Færsluflokkur: Bloggar
27.8.2014 | 19:22
Lognið kom.



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2014 | 19:05
Orðinn einn.



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2014 | 19:16
Jæja já



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2014 | 18:22
Mikið að gera
Margt hefur gerst síðan síðasta blogfærsla var skrifuð, búi að gera við atýrið og róa í heila viku og fiskerí hefur bara verið ok og blíðuveður hefur verið. Einnig var vormlina gerð klár til að leggja svo lítið frí hefur verið hjá okkur þessa viku en á morgun laugardag verður tekið frí.
Stærsti róðurinn til þessa kom í þessari viku rétt tæp þrjú tonn á 14 bala. Samt var hlutfallslega stærsti róðurinn róður nr 3 sem var 2,1 tonn á 8 bala.

Hérna erum við að koma í land á síðasta laugardagskvöld fyrir rétt tæpri viku með góðann afla.

Jakob og áhöfnin.
Fórum við fjóra róðra í þessari viku en við þurftum að stoppa til að beita og svo þurfti að útbúa vormlínuna sem er bara þó nokkuð mikill vinna en það eru fimm netahringir í hverjum bala og svo eru fjórir neta steinar í hverjum bala svo eru færi og drekar og fleira.

Og hér sjáum við Jakob drekhlaðinn af dóti í dag þegar farið var að leggja vormlínuna ( nylonlína). Lögðum við 8 bala sem verða látir liggja fram á sunnudagskvöld. En vormlínan er látinn liggja oftast í tvo daga en sumir láta hana liggja í viku en línan kemur aldrei við botn heldur er hún svona 5 til 10 fm frá botninum.
Eins og ég sagði fyrr í færslunni hefur veður leikið við okkur þessa vikuna.

Svona var veðrið hjá okkur á laugardaginn. getur ekki verið betra gott veður og fiskerí.

Komið kvöld í Batsfirði.Sólin við það að hverfa undir.
Núna er planið að draga vorm tvisvar til þrisvar í viku og fara með flotlínu einu sinni þ.e.a.s ef verður fiskerí. En ætlunin er að vera allavega út ágúst. kannski lengur. Hjálparhendurnar halda heim á leið þann 20 ágúst en það er búið að vera ómetanleg hjálp í þeim.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2014 | 20:24
Stundum er bras að vera trillukarl.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2014 | 03:03
Bræluspá
Svo það stefnir aðeins í þrjá róðra í þessari viku eins og í síðustu viku. Fiskerí hefur verið svona la la. á sunnudaginn 1,3 tonn á 13. bala, mánudaginn 1,5 tonn á 10 bala og svo í gær 2,4 tonn á 14 bala sleppur alveg en mætti vera betra. Á helginni er bæjarhátíð hérna " Batsfjord i fest 2014 " svo þá er alveg 100% öruggt að verkunin er lokuð yfir helgina.
Fjölskylduútgerðin er loksins skriðin yfir 20 tonn á þessari vertíð en það var upphaflega markmiðið í júlí svo vonandi fáum við góða róðra síðustu vikuna og náum kannski í 25 tonn. Í næstu viku er einnig á dagskrá að fara setja út vormline eða nylon línu og reyna að fá einhvern þorsk. Sú lína er látin liggja í svona 3 til 4 daga en hún fer aldrei í botn heldur er hún lögð í þrihyrning þ.e.a.s grjót svo kemur netahringur svo grjót netahringur það er 250 krókar í balanum og erum við að spá í að hafa 8 bala úti í einu í tveimur lengjum eða trossum 4 bala í stubb.

Á baujunni á mánudaginn en leiðindaveður var fyrir litla Jakob svo við rúlluðum fram og til baka.

Hér sjáum við Tommy Junior eigum við ekki segja að hann sé flotlínukóngurinn hérna í Batsfjord en hann kemur hérna á hverju sumri frá Lofoten að eldast við ýsuna.

Krabbabáturinn Havnefjell. Á honum er íslenskur skipper hann er að fara á snjókrabbann (snökrabb).
Hér sjáum við svo gamla og nýja tímann.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2014 | 15:14
En föstudagur.
Og aðeins þrír róðrar í vikunni en það var bræla miðvikudaginn og þar sem við vorum svo seinir með löndun á þriðjudagsmorgun fórum við ekki þriðjudaginn. Nú er helgarfrí ekki farið fyrr en á sunnudaginn. En nóg er að gera þú verður aldrei arbeidslös ( án vinnu ) þegar þú gerir út á línu. Og svo er alltaf nóg að gera að betrum bæta hann Jakob.
Veður hefur leikið við okkur hérna í landi og þegar þetta er skrifað eru fyrstu rigningardroparnir síðan við komum hingað í lok júní þá var reyndar snjókoma.
Í nótt fórum við með 14 bala og höfðum 2,1 tonn upp úr krafsinu var heldur betur vel mannað á Jakob þennan róðurinn Undirritaður, Písi og svo var Svanur með. Var alveg bíða en svo lagðist yfir þoka og kom þá norðan kaldi svo við fengum dálítinn velting.

Blíða var á baujuvaktinni

Jakob og Start í gær áður en lagt var í róðurinn.

Hér sjáum við hluta af Batfjordbruket og beitingarskúrinn okkar.

Hér sjáum betri mynd af beitingarskúrnum og bryggjunni þar sem við liggjum en við höfum stæði utan á Start sem við sjáum þarna á myndinni.

Þetta verður maður líka að gera taka solar (olíu). En ég er að kaupa olíuna hérna á ca 7 krónur norskar eða um 136 krónur íslenskar þegar ég er búinn að fá til baka moms og mineralolje avgift ( virðisaukaskatt og kolefnaskattinn til baka).
Látum þetta gott heita í bili héðan frá 70 gráðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2014 | 17:00
200 kg á balann í gær.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2014 | 20:20
Þokkalegur gangur
Já það hefur verið þokkalegur gangur í þessari viku 4 sjóferðir farnar með samtals 39 bala og aflabrögð þokkaleg eða tæp 7 tonn. 180 kg á balann. Nóg hefur verið að gera í viðhaldinu og ekki allt búið en svo í kvöld verður ekki farið á sjóinn vélarrúmsvinna en vélin viðist draga loft allavega kemur alltaf loft í racorsíuna svo einhvers staðar á lögninni er gat en vélin tekur aðalega úr botntanki sem er undir lestargólfinu svo einhvers staðar á þeirri leið er dregur vélin loft nema sjálf racorsían sé óþétt orðinn gömul.

Á landleið ekki fer nú mikið fyrir bölunum hægt að fara með miklu fleiri bala.
Veður hefur leikið við okku hérna síðustu daga og var toppurinn í dag eða 26 gráður. Reyndar hefur nú ekki verið svona heitt á sjónum.

Odd Lindberg frá Tromsö en hann er að róa héðan á flotlínu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2014 | 19:53
Sjóveður í dag.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar