Grálúðan að baki

Þegar þetta er skrifað degi fyrir þjóðhátíðardag íslendinga, erum við búnir með kvótann í grálúðu reyndar komið tvær vikur siðan við kláruðum á morgun. Eftir að grálúðan kláraðist höfum við verið að róa með botnlínu austur undir grensu s.s að landhelgi rússanna.

IMG_20210603_081107

 

Við þurftum 5 ferðir til taka grálúðukvótann en í ár tókum við kvótann í svo kallaðri bananaholu en fyrir utan holuna e hryggur sem er líkur banana í útlíti. Í ár beitum við loðnu sem veidd var við íslandsstrendur eigum við ekki segja hún hafi verið íslensk allavega með íslenskar rætur. Loðnan kom sér vel vegna þess að grálúðan hérna í ausutr finnmörku líkar loðna. 

Lagasti túrinn með lúðu var 3,7 tonn og sá besti 7 tonn í þeim túr komust við í mál með kvótann og gott betur urðum við að skilja eftir 13 bala sem  dróg Wikerøy fyrir okkur á þessa 13 bala fengu þeir 2 tonn af lúðu svo ef við hefðum dergið allt hefðum við endað með 9 tonn af lúðu. Grálúðukvótinn í ár hjá okkur var 20 tonn við fórum 2,4 tonn fram yfir kvótann, svo það varð inndraging eða sem sagt 2,4 tonn gerð upptæk af stjórnvöldum svo fáum við 20% af verðmætinu til baka.

FB_IMG_1622740248855

Jakob á landleið með tæp 11 tonn síðasti túrinn á grálúðunni þetta árið 

 

 

 

 

 

 

Að taka gráluðuna hérna norður frá hefur þann kost að þú færð mikinn meðafla í þorski, ýsu og hlýra að veiða hann í djúpköntunum fáum við aðeins grálúðu. Dýpið í holunni er um 200 fm og lítil straumur og leirbotn svo mjög gott að draga línu þar en á móti kemur er minna fiskeri á bala en í djúpköntunum

IMG_20210603_113929

 

Eiginlega kjaft fullt kar af grálúðu

 

 

 

 

 

 

 

 

Já eftir grálúðuna höfum við verið að veiða þorsk og ýsu gengið alveg þokkalega, við erum að veiða kvótann sem tilheyrir Unni F-31-M sem Hjalti Sigurðsson skólabróðir minn á  það er kallað að samfiska hérna. Á Jakob er einn 9-10 m kvóti á bátum sem hafa kvota undir 11m er eingöngu heimild að hafa einn kvóta síðan í til legg er heimild að samfiska einn kvóta og það er það sem við erum gera núna. Bátar sem hafa kvóta yfir 11m meiga hinsvegar eiga allt að 5 kvóta.

Eigum við eftir ca 22 tonn af kvótanum sem tilheyrir Unni svo eigum við 15 tonn eftir á Jakob. Samt er skrýtin staða hérna að þorskveiðarnar hjá minni bátum hafa gengið illa þetta árið bæði vont tíð og svo koma fiskurinn ekki til Lofoten í ár svo það stefnir í fríar veiðar í þorski hjá minna flotanum í haust. 

Nú fer styttast í árlegt þrælahald hjá fjölskyldinnu hérna en hvert sumar síðustu 7 sumur hefur fjölskyldan komið og tekið þátt í rekstrinum á sjó og í landi hefur yngsta dóttirn meiri segja kallað sig beitingarþræll hjá pabba. Í sumar verður reksturinn léttari nú liggur fyrir að fiska á Minibanken og taka ungdomskvoten fyrir dótturina en hér fær ungst fólk möguleika til prufa sig á sjónum og fær veiða,landa og selja afla  fyrir 50.000 norskar krónur. Jóna Krista gerði þetta með stæl í fyrra sumar fékk lánað bátinn hjá bróður sínum eða leigði hann með áhöfn. Mér er ekki kunnugt um leiguskilmálana milli systkinanna hyerðu þó að þau voru eitthvað diskutera hver ætti að borga olíuna.

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband