16.7.2020 | 05:37
Sumar nr 8 i Båtsfjord
Eftir grálúðukvótinn var tekinn var flotlínan tekin af stokkum og byrjuðum við krækja makríll á krókana.
En Satt og segja var byrjunin ekki beisin ýsan var ekki byrjuð að lyfta sér neitt að ráði frá botni. Á meðan lítið var um að vera á flotlínunni hjálpaði ég Svani að sigla Minibanken upp til Båtsfjord. En hann hafði lofað systir sinni að taka ungdomskvotan sem hún mátti fiska. Gekk ferðin hjá okkur vel vorum við rétt tæpa 3 sólarhringa á leiðinni. Þegar upp eftir var komið var vormlínan lögð og þau systkinin byrjuðu að róa og við á Jakob fórum að eltast við ýsuna.
Minibanken sem hann Svanur keypti sér í vetur.
Jóna Krista ánægð með árangurinn er ungdómskvótinn kominn í lestina í þremur sjóferðum með 3 bala. En hér í Noregi er ungu fólki frá 12 til 25 ára leyft að fiska fyrir 50 þúsund norskar ca 730 þúsund íslenskar yfir sumarið og nýttu þau systkinin þetta í ár.
Flotlínan hefur verið erfið í sumar mikið leiting keyrt fram og tilbaka frá Vardö til Mehamn en við höfum þó alltaf fundið eitthvað til leggja á nema einu sinni en þá tókum við linuna með okkur aftur í land. Svo það má segja að flotlínan sé byrjuð en þetta er 8 sumarið sem ég fleyti hérna í Austur Finnmörku yfir sumarið og sjöunda sumarið sem fjölskyldan er hérna með mér svo yngstu krakkarnir þekkja varla annað en Båtsfjord yfir sumarið.
Hér er þó flotlínu lóð upp úr þessum punktum fengum við ca 6 tonn.
Svona er vil maður hafa þetta lóð frá 30 til 60 fm
Þetta er nú mikilvægur partur af balalínu beitingarskúrinn og hér beita þær á fullu flotlínuna sem 3,5 mm venjuleg lína rauð og gul á litinn.
Enda er þetta áttunda sumarið sem þau eru hér. Ég man aldrei eftir svona fáum bátum sem róa með flotlínu eins og í ár. Bæði hefur covid og að síðustu tvo ár hafa verið frekar erfið á þessum veiðiskap.
Ýsan er komin í lestina ég held við séum búin að öngla upp um 35 tonn í júli af ýsu og voru 6 tonn í endaðann juní eftir grálúðuna en það hefur verið mikill tími að leita allt upp í 16 tíma í einu róðri. Þegar ástandið er þannig verður þetta frekar endasleppt þar sem fer mikið meiri tími að leita en heldur en að leggja og draga.
Flotlína á sumrin er hefðbundin vertíðar veiðiskapur sem aðallega hefur verið stundað af bátum frá Lofoten. Er hefðbundið að þeir byrjuðu að koma hingað austur eftir eftir Jónsmessuna og voru hér fram í September var venjan fjölskyldunar fylgdu með svo margir ungir Lofoten strákar og stelpur byrjuðu hér ung að beita og vinna í kringum þetta, margir urðu eftir hér fundu sér Samastelpur eða Samastrák og í fiskiþorpunum eins og Berlevag og Batsfjord er flestir með rætur til Lofoten.
Í Lofoten er mjög mikil línuhefð svipað og fyrir vestan í gamla daga tildæmis í Lofoten kom fyrsta segulnaglalínan sem þeir gerður sjálfir löngu áður en Mustad byrjaði framleiða slíka línu og löngu áður en við Íslendingar vissum hvað það var. Lofoten línan er líka komin frá þeim að nota nylon línu en hún kom ekki til að góðu þegar var algjör ördeyða í Lofoten í milli 1960-1970 ekki öruggur á ártalinu en sem sagt menn fóru að prufa sig með að nota nylon línu. Vefja krókum á línuna og beita og þeir sáu að þessi aðferð af meiri fisk svo þróaðist þetta og farið var framleiða þessa línu í Sir lanka.
Í dag er nylon lína mjög vinsæl hérna og mikið notuð af trilluflotanum og fiskar alveg ótrúlega vel. Mér finnst þetta skemmtilegt veiðarfæri. Nú færðu svona línu frá 1,6 mm upp í 3,5 mm. og allavega uppsett þ.e.a.s hvað langt á milli króka en algengjast er í kringum 2 m á milli króka.
Það er dálítil kúnst að beita þessa línu en það lærist eins og annað en andóf er mjög mikilvægt línan má aldrei glæja fram þá snýst upp á hana og hún hringast ekki eins og verður þar aðleiðandi algjör martröð að beita.
Læt þetta vera gott að sinni frá Båtsfjord æi 17 stiga hita.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.