Murrr hefur verið kalt.

 

Árið 2018 byrjaði svoða líkt og 2017 endaði. Þann 4 januar flugum við til Batsfjord fra Reykjavik með viðkomu i oslo yfir nótt svo 5 janúar vorum við komnir hér upp eftir i svarta myrkri og blindbyl.

Lítið var um sjóveður fyrstu dagana en nóg að gera moka sjó og gera klárt. Þann 9 janúar voru balarnir teknir í fyrsta sinn árið 2018 og haldið í róður í sunnan velting og myrkri en þann róðurinn birti nú aldrei. Svo þá byrjaði rútinan og hefur verið þannig alveg fram á daginn í dag með bræluhléum fyrst i viku svo virðist ætla  vera bræla núna í viku svo það hefur gefist nógur tími til að hugsa hér uppi.

En eftir sem tíminn leið hækkaði sólin á lofti og það var alveg yndislegt þegar hún kom í fyrsta sinn upp yfir sjóndeildarhringinn manni fannst bara vera komið sumar. Í dag er hún meiri segja farin að skína inn um stofugluggan komin yfir Syltfjordfjallið svo núna verður hrært í sólarpönnukökur.

DSC_0934

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í þessu úthaldi hefur verið kalt alveg svakalega kalt upp í 12 stig á sjónum og upp í 20 í landi, ég hef verið með skegg og þegar verður kalt fæ ég alltaf nefrennsli og hefur horið frosiö jafn harðann i skegginu svo það hefur verið svona nýtt fyrir mér. Með miklum kulda er oft mikil hætta á ísingu og höfum við fengið smð kynningu allt hefur frosið og þurft að berja af bátnum á landleiðinni misst signal fá AIS og GPS en á móti kemur fiskerí hefur verið gott og verð einnig svo smá ísing og kuldi höfum við bara leitt hjá okkur, en satan það hefur verið kalt.

DSC_0925

 

Oft kalt miðstöðin á fullu en hún hefur bara ekki við og að lokum sást ekki út ekki einu sinni smá og svo datt Gpsinn og AIS og radar sýndi illa þá var gott að hafa gamla kompásinn

 

 

 

 

 

 

 

 

Í janúar datt undirritaður í sjóinn og í 16 stiga frosti og með sjávarhita í kringum 2 gráður er kalt held mér hefur alsrei verið eins kalt og þegar ég kom upp úr sjónum og á þessari mínutu sem tók mig að komast inn í stýrihús gjörsamlega fraus ég en allt fór þetta vel að lokum og á móti kemur að fiskerí hefur verið gott.

 

En eins og ég segi það hefur verið kalt og í dag er kalt og vindur frá SV og svo vindátt er köld hérna á veturnar svo núna er svona í kringum -20 með vindkælingunni.

DSC_0914

 

Hérna liggjum við nýkomnir í land búnir að berja smá af og þarna höfum við 7,6 tonn Þarna máttum við stoppa tvisvar á leiðinni til berja af okkur ísinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum 10 róðra frá 9 janúar til 4 feb og höfum við fiskað tæp 50 tonn eða nákvæmlega 48,639 tonn sem gerir 4,8 tonn í róðri Við höfum mest farið með 35 bala og minnst farið með 20 bala. Róðurinn sem við fórum með 35 bala var sá lakasti 5,3 tonn en besti var 7,6 tonn á 30 bala. Í byrjun var þorskur 60% en nú er hann komin niður í 30% og fer minnkadi ýsan að koma sterkari inn. Svo ég reikna með næst við komust á sjó verður ýsuhlutfallið orðið jafnvel 80%.

DSC_0915

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum kemur smá reynslusaga úr vélarrúminu á Jakobsson en fyrir svona hálfum mánuði var alveg svakalega kalt hérna þegar við tókum olíu hugsa nálægt -20 og við vorum svo óheppnir að taka olíu og það var bræla næsta dag en í stuttu máli er þetta flotaolía sem er selt hérna svo hún vaxaði um nóttina Olíutankurinn hjá okkur er nefnilega aftir i skut og nánast allur yfir sjávarmáli svo olían varð svo köld að hún vaxaði fór ekki gegnum racorsíurnar og þegar ég opnði síuhúsið voru síurnar eins og þessi fínu jólakerti. En fékk straks tips setja 10ltr av parafin (steinolíu ) í tankinn og svo var vélarrúmið hitað upp. Ég fór og kvartaði við Bunker oil og þar fékk ég þær upplýsingar að ef olian verður kaldari en -14 stig þá fer hún ekki í gegnum síur og ég er alveg handviss um að olían var yfir -14 þegar ég fékk hana um borð því tankurinn er bara á kajanum án nokkurs en þeir vildu nú ekki viðurkenna það. En allt fór þetta vel að lokum og nú er búið að koma fyrir 2kw ofni niður i vélarrúm svo nú verður olíunni aldrei kalt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 135262

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband