Vertíðarlok að sumri

Jæja kominn miður ágúst og flotlínan komin á stokka og bíður eftir næsta sumri. Í ágúst höfum við verið að veiða restina af þorskkvótanum hjá Hjalta vini mínum skólabróður úr Stýrimannaskólanum en hann náði ekki að klára kvótann í vor á skakinu svo við samfiskuðum síðustu tonnin 12 tonn + bónusinn sem er 30% svo þetta voru um 16 tonn sem við veiddum núna í ágúst í þremur ferðum + ýsa,grálúða og hlýri. Annars hefur sumarið gengið þokkalega við náðum að öngla upp 70 tonn eða 69,6 tonn af ýsu á flotlínuna í julí.

20200804_064836

 

20200813_012156

 

Tókum 3 túra eftir þorsk til fylla upp í 30% ferskfiskordningen sem er hrein bónus á kvótann hjá okkur.

20200801_085708

 

En þorskkvótinn sem við höfum er of lítil en einn 9-10 m kvóti í dag í þorski er 37 tonn svo þetta er dálítið púsluspil til að geta gert út allt árið en ferskfiskordningen hjálpar okkur mikið að meiga vera með 30 % þorsk í hverri viku af heildarafla sem er ekki kvótabundið gerir það að verkum að í staðinn fyrir hafa verkefni fyrir bátinn í 2 mánuði náum við að gera út á einn kvóti í ca 7-8 mánuði. Ýsuveiði hefur nánast verið frjáls og ufsa heimildir eru mjög rúmar en þetta getur verið svolítið púsluspil og sérstaklega þegar ferskfiskordningen er ekki byrjuð en 30% koma ekki fyrr en 15 july hvert ár.

 

 

Hún byrjar reyndar 15 april með 10%. Í vetur þegar ýsuveiðin er góð er einnig hætta á að fá of mikinn þorsk, við lendum í því í vetur að þorsk % var of há svo við urðum að hætta til að klára ekki kvótann og var það frekar sárt. Ég held samt sem áður að ég vilji hafa þetta svona heldur en að taka upp leigukvótakerfi eins og er á Íslandi.

20200810_093312

 

Nú erum við á leiðinni með Jakob í slipp er ætlunin að skipta út gluggum og aðeins að laga bátinn hér og þar en við höfum klímt við leka glugga frá fyrsta degi eins höfum við verið að glíma við leka í vélarrúmi og í kojur en nú erum við sem sagt á leiðinni til Nordmek í Veteralen og þeir ætla skipta út gluggum og svo var hugmyndin að plasta bátinn hér og þar gera bátinn klárann fyrir haust og vetrarvertíðina. Eins ætlum við að láta Nogva kíkja á ljósavélina sem hefur verið biluð síðan í Mars á þessu ári vél sem hefur verið keyrð kannski 100 tíma, en það gengur mjög illa að fá vélina gangfæra vélin er í ábyrgð en svo viðrist þeir sem seldu mér vélina heima á Íslandi séu ekkert annað en Netverslun sem getur litla sem enga þjónustu veitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 134560

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband