Færsluflokkur: Bloggar

Rækjukvótinn búinn.

Arnarfjarðarrækjukvótinn á Andra BA-101 er búinn. Má segja að vertíðin hafi gengið vel fyrir utan smá byrjunarörðugleika sem tafði skipið frá Veiðum. Fyrst má nefna gírinn sem hætti virka svo fór vatnsdæla á aðalvél. þessar bilanir urðu til þess að við vorum tvisvar slefað í land af sama skipinu Ýmir BA og svo að lokum þá var tíðin óvenjuslæm í nóvember. En að öðruleiti gekk vertíðin vel.

 Heildarafli á vertíðinni var rúm 112 tonn sem voru veidd í 37 sjóferðum. Besta ferðin gaf 7,5 tonn og sú lélegasta var 167 kg. Sú sjóferð var reyndar mjög stutt vegna bilunar. Meðalafli í sjóferð var því 3,027 tonn í sjóferð. Lönduðum við hjá Rækjuvinnslunni Kampa hf á Ísafirði gekk það mjög vel að öllu leiti. Tekið var langt jólafrí eða rúmur mánuður hættum við 7. des og hófum róðra aftur 14. janúar. 

 

Nú er búið að taka öll veiðarfæri frá borði og Andri kominn í langlegu, Verður að öllu óbreyttu ekki hreyfður fyrr en á næstu vertíð sem gæti hafist í lok okt á næstkomandi.

IMG_1371

 

Síðasta rækjulöndunin á vertíðinni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1382

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1385

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


100 tonna múrinn rofinn

Já á fimmtudaginn rufu við 100 tonna múrinn á Andra BA-101  eftir frekar rólega byrjun á nýju ári hefur gengið bara ágætlega síðustu daga. Já byrjunin var léleg hjá kallinum og hélt hann á tímabili að hann hefði gert einhvern andskotann í trollinu og var því allt yfirfarið aftur og allt reyndist eðlilegt, á tímabili hafði hásetinn orð á því að hún væri sennilega í skipsrúmi hjá Forrest Gump svo lítið fannst henni ganga. Aðal ástæðan fyrir lélegum aflabrögðum fyrstu þrjá dagana var einfaldlega það enginn rækja var þar sem kallinn ákvað toga. 

En núna er staðan svo að rétt þrjú tonn eru eftir af úthlutuð kvóta í Arnarfjarðarrækju. Og tel ég nánast öruggt að við klárum þetta í næstu viku.

Höfum við verið tveir á miðunum Andri og Egill ÍS því strákarnir á Brynjar hafa ekki róið nema þrjá róðra síðan okkur var leyft að byrja eftir áramót það helgast af veikindum en flensa hefur hrjáð þá. Egill hefur hinsvegar róið alla daga.

 

DSCN3119

 

Lítið að gera hjá hásetnum eftir áramót miðað við í haust og þá er tíminn notaður til að skoða internetið t.d Facebook.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3130

 

Sólin heiðraðri okkur í vikunni og þarna er hún að rísa yfir Hokinsdalinn það var ánægjulegt að fá sólina aftur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3132

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Egill ÍS að taka trollið í vikunni.

DSCN3133

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3137

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3140

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3122

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3127

 

Gíslasker.

Veiðin hefur nú nánst öll verið fyrir utan sker þ.e.a.s rækjan hefur gengið utar sem er auðvita jákvætt minna stím og mikið þægilegra veiðisvæði. 


Enn er jólafrí

Já enn er jólafrí hjá rækjusjómönnum í Arnarfirði, það var á stefnuskrá að aflétta fríinu þann 10 janúar en vegna þess að Rækjuvinnslan Kampi á Ísafirði var ekki tilbúinn til að taka á móti rækjunni var ekkert í stöðunni nema framlengja fríið. Tíminn hefur svo sem verið notaður vel eftir þrettándann veiðarfæri yfirfarið og hefðbundu viðhaldi sinnt. 

Og nú er þetta að verða gott og kallinn farinn að ókyrrast, því frá annari bækistöð er farið að heyrast að sjá norski (þorskurinn) sé farinn að sýna sig og bátar farnir að verða varir og ekki langt að bíða þangað til hann verður kominn og vertíð hefjist í Lofoten. Skreien kommer eins og þeir segja. Blikur er nú samt á lofti varðandi verðlag og annað en það mun ekki breyta göngum þorsksins hann mun koma og það í miklu magni. 

Þegar ég var lítill að alast upp hér á Bíldudal voru bátar alltaf teknir í fjöru til viðhalds svo sem bolskoðun á vorin eða sumrin en ekki var mikið um að bátar færu í fjöru í janúar en það gerðist nú þegar strákarnir á Brynjari BA-128 tóku hann í fjöru til lögbundinnar bolskoðunar.

DSCN3108

 

 Brynjar BA-128 í fjörunni í vikunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3110

 

En má nú segja að veðurfar þegar Brynjar var í fjörunni var ekki janúarlegt frekar að það væri vor í lofti.

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo að lokum ein mynd af Andra BA-101 tilbúinn fyrir seinni hálfleikinn í Arnarfjarðarrækjunni

DSCN3113

 


Jólafrí senn á enda

Jæja nú eru allar hátíðir að baki og ekkert nema bíða eftir páskunum eins og Elías sagði forðum en að sjálfsögðu kemur Þorrablótið á undan hjá okkur fullorðna fólkinu. Byrjað er að útbúa Andra BA-101 fyrir seinni hálfleikinn á Arnarfjarðarrækjunni og vonandi verður hann styttri , laus við allar bilanir og hagstæðara veðurfar.

DSCN3104

 

Trollið var tekið upp á bryggju í gær og lengja og fiskilína mæld upp svo og grandarar einnig gert við gamlar syndir (leisningar og fleira)

 

 

 

 

 

 

 

 

Að öllu óbreyttu verður fyrsti dagur sem haldið verði til veiða á pödduna á því herransári 2013 10. janúar næstkomandi.

DSCN3105

 

Allur snjór sem kyngdi niður á Bíldudal eftir jól er bara farinn og t.d var 7 stiga hiti í gær föstudag þegar verið var að vinna í trollviðgerðum á bryggjunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

Já löngu jólafrí rækjusjómanna lokið eða við það að ljúka, já það er lúxus að vera á Arnarfjarðarrækju unnið í tvo mánuði og þar af annar mánuðurinn í jólafrí.Wink 


Gleðilega hátíð.

Jólafrí er nú hjá undirrituðum frá innfjarðarrækjuveiðum og hef ég sagt það í gríni " Að það væri lúxus að vera á þessari rækju unnið í tvo mánuði og þar af er annar tekinn í jólafrí". Allt á að vera svona nokkurn veginn klárt til að hefja róðra aftur eftir nýtt ár nema svona smá viðgerðir sem hafa verið trassaðar en maður veit aldrei eins og við fengum að kynnast í byrjun vertíðar.

DSCN3078

 

 

 Hér eru tvær misgóðar myndir af Andra BA kominn í hátíðarbúninginn fyrir þessa hátíð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3077

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Má segja að árið hjá undirrituðum hafi verið nokkuð viðburðarríkt. 

Árið byrjaði á því að útbúa Andra BA-101 til innfjarðar og hófust veiðar 9. janúar kvóti var frekar lítil en þrátt fyrir það gengu veiðar vel og vorum við alveg um mánuð  að ná okkar skammti sem var 54 tonn. 

Margt Noregur Island 059

 

Besta halið á vorvertíðinni 2012.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir rækjuveiðar var tekin smá pása og svo var haldið til Noregs og hoppað um borð í Polarhav suður í Álasundi þar sem skipið kom inn til áhafnarskifta ( reyndar var bara skift um skipstjóra) eftir hafa verið við offshore (gæslu, vaktoppdrag) störf í Norðursjónum við Atlasvæðið. Frá Álasundi var haldið norður og var ætlunin að hefja þorskveiðar við Lofoten en á miðri leið og þar sem ufsanet voru um borð ákvað undirritaður að prufa ufsaveiðar á Sklinnabankanum og var tekin einn ufsatúr þar svona til að undirbúa áhöfnina undir þorsktörnina. Eftir ufsann var haldið norður og stefnan tekin á Lofoten og þar lendum við í ævintyralega góðu fiskeri og kláruðum þorskkvótann á sex dögum, stóðu sig vel strákarnir þar.

Lofoten 3 010

 

 

Það var nóg að fiski þarna og burt frá öllu er bara mikil lífsreynsla að taka þátt í svona alvöru vertíð og ímynda ég mér að svona hafi þetta verið heima allavega miðað við sögurnar sem er búið að segja manni bauja við bauju, bátur við bát bara bókstaflega allt fullt af fiski og unnið dag og nótt í fiskverkununum.

 

 

 

 

 

Eftir stutta og góða vertíð var Polarhav sent aftur suður í Norðursjó og fylgdi ég með þar vorum við við störf í rúman mánuð og fórum svo til Alasunds og tekið var sumarfrí. Og ég kom heim á klakann en stoppaði ekki lengi því eftir rúmar þrjár vikur heima fór ég aftur og aftur í Norðursjóinn með Polarhav í stuttann túr eftir þann túr kom ég heim og náði í fjölskylduna og við fórum öll til Noregs þar sem ég byrjaði að standsetja Öyfisk (gæluverkefni mitt og útgerðarmannsins.)

DSCN2800

 

Öyfisk.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Komið var til Íslands eftir verslunarhelgi og þá var ákveðið að prufa snurvoð á Andra BA gengu veiðarnar vel en afkoman var ekki góð eftir að búið var að borga leigu fyrir aflaheimildir, svo nú tel ég það fullreynt að gera út á leigukvóta og ætla að reyna komast hjá því framvegis  að gera út eða vera á bát sem gerður er út á leigukvóta. Mjög beisk lífsreynsla og hálfgert óbragð enn í munninum eftir að hafa tekið þátt í svoleiðis alltof lengi.

Aftur var það Noregur og en var það gæluverkefnið og tók ég nú með mér Hlyn Björnson og lendum við í mörgum ævintýrum sátum fastir um í slipp lengi vel og áður en við náðum að klára verkefnið vorum við kallaðir heima Arnarfjarðarrækjan að byrja og þá kasta menn öllu frá sér að sjálfsögðu.

Svo árið kláraðist eins og það byrjaði á Arnarfjarðarrækjunni rauðagullinu eins og hún var lengi kölluð. En nú er víst að byrja nýtt ævintýri í Arnarfirði og er reyndar byrjað það er nefnilega laxinn...... Vonandi verður jafn mikilvægt fyrir byggðalagið og þegar rauðagullið fannst og upp úr því var Matvælaiðjan stofnuð sem var bara auðvita stóriðja á landsvísu á þeim tíma. En ég hugsa að undirritaður sleppi laxaævintýrinu þar sem hugurinn leitar annað. 

 


Ætli neistinn sé farinn

Rólegt hefur það verið á Andra BA-101 í þessari viku ætli kallinn sé búinn að missa neistann?, en höfum við varla komist yfir 2 tonn í róðri þannig að ég held að vikuskammturinn hafi bara verið rétt rúm 11 tonn, og svo kórónaði kallinn þetta með því að taka undirbyrðið úr á fimmtudaginn og var því bætning langt fram á nótt. Svo í gær var rifið í öðru hali og misstum við því dýrmætan birtutíma í bætingu, en svona getur þetta verið þetta er ekki eintóm hamingja að vera rækjusjómaður.

 

Ýmir BA-32 er búinn með sinn kvóta og erum þá við Brynjar eftir frá Bíldudal og svo Egill ÍS frá Þingeyri. Jólafrí er framundan ætlunin var að róa á mánudaginn en eftir erfiða og svekkjandi viku gæti alveg farið svo að eina sem gert verður á mánudaginn sé að setja upp jólaseríuna.

 

rækja og fleira 2012 093

 

Egill ÍS að taka trollið í vikunni sýnist vera dálítið af L.Í.Ú fiski.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

rækja og fleira 2012 094

 

Verið að losa frá pokanum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

rækja og fleira 2012 107

 

Kallarnir á Brynjar( eða strákarnir á Brynjar hljómar betur) að taka trollið inn á Geirþjófsfirði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

rækja og fleira 2012 103

 

Síðasti dagurinn hjá Ýmir BA á þessari vertíð og þeir sennilega búnir að setja upp jólahúfuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

rækja og fleira 2012 101

 

Hér má sjá kallinn í stöðinni eða símanum hvað annað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo að lokum ein mynd af þessum elskulegum fiskum sem hafa verið að koma alveg óbeðnir í veiðarfærið til að veita áhafnarmeðlimum mikla gleði.

rækja og fleira 2012 102

 

LÍÚ fiskar. 


Rækju og aftur rækja.

Það hefur verið langt á milli blogskirfa hjá undirrituðum undanfarið, en rækjuveiðar héldu áfram og má segja að veður hafi leikið við okkur og höfum við farið 8. róðra í röð núna í logni og blíðu eins og oftast er á Arnarfirði en brælurnar sem voru búnar að vera voru ekki venjulegt fyrir Arnarfjörð. Heldur hefur dregið úr veiðinni og kannski komið venjulegt ástand og dagur er líka orðinn stuttur. Við á Andra erum búin að rjúfa 70 tonna múrinn þrátt fyrir mikla ótíð framan að og billrí en bæði er gír búinn að bila svo fór vatnsdæla við aðalvél en það eru nú bara hlutir sem fylgja. Ýmir og Brynjar eru báðir einnig komnir yfir 70 tonn og eru því búið að landa yfir 210 tonn af rækju af þremur bátum á rétt rúmlega mánuði hugsa það sé met í Arnarfirði en samt ekki viss.

Nú ætlum við á Andra að taka helgarfrí og verður því ekki róið aftur fyrr en á mánudag.

 

DSCN3018

 

Brynjar BA á toginu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3024

 

 

Hásetinn hafði nóg að gera í vikunni þó veiði væri minni því L.Í.Ú fiskurinn ( Loðna) var að þvælast fyrir okkur nánast alla vikuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3025

 

 

En þarna má sjá glitta í L.Í.Ú fiskinn en þetta hal var bara nokkuð hreint. Loðnuborið segja þeir vönu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3028

 

 

En svona má segja að veður hafi verið alla vikuna bara blíða en hér sjáum við inn að Mjólkárvirkjun innst í Borgarfirði.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3039

 

Ýmismenn eða Ýmisbræður að hífa inn á Geirþjófsfirði. Hlynur framá og Sindri í hurðinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3034

 

Já dagurinn orðinn stuttur en þarna erum við á Andra og Brynjar ný byrjaðir að toga á þriðjudagsmorgun og ég held að kl rúmlega níu og ekkert farið að birta.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN3019

 

Kallinn sjálfur Skipstjórinn með allt undir control.  


Rækjuveiðar halda áfram


Rækjuveiðar héldu áfram í vikunni og nú réru 4. bátar og er óhætt að segja að veiði hafi verið mjög góð. Hugsa ég að komið hafi á land á Bíldudal í vikunni um 50 tonn af þeim þremur bátum sem landa þar en Egill ÍS landar á Þingeyri. 
 
DSCN2984
 
Góður afli inn á Geirþjófssfirði síðastliðinn Sunnudag. En fengum eitt gott hal þar svo ekki söguna meir.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2992
 
 
Trollið látið fara á sunnudaginn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN3009
 
 
Egill ÍS-77 að taka trollið inn á Dynjandisvogi á miðvikudaginn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN3012
 
 
Brynjar BA að snúa inn á Dynjandisvog á Miðvikudaginn
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN3013
 
 
Hart í bak heitir þessi.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN3015
 
 
Góð veiði var í gær fullur kassi nánast allann daginn og þegar lagt var á stað í land fylltist kassinn + pokinn.  Vorum að draga grunnt við Urðarhlíðina alveg upp á 20 fm (fórum reyndar upp á 14 á tímabili :)  ) 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo eftir brösuga byrjun bæði stirðleiki í skipstjóra og vélabúnaði Andra BA-101 er farið að ganga ágætlega. 

Komið í lag.


Já það er komið í lag (vonandi) og við erum byrjaðir (byrjuð) aftur að reyna við Arnarfjarðarrækjuna og erum búin að fara í tvær veiðiferðir og einn prufutúr í þessari viku og hefur bara verið fín veiði. Held að bara aldrei hafi verið svona góð byrjun á rækjuvertíð allavega í seinni tíð. Má segja að það hafi verið svona ca 2  tonn á togtímann að rækjunni þessa byrjun. Held að við á Andra BA erum búnir (búin) að fara fjórar ferðir og erum við búin ( búnir ) að fiska 25 tonn. Er búið að fiska 96 tonn af rækju í 17 veiðiferðum eða 5,6 tonn í veiðiferð og skiptist þetta á 3 báta.
       Tíðarfarið hefur verið mjög erfitt svo ekki hefur verið róið stíft. Svo hafa verið bilanir þannig að t.d við á Andra rérum ekkert í heila viku.
 
 
Rækjuveiðar hófust í Arnarfirði að ég held, 1937 eða 1938 og voru það bátar frá Ísafirði sem hófu þær sem sagt bátar með ÍS skráningu, en eftir 1939 held ég að enginn bátur með ÍS skráningu hafi verið við veiðar í Arnarfirði þangað til í gær þegar Egill ÍS-77 hóf þar veiðar. Í marga áratugi voru bátum sem ekki voru með heimilsfesti þ.e.a.s eigandi með heimilisfesti á Bíldudal og bátar skráðir þar óheimilt að veiða Arnarfjarðarrækju. Arnarfjarðarrækja var sérleyfi bundið við ákveðið byggðalag. því var hins vegar breytt í fyrra af sjávarútvegsráðuneytinu þannig að nú má segja að Arnarfjarðarrækja sé ekki lengur sérleyfi bundið við Bíldudal. Sú samfélagslega þýðing sem þessi auðlind var fyrir okkur Bílddælinga er því að mestu horfin en hér áður fyrr var rækjuveiðar og rækjuvinnsla okkar stóriðja en svona breytast tímarnir, hvort það sé til góðs eða ills verða einhverjir aðrir að dæma. Því má varpa þeirri spurningu upp hvort það sé kanski bara sanngjarnt að borgað sé auðlindagjald af þessari auðlind til samfélagsins sem skóp þessa auðlind ?  
 
DSCN2965
 
 Nýi rækjubáturinn í Arnarfirði Egill ÍS 77 að taka trollið innanlega á Urðarhlíðinni.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2973
 
 
Egill BA-77.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ýmisbræður að taka trollið inn á Dynjandsvogi í gær.
DSCN2980
 
Urðarhlíð blasir við
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Fossinn Dynjandi kominn í vetrarskrúða.
 
DSCN2982
 

Stutt gaman.


Já það varð stutt gaman hjá Andramönnum á rækjunni, því gírinn bilaði hjá okkur á mánudaginn. Og vorum við dregnir í land. Kom Hlynur Björnson á Ýmir BA-32 og náði í okkur.Búið er að rífa og finna það sem bilaði með dyggri aðstoð Logamanna ( Vélsmiðjunnar Loga hf). þeir klikka ekki frekar en fyrridaginn.  Og nú er verið að bíða eftir varahlutum erlendis frá og ef allt gengur upp verða þeir komnir í hús á mánudaginn og hægt að setja saman og vonandi hægt að hefja róðra á nýjan leik. Má segja að það hafi verið lán í óláninu að það var alveg renniblíða þegar þetta gerðist en ekki Norðan stormur og leiðindi.
 
DSCN2955
 
Veður á síðasta mánudag gátum ekki fengið betra veður til að lenda í bilerí eins og þessu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2956
 
Ýmir kominn með Andra í Bíldudalshöfn á síðasta mánudag.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þannig má segja síðasta vika var bara niður í vélarrúmi á Andra BA-101. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 136001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband