Færsluflokkur: Bloggar

Pikkfastir við bryggjuna ennþá.

En vonandi fer að verða breyting á því, vegna þess að varahlutirinn á að vera tilbúinn á morgun og þá getum við kannski farið fyrir helgi. Haldið norður að reyna að veiða einhver kvikindi. Á morgun er einnig mánuður síðan ég koma til Noregs svo það er nú löngu kominn tími til að koma sér á stað. 

Annars er alveg landburður á fiski núna allir að gera það gott og er víða búið að setja takmörk á flotann t.d þar sem við erum að fara að landa er búið að takmarka dagsskammtinn við 40 tonn á bát. Og í Loften eru margir búnir setja 800 kg til 1000 kg á mann. þ.e.a.s ef þrir kallar eru um borð meiga þeir koma með 3000 kg af slægðum og hausuðum fiski. Það hefur farið saman núna frábært fiskerí og algjör rjómablíða frá áramótum. Var að lesa það í Kyst og fjord að aflaverðmætið sem fer í gegnum norsk rafisklaget(nánast allur fiskur fer í gegnum þá) er komið vel yfir milljarð norskar króna frá áramótum sem er þónokkuð meira heldur en var á síðasta ári og vertíðin rétt að byrja, síðasta vika var sú besta eða aflaverðmæti upp á tæpar 260 miljónir og meirihlutinn af þessu er ferskt hráefni þ.e.a.s fiskur sem fer í landvinnslu. Þrír bátar undir 11 metrum er nú þegar komnir yfir 100 tonn í frjálsu veiðunum, svo liggur sjarkinn minn í Grindavík það er alveg ljóst að fiskast ekkert á hann þar. Nú er komið á stefnuskrána að koma honum út í mars svo hægt verða að byrja fiska eitthvað. Bara verst að maður hafi þá bara engann tíma til að fara heim á Dalbrautina.

18.feb 2014 003

 

 Lítið hefur verið myndað síðustu daga fór reyndar í göngutúr á sunnudagsmorgun og tók þá nokkrar myndir af Yara Jenta snekkjunni sem þeir í Yara eiga.

 

 

 

 

 

 

 

 

18.feb 2014 004

 

 

 

Hún er flott stelpan. Væri gaman að vera bóndi og kaupa mikinn áburð frá Yara þá fengi maður kannski að fara í siglingu með þessum

 

 

 

 

 

 

 

Hér sjáum við svo Polarhavn úps Polarfangst.

18.feb 2014 010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan fór ég og kíkti á eina af bækistöðvum Pola útgerðarinnar.

18.feb 2014 012

 

 

Farið aðeins að láta á sjá orðið frekar hrörlegt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

18.feb 2014 013

 

 

Held að það myndi ekki borga sig að setja eitthvað þungt á þessa bryggju.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

18.feb 2014 021

 

 

Og undirstöðvarnar undir húsinu eru orðið kannski fullvarasamar fyrir mikla umferð allavega.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan auðvita kom Hrutigrutan og ferjan Örnes eins og alla aðra daga.

18.feb 2014 008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

18.feb 2014 023

 


Polarfangst bundinn enn við bryggju.


 
Jú jú við fórum í fyrradag og tókum prufukast voru þrír í áhöfn 'Eg, Joe og Finn Arne. þetta gekk nú allt  eins og í sögu þangað til farið var að hífa þá bara virkaði ekki vírastýrið á bakborðssafntromlunni ekki hnífurinn sem stýrir vírastýrinu reif sig fastann þannig að við gátum ekki fengið hann til að virka og það sem verra var við náðum honum ekki heldur út. Svo eina sem við gátum gert var að sleppa bakborðstóginu og hífa okkur til baka og ná í nótina og skilja bakborðstógið eftir.
 
15.feb polarfangst 001
 
Þarna erum við að fara að hífa. Það
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
15.feb polarfangst 003
 
 
Finn Arne að hringja heim og segja konunni að hann verði seinn í mat, ég þurfti nú ekki að hafa áhyggjur af því .
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
15.feb polarfangst 004
 
 
Það gekk nú vel að ná í nótina og hún er kominn aftur á við þurfum reyndar að umkasta henni áður farið verður ( eða á ég að segja ef farið verður)
 
 
 
Í gær löguðum við vírastýrið svo það er farið að virka svo það var nú frekar létt yfir áhöfninni í gær en þá kom upp annað vandamál tjakkurinn fyrir skiptinguna á skrúfuskurðinum fór að mígleka svo Joe hafði ekki við að mæta glussa á hann svo hann var tekinn frá og auðvita var hann skemmdur og það sem verra er það helgi svo sennilega fáum við enginn svör fyrr en á mánudag með þetta og ef ég þekki þetta rétt verður varahluturinn kominn hérna á miðvikudag ef hann er til því þetta er eldgamall gír að gerðinn JW Berg svo kannski verður að smíða nýjan öxull.
 
Við höfum þó eitt sem pirrar okkur ekki en það er veðrið það hefur ekki svikið okkur ennþá. 
 
15.feb polarfangst 006
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo ég segi þetta gott núna frá Polarfangst Síbilaða. Sagan endalausa. 

Allt að verða klárt.

Polarfangst er klár og á morgun er fyrirhugað prufukast og ef allt verður í lagi er ekkert nema setja á fulla ferð Norður á bóginn og reyna að byrja fiska.

Holmvag kveður og fleira 004

 

 

Hérna erum við félagarnir að prufa Vacumdæluna ( MMC) og hún bara svínvirkaði svo vonandi á næstu dögum mun þorskurinn flæða í gegnum þetta rör áleiðis í vinnsluna í Tufjord.

 

 

 

 

 

 

 

Síðan gerðist það í dag að Holmvag yfirgaf heimahöfnina og hélt á vertíð í Röst mannaður íslenskum netajöxlum. Það var nú planið að hann myndi fara í gær en vegna tæknilegra vandamála varð ekkert úr því fyrr en í dag. Svo þetta er allt að koma Polarhav farin og nú Holmvag svo vonandi Poalrfangst mjög fljótlega þá er nú búið að grisja flotann allverulega aðeins Strömoygutt og Öyfisk eftir.

Holmvag kveður og fleira 017

 

 

Hér sjáum við skipper Jóhannes gera sig klárann að leggja í hann.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Holmvag kveður og fleira 022

 

Og hérna æða þeir á stað gefa Deutz mótornum hressilega inn og fáum þennan flotta reyk frá vélinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Holmvag kveður og fleira 023

 

 

Og hér sigla þeir í burtu í þessari renniblíðu sannkallaðri Bíldudalsblíðu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það var alveg mjög gott veður í dag SA 0 metrar á sek en fór um 0,25 m í kviðum.

Holmvag kveður og fleira 013

 

 

Hér er ferjan Örnes í blíðunni í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Holmvag kveður og fleira 012

 

 

Það var flott veður hjá okkur í dag reyndar hefur ekki blásið hérna síðan ég kom fyrir tæpum þremur vikum síðan.  


Polarfangst gerður klár.


Já nú er unnið að því hörðum höndum að gera Polarfangst klárann til veiða, en hann á að fara á snurvoða "mjög fljótlega ". Það sem aðallega þurfti að gera var að koma krananum um borð á samt snurpuvindunum fara yfir veiðarfærin og svo láta þetta allt snúast svo er það bara Finnmörk og landa í Tufjörd. Nú komið vel á annað ár síðan Polarfangst var síðast gerður út. Svo það er eitt og annað sem þarf að gera. Polarfangst er nánast búinn að vera í slipp og viðgerðum allt síðasta ár t.d var skipt um RSW kerfi í honum, kraninn sendur í uppbyggingu snurpuvindur endurbyggðar og margt fleira.
 
Vinna Polarfangst 2014 027
 
 
Kraninn kominn á en þetta er gamall Hiab vörubílakrani alls ekki gerður fyrir sjó en samt er búið að endurbyggjann svona svipað og að spara aurinn og henda krónunni.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Vinna Polarfangst 2014 010
 
 
Snurvoðin tekin um borð, skipti um poka setti þorskpoka undir .
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Vinna Polarfangst 2014 011
 
 
Hér sjáum við yfir Snurvoðakassann.
Ekki mikið plássið og það þarf að passa sig að detta hreinlega ekki í sjóinn. Svo eru spilin undir kassanum þar erum við 40 mm 250 kg tóg.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Á miðvikudaginn duttum við í lukkupottinn hérna um borð þegar Finn Arne kom siglandi til okkar með nýveiddann þorsk, hrogn og lifur og svo krabbaklær í eftirrétt.
Vinna Polarfangst 2014 004
 
 
Kallinn rær með 6 net.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Vinna Polarfangst 2014 006

 

 Þetta er fullvinnsluskip þ.e.a.s við fengum fiskinn flakaðann beinhreinsaðann sem sagt tilbúinn í pottinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinna Polarfangst 2014 009

 

 

 

Þetta er 25 feta Viksund með 40 ha Yanmar 3 cyl.

Þarna leggja þeir í hann aftur félagarnir því Finn hafði háseta með sér þennan daginn.

 

 

 

 

 

 

Siðan kvaddi dagurinn okkur með þessu flotta sólarlagi.

Vinna Polarfangst 2014 023

 


Polarhav farinn


Já polarhav fór í dag áleiðis til veiða, en hann er búinn að vera bundinn við bryggju í þrjár vikur. Og nú er stefnan sett suður að reyna fiska ufsa á Sklinnabanken eða Haltenbanken. 
 
Polarhav kveður 017
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Svo það fækkaði aðeins í flotanum. Og nú er undirritaður kominn um borð í Polarfangst og nú er planið að fara á veiðar á honum með snurvoð. Fyrst þarf að laga hann aðeins til. Holmvaag er klár til að sigla upp í Röst og vonandi koma strákarnir af honum fljótlega út þá getur hann sigld.
 
Polarhav kveður 008
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Polarfangst á Atla og fleira 022
 
 
Hér sjáum við gamla mynd af Polarfangst. 

Fyrsta færsla í Febrúar


Ég er búinn að sjá það í gegnum minn tíma hérna í Norge að norðmenn ganga ekki með klukku heldur eru þeir með dagatal á hendinni, útgerðarmaðurinn minn er reyndar með mánaðartal á hendinni þ.e.a.s einn mánuður hjá honum er eins og klukkutími hjá okkur hinum.
Feb1 2014 002
 
 
 
Flotinn ósigrandi er ennþá í höfn og hefur bæst einn bátur í flotann en það er Polarfangst sem er kominn úr slipp eftir að hafa verið þar í nokkra mánuði, svo nú eru 5 bátar á vegum útgerðarinnar bundir við bryggju hérna í Örnes reyndar eru þeir sex ef við teljum Turbo með hann fer nú samt ekkert á veiðar í bráð þar sem það vantar í hann aðalvélina svo við teljum hann ekkert með.
 
 
 
 
 
 
 
 
Feb1 2014 008
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í gær fórum við með Stromoygutt af því að Polarfangst var væntanlegur svo við færðum Stromoygutt utan á Oyfisk er það eina sjóferðin sem undirritaður hefur farið í síðan hann kom hér.
Feb1 2014 012
 
 
Hérna erum við lagðir af stað með Stromougutt og hér sjáum við Holmvag og Polarhav liggja og bíða eftir fyrirmælum frá bossinum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Feb1 2014 015
 
 Og hér erum við komnir að Öyfisk og þar er nú kominn bátur utan á ekki þó í eigu kallsins heldur í eigu Finn Arne.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Þann bát fékk hann gefins og ætlar að breyta honum í lystbat.
Feb1 2014 017
 
 Hérna sjáum við bátinn hans Finn m/S Borghild smíður 1934 lengdur í kringum 1960 og svo kemur rúsínan í pylsuendanum alveg eins vél og í Andra BA. Volvo Penta.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í dag var klárað steina niður í Holmvaag svo nú er hann klár til sigla var steinað niður eitthvað rétt um 80 net.
 
Feb1 2014 021
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Hér sjáum við svo Holmvag sigla út í nóttina eða kvöldið að fara smá prufusiglingu.
Feb1 2014 027
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Feb1 2014 028
 
 
 
 
 
 
 

Lítið að frétta.

En samt nóg að gera. Nú er Polarhav nánast orðinn klár til að sigla en vantar leyfið til að sigla en útgerðarmaðurinn stendur í einhverju braski, flytja til kvóta og það virðist nú ganga eitthvað hægt því strákarnir eru búnir að bíða síðan 9. janúar. Og orðnir ansi pirraðir 

Holmvaag er einnig að verða klár. Svo hann getur farið af stað til veiða, stefnir allt í að hann verði mannaður eingöngu íslendingum þessa vertíðina.

Svo er það verkefnið endalausa "Öyfisk" en það virðist ætla að verða eílífðarverkefni en eíns og ég sagði í gær við Finn Arne vin minn þegar hann spurði hvenær Öyfisk færi slipp þá svaraði ég við færum annað hvort í Sandnessjoen eða eitthvert annað en hvort það verði á þessu ári eða því næsta það væri ekki alveg komið á hreint.Cool.

Sólsetur Jan 2014 003

  

Örnes í gær.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sólsetur Jan 2014 001

 

Örnes að vakna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Noregur jan 2014 003

 

 

Hér sjáum við Hurtigrutaskipið höfum bara nafnið á íslensku " Vesturállinn " að koma að sunnan til Örnes.

 

 

 

 

 

 

 

 

januar 26 2014 005

 

Þessi er tekin frá höfninni í Örnes. 


Noregur Noregur

Eða á maður að segja Ísland því við erum orðnir svo margir hérna íslendingarnir að, innbyggjarnir eru bara farnir að tala um íslensku innrásina. En nú eru sjö stykki hér um borð í Polarhav. Annars er lítið að frétta nema nú starfa ég sem hálfgerður útgerðarstjóri að koma flotanum ósigrandi af stað. 

 

Veðrið hefur leikið við okkar alltaf logn en smá galli við höfum nokkuð mikið frost. 

Planið er að koma Öyfisk í slipp, Holmvaag um í Röst og Polarfangst og Polarhav í Lofoten síðan mun Polar Atlantic að fara í offshore í feb má segja að það sé of mikið að gera.

ýmsar myndir víða 080

 

Það getur verið fallegt í Örnes.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú má segja að maður sér orðinn formlega norskur útgerðarmaður kominn með leyfi fyrir trillu.

ýmsar myndir víða 041

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo í lokin ætla ég að setja myndir inn af spilinu af Strömoygutt N-87-ME, þetta er fyrir Gylfa vin minn í Vélsmiðjunni Loga á Patreksfirði af því við um tekið nokkur spjöllin um þetta spil.

ýmsar myndir víða 086

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ýmsar myndir víða 087

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ýmsar myndir víða 088

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo alveg í lokin mynd af gamla Öyfisk.

ýmsar myndir víða 082

 


Með hækkandi sól.


Með hækkandi sól fara menn að fullum þunga að sansa til strandveiðiflotann. En nú er bara rétt rúmlega 111 dagar þangað til strandveiðar meiga hefjast (nema auðvita að sjávarútvegsráðherrann breyti eitthvað til sem hann væri alveg vís til gera) og að sjálfsögðu er það enginn undantekning hér á Bíldudal þar eru menn komnir á fullt að dytta að bátunum sumir skipta um vélar aðrir fara í stór klössun eins og lengingu og fleira.
P1100043
 
 
Í þessu iðnaðarhúsi á Bíldudal má segja sé komin ákveðið hefð á að sansa báta strandveiðimanna. Hér sést Kári BA sem hefur verið í vélarskiptum og svo sjáum við glitta í Dynjanda BA sem er þarna fyrir innan.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
P1100042
 
 
Dynjandi BA nánast tilbúinn fyrir næsta úthald í Maí bara smá dytt hér og þar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
P1100044
 
 
Og hér má sjá Hlyn Björnsson álsuðumann lagfæra rekkverk á Dynjanda BA kannski betra vera með sólgleraugu þegar maður skoðar þessa mynd svona til þess að fá ekki " rafsuðublindu "
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já þó Bíldudalur virðist sofa þá er það alveg á hreinu að strandveiðimenn sofa ekki.
 
Varðandi undirritaðann þá er ekki enn komin dagsetning um Noregsferð, sá norski eitthvað óvenjulega rólegur núna. Svo verðum við bara að sjá hvernig þetta þróast.
 
PC090214
 
 Og í lokin af því að Hafró hefur nú ákveðið að rannsaka rækjustofninn í Arnarfirði aftur í Feb. Þá set ég hérna inn mynd sem er úr siglingatölvu Andra BA-101 þar sem kemur fram togslóðir hjá okkur undanfarin ár en ég hef stundað þessar veiðar nú í 6 ár. bláu merkin eru dýpismerking sem skráist sjálfvirkt þegar við erum að toga. En eins og má sjá þarna er ekki margir auðir blettir á Norðurfjörður Arnarfjarðar sést aðeins í auða bletti á Suðurfjörðum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Fyrsta færsla ársins.


Reyndar er þetta önnur færslan á þessu ári, frekar lítið er að frétta undirritaður bíður eftir að fá dagsetningu til að halda í víking " heim til Noregs ". Vonast ég eftir því að fá dagsetningu fyrir lok þessara viku. 
Enginn löndun á bolfiski eða rækju hefur farið um Bíldudalshöfn það sem af er nýju ári, samt hafa fjórir aðkomubátar komið að bryggju. Brimnes BA frá Patreksfirði hefur legið hér tvær nætur fyrr í vikunni og svo kom Hrólfur Einarsson hér inn í dag. Svo kom Fönix BA frá Patreksfirði og Sæli BA frá Tálknafirði inn í kvöld en þessir bátar hafa verið að fiska í Arnarfirði og hefur fiskerí verið gott kemur svo sem ekki á óvart.
 
 
myndir sept til des 2013 226
 
 Hún er falleg ýsan úr Arnarfirði eins.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
myndir sept til des 2013 227
 
 
 Hér sjáum við hluta af áhöfn Andra BA-101 í stuttri skemmtisiglinu nú í vetur í byrjun desember held ég. Þetta var nú skemmtileg ferð þar sem við félagarnir nutum nánast alls þess sem Arnarfjörður hefur upp á bjóða. Aldrei að vita þessi ferð verði einhvern tímann endurtekinn
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
myndir sept til des 2013 228
 
 
 
Stýrimaðurinn á Andra bara nokkuð ánægður. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Óvenju rólegt hefur verið á músaveiðum að undanförnu hjá undirrituðum og tel ég jafnvel að vertíðin sé bara búin eins og með síldina í Breiðafirðinum allavega er fiskiríið núna ekki neitt miðað við fyrr í vetur þegar taka varð úr gildrunum nánast á vöktum. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 136000

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband