Víkingar hafsins ( Havet Vikings)

Já  víkingar hafsins það eru við stendur allavega í nýja lógóinu. Hvort við séum beint víkingar hafsins eða ekki þá erum við allavega komnir í gang eftir kannski kærkomið sumarfrí. Sumarfríið var tekið í Osló  og svo restin upp á þaki á slotinu þar sem skipt var um þakplötur. 

20211003_062610

 

Nýja lógóið komið á Benzinn. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Báturinn hafði það náðugt í sumarfríinu var geymdur upp á landi á planinu fyrir framan Barents Skipservice þar sem fóru fram árlegt viðhald á bátnum +++++++ ( skipt um skrúfu, öxull, hliðarskrúfu á framan ) Ég veit ekki hvort viðhaldið sé eðlilegt eður ei þar sem ég hef aldrei átt nýjan bát áður ( reyndar orðinn tveggja ára í þessum töluðu orðum) En ég er orðinn frekar pirraður á þessu en það jákvæða er þetta horfir allt til betri vegar.

20210920_144436

 

 

 

Báturinn var svo hífður niður á hafflötin beint í 3 daga brælu eftir bræluna var tekin prufusigling allt virkaði flott nema ( auðvita nema) nýja skrúfan einu haki of stór sem voru auðvita ákveðin vonbrigði. Einn góður hérna sem er svona allt muligman hjá sinni útgerð  reyndar eini starfsmaðurinn sagði mér bara fara létt með slípirokk á blöðin ég held ég láti það ekki eftir mér þar sem ég á til að fara of djúpt með rokkinn.

 

 

 

 

Síðasta laugardag voru sem sagt fyrstu balar teknir um borð á þessari haustvertíð og haldið til hafs á ný, skipstjórinn ( ég) valdi stefnuna og við fórum út á Sølebanka totuna eins og ég kalla þetta nojarinn kallar þetta rundingen. Þar var frekar fátæklegt fiskeri svona venjulegt byrjunar haustfiskerí hérna enginn kraftur bátur og áhöfn virkuð hinsvegar mjög vel.

20210930_101417

 

Löndun númer róður númer tvo þá héldum við austur til Pútin þar er allatf fiskur enda held ég fiskur sé yfir höfuð dálítið vinstri sinnaður. Þarna fengum við næstum í öll kör og slatta af grálúðu . Þarna austur frá veiðist grálúða alveg upp á 150 fm. Þarna er austur frá er skemmtilegur botn misdýpi talsvert nánast enginn straumur og yfirleitt hægt að fá fisk, en frekar langt að fara við vorum 74 mílur frá landi þar sem við byrjuðum að leggja svo er spotti að fara. 

 

 

 

 

 

 

Þegar þessu orð eru skrifuð á sunnudagsmorgninni erum við búnir með 3 róðra með þokkalegum árangri , reyndar hefur kóngakrabbinn hjálpað mikið til en núna meigum við hafa 3% af kóngakrabba sem meðaafla og krabbinn er vel borgaður núna 340 kr norskar fyrir hvert kg sem myndi vera um 4900 kr íslenskar fyrir hvert kg. síðast vorum við með um 80 kg af krabba og fengum við 27 þúsund norskar fyrir þann hluta af aflanum.

IMG_20210927_175930_318

 

Jakob er kominn með nýtt fiskinúmer vorum áður með N-5-G þar sem fyrirtækið var skráð í Gildeskål sveitafélaginu en G stendur fyrir sveitafélagið og N fyrir fylkið Nordland . Eftir að ég og Sólrún keyptum aðra meðeigendur út úr Jakobsen Fisk AS fluttum við fyrirtækið heim til Meløy og fengum þar að leiðandi nýtt fiskerinr N-15-ME Með nýja heimahöfn í Reipå. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Inn á fangstdata.no er hægt að sjá aflabrögð eftir sveitafélögum og heimahöfnum reyndar eru allskonar möguleikar sem hægt er að leika sér með, bera saman inn á þessari siðu svona svipðað og aflafréttir hjá Gísla Reynis. Þegar við skoðum okkar sveitafélag Meløy þá eru við á Jakob í 4 sæti yfir aflabrögð á árinu hingað til yfir báta í bolfiski. Held viö munum ekki ná toppsætunum en þar tróna Einar Erlend og Meløyfjord reyndar mikið stærri bátar með mikið meiri kvóta. Í þriðja sæti er svo Polarhav ( þar sem undiritaður var nú skipstjóri í nokkur ár) hann er líka þó nokkuð mikið  stærri en Jakob.

Screenshot_20211003-054317_Chrome 

 

Topplisti yfir okkar sveitafélag Jakob í 4 sæti. dálítið langt í toppinn í tonnum held við náum ekki að klára það í ár.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í ár höfum við verið í drift í ca 5 mánuði höfum farið 43 róðra. Stærsti túrinn 12,4 tonn sá lakasti 554 kg ( voru þá fiska ungdomskvota fyrir Jona Krista ). Hef ekki tekið saman hver aflabrögð eru pr krók en þetta er slatti af krókum sem er búið að beita nokkur bretti af markríll, síld og loðnu verið keypt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband