Færsluflokkur: Bloggar
17.11.2014 | 06:27
Rækjuveiðum lokið.
Já rækjuveiðum á Andra BA-101 er lokið þetta fiskveiðiárið var farið í síðasta róður í gær sunnudag. Heildarafli þessa vertíð var 62,8 tonn ekki er aflaverðmæti alveg á hreinu en rækjan smækkaði þegar á vertíð leið og þar að leiðandi lækkaði verðið. Þ.e.a.s svo kallað kríl ( veit ekki hver fann upp þetta orð) það er rækja sem er undir 1,7 gr og fyrir þannig rækju fáum við ekkert borgað en hún fer kvóta svo það er algjört möst (svo maður sletti smá) að reyna halda kríl sem lægstu. Talning á rækjunni getur verið fínt og verð gott en svo kemur kríl sem er verðlaust en fer í dýrmætan kvótann.
Veiðar þessa vertíð gengu þokkalega ( aldrei er maður ánægður) fórum við í 19 róðra þessa vertíð hófum veiðar 15. okt og lukum í gær 16. nóv. Meðalróðurinn var 3,3 tonn. Stærsti róðurinn þessa vertíð var 6.038 kg ( 6,0 tonn ef við námundum) minnsti róðurinn var 767 kg ( og ef við námundum hann væri það 1,0 tonn ) Svo sveiflurnar í veiði voru dálitlar.
Nú Verður fengið langtíma bryggjupláss Höfnum Vesturbyggðar fyrir skipið því að öllum líkindum verður Andri BA-101 ekki hreyfður meira þetta fiskveiðiárið nema rækjukvóti yrði aukinn en ég held það sé fjarstæður draumur sem ekkert taki að hugsa um.
Svo nú er ekkert hjá undirrituðum að koma sér til Norge og byrja að huga að Jakob N-32-ME sem hefur legið í ró í smábátahöfninni í Reipå í tvo mánuði. Kannski verður gott að komast í burtu til afhlaða sig smá og hlaða svo rafhlöðunar með Noregi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2014 | 21:33
Fjórða vikan búin
Og fimmta byrjuð og kvótinn búinn eða svo til alveg. Í síðustu viku rérum við þrjá daga svo kom bræla svo við ákváðum að róa á síðustu helgi og svo vorum við á sjó í gær og aftur í dag og kláruðum við úthlutað kvóta í dag svo við getum verið róleg varðandi þá bræluspá sem framundan er. Dagurinn í gær var nú sérlega leiðinlegur hlerarnir hættu að virka annar hlerinn fór alltaf á bakið reyndist mjög erfitt að fá þá til fungera mér var farið að gruna þetta og í gær fengum við algjörlega staðfestingu á þessu, fengum við svo lánaða hlera í dag til klára kvótann og gekk það bara mjög vel.
Á sunnudaginn fengum við einnig aðeins smá sjmörþef af brasi en þá gerði bara bræludrulla eftir að búið var að láta trollið fara um morguninn á fyrsta hali slitnaði pokasterturinn og var heilmikið bras að eiga við það í A- rokinu.
Það var sko langt frá því að vera svona veður á sunnudaginn en svona var veðrið í morgun blankandi logn og Arnarfjörðurinn spegilsléttur
Já það var renniblíða í dag. Hér sjáum við Egill Ís en hann er kominn í fjörðinn á rækjuna hann hefur þó verið í firðinum í allt haust á snurvoð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2014 | 14:57
Þriðja vikan
Já nú er föstudagur enn og aftur og þriðju vikunni að ljúka og líkur henni með landlegu nefnilega norð austan stormi og landlegu. Það er búið að vera frekar rólegt í þessari viku fiskerí minnkað og afli farinn að verða eigum við að segja eðlilegur þetta 300 til 400 kg á togtímann.

Í gær fimmtudag var þó góður dagur en þá fengum við ágætann afla fram af Gíslaskeri ( kannski er kallinn kominn í gang eða þetta hafi bara verið einstök heppni)
Var ágæt veiði þarna og fín rækja. Eru bara nokkur ár síðan rækjan hefur staðið svona utarlega á þessum árstíma yfirleitt höfum við verið að veiða rækjuna mikið innar allt inn á Dynjandisvog.
Erum við búin að fiska rétt rúm 36 tonn á þessari vertíð og eigum eftir 22 tonn ( + uppbætur). Það sem hefur bjargað þessari vertíð að verðið hefur verið mjög gott sem er að sjálfsögðu jákvætt fyrir fólk sem vinnur eftir hlutaskiptakerfinu. T.d hugsa ég að hásetahluturinn í gær hafi verið um 350 þúsund.

Hér sjáum við Jón Hákon ( ex Höfrungur) á toginu.

Hafa þrír bátar stundað veiðarnar þessa vertíð Andri BA-101, Jón Hákon BA og Ýmir BA-32, Egill ÍS-77 hefur ekki hafið veiðar.

Ýmir á toginu voru þeir bræður fyrstir til að klára sinn kvóta þessa vertíð og er Ýmir kominn í langlegudeildina á Bíldudalshöfn sennilega fram á næstu rækjuvertíð eða fram í okt 2015.

Verðum við ekki að láta sjást í Andrann í þessu blogi þó ekki nema hluta úr stýrishúsinu.

Það er samkeppni um rækjuna frá fleirum en okkur sjómönnunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2014 | 14:07
Önnur vika búin


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2014 | 10:11
Rækjan hafin


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2014 | 09:09
Rækja.
Nú er það loksins orðið ljóst það má veiða Arnarfjarðarræku þetta haustið. Rannsóknarleiðangri Drafnar RE lauk um síðustu helgi. Heildarkvóti í Arnarfirði þessa vertíð er 250 tonn sem er auðvita mikil vonbrigði en sú verðhækkun sem hefur orðið á rækju að undanförnu minnkar skellinn. En þessi bið og þetta endalausa leynimakk hvort við fáum að veiða eða ekki er auðvita komið út fyrir allt. Eins og góð vinur sagði mér þetta er orðið leynilegra en sjálft páfakjörið við fáum ekkert að vita fyrr en reykurinn kemur upp. Já mér finnst þetta orðið fullmikið að því góða.

Svo nú er Andri BA- 101 orðinn klár til veiða það eru komnir níu mánuðir síðan hélt úr Bíldudalshöfn síðast til fiskveiða. Leyfið er auðvita ekki orðið klárt þó græna ljósið sé komið frá Hafró þaðan fer það upp í gamla sjávarútvegsráðnuneytið og þeir verða gefa út reglugerðina svo þegar þeir eru búnir að því þá senda þeir það áfram til Fiskistofu og fiskistofa gefur út sjálft veiðileyfið og aflakvótann. Þetta ferli tekur að lágmarki tvo daga því auðvita verða þessar stofnanir að sína vald sitt og aðeins fara yfir málið og láta okkur hringja til að tilkynna okkur að þetta sé í vinnslu og svo framvegis.

Trollið komið á sinn stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2014 | 17:32
Ritstífla í bloggarnum








Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2014 | 04:34
Ferðalagið hafið.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2014 | 10:16
Nú er það " heimferð "


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2014 | 17:39
Helgarfrí ekki pantað.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 135999
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar