Aftur kominn til Noregs.

Jæja nú er ég aftur kominn til Noregs og að þessu sinni er ég skipstjóri á Polarhav frá Örnes (sama skipi og ég var skipstjóri á sumar og stýrimaður á síðustu ufsavertíð) og við erum að fara á ufsanet eða seigarn eins norðmenn segja. Kom hérna á Laugardagskvöld og höfum við verið að útbúa bátinn taka net og fixa veiðarfæri og erum tilbúnir að leggja í hann, en þá er bara bræla blæs frá suðvestri bara stormur eða fullstorm eins og þeir segja hér. En við erum sem sagt klárir til að leggja 350 ufsanet um leið og lægir og því má ufsinn fara passa sig. Crying. Áhöfnin er fjölþjóðleg vægt til orða tekið. Við erum átta um borð frá fjórum löndum: Íslandi,Póllandi, Rússlandi og Lettlandi, enginn norðmaður að þessu sinni enda eru þeir alveg hættir að nenna fara á svona þrælaskútur. Vona að ég komist seinnipartinn á morgun og þá mun ég setja stefnuna á Skinnabankann og ath hvort ufsinn sé þar hef fengið fréttir að miklu ufsafiskerí bæði á Haltenbankanum og svo fyrir utan Alasund. Héðan er svona 120 sjm sigling á Skinnabankann. svo ég skrifa meira seinna.IM000061Myndir frá Noregi og fleira 079


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 134593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband