Sumarfrí og Kosningar

Já við erum búin að vera í sumarfríi síðan 2. ágúst en þá var síðasti róðurinn hjá okkur feðginum.

Eftir það fórum við með Jakob í slipp hjá Barentsskips Service þar sem báturinn var lagfærður og málaður upp á nýtt.

Jakob stendur ennþá upp í slippnum nýmálaður með nýja skrúfu og tilbúinn í haustvertíðina. En planið er að halda norður á bóginn í lok vikunnar.

 

Annars er mjög stór dagur hjá mér í dag því hér í Noregi er kosið til alþingis í dag Stortinget eins og við norðmenn segjum. Eru þetta fyrstu kosningarnar sem ég hef kosningarrétt Í Noregi frá því ég flutti frá Landi tækifæranna.

Við þessi tímabót rifjast upp að sjálfsögðu þegar ég nýtti kosningarrétts í fyrsta skipti 1991 þá 18 ára gamall við alþingiskosningar á Íslandi. þá voru aðalmennirnir í kosningunum Davíð nokkur Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson Viðeyjarstjórnin. Þar voru líka Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Ég get alveg upplýst það hér og nú að ég var einn af þeim 1.562 sem greiddu atkvæði til Framsóknarflokksins í Vestfjarðarkjördæmi.

Ég var alinn upp á framsóknarheimili þar sem verslað var helst í Kaupfélaginu og eldsneyti keypt hjá Olíufélaginu hf ( Esso ). Faðir minn var mjög virkur í Framsóknarflokknum og voru á mínum uppvaxtarárum alþingismenn flokksins Í Vestfjarðarkjördæmi tíðir gestir á heimilinu þó sérstaklega fyrir kosningar. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar Ólafur Þ Þórðarson og Steingrímur Hermannsson komu í heimsókn til okkar. Ég man að Steingrími þóttu lærisneiðar í raspi steiktar upp úr smjéri með soðnum kartöflum mjög góðar og ég man sérstaklega eftir því þegar hann hrósaði móður minni sérstaklega fyrir sneiðarnar. Einu sinni var móðir mín með kjötsúpu og Ólafur lýsti henni sem himneskri. Á þessum árum stóð einmitt þetta upp úr en ekki  pólitíksar umræður hjá okkur systkinum enda ekki  komin með kosningarvit á þessum árum. 

Þegar ég kýs í fyrsta skipti 1991 er Steingrímur Hermannsson búinn að flytja sig í Reykjavíkur kjördæmið og Ólafur Þ Þórðarson orðinn oddviti flokksins í kjördæminu. 1991 má kannski segja að ég hafi verið kominn með kosningarvit þarna eða það hélt ég allavega, Ólaf var ég að sjálfsögðu búinn að þekkja alla mína barnæsku kom því ekkert annað til greina en gefa honum mitt atkvæði enda var Ólafur stórmerkilegur maður og að mínu mati flottur stjórnmálamaður.

1995 er kosið aftur til aþingis og þá kýs ég öðru sinni þá nýútskrifaður úr Stýrimannaskólanum þetta voru að mörg leiti skrýtnir tímar Bíldudalsmyndin mín var löskuð Fiskvinnslan á Bíldudal hafði orðið gjaldþrota þarna árið 1993 svo það voru umbrotatímar í þorpinu og ekkert var líkt eins og það var áður. Ólafur Þ hættur og í staðinn kominn hjá framsóknarmönnum Gunnlaugur nokkur Sigmundsson ( já pabbi Sigmunds nokkurns Gunnlaugssonar) Framsóknarflokkurinn valdi Gunnlaug í staðinn fyrir Pétur Bjarnason sem hafði verið varaþingmaður flokksins var mikill styr og leiðindi í kringum það mál allt saman og Pétur klauf sig út og stofnaði Vestfjarðarlistann. Í þessum kosningum kaus ég sem sagt aftur framsóknarflokkinn var einn af 1086 kjósendum sem kusum hann í Vestfjarðarkjördæmi í þessum kosningum. Þessar kosningar er kannski mest minnistæðar að Jóhanna nokkur Sigurðardóttir klauf sig út úr alþýðuflokknum og stofnaði Þjóðvaka eftir hafa tapað fyrir Jóni Baldvin Hanibalsyni um formanninn í Alþýðuflokknum. Gunnlaugur fékk einnig gott í gogginn hjá mömmu eins og fyrirrennara hans.

1999 er kosið enn og aftur og miklar breytingar í Framsóknarflokknum kominn alþýðubandalagsmaðurinn Kristinn H Gunnarsson kominn í forsvarið og fyrsta sætið hans. Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið búin að sameinast undir merkjum Samfylkingunnar held að kvennalistinn hafi einnig farið þá leið. Einnig verða Vinstri Grænir til. Svo kemur á sjónarsviðið nýr flokkur sem hét Frjálslyndi flokkurinn eiginlega saman safn að ónægju röddum úr mörgum flokkum. Þegar þarna er komið við sögu hafði ég kosið í tveimur kosningum þ.e.a.s Framsóknarflokkinn þarna er ég kominn með fjölskyldu og mín tryggðarbönd við Framsóknarflokkinn að rofna. Ég hafði verið flokksbundinn en þegar þarna var komið sagði ég mig úr þeim ágæta flokki og hef verið óflokksbundinn síðan. Ég ætla ekki að gefa upp hvaða stjórnmálaafl ég kaus 1999 en þið meigið alveg giska.

Það að Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið skildu nú heyra sögunni til var nokkuð sérstakt en þessir tveir flokkar áttu kannski smá part í mér þrátt fyrir allt framsóknaruppeldið því afar mínir voru stuðningsmenn þessara tveggja flokka. Afi minn Kristinn og Afi minn Kristinn já þeir hétu sömu nöfnum. Annar bjó á Bíldudal og hinn í Reykjavík. Afi á Bíldudal var krati og afi minn í Reykjavík allaballi. Þegar ég var að alast upp á Bíldudal var talað um þar væru búsettir 3 kratar á Bíldudal en þeir voru allavega 4 og afi minn var einn af þeim. Báðir þeir flokkar sem kenndir voru við alþýðu er nú þeir tveir flokkar sem kannski börðust kannski fyrst og fremst fyrir alþýðunni og er það mér hulin ráðgáta hvers vegna þeir höfðu ekki meira fylgi meðal landsmanna.

2003 er enn og aftur kosið Þegar hér er við komið við sögu er ég orðinn mjög frjálslyndur og mjög ósáttur við þá stefnu sem kvótakerfið og fleira tengt því hafði tekið. Þá einnig búið að leggja niður Vestfjarðakjördæmi og komið eitt stórt kjördæmi frá Hvalfirði Vestur og norður að Eyjafirði kallað Norðvestur kjördæmi var ég einn af 2.666 íbúum þessa stóra en ekki svo fjölmenna sem kaus Frjálslynda Flokkinn.

En var kosið 2007 Ég hélt mig á sömu bylgju og kaus Guðjón Arnar Kristjánsson og félaga. Þeir voru á svipuðu róli og 2003. En komin var ákveðin þreyta í þetta og Allaballinn Kristinn H Gunnarsson sem síðan gerðist framsóknarmaður var orðinn mjög frjálslyndur sem sagt hættur að vera framsóknarmaður ekki var hann nú lengi frálslyndur enda liðaðist flokkurinn í sundur 

Hrunið kom árið 2008 og þá urðu straumhvörf í stjórnmálunum líka. Búsáhaldarbyltingin. Boðað var nýrra kosninga 2009 25. apríl og en kaus Jón Páll og nú kaus hann ekki Framsókn eða Frjálsynda flokkinn nei 2009 ákvað ég kjósa VG eða Vinstri hreyfinguna grænt framboð var einn af 4018 öðrum sem kaus VG þennan örlagaríka apríldag. VG var orðinn næst stærsti flokkurinn í kjördæminu og munaði bara 19 atkvæðum á VG og sjálfum Sjálfstæðisflokknum sem hafði svo lengi sem ég mundi eftir mér verið laaangstærsti flokkurinn fyrir vestan. 2009 var einnig svo kölluð Borgarahreyfing í framboði flokkur sem varð til úr Búsáhaldarhreyfingunni

Næstu kosningar sem ég kaus í var árið 2013 þá var nú vöndu að ráða en þá voru komin ansi mörg ný framboð svona ykkur að segja var ég á þessum tímapunkti orðinn mjög fráhverfur íslandi hafði starfað meira og minna í Noregi síðan 2009 svo ég bara kaus til að kjósa. Er ástæðulaust að gefa upp hvaða framboð ég kaus 27. apríl 2013 en ég get sagt það ég kaus ekki svokallað fjórflokk VG,Framsókn, Sjálfstæðisflokkinn eða Samfylkingu gaf öllum þessum framboðum frí.

Aftur voru svo kosningar 2016 þegar svokölluð Panama skjöl láku út sem varð til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson jú jú sonur Gunnlaugs Sigmundssonar sem ég kaus árið 1995 þá ungur og ferskur sem formaður Framsóknarflokksins hafði komið inn sem stromsveipur í kosningunm 2013 og myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og var hann sjálfur forsætisráðherra varð segja af sér og kosningum var flýtt. Ég kaus og í þessum kosningum kaus ég Pírata 

2017  Var kosið enn og aftur í þessum Kosningum var ég alveg búinn að missa jarðbindingu við íslenska Póltík en ég kaus þó hjá Sýslumanninum á Patreksfirði utankjörstaða. Í þessum kosningum ákvað ég að nota ákveðna tækni sem Laddi notaði í einu áramótaskaupinu þegar hann var segja veðurfréttir svo kallað happa og glappa aðferðina, ég lokaði augunum og tók upp einn stimpill og stimplaði kjörseðillinn veit ekki hvort einhver stýrði mér í réttann stimpill.

2019 gerðist ég norskur ríkisborgari og þar aðleiðandi missti ég kosningarréttinn minn á Íslandi. Ég kaus í 9 alþingskosningum, ég tel nú að mitt atkvæði hafa skipt máli því öll atkvæði teljast jafnt óháð öllu því er mikilvægt að mæta á körstað og taka afstöðu og kjósa léleg kosningarþáttaka er versti óvinurinn í lýðræðisríki í kosningunum 2017 var kjörsóknin 81,2 %. 18,8 % kusu ekki notuðu ekki sinn lýðræðislegarétt aðeins einn flokkur fékk fleiri atkvæði en þeir sem kusu ekki.

 

En sem sagt er ég að kjósa í dag í 10 sinn til alþingiskosninga nú í fyrsta sinn í Noregi og í þetta sinn kaus ég rétt kannski í fyrsta sinn síðan 1991 hver veit ég vona það allavega. aðeins fleiri á kjörskrá en í gamla Vestfjarðarkjördæminu enginn alþingismaður hefur komið í heimsókn og fengið lærissneiðar eða kjötsúpu hjá Sólrúnu en ég var þó á sama kaffihúsi og Jonas Gahr Störe formaður AP Arbeidspartiet á Laugardaginn var Ap ég reyndi að senda honum hugskeyti því allt bendir til þess að hann verði næsti Forsætisráðherra okkar hérna í Noregi.    

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband