Styttist i sumarfrí og slipp

Núna er rétt rumlega ein vika eftir af júlímánuði. Þann 7 júli var síðasti banklínutúrinn hjá okkur en þá fór mannskapurinn í frí fyrir utan mig. Reyndar vorum við mestpartinn tveir í sumar rérum með 50 bala og náðum 2 til 3 róðrum í viku. Við vorum að róa langt út 70 til 85 mílur frá landi eða frá Makkaur sem er nesið að austanverðu í mynni Båtsfjord. Svo hver róður tók nánast tvo sólarhringa 44 til 46 tímar þar af voru 16 tímar í stím og svo á sumrin er nauðsynlegt að taka langa baujuvakt því þorskurinn er lengi að taka við sér best er að það komi smá ýsa fyrst og jabli á krókunum þá kemur þorskurinn og hlýrinn á eftir og taka línuna , þorskurinn er glaður í smá ýsu.

IMG_20210628_054641 

Mynd af olex plotternum þarna er farið styttast í fjörðinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og áður sagði gekk þetta snurðulaust í sumar fegnum fínt veður og þokkalegt fiskerí 150 til 200 kg á balann en við notum 360 króka bala ( örugglega búin að minnast á það oft). Var aflinn að jafnaði 40 til 50% ýsa sem við vorum mjög ánægðir með því ferskfiskordningen er komin í gang sem leyfir okkur að hafa allt að 30% af þroski á viku sem ekki reiknast til kvóta reiknast það af öllum fiski svo ef við náum að blanda aflann með öðrum tegundum náum við að drýgja þorskkvótann þannig að nú þegar við tökum sumarfrí eigum við eftir 14 tonn af okkar kvóta og tæp 8 tonn af samfiskkvótanum frá Unni Samt er um við í dag búnir að veiða yfir 80 tonn af þorski en kvótinn okkar með samfiskkvótanum er 74 tonn.

IMG_20210609_013442

 

Jakob klár til löndunar eftir banklínutúr en hérna er það kallap banklína þegar róið er út á fiskibankana frá landinu

 

 

 

 

 

 

 

IMG_20210705_053814

 

 

Í öllum körum eftir velheppnaðann banklínutúr austur á hryggi milli Sölebanken og Tiddlybanken ca 80 mílur út í hafi, 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þannig eftir 7 júlí kom dóttir nr 3 Jóna Krista Jónsdóttir um borð og við byrjuðum að veiða ungdomskvótann sem hún hefur rétt á en hér í konungsríkinu hefur ungt fólk rétt á að veiða fyrir 50.000 norskar krónur frá 14 júni til og með 7 águst má nota öll veiðarfæri föst veiðarfæri þ.e.a.s línu,net,gildur og svo má vera með skakrúllur. Við settum vormlínu í hafið 2 bala en eingöngu er leyfilegt að vera með 300 króka samtals. Lögðum við 3 sinnum til að ná þessum afla fengum 1100 kg 1200 kg og svo 700 kg í síðasta skiptið Vorum við á hrygg hérna úti svo kallaður 12 milna hryggur og í suðurkantinum á honum var fínt fiskeri 400 til 600 kg á balann að fínum þorski. Þetta er þriðja árið sem hún Jóna nýtir ungdómskvótann og svo í ár kom hún uppeftir með kærasta sinn sem fiskaði sinn ungdomskvóta með Svani á Minibanken svo báðir fjölskyldubátarnir voru uppteknir fiska ungdomskvóta í júli þegar allir aðrir norðmenn taka fellesferie eða sameignarfrí eftir beini þýðingu. 

IMG_20210716_132542

 

Jóna Krista klár í slaginn 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar við Jóna klárðum ungdomskvótann byrjuðum við á botnlínu reyna veiða ýsu og bland, en veður hefur ekki verið um á sitt besta svo aðeins einn róður er í boks en hann gaf 4,7 tonn af bolfiski mest ýsu og 34 kg af kóngakrabba. Já nú meigum við veiða allt að 3% af kóngakrabba í ferð sem kemur sér mjög vel fyrir þar sem krabbinn er mjög mikill skaðvaldur fyrir okkur línusjómenn étur upp beituna og fiskinn. 

Í ár er ævvintýralegt verð á krabbanum 340 kr fyrir kg  sem myndi gera rétt rúmar 5000 kr íslenskar krónur á kg svo þeir sem búa hér austur frá og fá krabba sitja á góðri gull námu en kvótinn til fiskimanna í krabbanum er 2,1 tonn sem flestir taka á einni viku hérna. Skrýtið að við séum ekki löngu flutt í Båtsfjord varanlega en viå erum búsett í Nordland og höfum því ekki rétt á krabbakvóta hérna austur frá þó svo ég er ca 190 til 200 daga hér á ári að veiða bolfisk en svona eru nú reglunar.

IMG_20210719_081640

 

Áhafnir á Jakob og Minibanken í sumar fyrir utan undirritaðann sem tók myndina.

Sólrún og Svanur eru á Minibanken og ég og Jóna á Jakob. Þetta er sjöunda sumarið okkar í Båtsfjord. Smá statikk unga fólkið hefur eytt 37% af öllum sumrum hér. Staðið í beitngu og verið á sjónum öll þessi sumur

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir þessi 34 kg fegnum við næstum því 10.000 norskar krónur en það sem dróg niður verðið af þessum 34 kg voru 7 kg skadd krabbi sem vantaði á klær og fyrir hann fegnum við bara 150 kr norskar á hvert kg sem er nú kannski ekki svo slæmt miðað við keiluna en fyrir hana fáum við 5 kr 

Já eins og fyrirsögnin segir styttist i slipp og svo sumarfrí hjá undirrituðum. Já í fyrstu vikunni ágúst er planið að hífa bátinn á þurrt hjá Barents skipservice skipta um skrúfu og öxull + venjulegt viðhald. Eftir það er planið fara heim og taka lítið sumarfrí sem fellst í því að skipta um þak á húsinu okkar í Reipå svo er planið að byrja aftur 15 september hér með haustvertíðina vonandi kemur þorskkvótinn til duga til jóla svo við náum að klára árið með stæll

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband