3.3.2011 | 13:50
Enn í Örnes
Já enn í Örnes loksins komið gott veður en hann á að blása upp aftur seinnipartinn með suðvestan storm. Var alveg snarvitlaust veður hérna í gærkveldi og fram á nótt við liggum við litla bryggju sem er ekki mjög traustvekjandi svo þetta var eiginlega andvökunótt, þessi bryggja er illa dekkjuð svo við urðum að ná okkur í vörubíladekk og setja á milli. En þetta fór allt vel að lokum en ég var ekki rólegur fyrr en hann fór hægja í morgun, ég hugsa að ég hefði aldrei náð bátnum frá bryggjunni í nótt því vindurinn stóð beint á bryggjuna. Annars er gaman að því að áhöfnin er strax farinn að grúppa sig saman rússarnir(og lettinn talar rússnesku) sér og Pólverjarnir sér, þannig að það gætu orðið einhverjir árekstrar í framtíðinni hver á að ráða en mín hægri hönd er heitir Jaro og kemur frá Póllandi vann með honum fyrra. Póverjarnir ætla að sjá um vinnuna á netadekkinu og rússarnir ætla að vera niðri á millidekk og hausa og slægja og vera í lestinni, en allur afli er settur í stíur eins og var í gamla daga heima þannig vill kaupandinn fá fiskinn, hugsa til að við borgum dripið(hvað fiskurinn léttist við pressu), en viðhorfið hér með meðferð á fiski er mikið þetta lagast í saltinu. Polar Atlantic liggur hérna líka og hefur ekki hreyft sig hann er að fara veiða þorsk í Lofoten en vegna stormsins kom hann hérna inn og hefur legið hérna í þrjá daga. Þetta er að verða svolítið pirrandi þetta veður og það sýnist ætla að vera svona lægðagangur út þessa viku
. Hr Skottheimsvik útgerðarmaður lét mig fá bíll í gærkveldi Opel Kadett árgerð 1991 og hann er mjög stoltur af þessum bíll keypti hann á 5000 norskar og hefur keyrt hann 50.000 km án þess að líta á hann. Ég fékk bíllpróf 1990 ég hugsa að það séu ekki margir svona til heima á Íslandi
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.