Færsluflokkur: Bloggar
6.5.2014 | 13:14
Löndun lokið og við á leiðinni á miðin aftur.







Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2014 | 02:35
Lausir og byrjaðir að fiska.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2014 | 21:22
Hlekkjaður við bryggju í Harstad.
Einhvern tíma heyrði ég að það gæti verið dýrt að vera fátækur ekki veit ég hvort það eigi við í þessu tilviki en allavega erum við strákarnir á Polarfangst ennþá hlekkjaðir með keðju við kajann hérna í Harstad og getum ekkert farið nema reikingurinn verði borgaður ( Sem er auðvita alveg svívirðilega hár sennilega skrifaður stórri beltakröfu eða risa hjólaskólfu). Að sjálfsögðu er þetta orðið dálítið pirrandi en málið virðist vera í alvarlegum hnút og endar sennilega í málaferlum svo spuringin er hvort við munum flækjast inn í þau réttarhöld ( vona ekki ) eða Hamek taki gilda bankaábyrgðina ( Sem er skilyrt )og við fáum að fara og veiða.

Svona staða er aldrei skemmtileg og sérstaklega ekki þegar maður fær svo fréttir af bátunum norður frá það er einfaldlega mokfiskerí.
En að allt öðru á Sunnudagskvöldið fór ég Alsvag að athuga með bátinn minn og notaði þá tækifærið og setti nafnið formlega á bátinn JAKOB. Ég gat bara ekki hugsað mér að skilja hann eftir nafnlausann í Alsvag á meðan ég færi norður að fiska.

Og svo eftir að ég var búinn að merkja bátinn með nafninu var við hæfi að flagga og norska fáninn fór upp í fyrsta skipti um borð í Jakob

Og það var að sjálfsögðu Bíldudalslogn þegar ég flaggaði þarna á síðasta sunnudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2014 | 20:08
Kominn aftur til Noregs
Eftir stutt paskastopp er eg kominn aftur til Noregs. Og hnuturinn vegna Jakobs er leystur thvi a føstudaginn fekk eg bref fra Sjofartdir ( Norsku Siglingastofnun) um ad allir pappirar sem fylgdu Jakob fra Samgongustofu væru vidurkenndir af norskum stjornvøldum. Svo skodunarstofan sem eg var buin ad semja vid ( batar undir 15.m er skodadir af einkareknum skodunarstofum svipad og heima) og var buin ad krefjast thess ad baturinn yrdi skodadur eins og um nysmidi væri ad ræda og enginn gøgn fra Islandi væru vidurkennt vard ad lata i minni pokann ( eta hattinn sinn eins og einhver sagdi).
Svo nu er Jakob bara ordinn skodadur og fær Norskt Haffærniskirteini ( Fartøyinnstruks på norsk). Svo i norsku skipaskranni heitir baturinn nu Jakob og hefur kallmerkid LG8293 og svo hefur hann Skraningarmerkid N-32-ME. ( Fiskerimerke heitir thad a norsku). N stendur fyrir Nordland og ME stendur fyrir Meløy kommune. ( Meløy sveitafelagid). Heimahøfnin er svo Bodø.

Jakob N-32-ME.
Já svona getur þetta verið þessi skriffinnska og stundum borgar sig að standa fast á sínu og sérstaklega þegar maður er nokkuð viss um að maður fari með rétt mál, eins og bátur sem er smíðaður 1990 getur aldrei verið nýsmíði alveg sama hvernig menn túlka lögin.
Svo núna er bara næsta skref að líma á bátinn nýja nafnið og nýja skráningarstafina. Og pakka íslenska fánum niður og taka upp þann norska.
Í gær tók ég rútuna til Harstad til að fara með Polarfangst til veiða en slippurinn er búinn kominn ný skrúfublöð og allt komið í lag, nema við erum fastir með keðju við bryggjuna meigum sem sagt ekki fara stríð á milli tryggingarfélagsins og slippsins og við lendum á milli. Tryggingarfélagið telur reikinginn vera alltof hár og ég held þeir hafi rétt fyrir sér því það lítur út fyrir að slippurinn hafi skrifað reikinginn með mjög stórri hrífu. Það eina sem þeir gerðu vara að öxuldraga skipið, taka blöðin af skrúfunni og skoða hvort öxull væri boginn og þeir eru að rukka nærri eina miljón norskar fyrir dæmið ( um 20 miljónir). Svo þegar eitt vandamál leysist tekur eitthvað nýtt við.

Veit ekki hvort keðjan sjáist hérna en allavega erum við fastir hérna bókstaflega.
Slippurinn hérna heitir Hamek bara svona ef þið þurfið að láta öxuldraga og er hann á tveimur stöðum hérna í bænum og á föstudaginn voru þeir að taka upp Vonar stórann beitingavélabát og þá gerðist þetta.

Slippurinn hreinlega gaf sig og báturinn lagðist á hliðina. Það virðast vera þó nokkrar skemmdir á honum aðalega aftan til og framendanum þar sem hann skall utan í húsið eins og sést á myndinni.

Hérna er mynd tekinn hinum megin þ.e.a.s bakborðshliðin. Þetta var víst rosalegur dynkur fólk í miðbænum hélt það væri að koma jarðskjálfti.
rði bara

Ég hitti fyrir tilviljun annan af yfirmönnunum í slippnum þarna í dag og hann sagði hreinlega ekki vita hvernig þetta færi en reiknað væri með að fá stórann krana og til að reyna að rétta bátinn af og síðan kæmi bara í ljós hvað yrði gert.
Segi þetta gott í bili héðan frá Harstad.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2014 | 08:54
Eftir Samhold





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2014 | 18:00
Jæja.
Jæja þá erum við lausir úr slippnum og erum komnir á flot hérna Sörvagen liggjum við slipp kajann. Þetta var nú aðeins meira ferli heldur reiknað var með talað var um tvo daga en þeir urðu fjórir og aðeins meira gert, t.d þurfti að plasta á fleiri stöðum, það þurfti að öxuldraga eð hálfdraga sem sagt öxlinum var rennt aftur og skoðaður stýri var tekið og skoðað og svo voru botnlokar og gegnum tök skoðuð.

Hér liggjum við félagarnir og bíðum eftir framhaldinu þ.e.a.s fá skoðun kláraða en það er í hálfgerðum hnút, skoðunarstofan sem ég samdi við að skoða bátinn hefur ekki viljað viðurkenna neinar teikingar eða neina pappíra frá Íslandi bara sagt að báturinn verði að skoðast eins og nýr bátur og ég verði að láta teikna bátinn upp því með nýjum bát verða fylgja með nýjar teikingar, eins hafa þeir ekki góðkennt íslensku stöðugleikagögnin og vilja að bátuinn verði mældur upp á nýtt. Við erum alltaf að benda á að báturinn er byggður eftir svokölluðum Nordisk batstandard sem bæði Noregur og Ísland eru aðilar að svo vonandi blessast þetta nú allt. Og hægt verði að fara nota bátinn og fá einhverja innkomu inn á hann.

Kallmerkið komið en það verður að sjóðast varanlega helst á lestarlúgu.
LG8293 er sem sagt kallmerkið
Þessi bátur heitir Kráknes og var byggður í Kína 2008 eitthvað hafa Kínverjarnir gleymt því t.d er dekkið algjörlega ónýtt í bátnum þeir höfðu ekki plastað það nógu vel svo það bara brotnaði eins voru öll þil svo illa plöstuð að það komst strax sjór í gegnum og í viðinn og þá kom í ljós að ekki hafi verið notaður vatnsþéttur krossviður, þetta var rosaleg framkvæmd og fór illa með eigandann sem endaði á því að taka líf sitt og báturinn dagaði hérna uppi og hefur nú verið hérna í meira en eitt ár.

Læt þetta ekki vera meira að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2014 | 18:11
Ekki mikið um mannaferðir.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2014 | 19:48
Frá Sortlandi til Alsvaag.






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2014 | 20:12
Bíldudalur- Sortland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2014 | 21:08
Harstad- Bíldudalur
Via Oslo og Reykjavík. Já nú er rétt rúm vika síðan ég kom á klakann. Ég kom til landsins þriðjudaginn 18. mars lendi rétt um hádegi, þá var brunað beint til Grindavíkur til að Skrifa undir kaupin á Már GK-98 sskr 2065 ( mun fá nafnið Jakob ). Síðan hófst undirbúningur að koma honum í skip þ.e.a.s frá Grindavík í Sundahöfn. Fékk ég flutingafyrirtækið Jón og Margeir til að flytja hann gekk það alveg eins og í sögu var alveg toppþjónusta hjá þeim frá A til Ö. Við fluttum hann á fimmtudeginum og var meiningin að keyra svo til Bíldudals en veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir því ófært var vestur þennan dag svo við urðum að fresta vesturför fram á föstudag.

Hérna er verðandi Jakob hífður upp úr höfninni í Grindavík.
Aðfaranótt þriðjudags var svo Jakob hífður um borð í Skógafoss og hélt heim á leið til Noregs nánar tiltekið til Sortland og ef allt gengur eftir planinu verður hann þar seint á Laugardaginn. Ég mun svo fljúga út þriðjudaginn 1. apríl til að taka á móti honum á norskri grundu.

Og hér er hann kominn á vagninn sem flutti hann frá Grindavík inn í Sundahöfn.
Svo núna er ekkert nema byrja að hnýta slóðana og byrja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 136000
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar