Færsluflokkur: Bloggar

Noregur kvaddur og nýtt ævintýri hefst.


Noregur var kvaddur á síðasta Sunnudag.
 
Myndir víða Noregur Ísland 2012 689
 
Síðasti morgunverðurinn hjá okkur félögunum áður haldið var til Bodö á sunnudaginn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Keyrt var svo beint frá Keflavík via Grindavík en þar var græna þruman hans Hlyns fyllt af veiðarfærum til Bíldudals og svo á mánudagsmorgun var byrjað að útbúa Andra BA-101 til innanfjarðarrækjuveiða í Arnarfirði.
 
Var allt klárt til að halda á veiða á Þriðjudag en þá átti eftir að semja um sölu á pöddunni fengum við tvö tilboð frá Fisk Seafood í Grundarfirði og svo frá Kampa á Ísafirði eftir nokkra umhugsun var svo ákveðið að ganga að tilboði Kampa og var það klárt á miðvikudagskvöld. Á fimmtudagsmorgun var svo haldið á miðin og er óhætt að segja að veiðar hafi gengið vel, svo vel að veiðin varð meiri heldur en mannskapurinn á bátunum hafði við hefði verið gott að vera með fleiri í áhöfn þennan dag. Hjá okkur á Andra BA-101 lágu 7,5 tonn, Ýmir BA-32 með 8 tonn og Brynjar 5,7.  Á föstudaginn voru svo farið aftur og var svipuð veiði.
 
Á milli Ísafjarðar og Bílduals eru rétt rúmir 150 km en vegna þess að Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru það mikill farartálmi að ( það er 2012) Fara þarf allaleið suður á Arnkötludal og keyra svo djúpið 900 km fram og til baka. Hugsa að fyrir 40 árum hefði verið jafnvel auðveldara að koma rækju á milli þessara staða en þá voru strandflutingar. Umhugsunarvert .
 
Myndir víða Noregur Ísland 2012 702
 
Nóg að rækju
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndir víða Noregur Ísland 2012 719
 
Lestin full og kassinn nánast fullur þegar í land var komið, en þá tók við vinna að koma rækjunni í kör og svo átti eftir að ísa hana og var þeirri vinnu ekki lokið fyrr en rétt fyrir eitt aðfaranótt föstudags og svo var bara upp aftur klukkan 0600 svona á þetta að vera.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndir víða Noregur Ísland 2012 710
 
 
Nóg eftir hérna
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  

Oyfisk er flotinn.


Já í gær gerðist það að Oyfisk komast á flot eftir langa bið. Það voru 10 dagar í gær síðan teinarnir brotnuðu og báturinn sat fastur kominn hálfa leið niður. Í gær var stærsti straumur og aðstæður hinar bestu. Og í gær var búið að byggja undir loftpúðann sem notaður var til að reyna koma brotnu teinunum saman. 
 
DSCN2880
 
 
Svona leit þetta út í gær á flóðinu, vantaði töluvert að báturinn myndi fljóta.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2881
 
Séð aftur með honum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þar sem slipparanir voru hræddir um að ef þeir næðu ekki sleðanum almennilega á stað myndi báturinn ekki fljóta. Þeir þorðu ekki að hífa bátinn mikið upp því þeir voru hræddir um að brjóta meira þ.e.a.s teinana fyrir ofan einnig. Því fengu þeir bát til að koma og toga í sleðann um leið og þeir myndu slaka honum niður
 
DSCN2883
 
Þá koma John Ivar til sögunar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2893
 
 
Verið að setja taug úr vagninum yfir í John Ivar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2896
 Spilvélin komin í gang og allt að gerast.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2895
 
John Ivar tilbúinn til að hjálpa til og toga og svo eftir nokkrar tilraunir rann sleðinn á stað á fullir ferð og Oyfisk flaut upp úr honum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2898
 
Oyfisk flotinn. mikill léttir bæði hjá síðuritara og að sjálfsögðu eigendum slippsins.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þá var stefnan bara sett í heimahöfn og þar er báturinn nú loksins tilbúinn til að hefja næsta skerf í áttina að fiskveiðum. 

Mánudagur og nálægt stórstreymi.


Í morgun komu slipparanir með lausn sem átti að virka og báturinn átti að fara niður og fljóta.
Planið var loftpúði sem hafði lyftugetu upp á 70 tonn og 8. bara þrýsting.
 
DSCN2864
 
Svona lítur hann út. Á fjörunni í dag var þessum púða komið fyrir undir teininn sem var brotinn og var hugsunin að að teininn myndi lyftast upp og þá gæti báturinn runnið áfram niður.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2863
 
Og svo var undirbúningsvinnan á fjörunni  kafari gróf frá teininum og kom fyrir púðanum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo á flóðinu kl 1330 í dag var allt klárt og menn mjög spenntir og byrjað var að blása lofti í púðann 
DSCN2868
 
Byrjað að plása í púðann og menn ógurlega spenntir.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2867
 
Daníel að fylgjast með myndarvél, en ekki gekk þetta alveg púðinn var ekki alveg á réttum stað og því kom skekkja. Því ákvað hann að skella sér í kafarabúning og skoða aðstæður.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2874
 
 
 Kallinn kominn í búninginn til að skoða aðstæður. Þá kom í ljós að teinarnir lyftust ekki nóg því púðinn lyfti undir svo lítinn flöt. Svo á morgun á fjörunni á að endurbæta þetta þannig að járnplötu verði komið undir teininn þannig að púðinn pressar  á stærri flöt.
 Svo við verðum að vona að þetta takist á morgun . Því eftir miðvikudaginn fer straumur að minnka.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En veður var gott í dag.
DSCN2871
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Annars er það bara hjemreise á sunnudaginn til að fara veiða innfjarðarrækju í Arnarfirði. Svo Oyfisk verkefnið verður aðeins, en vonandi verður hann klár svo hægt sé að byrja róðra fyrir áramót og ná kvótanum. En það jákvæða er að það kemur nýr kvóti á nýju ári og það miklu stærri.LoL 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Oyfisk á sama stað.

Já nú er vikan liðin kominn föstudagur og Oyfisk hálfur í brautinni eins og var í vikunni. 

DSCN2806

 

En það er stækkandi straumur svo í næstu viku er stærsti straumur og þá vonast menn til þess að báturinn náist út. Ef ekki veit bara hvað skal gera. brautin er í sundur. Verður stærri straumur í lok mánaðarins eða hvort það verði að fá kranabát eða bara reyna toga bátinn á flot. kemur allt ljós kannski flýtur hann bara í nætu viku.

 

 

 

 

 

 

Við höfum unnið um borð eins og venjulega en núna eru nánst allt búið sem hægt er að eiga við þar sem báturinn stendur nú.

í gær var Hlynur Björnson að kenna norðmönnunum að sjóða ál saman.

DSCN2809

 

Svo þetta var norrænn samvinna í gær.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2811

 

Sko þetta gengur bara vel.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til þess að komast frá Oyfisk að fastalandinu verðum við að nota jullu. Fyrsta jullan var ekki upp á marga fiska og einnig var hún míglek svo hún var bara næstum sokkin þegar hún flutti okkur milli skips og lands, en við sóttum okkur aðra mun stærri og betri sem hentar betur við þessa vinnu svo nú gengur þetta vel.

DSC02512

 

En hér sjáum við julluna sem var notuð fyrsta daginn sem við vorum í þessum óheppilegu aðstæðum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSC02511

 

Svona leit þetta út þegar ég var kominn um borð ekki mikið auka pláss.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSC02508

 

En allt fór þetta vel en þarna er ég að útbúa taug milli báts og lands svo hægt sé að sigla á auðveldann hátt milli.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2816

 

En svona er svo jullan sem við erum að nota í dag dálítill munur og ber okkur báða og meira til

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo koma nokkrar myndir að lokum frá síðasta mánudag í sjálfri sjósetningunni sem fór eins og fór.

 

DSC02485

 

Rétt byrjað að slaka okkur niður allt ok

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En svo heyrðist búmm og allt stoppaði.

DSC02488

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allt stopp svo það var ekkert nema koma sér frá borði

DSC02491

 

 

Jullan á leiðinni til okkar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En að allt öðru þorskkvótinn í Barentshafinu verður yfir 1.000.000 tonn á næsta ári svo allar líkur er á því að það meigi veiða og veiða á næsta ári svo eins gott að Oyfisk verði kominn úr slippnum.

 


Úps


Eftir að hafa málað á helginni til að hægt væri að taka bátinn niður í gær (mánudag) úr slipnum í Reipa hjá honum Daniel og co. Var byrjað slaka honum niður á flóðinu í gærkveldi. En þegar búið var að slaka ca 20 m heyrðist eitthvað og vagninn snarstoppaði og Oyfisk vildi ekki meir. Varð uppi mikið stress og fát en svo róuði menn sig og var ákveðið að bíða til morguns og vorum við beðnir að mæta kl 0700 í morgun. Þá voru menn orðnir alveg pollrólegir. Og voru miklar pælingar í gangi töldu menn að líklegast að hjól undir vagninum hafi brotnað eða vagninn hafi farið útaf spori og þá erum við í vondum málum.
 
 
DSCN2798
 
Svona stóð báturinn í morgun Þarna er byrjað að fjara út..
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2804
 
Séð aftan á hann í morgun ca kl 0800 en þá var kannski búið að fjara út í klukkutíma.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2801
 
Á dálítið eftir til að það flæði undir hann.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2800
 
 
Svona stendur hann í dag en vonandi verður eitthvað hægt að gera á flóðinu í kvöld þannig að við fáum bát niður eða allavega upp.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Annars er Dröfn RE búin að rannsaka Arnarfjarðarrækjuna svo kannski í næstu viku fáum við vita hvað við fáum að veiða mikið hugsa það verði ekki mikið meira en í fyrra. 

Málað og málað.

Já helgin hefur verið notuð til að botnmála Oyfisk. Fengum við Málinguna með Kong Harald ( skipinu Kong Harald ekki honum sjálfum ) snemma í gærmorgun. Svo við vorum mættir um kl 0700 niður á kaja til að ná í málinguna sem við vorum búnir að bíða eftir síðan á miðvikudag.

DSCN2757

 

Kong Harald við bryggju snemma í gærmorgun á suðurleið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En norðmenn kippa sér ekkert upp þó bíða þurfi eftir hlutunum. Þannig að eftir að búið vara að ná í málinguna var auðvita ekkert um að ræða en að byrja að mála þrátt fyrir rigingarsudda. Máluðum við allt sem var þurrt og kláruðum svo í sólinni í dag.

DSCN2762

 

 

 

 Og hér er síðuritari sjálfur með málingarúlluna á lofti í dag alveg 100 gert eins og myndin sýnir.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2766

 

 Og hér er fiskurinn þ.e.a.s Oyfisk tilbúinn til sjósetingar botnmálingu lokið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það var fallegt veður í dag og við tókum smá bíltúr eftir að málingavinnu lauk. Og í þeirri ferð rakst ég á þetta bryggjuhús það er staðsett í Sund fyrir utan Inndyr í Gildeskal sveitafélaginu.

 

DSCN2775

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eyjan Bolga skartaði sýnu fegursta í sólinni í dag.

DSCN2790

 

Báturinn sem sést þarna á myndinni er á síldveiðum á sundinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo að lokum mynd sem er tekin rétt áðan út af svölunum algjört Arnarfjarðarveður, held bara þetta sé Arnarfjörður Noregs.

DSCN2791

 

 

 


Oyfisk.


Hann Oyfisk var smíðaður á Skagaströnd / Frakklandi árið 1988 og svo lengdur og yfirbyggður árið 1996. Og er hann úr trefjaplasti tvöfaldur byrðingur með einangrun á milli. Hann er 23 metra langur.
DSCN2714
 
 
Samkvæmt norsku fiskistofu er kvóti Oyfisk í ár: 29,91 tonn af þorski, 23,4 tonn af ufsa og 23 tonn af ýsu. Þetta er ekki mjög stór kvóti en þar sem hvorki ýsukvóti eða ufsakvóti hafa náðst í nokkur ár er frítt fiskeri á þeim tegundum þ.e.a.s í raun enginn kvóti. Svo auðvita er enginn kvóti á löngu,keilu og skötuseli á þessum bát mátt fiska eins og þú vilt. Svo hefur þessi bátur einnig bifangst ordering eða hann má fiska 30% af þorski sem meðafli með t.d ýsu eða ufsa. Þannig ef við myndum veiða 100 tonn af ýsu mættum við hafa 30 tonn af þorski með sem meðafli. Meðaflinn er gerður upp vikulega þ.e.a.s ef þú færð stórann þorskróður á mánudegi hefur þú alla vikuna til að reyna við aðrar tegundir, eða á föstudegi áttu til góða þorsk getur þú reynd meira við þorskinn.
 
Á næsta ári verður meirikvóti á bátnum eða ca 150 tonn af þorski og sama með aðrar tegundir allt utan kvóta. 
 
Svo þetta er nokkuð spennandi fyrir kall eins og mig að fá að fiska og taka þátt í að gera þennan bát út, og þá sérstaklega þegar heima virðist vera nokkuð erfitt að byrja kaupa sér kvóta eða hvað. Ég orðinn næstum fertugur (getur það verið) búinn að vera á sjó yfir tuttugu ár og ætli ekki rúmlega helmingur af þeim árum hef ég þurft að borga auðlindagjald þ.e.a.s kvótaleiga dreginn frá raunvirði aflans oft meira en 70 % aflaverðmætinu, og oft kom það fyrir að kvótaleigan var meiri en innkoman. Og er það en þá í dag að maður dregur alltaf kvótaleiguna frá í huganum t.d fiskverði sem maður sér á fiskmarkaði í blöðum eða á netinu og svo ef ekki stendur eftir allavega 70 til 80 krónur eftir þegar búið er að draga leiguna frá þá hugsar maður ekki gott verð á markaðinum í dag.Wink
 

Lítill tímik til að skrifa nefnilega nóg að gera.

Já það hefur verið nóg að gera síðan ég kom til Noregs, Báturinn upp í slipp og hefur verið unnið í honum langt fram á kvöld við ýmislegt. Það er nú farið að sjá fyrir endann á þessu og nú er eingöngu beðið eftir botnmálingu svo hægt verði að slaka honum niður í sjóinn aftur. En þá tekur við að gera bátinn klárann til línuveiða.

 

DSCN2714

 

Hér svo kappinn sjálfur Öyfisk upp í slipnum í Reipa. Þessi mynd er tekin fyrir tæpri viku síðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2725

 

Og svona var hann í gær en við höfum verið að bíða eftir botnmálingu síðan á þriðjudag og höfum fengið það nú staðfest frá útgerðarmanninum að hún mun koma með hurtigruta á Laugardaginn.

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2726

 

Polarhav við bryggju í morgun, en Polarhav er búin að vera í allt sumar í verkefnum tengd olíubransanum verið að vinna fyrir Total í Noregi. Og hefur haft bækistöð í Alasundi. En nú er verið að útbúa hafið á net og verður stefnan sett á Barentshafið í næsta mánuði.

 

 

 

 

 

 

DSCN2724

 

Og hér sjáum við vélstjórann vera reyna klöngrast um borð í Öyfisk en þetta er íslendingurinn Hlynur Björnson frá Bíldudal en var hann tekinn með til Noregs í þetta sinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

Látum þetta vera gott að sinni 


Mjög langt á milli skrifa.


Já frekar langt á milli skrifa hjá undirrituðum. Kannski vegna þess að mikið hafi verið að geraWoundering. Rólegt hefur verið  undanfarið. Ég hef reyndar verið að gera Andra BA-101 klárann fyrir vetrarvertíð á Arnarfjarðarrækju (ef hún verður leyfð). 
 
Átti reyndar að fara í verkefni við noregsstrendur í byrjun sept en það frestaðist fyrst til 17. sept og svo var það blásið af. Samt stendur nú til að fara fljótlega til Noregs en þá að veiða fisk.
 
En í morgun var allt að gerast í Bíldudalshöfn.
 
Nýjasti Bílddælingurinn var í höfninni Grímsnes BA-555. en sá bátur hefur reyndar ekki verið algengur í höfninni hérna  en í morgun var hann allavega í höfninni en er hann að fara að róa á línu fyrir Arnfirðing ehf ekki veit ég hvort hann var að landa eða ekki, hífði hann allavega bala  í land og tók svo beita bala. Svo var haldið út aftur.
 
IMG_5979
 
 
 Og hér sjáum við nýjasta í flotanum Grímsnes BA-555 baka frá sennilega að fara í róður. Á vef fiskistofu er þessi með þorskkvóta upp á 42 tonn eða 0,026447% af heildarmagni af þorski. Þannig að kvótastaða Bíldudals hefur aukist allverulega úr engu í 42 tonn. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5988
 
 
 
 Komnir á fulla ferð út fjörðinn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Lómur var við hafskipabryggjur Bíldudalshöfn. Og var hann að skipa upp laxafóðri fyrir Fjarðalax, svo tekur hann sennilega afurðir úr kalkþörungarverksmiðjunni með sér á markað erlendis.
  
 
IMG_5990
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5991
 
 
Lómur við hafskipabryggjuna.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5983
 
 
Bíldudalshöfn í morgun nóg um að vera.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5985
 
 
Vegna aukina umsvifa í Bíldudalshöfn er yfirhafnarvörður búinn að hrókera í höfninni. Og hér sjáum við Tungufell laxaslátrunarskip Fjarðarlax kominn í krókinn í staðinn fyrir Andra BA-101.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5984
 
 
Hér sjáum við Andra BA-101 kominn á trébryggjuna sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar reddaði okkur Bílddælingum þegar við misstum nánast allann okkar botnfiskkvóta í kringum 1991-92, þá varð sú bryggjusmíði mótvægisaðgerð vegna þess.  

Haustið að koma ?.


Allavega telja strandveiðimenn það ( voru kallaðir trillukallar í gamla daga.) En nú á stuttum tíma hefur fækkað um 3 báta í höfninni á Bíldudal. Fyrir nokkrum dögum reið Sigurður Brynjólfsson á vaðið og tók upp Sölva BA. 
 
Myndir úr canon Noregur og fleira 602
 
Sölvi BA.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo í gærkveldi tóku þeir sig til Jón "Póstur " Halldórsson og Hlynur Vigfús Björnsson og tóku upp sína báta var þetta samvinnuverkefni þeirra félaga frá A til Ö. Kaupfélagsandinn var bara í loftinu í gær.
 
Myndir úr canon Noregur og fleira 610
 
Hlynur að sækja vagninn fyrir Kára BA.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á meðan gerðu þeir bræður Jón Póstur og Sigurbjörn Halldórsson sem var upptökustjóri í gærkveldi vagninn undir Önnu BA tilbúinn.
Myndir úr canon Noregur og fleira 612
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og hér erum þeir Hlynur og Svanur Þór Jónsson sem var aðstoðargutti í gær gera klára Önnu til að sigla yfir í upptökuvagninn.
Myndir úr canon Noregur og fleira 617
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndir úr canon Noregur og fleira 618
 
Jón Póstur klár í slaginn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndir úr canon Noregur og fleira 622
 
 
Hlynur var einnig klár
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndir úr canon Noregur og fleira 623
 
Anna BA komin í vagninn og kallarnir virðast vera sáttir.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndir úr canon Noregur og fleira 625
 
 
allt eins og það á að vera.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndir úr canon Noregur og fleira 627
 
 
Sigurbjörn Halldórsson upptökustjóri.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þegar hér var við sögu komið poppaði upp annar strandveiðimaður og sægreifi. Sverrir Garðarsson.
Myndir úr canon Noregur og fleira 616
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndir úr canon Noregur og fleira 629
 
Töldu menn að hann hefði verið að njósna um þetta samvinnuverkefni þeirra félaga.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Næst var það Kári BA.
 
Myndir úr canon Noregur og fleira 632
 
Áhöfnin klár sama áhöfn og var á Önnu BA nema skipstjóraskipti
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndir úr canon Noregur og fleira 634
 
 
Kári kominn í vagninn og menn bara nokkuð sáttir.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndir úr canon Noregur og fleira 636
 
 
sleppur þetta ekki jú jú látum þetta sleppa.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Myndir úr canon Noregur og fleira 637
 
Þeir félagar bara ángæðir með verkefnið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 136002

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband