Færsluflokkur: Bloggar

Lognið kom.


Já eftir frekar leiðinlegt sumar með ríkjandi austanáttum og velting kom lognið því nú er búið að vera logn á hafinu síðan á sunnudaginn og spáir áfram góðu en þó ég fagna logninu þá hefur fiskerí tregast er ég búinn að draga tvisvar í þessari viku( Læt línuna liggja í tvær nætur) og hefur verið 150 kg á balann og svo er sjóveður í á morgun. Svo maður verður að vona það fiskeríið muni batna en Sept er víst leiðinlegur mánuður þ.e.a.s með fiskerí að gera getur verið tregt. Með þessu áframhaldi verð ég aldrei búinn með þorskkvótann.
Síðast í ágúst 2014 005
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Snurvoðaflotinn er kominn aftur  hingað uppeftir að reyna við ýsu og ufsa.
Síðast í ágúst 2014 002
 
 Hér sjáum við Hellodden frá Lofoten koma inn Batfjord á máudaginn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Síðast í ágúst 2014 006
 
 
 
 
Hér sjáum við balana um borð í Jakob ekki fer mikið fyrir þessum 8 bölum samtals 2000 krókar svo er ekki eru það margir krókar sem eru dregnir á dag.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og nú hefur Norway Seafood hérna í Batfjord tilkynnt að þeir bjóði fría beitningu fyrir báta sem hafa hug að róa með línu héðan í haust sem sagt það er bara nóg fyrir þig að koma svo færðu allt hitt frá Norway Seafood eða Akker eins og flestir kalla þetta stóra fyrirtæki. Eina sem þú þarft að hafa með þér er baujur, færi og drega og svo færðu línuna tilbúna frá Akker. Vilja meiri línufisk það er eitt skrýtið við þetta tilboð heimabátar fá þetta ekki aðeins aðkomubátar þ.e.a.s bátar sem koma langt frá sennilega eru þeir að reyna lokka lofoten flotann til að koma upp eftir.
 
 

Orðinn einn.


Já nú er kallinn orðinn einn í kotinu því fjölskyldan fór burt á miðvikudaginn, reyndar fylgdi ég þeim til osló. Svo það er frekar einmannalegt hérna í kotinu. Nú er enginn til að hjálpa kallinum að taka balana eða skera beitu. Og svo er ég einnig orðinn einn á sjónum því Björn Björnsson hætti og réð sig á  "Crazy Dimond". Var þetta orðið gott með félaga Björn hann hafði meiri áhuga að dansa  við Bakkus heldur en að stunda sjómennsku.
 
En að allt öðru þá var farið í róður í nótt vormlínan dreginn og reyndist vera 1,5 tonn á henni heldur daprar heldur en ég hafði vonast eftir. Voru þrír róðar í vikunni tvisvar dregnir 8 balar og einu sinni fjórir balar 3,8 tonn samtals. Svo nú er bara næst á sunnudaginn.
 
Í dag er búið að vera flott veður eigum við ekki að segja hauststilla en það var logn á sjónum og logn í landi.
Frá Batfirdi 20 agust 031
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 En maður finnur fyrir því að það er farið að hausta farið að dimma á kvöldin en svo er orðið bjart kl 02 svo dagurinn er ennþá langur en styttist með hverjum deginum.
Frá Batfirdi 20 agust 022
 
 
 
Hér einmitt verið á útleið rétt eftir kl 02 síðasta þriðjudag og sólin að koma upp.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Frá Batfirdi 20 agust 029
 
 
 
Þessi bátur var eitthvað að eiga við kvíar sem eru hérna utar í firðinum held að hann hafi átt þorsk í þeim samt ekki öruggur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Svo nú er bara næsta sjóveður á sunnudaginn þá verður farið með vormlínu og vonandi verður svipað fiskerí eða betra.

Jæja já


Já núna er búið að draga vormlinuna tvisvarsinnum (nylonlina ) sem er sett á botninn með flotum þannig að hún fer aldrei í botninn. Þetta er í fyrsta sinn sem ég ræ með svona línu svo þetta var alveg nýtt fyrir mér. Ég held bara að árangurinn hafi verið ágætur í fyrstu ferðinni fengum við 2,7 tonn miðað við blóðgað fisk á 8 bala ( aðeins 250 krókar í balanum ) svo í dag vorum við með 1,7 á 8 bala, svo þetta virkar þokkalega. Svo fórum við eina ferð með flotlínu og fengum 1,6 tonn. Og af því að við erum með 30% bifangst ( meðaflaregla í þorski ) þá eyddum við bara 1,4 tonnum af kvóta þó við höfum fiskað rúmlega 3,2 tonn því meðaflareglan reiknast frá öllum fiski og reiknast yfir vikuna.
 
Svo það getur verið erfitt að vera trillukarl hérna ekkert sumarfrí því kvótinn klárast aldrei svo það má segja þetta sé öðruvísi en á Íslandinu.
Noregur ágúst 021
 
 
Stýrimaðurinn á útstíminu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jakob og fleira Batsfjord 002
 
 
Þessi elti okkur inn fjörðinn einn daginn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þó það sé allt frítt hjá okkur hérna fer að fækka hérna hjá mér því fjölskyldan heldur heim á leið í næstu viku þá verður kallinn einn með Bjössa þannig að það verður dálítill breytingin hjá kallinum en hann ætlar að reyna þrauka lengur því það er nógur kvóti eftir í þorski.
 
Þessi var örugglega íslenskur einu sinni. Og örugglega smíðaður heima.
Canon i batsford agust 002
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Mikið að gera

Margt hefur gerst síðan síðasta blogfærsla var skrifuð, búi að gera við atýrið og róa í heila viku og fiskerí hefur bara verið ok og blíðuveður hefur verið. Einnig var vormlina gerð klár til að leggja svo lítið frí hefur verið hjá okkur þessa viku en á morgun laugardag verður tekið frí. 

Stærsti róðurinn til þessa kom í þessari viku rétt tæp þrjú tonn á 14 bala. Samt var hlutfallslega stærsti róðurinn róður nr 3 sem var 2,1 tonn á 8 bala. 

Noregur Canon jakob hlaðinn 005

 

 

Hérna erum við að koma í land á síðasta laugardagskvöld fyrir rétt tæpri viku með góðann afla.

 

 

 

 

 

 

 

 

Noregur Canon jakob hlaðinn 006

 

 

Jakob og áhöfnin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fórum við fjóra róðra í þessari viku en við þurftum að stoppa til að beita og svo þurfti að útbúa vormlínuna sem er bara þó nokkuð mikill vinna en það eru fimm netahringir í hverjum bala og svo eru fjórir neta steinar í hverjum bala svo eru færi og drekar og fleira.

Noregur ágúst 019

 

 Og hér sjáum við Jakob drekhlaðinn af dóti í dag þegar farið var að leggja vormlínuna ( nylonlína). Lögðum við 8 bala sem verða látir liggja fram á sunnudagskvöld. En vormlínan er látinn liggja oftast í tvo daga en sumir láta hana liggja í viku en línan kemur aldrei við botn heldur er hún svona 5 til 10 fm frá botninum.

 

 

 

 

 

 

Eins og ég sagði fyrr í færslunni hefur veður leikið við okkur þessa vikuna.

Noregur ágúst 003

 

 

 Svona var veðrið hjá okkur á laugardaginn. getur ekki verið betra gott veður og fiskerí.

 

 

 

 

 

 

 

 

Noregur ágúst 018

 

 

 

Komið kvöld í Batsfirði.Sólin við það að hverfa undir. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Núna er planið að draga vorm tvisvar til þrisvar í viku og fara með flotlínu einu sinni þ.e.a.s ef verður fiskerí. En ætlunin er að vera allavega út ágúst. kannski lengur. Hjálparhendurnar halda heim á leið þann 20 ágúst en það er búið að vera ómetanleg hjálp í þeim.

Noregur ágúst 014

 


Stundum er bras að vera trillukarl.


Já við fengum heldur betur að kynnast því í síðasta róðri að það getur verið bras að vera trillukarl. Þegar við vorum búnir að draga 1/2 bala hætti bara stýrið að virka og eftir vettfangskönnun í vélarrúm og víðar var ljóst að slanga var í sundur frá Stýri aftur í stýrisvél.
Jakob og fleira Batsfjord 008
 
 
Þá var bara grípa til neyðarstýris og og hann Bjössi sat svo aftur á með rörtöng og stýrði á meðan ég dróg línuna svo þetta reddaðist altt fyrir horn og við náðum að klára róðurinn.
En vegna þess að það bilaði misstum við róður í gær svo bara þrír róðrar í þessari viku. Frekar rólegt fiskerí eða 130 kg á balann í þessum þremur ferðum. En það verður róður á morgun Laugardag því það verður opið á sunnudaginn.
 
Í næstu viku ætlum við líka að setja út polarline ( pólarlínu) þ.e.a.s segja nylonlínu sem er lögð svona ca 3 til 5 fm frá botni og svo er netahringur notaður svo línan  liggur í þríhyrning sem sagt steinn og svo hringur steinn og hringur og þessi lína er látin standa í tvo til þrjá daga. Það eru 250 krókar í balanum og við ætlum að róa með 8 svona bala í tveimur til þremur stubbum 3 til 4 bala í stubb. Það hefur verið ágætt fiskerí á þessa línu að undanförnu eða 150 til 200 kg á balann af þorski og karfa ( aldarmótakarfa)
 
Stýrisvélin í síðasta túr hann Bjössi.
Jakob og fleira Batsfjord 011

Bræluspá

Svo það stefnir aðeins í þrjá róðra í þessari viku eins og í síðustu viku. Fiskerí hefur verið svona la la. á sunnudaginn 1,3 tonn á 13. bala, mánudaginn 1,5 tonn á 10 bala og svo í gær 2,4 tonn á 14 bala sleppur alveg en mætti vera betra. Á helginni er bæjarhátíð hérna " Batsfjord i fest 2014 " svo þá er alveg 100% öruggt að verkunin er lokuð yfir helgina. 

 

Fjölskylduútgerðin er loksins skriðin yfir 20 tonn á þessari vertíð en það var upphaflega markmiðið í júlí svo vonandi fáum við góða róðra síðustu vikuna og náum kannski í 25 tonn. Í næstu viku er einnig á dagskrá að fara setja út vormline  eða nylon línu og reyna að fá einhvern þorsk. Sú lína er látin liggja í svona 3 til 4 daga en hún fer aldrei í botn heldur er hún lögð í þrihyrning þ.e.a.s grjót svo kemur netahringur svo grjót netahringur það er 250 krókar í balanum og erum við að spá í að hafa 8 bala úti í einu í tveimur lengjum eða trossum 4 bala í stubb.

Fra veiðiferð 23 july 005

 

 

Á baujunni á mánudaginn en leiðindaveður var fyrir litla Jakob svo við rúlluðum fram og til baka.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fra veiðiferð 23 july 018

 

 Hér sjáum við Tommy Junior eigum við ekki segja að hann sé flotlínukóngurinn hérna í Batsfjord en hann kemur hérna á hverju sumri frá Lofoten að eldast við ýsuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fra veiðiferð 23 july 003

 

 

Krabbabáturinn Havnefjell. Á honum er íslenskur skipper hann er að fara á snjókrabbann (snökrabb).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sjáum við svo gamla og nýja tímann.

Fra veiðiferð 23 july 015

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fra veiðiferð 23 july 020

 


En föstudagur.

Og aðeins þrír róðrar í vikunni  en það var bræla miðvikudaginn og þar sem við vorum svo seinir með löndun á þriðjudagsmorgun fórum við ekki þriðjudaginn. Nú er helgarfrí ekki farið fyrr en á sunnudaginn. En nóg er að gera þú verður aldrei  arbeidslös ( án vinnu ) þegar þú gerir út á línu. Og svo er alltaf nóg að gera að betrum bæta hann Jakob.

 

Veður hefur leikið við okkur hérna í landi og þegar þetta er skrifað eru fyrstu rigningardroparnir síðan við komum hingað í lok júní þá var reyndar snjókoma.

 

Í nótt fórum við með 14 bala og höfðum 2,1 tonn upp úr krafsinu var heldur betur vel mannað á Jakob þennan róðurinn Undirritaður, Písi og svo var Svanur með. Var alveg bíða en svo lagðist yfir þoka og kom þá norðan kaldi svo við fengum dálítinn velting.

Af innra minni og fleira 018

 

Blíða var á baujuvaktinni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Af innra minni og fleira 013

 

 

Jakob og Start í gær áður en lagt var í róðurinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Batfjord canon 020

 

 

Hér sjáum við hluta af Batfjordbruket og beitingarskúrinn okkar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Batfjord canon 018

 

 

Hér sjáum betri mynd af beitingarskúrnum og bryggjunni þar sem við liggjum en við höfum stæði utan á Start sem við sjáum þarna á myndinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

Batfjord canon 008

 

 

Þetta verður maður líka að gera taka solar (olíu). En ég er að kaupa olíuna hérna á ca 7 krónur norskar eða um 136 krónur íslenskar þegar ég er búinn að fá til baka moms og mineralolje avgift ( virðisaukaskatt og kolefnaskattinn til baka).

 

 

 

 

 

 

Látum þetta gott heita í bili héðan frá 70 gráðu. 

 


200 kg á balann í gær.


Já við á Jakob vorum með ágæt í gær en nú erum við tveir í áhöfn hann Björn Björnsson ( Písi) er kominn að hjálpa til í nokkra róðra og vorum við 14. bala í gær svo Jakobi var bara brugðið þennan róðurinn. Almennt var gott fiskerí í gær mikið 200 til 300 kg á balann ( hefði nú ekkert á móti því fá 300 kg á balann). Þetta var annar róðurinn í þessari viku en á sunnudaginn vorum við 140 kg á balann. Í nótt lendum við í smá brasi eitt flot fór af og einn bali fór í botninn sem leiddi til þess að við fengum 4 bala í eina stóra flækju svo það var smá bras í nótt hjá okkur einnig var svakalegur straumur. Á flotlínu er ekki gott að missa línuna í botninn því þá stoppar rekið og línan byrjar reka saman. 
 
Róður Jakob 001
 
 Hér sjáum við Björn spá í fyrirliggjandi lögn bleytir aðeins í bölunum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Sólrún hún stjórnar öllu í beitngarskúrnum ( egnebua) greiðir flækjur sker beitu og beitir aðeins, svo erum við með hjónin Limu og Sergei sem eru frá Úkraníu og Litáen þau tala hvorki norsku eða ensku en rússnesku kunna þau, en ég er frekar slappur í rússneskunni svo látbragð svona svipað og í Útsvar er notað til að útskýra það sem þarf.  
 

Þokkalegur gangur

Já það hefur verið þokkalegur gangur í þessari viku 4 sjóferðir farnar með samtals 39 bala og aflabrögð þokkaleg eða tæp 7 tonn. 180 kg á balann. Nóg hefur verið að gera í viðhaldinu og ekki allt búið en svo í kvöld verður ekki farið á sjóinn vélarrúmsvinna en vélin viðist draga loft allavega kemur alltaf loft í racorsíuna svo einhvers staðar á lögninni er gat en vélin tekur aðalega úr botntanki sem er undir lestargólfinu svo einhvers staðar á þeirri leið er dregur vélin loft nema sjálf racorsían sé óþétt orðinn gömul.

Róður Jakob 004

 

 

Á landleið ekki fer nú mikið fyrir bölunum hægt að fara með miklu fleiri bala.

 

 

 

 

 

 

 

 

Veður hefur leikið við okku hérna síðustu daga og var toppurinn í dag eða 26 gráður. Reyndar hefur nú ekki verið svona heitt á sjónum.

 

Róður Jakob 003

 

 

Odd Lindberg frá Tromsö en hann er að róa héðan á flotlínu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Sjóveður í dag.


Og ekki hægt að kvarta yfir fiskerí að þessu sinni, en haldið var í róður rétt eftir kl0630 í morgun með 8 bala en fljótlega á að fjölga bölunum í 10 þegar mannskapurinn er orðið vel slípaður. En að þessu sinni var um 250 kg á balann af góðri ýsu. Veður var þokkalegt smá blástur. Svo það var ekki kvartað að þessu sinni um borð í Jakob N-32-ME.
Sjóferð Jakob 003
 
 
 
Í áhöfn í þessu róðri var bara undirritaður svo það var enginn til að rífast við nema múkkinn en nóg var að honum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Sjóferð Jakob 002
 
 
 
Svo nú er löndun í fyrramálið og svo er bara næsti róður framundan hjá okkur félögunum, og vonandi verður framhald á fiskerínu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband