Sigling hafin norður eftir.

Já á þriðjudagseftirmidaginn yfirgaf ég og Jakob Reipa eftir að Jakob er búinn að vera bundinn þar við bryggju síðan 17 sept 2014. Ég hef reyndar ekki verið allann tímann heldur er búið að vera bölvað flakk á mér fram og til baka Ísland og Noregur.

ferðalagið 002

 

 

 

 

Sem sagt við lögðum af stað rétt eftir kl 16 á þriðjudaginn var farið til Bodo í fyrstu lotu. Var meiningn að fara það kl 0400 í gær en vegna þess að það fór að leka með einu olíurörinu á olíuverkinu og ekki voru til koparhringjir um borð í Jakob varð að fresta brottför til kl 0900.

 

 

 

ferðalagið 009

 

 

 

 

Kl 0900 í gær lögðum við á stað norðureftir í rjómablíðu en það átti sko aldeils eftir að breytast og seinnipartinn var bara kominn naorðaustan skítaveður bara stormur áttum við þá eftir ca 15 sjm eftir til Lodingen svo það var bara bíta á jaxlinn og halda sér en við félagarnir fórum í gegnum þetta í rólegheitunum. Svo kl 21 vorum við komnir til Lodingen tólf tíma ferðalag þennan daginn að baki. 

ferðalagið 008

 

 

 

Ena getur verið basl að vera trillukarl, við lögðum okkur við gestabryggjuna hérna en að sjálfsögðu í nótt var veður orðið alveg bandbrjálæð svo það var bara ekki möguleiki fyrir okkur félagana að liggja þarna svo þá var bara færa okkur og fundum við skárri stað til að liggja og mér sýnist að við verðum að liggja hérna í allann dag komust ekki á stað fyrr en á morgun svo nú er bara slappa af og skoða Lodingen í Norðaustan stormi.

 


Vertíðarlok

Já vertíðarlok á ufsanum hjá þeim Ulriksen feðgum á Edvind Olai nú tekur stóra vetrarvertíðin við með öllu sem henni fylgir vonandi stórir dagar og mikill fiskur. Hann Leif Ulriksen er að byrja sína vertíð nr 50. Hann man nú eftir mjög slökum árum hann segir að sjö góð ár og síðan sjö mögur ár, í kringum 1980 sagði hann að hann hefði fiskað 18 tonn alla vetrarvertíðina frá 15 feb fram í maí. Í fyrra fiskaði hann 140 tonn á 15 dögum á bát sinn Lars Göran. 1970 var líka lélegt ár. Nú segir Leif að náttúrulega sveiflan sé búinn að ná toppnum og nú fari veiðin að gefa eftir bara eðlilegt segir kallinn. 

Net nr 2 Edvind Olai 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar ég kom fyrst hingað 2009 var þorskkvótinn rétt rúm 500 þúsund tonn nú 2015 er hann rúm 900 þúsund tonn var  alveg í toppi í fyrra um miljón tonn. það er samt enginn harmagrátur hérna en menn gera sér grein fyrir að kvótatoppnum er náð kvótinn mun minnka. Er hægt að útrýma fiski þegar ég var lítill var alltaf verið að tala um ofveiði í Norðursjónum og brátt myndi síðasti fiskurinn veiðast þar en er verið að fiska í Norðursjónum þrátt fyrir gríðarlega ofveiði ( samkvæmt fræðingum), brottkast og allskyns svindl. Eins var með Eystrarsaltið þar var fiskurinn nánast útdauður einnig. Í Noregi kringum 1970 var fleiri hundruð bátar að veiðum allir að reyna við þorskinn. þrátt fyrir allt náðu þeir ekki að klára hann þó aflinn hefði verið lítill. Þá var það bara venjulegt. 

Netaveiði á Edvind Olai 003

 

 

 

 

 

Á Íslandi hefur að mínu mati fiskur verið ofverndaður með skelfilegum afleiðingum fyrir marga þó sérstaklega fólk á landsbyggðinni sem hefur ekki haft aðgang að auðlindinni og aðgangseyririnn bara alltof dýr. Því miður með svona lágum þorskkvóta hefur verið hægt að halda upp óraunverulegu verði á aflaheimildum þannig að enginn nýr aðili hefur getað komist inn í íslenskann sjávarútveg nema eiga mjög greiðann aðgang að bankakerfinu. Það er nefnilega ekki sama hvort þetta er séra Jón eða bara Jón Páll.

 

Net nr 2 Edvind Olai 004

 

 

 

 

 

 

Hér í Noregi tek það fram að það er ekki allt gott í Noregi en ég er hrifinn að þessu hjá norðmönnum sveitafélögin við sjávarsíðuna hjálpa fólki þó sérstaklega ungu fólki að komast áfram í sjávarútveginum sveitafélögin lána svokölluð egen kapitallán ( eigið fés lán ) sem gerir bara venjulegum mönnum eins og mér og fleirum kleift að eignast bát og veiðiheimildir. Þetta hefur verið vítamínsprauta víða og mörg samfélög hafa lifnað við.

Noregur Canon jakob hlaðinn 004

 

 

 

 

Annað atriði sem ég er mjög hrifinn að hérna er það að þú verður að vera skráður fiskimaður til eiga fiskibát fiskvinnsla sem slík má ekki eiga bát. Nú er reyndar nefnd búin að skila af sér niðurstöðu svokölluð Tveteras nefnd sem segir að þessu verði að breyta því þá fáist mikið meiri arðsemi í greinina sem sagt þeir horfa til Íslands. Hann Leif Ulriksen gefur lítið fyrir þessa nefnd arðsemi fyrir hverja spyr hann. Það er nefnilega mergur málsins við vitum alveg hver er tilneigin stór fyrirtækis í hvaða grein sem er það er að hámarka arðsemina gróðann fyrir eigendurnar vera með allskyns félög um allann heim til að fela gróðann. samfélagsleg ábyrgð minnkar. Norðmenn er hræddir um að ef þessi nefnd fær sínu fram þá sé það dauði fyrir norsku ströndina þ.e.a.s. sem tengjast sjávarútvegi. Það má margt bæta í norsku sjávarútvegi en það þarf ekki að horfa til Íslands með það.

Noregur jan 2015 net og fleira 007

 

 

 

 

 

 

 

 

Þriðja atriðið sem ég er mjög hrifinn að hérna er þessir tíu ungdomskvoter. Tíu kvótar til ungra fiskimanna sem sagt norska ríkið úthlutar 10 kvótum til ungra fiskimanna þessir kvótar eru ekki framseljanlegir sem sagt þú verður að skila þeim inn ef þú ætlar að hætta. Skilyrði fyrir því að geta sótt um slíkann kvóta er að hafa verið í útgerð í opne grubbe ( opna kerfinu) í tvo ár og hafa fiskað fyrir meira 250 þúsund norskar yfir árið og hafa sjómennsku að aðalstarfi. Til dæmis hér í Reipa eru þrír svona kvótar og hefur komið fótunum undir unga fiskimenn. Það verður bara koma endurnýjun af og til. Það er bara hverrri atvinnugrein hollt.

Noregur jan 2015 net og fleira 019 

 

 

 

 

 

Því miður er þetta að fara í þessa átt heima á Íslandi sjávarútvegurinn er staðnaður að því leiti að það kemur nánast engin endurnýjun "koma engir nýjir aðilar inn". Strandveiðin er gott dæmi þar sem aðeins var hugsað út fyrir rammann sem heppnaðist að mörgu leiti tildæmis að þar er möguleiki fyrir nýjan aðila að koma inn. Stærstu misstökin með strandveiðina var ekki að hafa hana skilyrta við fiskimenn sem sagt aðeins þeir aðilar sem hafa aðaltekjur sínar að fiskiveiðum gætu komið þar inn ekki bakarar, smiðir eða pípulagningarrmeistarar ekki eiga sjómenn greiðann aðgang inn í aðrar iðngreinar. Hinn stóri feilinn í strandveiðinni var sjálfur kvótinn menn sáu í hillingum að kerfinu yrði breytt og strandveiðiflotinn fengi aflaheimildir sem svo væri hægt að selja fyrir hagnað. Sú hugsun sprengdi upp verð á bátum og einnig hvað margir fóru af stað og jafnframt eyðilagði tilgang strandveiða að koma nýju aðilum að.

Noregur jan 2015 net og fleira 015

 

 

 

 

 

 

 

En það allt öðru nú er það að fara taka þorskanetin um borð og græja bátinn þ.e.a.s Edvind Olai á þroskanetin það stefnir allt í að ég verði með í að taka fyrstu 120 tonnin. Einnig er það á stefnuskránni að fara lesta Jakob og fara koma sér á stað. 

 

  


Fyrsta vikan búin af þessu Noregsúthaldi

Og Jakob N-32-ME ennþá bundinn við bryggju því skipstjórinn hefur bara verið að leika sér á netum á öðrum bát. Það kemur nú aðalega út af því skreien ( Barentshafþorskurinn) er ekki kominn en er víst á leiðinni svo þá verður cummins í Jakobi ræstur.

Noregur jan 2015 net og fleira 022

 

 

 

 

Já ég er búinn að fara 8 netaróðra og hefur verið svona kropp þetta 1,5 til 2,4 tonn í róðri ekki svona stórir róðrar en eins og þeir Ulriksen feðgar ( eiga bátinn) segja margt smátt gerir eitt stórt.

 

 

 

 

 

Við höfum landað á eyjunni Stött en þar er fiskimóttakan það er nú frekar lítið samfélag heldur minna en Bíldudalur en þar búa um 20 manns. Hér áður fyrr var höfnin í Stött full af bátunum nú er það tveir bátar sem róa þaðan og annar fer mjög sjaldan á sjó.

Noregur jan 2015 net og fleira 006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Noregur jan 2015 net og fleira 019

Já það verður dregið upp á morgun vertíðarlok á ufsanetum þá verða þorskanetin dregin um borð og vetrarvertíð hefst. Þá er einnig planið að gera Jakob klárann og fara sigla norður eftir. Þó getur verið að ég verði með Ulriksenfeðgum fyrst til að byrja með á þorskanetunum að veiða fyrsta kvótann upp á 120 tonn kemur í ljós á morgun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Á netum.

Þá er búið að fara fjóra netaróðra síðan ég kom út og fiska um rétt tæp 7 tonn af svona blandfiski þó mest ufsa þetta eru nú frekar stuttir dagar Lagt er í hann kl 0600 og höfum við verið að koma í land um kl 14 þá búnir að koma við í Stött til landa. Tekur rétt tæpa tvo tíma að stíma á miðin svo við erum bara svona rétt rúma fjóra tíma í vinnu erum við að róa með 90 net í þremur til fjórum trossum ( svona ca 50 íslensk net).Verðið á fiskinum er ekkert sérstakt bara minnsti pris á öllu svo við höfum verið með meðalverð um 9 krónur norskar ( 153 íslenskar krónur ) á hvert kg, en á móti kemur að útgjöld eru mjög lítil svo um 92 til 93% kemur til skipta svo það eru svona ok laun þetta ca 3 þúsund á dag. ( Má svo sem ekkert vera minna þegar maður er í burtu). Ætli verði ekki síðasti róðurinn á morgun þ.e.a.s í nótt og eftir það er ekkert að gera en að snúa sér að Jakob N-32-ME.

Netaveiði á Edvind Olai 010

Netaveiði á Edvind Olai 002

Netaveiði á Edvind Olai 003


Fyrsta blog 2015.

Eftir langa ritstíflu hjá undirrituðum trillukarli í Noregi kemur nú fyrsta blogfærsla ársins 2105. Ég er kominn til Noregs en og aftur kominn um borð í Jakob N-32-ME og nú er planið að fara reyna gera eitthvað reyna að fá einhvern fisk. Áður en ég byrja mun ég fara nokkra netaróðra með kunningja mínum honum Lars Göran. Var haldið í fyrsta róður kl 06 í morgun en ekki var mikill fiskur ingen fesk eins nojarinn myndi segja. Vorum við með 1,3 tonn af svona cokteilfiski ufsi, þorskur,ýsa, langa og keila.

Jólin 2014 og jan2015 061

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við lönduðum í Stott lítil eyja fyrir utan Reipa. Þar var fyrir báturinn Barstind sem rær með línu fer með 7 bala ( nylon lína ) Konan beitir og kallinn rær.

Jólin 2014 og jan2015 062Barstind  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Var þetta nokkur viðbrigði fyrir mig að fara á net eftir að hafa verið bara í rólegheitum síðan í miðjan nóvember. Það er nú komin dágóð stund síðan ég var síðast á netum og er óhætt að segja að ég hafi verið dálítið ryðgaður þennan fyrsta róður allavega var hinn hásetinn sem er 65 ára mikið sneggri heldur en ég . En hann er að byrja vertíð nr. 50 ( fimmtíu) Hann var sem sagt byrjaður að plokka fisk úr netum löngu áður en ég var fæddur eða farið var að huga að því að búa mig til.

Jólin 2014 og jan2015 066

 

 

Hér sjáum við hásetann sem verður 65 ára eftir nokkra daga.

 

Sennilega margir fiskarnir sem hann hefur plokkað úr þessum netum yfir þessi 50 ár.

 

 

 

 

 

 

Jólin 2014 og jan2015 060

 

 

Þarna kveðjum við Stött en við komum sennilega þarna á morgun.

 

Þessi róður var nú ekki langur fórum við frá Reipa kl 0600 í morgun og vorum komnir til Stött kl 1300. En það er ca eins og hálfs klukkutíma stím á miðin svo við vorum ekki nema rétt rúma 4 tímaað draga en við drógum 75 net í dag þrjár trossur en norsk net eru nærri helmingi styttri en íslensk.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Smá blogg fyrir jólin

Langt á milli blogga orðið hjá undirrituðum, en ég er sem sagt kominn til Íslands eftir noregsdvöl sem var reyndar ekki löng að þessu sinni. Flaug ég heim 12. des ( eða til Íslands ) til að halda upp á jólin með fjölskyldunni. Og í leiðinni hlaða rafhlöðunar fyrir vertíðina.

WP_20141128_005

Í þessari Noregsferð var verið að sansa Jakob gera hann að fjölveiðiskipi þ.e.a.s útbúa hann til handfæraveiða meðfram línuveiðum. Voru settar upp tvær handfærarúllur að gerðinni King Fisher. Í þessari ferð ákvað ég einnig að smíða mér blóðgunarkassa og svo þvottakar. Svo var að sjálfsögðu unnið í almennu fyrirbyggjandi viðhaldi gera bátinn klárann fyrir fyrstu vetrarvertíð í Noregi.

 

 

 

 

WP_20141210_001Jakob liggur nú í Reipa hjá góðvini mínum honum Lars Goran Sem á bátinn Edvind olai sem við sjáum hér Til gamans má segja frá því að að margir skíra eða nefna bátana sína eftir sonum sínum hjá honum Lars er þetta þannig og hélt hann að hann Svanur Þór héti Jakob af því að báturinn héti Jakob. Í desember fór ég á minn annan félagsfund hjá Reipa Fiskerilag þar sem ég er félagsmaður. Var gaman að sjá bjartsýnina sem ríkti þar en þó nokkur endurnýjun hefur átt sér stað margir nýjir útgerðarmenn er komnir inn í félagsskapinn þar á meðal ég. Var aðalumræðu efnið að Reipa fiskerihavn væri orðin of lítil ekki væri bryggjupláss fyrir alla og var verið að athuga með það að gera Reipafiskerihavn að almennri höfn eða höfn í eigu sveitafélagsins svona svipað og er hér á Íslandi, en í dag er það þannig að hver útgerðarmaður leigir lóð af ríkinu innan hafnarinnar og byggir síðan sína eigin bryggju og ber ábyrgð á uppbyggingunni en í raun er það Norska vita og hafnamál ( Kystverkert) sem á sjálfan hafnargarðinn eða moloen eins sagt er í Noregi, svo við sem erum nýjir erum eiginlega á hrakhólum með bátana. En allar bryggjur eru uppteknar engar eru lausar. einnig var kynnt á þessum fundi að til stæði að setja út tvær flotbryggjur til að nýjir útgerðarmenn fengu bryggjupláss og verður farið í þær framkvæmdir í vetur.

WP_20141127_001

Í vetur er á stefnuskránni að fara upp í Senja Senjahopen og landa hjá Nergaard ( norsk íslenska risanum), það fer reyndar allt eftir hvernig kvótaúthlutun verði fyrir okkur á komandi fiskveiðiári en það kemur sennilega ekki ljós fyrr en rétt fyrir jól. Í fyrra var byrjunarkvótinn í ýsu aðeins 4 tonn en frjálst í þorski í mínum flokki, síðan í apríl var svo opnað fyrir frjálsa veiði í ýsu sem var svo út árið. Mikill bjartsýni er núna í norskum sjávarútvegi sérstaklega í hefðbundinni fiskvinnslu hvítfiski mikilvægir markaðir hafa styrkst tildæmis saltfiskmarkaðir í Suður Evrópu, einnig hefur verið mikil auking í sölu heilum þorski hausuðum til Evrópu það sem er kallað blankfisk og þar kemur handfæra og línufiskur nær eingöngu til greina til dæmis er Nergaard tilbúinn að borga yfirpris fyrir línufisk á bara eftir að útfæra það voru að bjóða mér að taka þátt í beitingarkostnaði sem er sjálfsögðu er dýrasti útgjaldaliðurinn hjá okkur sem gera út á línu.

Noregur Canon jakob hlaðinn 006

Vill svo í lokin óska öllum gleðilegrar hátíðar. Og takk fyrir allt gamalt og gott.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margar myndir fra sept til des 2014 064

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margar myndir fra sept til des 2014 077 


Í Norge að sansa bátinn

 

Já nú hef ég verið í Noregi að sansa bátinn, gera bátinn klárann fyrir handfæraveiðar en er ætlunin að vera á handfærum á vertíðinni þó svo lína komi líka til greina bara eftir hvernig kvótinn verður fyrir næsta ár. Búið er að smíða þvottakar og blóðgunarkassa setja upp tvær kingfisher rúllur og fara í smá prufuferð og fá einn fisk. Svo nú er bara vera klár í byrjun árs og koma sér þangað sem fiskurinn er. Það er bjartsýni í norskum sjávarútvegi eins og er fiskverð er á leiðinni upp og auðvelt að fá löndun. Og nú er svo komið að verkanir eru farnar að bjóða vel í línu og handfærafisk t.d fyrir línufisk taka þátt í beitingunni ein verkun bauð mér að borga beituna og borga overpris ( borga betur heldur en rafisklagsverðið) Verðlagstofu verðið)). Nú held ég að jafnvel þorskverð hér sé farið að verða svipað og jafnvel hærra ef við miðum við verðlagsstofuverðið. 

Margar myndir fra sept til des 2014 117


Rækjuveiðum lokið.

Já rækjuveiðum á Andra BA-101 er lokið þetta fiskveiðiárið var farið í síðasta róður í gær sunnudag. Heildarafli þessa vertíð var 62,8 tonn ekki er aflaverðmæti alveg á hreinu en rækjan smækkaði þegar á vertíð leið og þar að leiðandi lækkaði verðið. Þ.e.a.s svo kallað kríl ( veit ekki hver fann upp þetta orð) það er rækja sem er undir 1,7 gr og fyrir þannig rækju fáum við ekkert borgað en hún fer kvóta svo það er algjört möst (svo maður sletti smá) að reyna halda kríl sem lægstu. Talning á rækjunni getur verið fínt og verð gott en svo kemur kríl sem er verðlaust en fer í dýrmætan kvótann.

PA300097

 

 

 

 

 

 

 

Veiðar þessa vertíð gengu þokkalega ( aldrei er maður ánægður) fórum við í 19 róðra þessa vertíð hófum veiðar 15. okt og lukum í gær 16. nóv. Meðalróðurinn var 3,3 tonn. Stærsti róðurinn þessa vertíð var 6.038 kg ( 6,0 tonn ef við námundum) minnsti róðurinn var 767 kg ( og ef við námundum hann væri það 1,0 tonn ) Svo sveiflurnar í veiði voru dálitlar. 

Nú Verður fengið langtíma bryggjupláss Höfnum Vesturbyggðar fyrir skipið því að öllum líkindum verður Andri BA-101 ekki hreyfður meira þetta fiskveiðiárið nema rækjukvóti yrði aukinn en ég held það sé fjarstæður draumur sem ekkert taki að hugsa um.

PA290088

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo nú er ekkert hjá undirrituðum að koma sér til Norge og byrja að huga að Jakob N-32-ME sem hefur legið í ró í smábátahöfninni í Reipå í tvo mánuði. Kannski verður gott að komast í burtu til afhlaða sig smá og hlaða svo rafhlöðunar með Noregi.

10389485_727773683971688_2491598706761538164_n

 


Fjórða vikan búin

Og fimmta byrjuð og kvótinn búinn eða svo til alveg. Í síðustu viku rérum við þrjá daga svo kom bræla svo við ákváðum að róa á síðustu helgi og svo vorum við á sjó í gær og aftur í dag og kláruðum við úthlutað kvóta í dag svo við getum verið róleg varðandi þá bræluspá sem framundan er. Dagurinn í gær var nú sérlega leiðinlegur hlerarnir hættu að virka annar hlerinn fór alltaf á bakið reyndist mjög erfitt að fá þá til fungera mér var farið að gruna þetta og í gær fengum við algjörlega staðfestingu á þessu, fengum við svo lánaða hlera í dag til klára kvótann og gekk það bara mjög vel.

Á sunnudaginn fengum við einnig aðeins smá sjmörþef af brasi en þá gerði bara bræludrulla eftir að búið var að láta trollið fara um morguninn á fyrsta hali slitnaði pokasterturinn og var heilmikið bras að eiga við það í A- rokinu.

PB110121

 

Það var sko langt frá því að vera svona veður á sunnudaginn en svona var veðrið í morgun blankandi logn og Arnarfjörðurinn spegilsléttur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það var renniblíða í dag. Hér sjáum við Egill Ís en hann er kominn í fjörðinn á rækjuna hann hefur þó verið í firðinum í allt haust á snurvoð

PB110128

PB110127


Þriðja vikan

Já nú er föstudagur enn og aftur og þriðju vikunni að ljúka og líkur henni með landlegu nefnilega norð austan stormi og landlegu. Það er búið að vera frekar rólegt í þessari viku fiskerí minnkað og afli farinn að verða eigum við að segja eðlilegur þetta 300 til 400 kg á togtímann.

PA300097

 

Í gær fimmtudag var þó góður dagur en þá fengum við ágætann afla fram af Gíslaskeri ( kannski er kallinn kominn í gang eða þetta hafi bara verið einstök heppni)

Var ágæt veiði þarna og fín rækja. Eru bara nokkur ár síðan rækjan hefur staðið svona utarlega á þessum  árstíma yfirleitt höfum við verið að veiða rækjuna mikið innar allt inn á Dynjandisvog.

 

 

 

 

Erum við búin að fiska rétt rúm 36 tonn á þessari vertíð og eigum eftir 22 tonn ( + uppbætur). Það sem hefur bjargað þessari vertíð að verðið hefur verið mjög gott sem er að sjálfsögðu jákvætt fyrir fólk sem vinnur eftir hlutaskiptakerfinu. T.d hugsa ég að hásetahluturinn í gær hafi verið um 350 þúsund.

PA270063

 

Hér sjáum við Jón Hákon ( ex Höfrungur) á toginu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PA290080

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafa þrír bátar stundað veiðarnar þessa vertíð Andri BA-101, Jón Hákon BA og Ýmir BA-32, Egill ÍS-77 hefur ekki hafið veiðar.

PA290078

 

 Ýmir á toginu voru þeir bræður fyrstir til að klára sinn kvóta þessa vertíð og er Ýmir kominn í langlegudeildina á Bíldudalshöfn sennilega fram á næstu rækjuvertíð eða fram í okt 2015.

 

 

 

 

 

 

 

PA290085

 

Verðum við ekki að láta sjást í Andrann í þessu blogi þó ekki nema hluta úr stýrishúsinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PA300101

 

 

 

 

Það er samkeppni um rækjuna frá fleirum en okkur sjómönnunum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband