleka við sáum bara að það kom bakborðshalli á bátinn og lensan byrjaði að lensa.
Það eru miklar skemmdir víða í Noregi þó sérstaklega í Lofoten þar sem bókstaflega varð bara kaos. Á Laugardagskvöldið var yfir 70 þúsund manns á rafmagns og þegar ég skreið í koju í gærkveldi var ennþá um 10 þúsund manns án rafmagns. Heilu bílskúranir flugu á haf út og jafnvel fugu þökin af húsum í heilu lagi.
Nú er í væntum annar stormur ekki jafn kröftugur eins og þessi en með 25 til 30 metrum á sek. Svo ég séu ekki annað enn við verðum fastir við bryggju allavega fram á miðvikudag. Þetta er nú alveg orðið gott búinn að vera á sjó í fjóra daga og svo fá vikubrælu er alveg nóg fyrir mig.
Jakob hafði það fínt í storminum enda vel bundinn og vel gengið frá honum að vestfirzkum sið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2015 | 20:26
Senjahopen.
Nú liggjum við í landi á Edvind Olai bræla og bræluspá spáir stormi og jafnvel ofsaveðri á morgun svo það er ekkert að gera nema binda vel og bíða. Við erum búnir að fiska rétt um 23 tonn. Í þremur ferðum og var síðasta ferðin best eða um 12 tonn af blóðguðum fiski. Í dag var þá lítið annað gera en að túristast hérna skoða sig aðeins um.
Senjahopen er lítið samfélag á eyjunni Senja þar búa rétt rúmlega 260 manns. En á vetrarvertíðinni tvöfaldast íbúafjöldinn þegar fiskiflotinn kemur hérna að elta skreien ( Barentshafsþorskinn) þegar hann kemur syndandi frá Barentshafinu. Í Senjahopen eru tvær stórar fiskverkanir Aksel Hansen og svo er Nergaard einnig er hér rækjuverksmiðja. Á vetrarvertíðinni er mikið að bátum hérna sem koma nánast allstaðar frá Noregi hér er til dæmis bátur frá Lindnes sem er syðist í Noregi og rétt fyrir framan hann er bátur frá Tana í Finnmörku. Það er bara gaman að því að í ekki stærra samfélagi eru unninn fleiri þúsund tonn af fiski á hverju ári og hér er heilsárs vinnsla þ.e.a.s vinnslunar eru í gangi allt árið. Hér sýnist allt um fisk ef þetta samfélag hefði ekki fiskinn myndi það bara einfaldlega deyja eins og við þekkjum svo vel frá Íslandi þar sem mörg lítil sjávarþorp eru einfaldlega að blæða út. Eftir að kvótinn hvarf því fiskurinn er enn til staðar var ekkert og verður sennilega ekkert. En sem betur fer er þetta ennþá öðruvísi hérna í Noregi ennþá.
Það sem gerir Senjahopen að svo miklu aðdráttarafli fyrir fiskimenn er að sjálfsögðu stutt á fiskimiðin og auðvita auðvelt að losna við fisk sem og hér eru borguð góð verð fyrir fiskinn til dæmis fékk ég 3 krónur norskar hærra verð heldur en verðlagsráðsverðið er.
Hér er íþróttahöll eða fótboltahöll þeirra í Senjahopen sem er nú ekkert slor fyrir svona lítið sveitafélag og í viðbyggingunni er líkamsræktarstöð, og velferd station ( Afdrep fyrir fiskimenn til að horfa á sjónvarp og önnur afþreying) fyrir fiskimenn. Fyrirtækin eru dugleg að láta hagnaðinn eða hluta hagnaðrins beint inn í samfélagið. Ekki koma honum í burtu eins og svo víða er gert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2015 | 18:18
Kominn til Senjahopen
Já Kallinn er kominn til Senjahopen eftir mikla siglingu í alvöru vetrarveðri og tilheyrandi brasi. Ég komst til Lodingen leiðindarbrælu bara NA stormi. í Lodingen var stoppað í 30 tíma vegna veðurs. Síðan var haldið á í skítakalda til Harstad þar sem skipstjórinn ákvað að stoppa til teygja úr sér og taka smá olíu fyrir síðasta áfangann. ekki vildi betur til en að kallinn fékk í skrúfuna þarna við olíuhöfnina og litli Jakob hristist bara og skalf svo ekkert vita var að halda áfram svo það var grafinn upp kafari sem var nú að fara í helgarfrí en hann ákvað aumkast yfir undirrituðum og hjálpa honum og hvað haldið þið að hafi verið í skrúfunni " byggingarplast" tveir til þrir fermetrar af byggingarplasti já ýmislegt getur nú skeð.
Eftir þetta gekk nú áfallalaust til Senjahopen kom ég þar á síðasta laugardag og á sunnudaginn ákvað ég að fara á skak á meðan strákarnir á Edvind Olai lögðu netin heyrðu það bara svínvirkaði og fékk ég nánast strandveiðiskammt þarna frá níu til þrju í ca 8 gráðu frosti og SA kaldaskít svo það var ekki laust við að það hafi verið kulsamt hjá íslenska víkingnum þar og hann hugsað að hann sklidi nú alveg að við höfðum flúið svona barning á sínum tíma.
Skakblökkin alveg frosin enda var mjög kalt þennan dag
fyrstu fiskarnir á þessu ári um borð í Jakob
Síðan er búið að draga þorskanetin tvisvar á Edvind Olai. Og búið að fiska um 11 tonn svo það er aðeins gangur í þessu.
Læt þetta vera að sinni frá Senjahopen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2015 | 09:33
Sigling hafin norður eftir.
Já á þriðjudagseftirmidaginn yfirgaf ég og Jakob Reipa eftir að Jakob er búinn að vera bundinn þar við bryggju síðan 17 sept 2014. Ég hef reyndar ekki verið allann tímann heldur er búið að vera bölvað flakk á mér fram og til baka Ísland og Noregur.
Sem sagt við lögðum af stað rétt eftir kl 16 á þriðjudaginn var farið til Bodo í fyrstu lotu. Var meiningn að fara það kl 0400 í gær en vegna þess að það fór að leka með einu olíurörinu á olíuverkinu og ekki voru til koparhringjir um borð í Jakob varð að fresta brottför til kl 0900.
Kl 0900 í gær lögðum við á stað norðureftir í rjómablíðu en það átti sko aldeils eftir að breytast og seinnipartinn var bara kominn naorðaustan skítaveður bara stormur áttum við þá eftir ca 15 sjm eftir til Lodingen svo það var bara bíta á jaxlinn og halda sér en við félagarnir fórum í gegnum þetta í rólegheitunum. Svo kl 21 vorum við komnir til Lodingen tólf tíma ferðalag þennan daginn að baki.
Ena getur verið basl að vera trillukarl, við lögðum okkur við gestabryggjuna hérna en að sjálfsögðu í nótt var veður orðið alveg bandbrjálæð svo það var bara ekki möguleiki fyrir okkur félagana að liggja þarna svo þá var bara færa okkur og fundum við skárri stað til að liggja og mér sýnist að við verðum að liggja hérna í allann dag komust ekki á stað fyrr en á morgun svo nú er bara slappa af og skoða Lodingen í Norðaustan stormi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2015 | 09:02
Vertíðarlok
Já vertíðarlok á ufsanum hjá þeim Ulriksen feðgum á Edvind Olai nú tekur stóra vetrarvertíðin við með öllu sem henni fylgir vonandi stórir dagar og mikill fiskur. Hann Leif Ulriksen er að byrja sína vertíð nr 50. Hann man nú eftir mjög slökum árum hann segir að sjö góð ár og síðan sjö mögur ár, í kringum 1980 sagði hann að hann hefði fiskað 18 tonn alla vetrarvertíðina frá 15 feb fram í maí. Í fyrra fiskaði hann 140 tonn á 15 dögum á bát sinn Lars Göran. 1970 var líka lélegt ár. Nú segir Leif að náttúrulega sveiflan sé búinn að ná toppnum og nú fari veiðin að gefa eftir bara eðlilegt segir kallinn.
Þegar ég kom fyrst hingað 2009 var þorskkvótinn rétt rúm 500 þúsund tonn nú 2015 er hann rúm 900 þúsund tonn var alveg í toppi í fyrra um miljón tonn. það er samt enginn harmagrátur hérna en menn gera sér grein fyrir að kvótatoppnum er náð kvótinn mun minnka. Er hægt að útrýma fiski þegar ég var lítill var alltaf verið að tala um ofveiði í Norðursjónum og brátt myndi síðasti fiskurinn veiðast þar en er verið að fiska í Norðursjónum þrátt fyrir gríðarlega ofveiði ( samkvæmt fræðingum), brottkast og allskyns svindl. Eins var með Eystrarsaltið þar var fiskurinn nánast útdauður einnig. Í Noregi kringum 1970 var fleiri hundruð bátar að veiðum allir að reyna við þorskinn. þrátt fyrir allt náðu þeir ekki að klára hann þó aflinn hefði verið lítill. Þá var það bara venjulegt.
Á Íslandi hefur að mínu mati fiskur verið ofverndaður með skelfilegum afleiðingum fyrir marga þó sérstaklega fólk á landsbyggðinni sem hefur ekki haft aðgang að auðlindinni og aðgangseyririnn bara alltof dýr. Því miður með svona lágum þorskkvóta hefur verið hægt að halda upp óraunverulegu verði á aflaheimildum þannig að enginn nýr aðili hefur getað komist inn í íslenskann sjávarútveg nema eiga mjög greiðann aðgang að bankakerfinu. Það er nefnilega ekki sama hvort þetta er séra Jón eða bara Jón Páll.
Hér í Noregi tek það fram að það er ekki allt gott í Noregi en ég er hrifinn að þessu hjá norðmönnum sveitafélögin við sjávarsíðuna hjálpa fólki þó sérstaklega ungu fólki að komast áfram í sjávarútveginum sveitafélögin lána svokölluð egen kapitallán ( eigið fés lán ) sem gerir bara venjulegum mönnum eins og mér og fleirum kleift að eignast bát og veiðiheimildir. Þetta hefur verið vítamínsprauta víða og mörg samfélög hafa lifnað við.
Annað atriði sem ég er mjög hrifinn að hérna er það að þú verður að vera skráður fiskimaður til eiga fiskibát fiskvinnsla sem slík má ekki eiga bát. Nú er reyndar nefnd búin að skila af sér niðurstöðu svokölluð Tveteras nefnd sem segir að þessu verði að breyta því þá fáist mikið meiri arðsemi í greinina sem sagt þeir horfa til Íslands. Hann Leif Ulriksen gefur lítið fyrir þessa nefnd arðsemi fyrir hverja spyr hann. Það er nefnilega mergur málsins við vitum alveg hver er tilneigin stór fyrirtækis í hvaða grein sem er það er að hámarka arðsemina gróðann fyrir eigendurnar vera með allskyns félög um allann heim til að fela gróðann. samfélagsleg ábyrgð minnkar. Norðmenn er hræddir um að ef þessi nefnd fær sínu fram þá sé það dauði fyrir norsku ströndina þ.e.a.s. sem tengjast sjávarútvegi. Það má margt bæta í norsku sjávarútvegi en það þarf ekki að horfa til Íslands með það.
Þriðja atriðið sem ég er mjög hrifinn að hérna er þessir tíu ungdomskvoter. Tíu kvótar til ungra fiskimanna sem sagt norska ríkið úthlutar 10 kvótum til ungra fiskimanna þessir kvótar eru ekki framseljanlegir sem sagt þú verður að skila þeim inn ef þú ætlar að hætta. Skilyrði fyrir því að geta sótt um slíkann kvóta er að hafa verið í útgerð í opne grubbe ( opna kerfinu) í tvo ár og hafa fiskað fyrir meira 250 þúsund norskar yfir árið og hafa sjómennsku að aðalstarfi. Til dæmis hér í Reipa eru þrír svona kvótar og hefur komið fótunum undir unga fiskimenn. Það verður bara koma endurnýjun af og til. Það er bara hverrri atvinnugrein hollt.
Því miður er þetta að fara í þessa átt heima á Íslandi sjávarútvegurinn er staðnaður að því leiti að það kemur nánast engin endurnýjun "koma engir nýjir aðilar inn". Strandveiðin er gott dæmi þar sem aðeins var hugsað út fyrir rammann sem heppnaðist að mörgu leiti tildæmis að þar er möguleiki fyrir nýjan aðila að koma inn. Stærstu misstökin með strandveiðina var ekki að hafa hana skilyrta við fiskimenn sem sagt aðeins þeir aðilar sem hafa aðaltekjur sínar að fiskiveiðum gætu komið þar inn ekki bakarar, smiðir eða pípulagningarrmeistarar ekki eiga sjómenn greiðann aðgang inn í aðrar iðngreinar. Hinn stóri feilinn í strandveiðinni var sjálfur kvótinn menn sáu í hillingum að kerfinu yrði breytt og strandveiðiflotinn fengi aflaheimildir sem svo væri hægt að selja fyrir hagnað. Sú hugsun sprengdi upp verð á bátum og einnig hvað margir fóru af stað og jafnframt eyðilagði tilgang strandveiða að koma nýju aðilum að.
En það allt öðru nú er það að fara taka þorskanetin um borð og græja bátinn þ.e.a.s Edvind Olai á þroskanetin það stefnir allt í að ég verði með í að taka fyrstu 120 tonnin. Einnig er það á stefnuskránni að fara lesta Jakob og fara koma sér á stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2015 | 18:12
Fyrsta vikan búin af þessu Noregsúthaldi
Og Jakob N-32-ME ennþá bundinn við bryggju því skipstjórinn hefur bara verið að leika sér á netum á öðrum bát. Það kemur nú aðalega út af því skreien ( Barentshafþorskurinn) er ekki kominn en er víst á leiðinni svo þá verður cummins í Jakobi ræstur.
Já ég er búinn að fara 8 netaróðra og hefur verið svona kropp þetta 1,5 til 2,4 tonn í róðri ekki svona stórir róðrar en eins og þeir Ulriksen feðgar ( eiga bátinn) segja margt smátt gerir eitt stórt.
Við höfum landað á eyjunni Stött en þar er fiskimóttakan það er nú frekar lítið samfélag heldur minna en Bíldudalur en þar búa um 20 manns. Hér áður fyrr var höfnin í Stött full af bátunum nú er það tveir bátar sem róa þaðan og annar fer mjög sjaldan á sjó.
Já það verður dregið upp á morgun vertíðarlok á ufsanetum þá verða þorskanetin dregin um borð og vetrarvertíð hefst. Þá er einnig planið að gera Jakob klárann og fara sigla norður eftir. Þó getur verið að ég verði með Ulriksenfeðgum fyrst til að byrja með á þorskanetunum að veiða fyrsta kvótann upp á 120 tonn kemur í ljós á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2015 | 18:34
Á netum.
Þá er búið að fara fjóra netaróðra síðan ég kom út og fiska um rétt tæp 7 tonn af svona blandfiski þó mest ufsa þetta eru nú frekar stuttir dagar Lagt er í hann kl 0600 og höfum við verið að koma í land um kl 14 þá búnir að koma við í Stött til landa. Tekur rétt tæpa tvo tíma að stíma á miðin svo við erum bara svona rétt rúma fjóra tíma í vinnu erum við að róa með 90 net í þremur til fjórum trossum ( svona ca 50 íslensk net).Verðið á fiskinum er ekkert sérstakt bara minnsti pris á öllu svo við höfum verið með meðalverð um 9 krónur norskar ( 153 íslenskar krónur ) á hvert kg, en á móti kemur að útgjöld eru mjög lítil svo um 92 til 93% kemur til skipta svo það eru svona ok laun þetta ca 3 þúsund á dag. ( Má svo sem ekkert vera minna þegar maður er í burtu). Ætli verði ekki síðasti róðurinn á morgun þ.e.a.s í nótt og eftir það er ekkert að gera en að snúa sér að Jakob N-32-ME.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2015 | 16:07
Fyrsta blog 2015.
Eftir langa ritstíflu hjá undirrituðum trillukarli í Noregi kemur nú fyrsta blogfærsla ársins 2105. Ég er kominn til Noregs en og aftur kominn um borð í Jakob N-32-ME og nú er planið að fara reyna gera eitthvað reyna að fá einhvern fisk. Áður en ég byrja mun ég fara nokkra netaróðra með kunningja mínum honum Lars Göran. Var haldið í fyrsta róður kl 06 í morgun en ekki var mikill fiskur ingen fesk eins nojarinn myndi segja. Vorum við með 1,3 tonn af svona cokteilfiski ufsi, þorskur,ýsa, langa og keila.
Við lönduðum í Stott lítil eyja fyrir utan Reipa. Þar var fyrir báturinn Barstind sem rær með línu fer með 7 bala ( nylon lína ) Konan beitir og kallinn rær.
Var þetta nokkur viðbrigði fyrir mig að fara á net eftir að hafa verið bara í rólegheitum síðan í miðjan nóvember. Það er nú komin dágóð stund síðan ég var síðast á netum og er óhætt að segja að ég hafi verið dálítið ryðgaður þennan fyrsta róður allavega var hinn hásetinn sem er 65 ára mikið sneggri heldur en ég . En hann er að byrja vertíð nr. 50 ( fimmtíu) Hann var sem sagt byrjaður að plokka fisk úr netum löngu áður en ég var fæddur eða farið var að huga að því að búa mig til.
Hér sjáum við hásetann sem verður 65 ára eftir nokkra daga.
Sennilega margir fiskarnir sem hann hefur plokkað úr þessum netum yfir þessi 50 ár.
Þarna kveðjum við Stött en við komum sennilega þarna á morgun.
Þessi róður var nú ekki langur fórum við frá Reipa kl 0600 í morgun og vorum komnir til Stött kl 1300. En það er ca eins og hálfs klukkutíma stím á miðin svo við vorum ekki nema rétt rúma 4 tímaað draga en við drógum 75 net í dag þrjár trossur en norsk net eru nærri helmingi styttri en íslensk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar