Færsluflokkur: Bloggar

Löndun lokið og við á leiðinni á miðin aftur.


Já við erum loksins búnir að landa og komnir á stím aftur sólarhring eftir að við komum í höfn. Verkunin var gjörsamlega karalaus og því urðum við bara bíða í rétt tæpann sólarhring við bryggju. Sulebas sem var aðeins 20 mín á undan okkur fékk löndun.
 
En kl átta í morgun byrjuðum við að pumpa fisknum í land. 
WP_20140506_002
 
 
 
Allt klárt hjá strákunum eins og sjá má á myndinni er Polarfangst dálítið brugðið með þessi 40 tonn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo er ekkert annað nema ræsa vacumdælunum og byrja sjúga fiskinn úr tönkunum.
 
WP_20140506_008
 
 
Við vorum með fisk í þremur tönkum miðjutankinn fullann ca 24 tonn, stb aftari tank fullann ca 13 tonn og svo b.b fremri með restina.
 
Hérna erum við byrjaðir að pumpa á fullu.
 
 
 
 
 
 
 
 
WP_20140506_014
 
 
Fiskurinn byrjaður að streyma í körin
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
WP_20140506_007
 
 
Áhöfnin bara nokkuð sátt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
WP_20140506_011
 
 
 
 
Við kælum sjóinn í tönkunum niður í -1,9 gráðu áður en við byrjum að blóðga niður í tankana. svo ringrásum við sjónum eftir að fiskurinn er kominn í tankana þannig að hitastigið á sjónum fari ekki upp fyrir -1,4 gráðu.
 
 
 
 
 
 
 
Tufjordbruket sem er í eigu Fjordlaks er ein af stærri saltfiskverkunum í Noregi í ár hafa þeir tekið á móti 11 þúsund tonnum þorski sem allt fer í salt. Verkunin er í litlum firði sem heitir Tufjord og er á eyjunni Rolvsöy ekki er þetta stórt samfélag en á allri eyjunni búa 50 manns en í heildina með farandsverkafólkinu sem vinnur í verkuninni er um 100 manns á eyjunni og þeri hafa matvöruverslun og í matvöruverslunni er bæði pósthús og banki. Svo miðað við íslenskann standard er þetta samfélag ofþjónustað ( með alltof mikla þjónustu )
 
WP_20140506_003
 
 
Hér sjáum við hluta af lagernum en þarna töldum við 350 bretti klár til útflutings og svo var heil ósköp af saltfisk í körum, en það er að koma skip til þeirra í kvöld að taka saltfisk.
 
 
Á sumrin kaupa þeir nótaufsa og hafa verið að kaupa um 10 þúsund tonn af honum á ári svo á ársgrundvelli er unninn ca 25 til 30 þúsund tonnum.
 
 
 
 
Í gær þegar við vorum að bíða má segja það hafi verið strandveiðistemming hjá trillunum en góð veiði var hjá þeim í gær alveg upp í fimm tonn á bát.
WP_20140505_006
 
 
Þessar trillur biðu eftir löndun í blíðunni í gær.
 
 
 
 
 

Lausir og byrjaðir að fiska.


Já á miðvikudaginn 30 apríl fengum við fararleyfið frá Harstad og tókum stefnum norður á bóginn. Til að reyna að hefja veiðar eftir langt hlé. vorum við komnir á miðin fyrsta mai og fyrsta löndun var Laugardagskvöldið þriðja mai og var fyrsta löndun rétt um 14 tonn má segja það hafi verið mikið bras þessu fyrstu veiðiferð festur og læti.
 
WP_20140502_007
 
Að sjálfsögðu fegnum við heimsókn á föstudaginn en þá kom kystvakten til okkar að athuga hvort við værum ekki löglegir aðallega að skoða voðina hvort hún væri ekki eftir setum reglum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
WP_20140502_001
 
 
Eftir löndun var svo bara drífa sig aftur á stað og var haldið á sömu mið Reien sem er um 8 klst sigling frá Tufjord þar sem við löndum. Og hér erum við að sigla í áttina að Nordkapp.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þegar komið var á miðin kom strax í ljós að mikill fiskur væri á slóðinni og svo var líka raunin við stoppuðum í 10 tíma tvo köst ca 45 tonn í bátnum. Svo núna er heldur léttara yfir okkur heldur hefur verið síðustu vikur
WP_20140504_001
 
Veit ekki hvort það sést en hérna er fyrra halið sem við tókum ca 16 tonn síðan var næsta
WP_20140505_002
 hal alvöru um 29 tonn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þegar þetta er skrifað er þessi að renna fram úr okkur Sulebas alveg glænýr útbúinn á snurvoð, nót og net veit ekki hvort þið sjáið að fremst bakborðsmegin er netaspil.
 
Hann er að landa í Tufjord og var á undan okkur á Laugardagskvöldið og þá var hann með 60 tonn eftir daginn.
 
 
 
 
 
 
 

Hlekkjaður við bryggju í Harstad.

Einhvern tíma heyrði ég að það gæti verið dýrt að vera fátækur ekki veit ég hvort það eigi við í þessu tilviki en allavega erum við strákarnir á Polarfangst ennþá hlekkjaðir með keðju við kajann hérna í Harstad og getum ekkert farið nema reikingurinn verði borgaður ( Sem er auðvita alveg svívirðilega hár sennilega skrifaður stórri beltakröfu eða risa hjólaskólfu). Að sjálfsögðu er þetta orðið dálítið pirrandi en málið virðist vera í alvarlegum hnút og endar sennilega í málaferlum svo spuringin er hvort við munum flækjast inn í þau réttarhöld ( vona ekki ) eða Hamek taki gilda bankaábyrgðina ( Sem er skilyrt )og við  fáum að fara og veiða.

Bildo og Vesteralen april 2014 017

 

Svona staða er aldrei skemmtileg og sérstaklega ekki þegar maður fær svo fréttir af bátunum norður frá það er einfaldlega mokfiskerí.

 

 

 

 

 

 

 

 

En að allt öðru á Sunnudagskvöldið fór ég Alsvag að athuga með bátinn minn og notaði þá tækifærið og setti nafnið formlega á bátinn JAKOB. Ég gat bara ekki hugsað mér að skilja hann eftir nafnlausann í Alsvag á meðan ég færi norður að fiska.

Nafnið komið formlega april 2014 002

 

 

Og svo eftir að ég var búinn að merkja bátinn með nafninu var við hæfi að flagga og norska fáninn fór upp í fyrsta skipti um borð í Jakob

 

 

 

 

 

 

 

 

Nafnið komið formlega april 2014 001

 

 

Og það var að sjálfsögðu Bíldudalslogn þegar ég flaggaði þarna á síðasta sunnudag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Kominn aftur til Noregs

Eftir stutt paskastopp er eg kominn aftur til Noregs. Og hnuturinn vegna Jakobs er leystur thvi a føstudaginn fekk eg bref fra Sjofartdir ( Norsku Siglingastofnun) um ad allir pappirar sem fylgdu Jakob fra Samgongustofu væru vidurkenndir af norskum stjornvøldum. Svo skodunarstofan sem eg var buin ad semja vid ( batar undir 15.m er skodadir af einkareknum skodunarstofum svipad og heima) og var buin ad krefjast thess ad baturinn yrdi skodadur eins og um nysmidi væri ad ræda og enginn gøgn fra Islandi væru vidurkennt vard ad lata i minni pokann ( eta hattinn sinn eins og einhver sagdi).

Svo nu er Jakob bara ordinn skodadur og fær Norskt Haffærniskirteini ( Fartøyinnstruks på norsk). Svo i norsku skipaskranni heitir baturinn nu Jakob og hefur kallmerkid LG8293 og svo hefur hann Skraningarmerkid N-32-ME. ( Fiskerimerke heitir thad a norsku). N stendur fyrir Nordland og ME stendur fyrir Meløy kommune. ( Meløy sveitafelagid). Heimahøfnin er svo Bodø.

Alsvag april 2014 013

 

 

Jakob N-32-ME.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já svona getur þetta verið þessi skriffinnska og stundum borgar sig að standa fast á sínu og sérstaklega þegar maður er nokkuð viss um að maður fari með rétt mál, eins og bátur sem er smíðaður 1990 getur aldrei verið nýsmíði alveg sama hvernig menn túlka lögin.

Svo núna er bara næsta skref að líma á bátinn nýja nafnið og nýja skráningarstafina. Og pakka íslenska fánum niður og taka upp þann norska.

Í gær tók ég rútuna til Harstad til að fara með Polarfangst til veiða en slippurinn er búinn kominn ný skrúfublöð og allt komið í lag, nema við erum fastir með keðju við bryggjuna meigum sem sagt ekki fara stríð á milli tryggingarfélagsins og slippsins og við lendum á milli. Tryggingarfélagið telur reikinginn vera alltof hár og ég held þeir hafi rétt fyrir sér því það lítur út fyrir að slippurinn hafi skrifað reikinginn með mjög stórri hrífu. Það eina sem þeir gerðu vara að öxuldraga skipið, taka blöðin af skrúfunni og skoða hvort öxull væri boginn og þeir eru að rukka nærri eina miljón norskar fyrir dæmið ( um 20 miljónir). Svo þegar eitt vandamál leysist tekur eitthvað nýtt við.

Bildo og Vesteralen april 2014 016

 

Veit ekki hvort keðjan sjáist hérna en allavega erum við fastir hérna bókstaflega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Slippurinn hérna heitir  Hamek bara svona ef þið þurfið að láta öxuldraga og er hann á tveimur stöðum hérna í bænum og á föstudaginn voru þeir að taka upp Vonar stórann beitingavélabát og þá gerðist þetta.

Bildo og Vesteralen april 2014 030

 

 Slippurinn hreinlega gaf sig og báturinn lagðist á hliðina. Það virðast vera þó nokkrar skemmdir á honum aðalega aftan til og framendanum þar sem hann skall utan í húsið eins og sést á myndinni.

 

 

 

 

 

 

 

Bildo og Vesteralen april 2014 024

 

 

Hérna er mynd tekinn hinum megin þ.e.a.s bakborðshliðin. Þetta var víst rosalegur dynkur fólk í miðbænum hélt það væri að koma jarðskjálfti.

 

 

 

 

 

 

 

 rði bara 

Bildo og Vesteralen april 2014 029

 

 

Ég hitti fyrir tilviljun annan af yfirmönnunum í slippnum þarna í dag og hann sagði hreinlega ekki vita hvernig þetta færi en reiknað væri með að fá stórann krana og til að reyna að rétta bátinn af og síðan kæmi bara í ljós hvað yrði gert.

 

 

 

 

 

 

Segi þetta gott í bili héðan frá Harstad. 


Eftir Samhold


Var það Alsvag en þar fékk ég pláss fyrir bátinn í smábátahöfninni þar yfir páskana og ég fór í frí heim. Nú bíðum við eftir að tekið verði fyrir erindi okkar varðandi skráninguna á bátnum.
Alsvag april 2014 002
 Þ.e.a.s þetta leiðinda teikingamál.
Vonandi verður það allt orðið klárt eftir páska Svo við getum klárað þetta í einum grænum. Þetta er nánast eina sem eftir er.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo er það bara Finnmörk að reyna veiða kvótann og fá einhvern pening inn á bátinn því ekki kemur inn á hann í smábátahöfninni í Alsvag. fyrst verð ég þó að fara á Polarfangst og reyna veiða einhverja þorska á honum og voanndi mun það ganga betur heldur en síðast. Í gær sendi ég línuspilið til Noregs svo þetta er allt að verða klárt.
Alsvag april 2014 015
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Alsvag er ekki stór bær en þar er þó þrjú stór fyrirtæki og meiri segja matvöruverslun. Fyrir það fyrsta er þar stórt sláturhús fyrir lax.
Alsvag april 2014 007
 
 
Hér sjáum við sláturkvíar sem tengjast því fyrirtæki síðan eru þeir með gamlann brunnbát.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Alsvag april 2014 025
 
 
 
Brunnbáturinn
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Síðan er þarna frauðplastkassaverksmiðja og stórt sérhæft verkstæði sem framleiðir hluti tengda olíuiðnaðinum já upp í Alsvag er þannig starfsemi ekki í Stavanger eða Bergen hvað ætli mönnum gangi til að hafa svona starfsemi á landsbyggðinni. 
 
Í þessari upptalningu gleymdi ég auðvita að telja ferðaþjónustuna en frá Alsvag eru gerð út tvo hvalaskoðunarskip.
Alsvag april 2014 022
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þegar maður kemur í svona þorp eins og Alsvag fer maður ósjálfrátt að hugsa hvers vegna er þetta ekki hægt heima á Íslandi ég held að skýringin sé sú að samgöngur á Íslandi eru bara í aðra áttina. 

Jæja.

Jæja þá erum við lausir úr slippnum og erum komnir á flot hérna Sörvagen liggjum við slipp kajann. Þetta var nú aðeins meira ferli heldur reiknað var með talað var um tvo daga en þeir urðu fjórir og aðeins meira gert, t.d þurfti að plasta á fleiri stöðum, það þurfti að öxuldraga eð hálfdraga sem sagt öxlinum var rennt aftur og skoðaður stýri var tekið og skoðað og svo voru botnlokar og gegnum tök skoðuð. 

Samhold slippur april 2014 020

 

 

Hér liggjum við félagarnir og bíðum eftir framhaldinu þ.e.a.s fá skoðun kláraða en það er í hálfgerðum hnút, skoðunarstofan sem ég samdi við að skoða bátinn hefur ekki viljað viðurkenna neinar teikingar eða neina pappíra frá Íslandi bara sagt að báturinn verði að skoðast eins og nýr bátur og ég verði að láta teikna bátinn upp því með nýjum bát verða fylgja með nýjar teikingar, eins hafa þeir ekki góðkennt íslensku stöðugleikagögnin og vilja að bátuinn verði mældur upp á nýtt. Við erum alltaf að benda á að báturinn er byggður eftir svokölluðum Nordisk batstandard sem bæði Noregur og Ísland eru aðilar að svo vonandi blessast þetta nú allt. Og hægt verði að fara nota bátinn og fá einhverja innkomu inn á hann.

Samhold slippur april 2014 012

 

 

Kallmerkið komið en það verður að sjóðast varanlega helst á lestarlúgu.

LG8293 er sem sagt kallmerkið

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi bátur heitir Kráknes og var byggður í Kína 2008 eitthvað hafa Kínverjarnir gleymt því t.d er dekkið algjörlega ónýtt í bátnum þeir höfðu ekki plastað það nógu vel svo það bara brotnaði eins voru öll þil svo illa plöstuð að það komst strax sjór í gegnum og í viðinn og þá kom í ljós að ekki hafi verið notaður vatnsþéttur krossviður, þetta var rosaleg framkvæmd og fór illa með eigandann sem endaði á því að taka líf sitt og báturinn dagaði hérna uppi og hefur nú verið hérna í meira en eitt ár.

Samhold slippur april 2014 005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Læt þetta ekki vera meira að sinni. 


Ekki mikið um mannaferðir.


Ekki er mikið um mannaferðir hingað í slippinn hef nákvæmlega sé þrjá koma hingað síðan á föstudaginn, svo það hefur verið frekar rólegt hérna hjá mér. Eigum við ekki að segja það hafi verið fámennt en góðmennt þessa helgina. Ég hef nú haft nóg fyrir stafni með að fara yfir allt, þrífa og betur bæta. Eitt og annað hefur komið í ljós hjá mér til dæmis segulkúpling fyrir spildæluna er sennilega farin, Tengibox bæði fyrir smúll og gír voru brunnin yfir svo virðist sem reley farið við stýrsdæluna, tveir rafgeymar ónýttir svo það er ekki bara gaman en vandamál eru til þess að leysa þau.
 
Noregur + Island april2014 027
 
 
Hér sjáum við yfir höfnina í Myre en Myre eða Oksnes kommune er það sveitafélag sem hefur tekið á móti mestaf fiski á þessari vertíð eða er stærsta þorskasveitafélagið í sveitafélaginu búa 4500 manns og hefur verið tekið á móti um 700 til800 tonn á dag og er talað um að verðmætið sem þetta sveitafélag er skapa sé 2,4 til 2,5 miljarðar talið í norskum krónum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Noregur + Island april2014 028
 
 
Smábátahöfnin í Myre.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þegar ég var heima nánar tiltekið daginn áður en ég flaug út tók ég rúnt til Sandgerðis og tók þar nokkrar myndir.
Noregur + Island april2014 024
 
 
Hér sjáum við einn bolsara nánar tiltekið Jónína Brynja sú nýja sem var byggð eftir að sú gamla fór upp Straumnesið þetta er alveg feikna smábátur.
 
Við hliðina á Jónínu að bíða eftir löndun var annar smábátur heldur minni Nafni HU. Fannst mér hann vera alveg dreghlaðin en svo sá ég á vef fiskistofu að báturinn var með rétt rúm 360 kg.
 
 
 
 
 
 
 
 
Noregur + Island april2014 025
 
 
Já Nafni er ekki stór en þá er spurningin Nafni hvers er hann.
 
 

Frá Sortlandi til Alsvaag.


Já á fimmtudaginn var Jakob loksins hífður í sjóinn í Sortland og lágum við félagarnir í smábátahöfninni í Sortland um nóttina eða fram morgun því það var ræs kl 0330 og byrjað sigla í slippinn að láta stytta bátinn og botnskoða og fleira.
Noregur + Island april2014 036
 
Hérna er Jakob ( Már GK ) í Eimskip í Sortland.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Siglingin hjá okkur gekk ágætlega og vorum við mættir rétt fyrir 0700 á föstudaginn. Þá var meiningin að setja okkur upp í lítinn slipp en þegar kom til þá var farið að falla svo mikið út að báturinn flaut ekki í sleðann.
Noregur + Island april2014 037
 
 
Hér sjáum við slippinn sem við félagarnir erum í núna Samhold Slip A.S . þetta er frekar lítinn slippur enda ekki stór bátur þarna vinna þrír karlar og alveg nóg að gera reyndar minna hjá þeim svona yfir veturinn. En þeir eru þó að endurbyggja gamlann timburbát.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo þegar báturinn flaut ekki í litla slippinn þá vorum við settir í stærri slipp en þegar honum var slakað niður þá fór hann ekki nógu langt og breytist þá " Jakob " í dráttarbát.
Noregur + Island april2014 040
 
 
Hér erum við að draga sleðann út það var smá bras til að byrja með en þegar við bjuggum til hanafót þá gekk þetta upp og við vorum teknir á þurrt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En nú er helgi svo við félagarnir erum bara einir hérna ekki sála hérna á ferðinni svo tíminn hefur verið notaður til að dytta að bátnum mest þrif.
Noregur + Island april2014 044
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Noregur + Island april2014 041
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Já þeir í slippnum eru að endurbyggja gamlann trébát og voru settir tveir blankar í hann í gær föstudaginn.
Noregur + Island april2014 046
 
 
Þetta eru nú nánast útdautt á Íslandinu en hér er bátasmiðurinn yngri en ég fæddur 1977 og er meistari í trébátasmíði.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Bíldudalur- Sortland.


Já ekki var stoppið " heima " lengi því í gær flaug ég út til Noregs nánar til Harstad (Evenes flugvöll). Kíkti aðeins á Joe og lagði mig um borð í Polarfangst þar sem hann bíður eftir nýjum skrúfublöðum eða gömlum blöðum sem eru eins og ný þar sem búið er að gera við þau. Svo í morgun keyrði ég til Sortland til að taka móti nýja bátnum en ég fékk nú ekki einu sinni að koma nálægt honum þar sem ekki var búið að tolla bátinn sennilega hafa þeir haldið að báturinn væri fullur af tax free góssi. Þá var bara ekkert að gera nema koma sér á gistiheimili og tengja tölvuna og byrja að vinna í papírum til að fá bátinn afhendann. Seinni partinn fór ég svo í langann bíltúr til Myre og skoðaði slippinn sem báturinn mun fara í vonandi á morgun, nánar tiltekið Samhold Slip A/S í Alsvag. Lítið fór fyrir myndatökum í dag.
 
Það er nú frekar vetrarlegt hérna snjór yfir öllu og spáir snjókomu í nótt, vorið er ekki komið hingað það er alveg á hreinu. 
 
Þessi stundu kynni mín af Norsku siglingastofnunni varðandi teikingar af bátnum og samþykktir verð ég nú að segja þeir eru ekki meðfærilegir fyrir það fyrsta halda þeir að ég sé að flytja inn bát sem var smíðaður eftir reglum sem gilda í Panama eða Belize ( Kannski eðlilegt eitt af bananalýðveldunum). Báturinn er smíðaður eftir svo kölluð Nordisk Batstandard  ( Norrænum bátasamþykktum) og fékk ég rosalegann flotta skjal frá Samgöngustofu upp á það en viti menn það telja þeir norsku ekki fullnægjandi.Telja sennilega að ég hafi mútað Samgöngustofu með nokkrum bönunum en það er alls ekki og Samgöngustofa vann þetta af miklum heilindum og án þess að ég kæmi nærri því er þetta svo sárgrætilegt að þeir norsku hunsi þetta bara allfarið. Svo nú verð ég að yfirfæra teikingar yfir á norsku því norðmenn skilja ekki íslensku með þó nokkrum auka kostnaði. Þetta tilstand er vegna þess að báturinn er yfir 10,67. metrar á lengd ef hann væri undir 10,67 væri enginn vandamál bara skrá hann og byrja að fiska.
 
Og svo er frítt fiskerí búið í bili þannig að nú má ég bara veiða úthlutað kvóta eða 24 tonn + 20 % eftir 7 apríl eða 28 tonn að lágmarki síðan má ég veiða eins og staðan er í dag 98 tonn af ýsu og taka með henni 20 tonn af þorski þannig að ég má veiða 48 tonn af þorski ef ég veiði ýsuna. 
Frítt fiskerí hefur gengið alveg rosalega vel þetta tímabil sem opið var fyrir það hæðsti báturinn hefur fiskað 505 tonn á þremur mánuðum það er helvíti gott á 11 metra bát.
 

Harstad- Bíldudalur

Via Oslo og Reykjavík. Já nú er rétt rúm vika síðan ég kom á klakann. Ég kom til landsins þriðjudaginn 18. mars lendi rétt um hádegi, þá var brunað beint til Grindavíkur til að Skrifa undir kaupin á Már GK-98 sskr 2065 ( mun fá nafnið Jakob ). Síðan hófst undirbúningur að koma honum í skip þ.e.a.s frá Grindavík í Sundahöfn. Fékk ég flutingafyrirtækið Jón og Margeir til að flytja hann gekk það alveg eins og í sögu var alveg toppþjónusta hjá þeim frá A til Ö. Við fluttum hann á fimmtudeginum og var meiningin að keyra svo til Bíldudals  en veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir því ófært var vestur þennan dag svo við urðum að fresta vesturför fram á föstudag.

P3200005

 

 

Hérna er verðandi Jakob hífður upp úr höfninni í Grindavík.

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðfaranótt þriðjudags var svo Jakob hífður um borð í Skógafoss og hélt heim á leið til Noregs nánar tiltekið til Sortland og ef allt gengur eftir planinu verður hann þar seint á Laugardaginn. Ég mun svo fljúga út þriðjudaginn 1. apríl til að taka á móti honum á norskri grundu.

P3200009

 

 

 

Og hér er hann kominn á vagninn sem flutti hann frá Grindavík inn í Sundahöfn.

 

 

 

 

 

 

 

Svo núna er ekkert nema byrja að hnýta slóðana og byrja. 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 136000

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband