Bræla

 

Það gefur ekki á sjóinn það varla gefur í búðina semn er í 500m fjarlægð. Það hefur blásið hérna í Röst síðan á fimmtudaginn allur skakflotinn hefur verið bundinn síðan kl 10 á fimmtudagsmorgun. Ég var með strákunum á Edvind Olai á fimmtudaginn og föstudaginn en þá drögum við upp. Á laugardaginn var hann eitthvað orðinn órólegur og fór og lagði tvær trossur í skítakalda og var farið að draga þær í gær í skítakalda en það var enginn árangur bara þari og drulla og mjög lítið að fiski. 

Reipa og til Röst 004

Svo netin eru aftan á hekki en fara að öllu líkindum í hafið í dag því það spáir vel á morgun. Á morgun er hann að lofa okkur laberbris fyrst sunnan en svo á hann að snúa sér í norðan þannig að það verður að öllum líkindum skakveður á morgun svo við félagarnir á Jakob förum ef spáin gengur eftir.

Það er farið að fiskast inn í Lofoten svo fiskurinn er að skríða inn. Einnig er alveg mok norður í Finnmark hefur verið bókstaflega landburður þegar gefið hefur á sjó. Og hafa stóru snurvoðabátarnir verið að koma með yfir 100 tonn eftir daginn svo núna er búið að setja þak á þá meiga ekki koma með meira heldur en 40 tonn á dag. Ég hugsa það verði algjört kaos upp í Finnmark eftir páska því það eru svo margir sem eiga eftir kvóta.

Reipa og til Röst 006

Það er búið að auka kvótann í opna kerfinu ( opne gruppe) nú má ég fiska 44 tonn af þorski og aðrar tegundir frjálsar var kvótinn aukinn um 30%. Heildarþorskkvótinn sem opnakerfið hefur er rétt rúm 25 þúsund tonn af þorski 4500 tonn af ýsu og eitthvað svipað að ufsa. Svo fáum við 2000 tonn af þorski sem verður notað í meðaflaregluna.Þar sem ýsukvótinn og ufsakvótinn hafa ekki náðst undanfarin ár er þær veiðar frjálsar þangað til heildarmagni er náð. Eins hefur verið með þorskinn hann hefur ekki náðst í mörg ár þ.e.a.s heildarkvótinn náðist reyndar í fyrra þegar veiðar voru frjálsar og einstaklega gott veður fyrir smábáta alveg öfugt í ár og eru menn farnir að sjá að kvótinn mun ekki nást í ár. Í opnu kerfinu er nefnilega margir litlir bátar miklu minni en Jakob og er orðið nokkuð fyrirsjáanlegt að margir munu ekki veiða þorskkvótann sinn í ár. Og þá eru gerðar svona endurúthlutanir ( refordeling) Kvótinn í opna kerfinu hefur ekki verið aukin eins mikið og í öðrum flokkum og nú þegar kvótinn fer niður á við eins og í ár þegar heildarkvótinn dregst saman um 15% eru við með sama kvóta eins og í fyrra. 


Kominn í Röst

Og byrjaður að juksa eða skaka eins og við íslendingar segjum. Var farið yfir Vestfjorden á sunnudaginn og á mánudaginn var bara landlega vegna veðurs ekkert óvenjulegt við Röst að það blási enda eru þetta bara hólmar úti í balarhafi. Á þriðjudaginn var dagurinn tekinn svona snemma eða kannski ekki en farið var í róður kl06 var haldið að utanverðu farið svokallaða Alskjerleia fínt að fara hana í myrkri þá sérðu ekki skerin og botninn allt í kring. En ekki gekk það nú vel þarna hjá undirrituðum þarna rak mikið og glæjaði færið og enginn fiskur voru þarna yfir 15 skakbátar svona svipað og á Kóparifinu á góðum degi. Þegar ég var búinn að eyða einhverjum 4 klukkutímum þarna yfir óskaplega lítið fór ég bara í fýlu og kippti fór á innanverðu þar var nú bara skítakaldi en rak ekki eins svo það kom svona einn og einn fiskur svo upplitið á íslendingum varð aðeins betra.

Reipa og til Röst 005

 

Allt klárt fyrir fyrsta róður og þarna sést glitta í nýju rúlluna aftast BJ 5000 ex.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Daginn kláraði ég þarna að innanverðum og rúlluðum við Jakob þarna til rúmlega fjögur en þá var haldið í land og dagsaflanum landað. Á miðvikudaginn var vaknað kl 05 og haldið í róður. Var aðeins betra útlit og fínt veður mjög óvenjulegt í Röst. Þann dag kom svona einn og einn allann daginn og endaði dagsaflinn í 900 kg. Svo þessa tvo daga er ég búinn að hafa akkúrt rúmlega strandveiðiskammtinn í heildarafla deilt niður á dagana. Ég er farinn að skilja norðmennina betur og betur hvernig þeir útbúa bátana dóla upp í allann daginn og hafa messansegl til að halda bátnum stöðugum upp í vindinn þannig minnka þeir rekið alveg heilt ósköp. Ég íslendingurinn hefði átt að gera meira grín af þessum stöngum út í loftið allstaðar.

á skaki í röst nr1 001

 

 

Allar vindur í action, en lítið um fisk þarna í augnablikinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

á skaki í röst nr1 007

 

 

Hér svo týpiskur norskur skakbátur kannski ekki útlitslega en þarna sjáum við stangirnar langt út loftið og svo ef það er vindur þá dóla þeir upp í veðrið og nota messansegl til stýra sér þessi er reyndar bara á íslensku flatreki enda gott í sjóinn hann er meira segja með messanseglið niðri kannski er þetta bara íslendingur.

 

 

 

 

á skaki í röst nr1 006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo í morgun var Jakob bara skilinn eftir í flotbryggjunni og haldið á net á Edvind Olai það verður ekkert skakveður heldur á morgun svo þá fer ég einnig á net á laugardaginn er svo stromspá svona þann dag verður hvorki skakveður eða netaveður. En eins og veðurspáin er núna veður ekkert skakveður fyrr en fyrsta lagi á mánudaginn já Röst getur verið erfið bara vona að það verði komið almennilegt fiskerí þegar krókunum verði dýft næst í hafið, með þessu áframhaldi verði ég alveg fram til jóla að klára kvótann.

á skaki í röst nr1 004

 

 

 

Stjórnstöðin um borð í Jakob allt undir control.

 


Margt getur breyst.

Já margt getur breyst og það fljótt. Á síðasta laugardag var nokkuð ljóst að með svipuðu fiskerí yrðum við búnir með kvótann á viku enn á síðasta þriðjudag var bara lélegt fiskerí eða eigum við ekki að segja mikið minna heldur en var búið að vera og þarna á þriðjudaginn ákvað skipperern bara að draga upp og flytja sig frá Senjahopen til Röst. 

Senjahopen til Reipa 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hafði nú verið með hugmynd að þegar við værum búnir með kvótann færi ég norður eftir var með hugann við Havoysund og vera á skaki þar. En þarna á þriðjudeginum þegar búið var að draga eina trossu er ég bara spurður kemur þú ekki bara með í Röst og klárar kvótann sem við eigum eftir og svo getur þú byrjað á skaki þar frá. Ég fékk ca 4 tíma til að ákveða mig svo kl 15 þarna á þriðjudeginum vorum við komnir á fulla ferð frá Senjahopen til Röst og var planið að ég færi beint en þeir ætluðu að koma við í Reipa að ná í nýja bátinn. Var ég tekinn í tog yfir blánóttina svo ég gæti sofið. Þegar var verið að taka mig tók ég eftir gati á Jakob sem sagt skemmd á bógnum bakborðsmegin héldum við fryst að við að þetta hefði gerst þarna um nóttina þegar ég fór yfir í Edvind Olai að borða en ég útilokaði það þegar ég gáði í kojuna bakborðsmegin hún var bara hálffull af sjó Og var það alveg ljóst að þetta hafði gerst upp í Senjahopen. Og að öllum líkindum trébáturinn sem lág fyrir framan mig hafði komið í bátinn í óveðrinu Ole. Ég bara ekki tekið eftir því vegna þess að það var snjór yfir öllu ég bara sá ekki gatið. 

Senjahopen til Reipa 013

 

Þegar þetta var orðið ljóst breytti ég líka planinu og fór einnig til Reipa til að gera við bátinn plasta í gatið. Svo nú ligg ég hérna í Reipa nánast orðinn klár til að fara en að sjálfsögðu er ekkert ferðaveður yfir Vestfjorden fyrir mig svo það er ekkert að gera nema bara bíða. 

 

 

 

 

 

 

Senjahopen til Reipa 007

 

Bráðabirgðaviðgerðin sem framkvæmd var úti á sjó

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Af því ég er búinn að þjéna svo vel þá ákvað ég að kaupa eina skakrúllu til og varð fyrir valinu BJ5000EX. Borgaði ég fyrir hana 19.000.- norskar krónur. Og ætlaði ég að nota daginn dag ( föstudaginn) til að tengja hana og koma henni fyrir, ég átti að fá hana með hurtigruta í morgun en að sjálfsögðu fór hún ekki alveg rétta leið var send með Fjordlast sem er lítið flutingaskip sem gengur hérna á ströndinni svo hún á að koma í fyrramálið.

Senjahopen til Reipa 009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við komum til Reipa á miðvikudagskvöld eftir rúmlega sólarhringssiglingu frá Senjahopen.

Senjahopen til Reipa 011

 

Hér sjáum við Haughei en hann lagði af stað á fimmtudagsmorgunin til Röst og er einn íslendingur í áhöfn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Senjahopen til Reipa 012 

 


Nú er bara fínt veður

Og róið hvern dag. Það var landlega á miðvikudaginn fram til kl 12 en þá fórum við út að leggja í haugabrælu NV kaldadrullu með 6 til 8 metra ölduhæð en það bara gekk vel. Á fimmtudaginn var bara komið fínt veður besta veðrið á þessari vertíð hlýtt og mild ( á norðnoregs mælikvarða). Fiskerí hefur verið ágætt þetta 7 tonn í róðri erum við búnir að fiska fyrir 680 þúsund norskar á þessari vertíð og það er farið að síga á seinnihlutann kvótinn á Edvind olai er búinn og nú erum við byrjaðir á kvóta sem er Agnete en þannig er að bátar sem eru undir 11 metrar ( eða hafa kvóta undir 11m ) meiga samfiska þ.e.a.s tveir útgerðarmenn geta tekið tvo kvóta á einn bát og þannig gera þeir þetta feðganir. Leif á Agnete og samfiskar með syni sínum. Svo nú er ég farinn að vinna hjá Leif búinn hjá Lars. 

20 feb 2015 005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef allt gengur upp ætti við að vera búnir með þennan kvóta eftir viku ( ef við fáum veður). Allavega ætla þeir feðgar heim á næstu helgi að sækja nýjasta bátinn og halda áfram á honum en ég mun kveðja þá og byrja á Jakob reyna byrja fiska á hann. Svo þetta verður þokkalegt start hjá mér ca 200 þúsund norskar fyrir þessa vertíð og svo ef ég næ kvótanum á Jakob verður það 400 þúsund í viðbót. En það er nú ekki komið í bók.

20 feb 2015 001

 

 

 

Einn Íslenskur " Elise Kristin seigur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og Hann notar íslensk kör

20 feb 2015 007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kaldbakur kom aftur snemma í morgun að landa og er farinn aftur. Síðast landaði hann ca 80 tonnum og í dag landaði hann ca 45 tonnum svo það er ekkert svakalegt mok. Sennilega erum við komnir toppinn hérna í Barentshafinu og nú fer að minnka fiskurinn alveg eðlilegt segir hann Leif sem er að róa sína vertíð nr 50. Það er ekki svo langt síðan 1989 hann hafði 7 tonn í kvóta á bátinn sinn en í ár hefur hann 46 tonn ( miðað við slægðann fisk hauslausann). svona var þetta líka 1968 en þá fiskaði hann 18 tonn frá miðjum janúar til og með apríl. En svo það fór að upp á við og var mokveiði 1970, 1971 og 1972. En hann hefur samt ekki upplífað eins mikla veiði eins og hefur verið síðustu þrjú ár. Talar jafnvel um óraunverulega veiði. En við skulum vona að það verði allavega veiði mars og apríl hjá mér.

20 feb 2015 003

 

 


Bara komnir fjórir róðrar í röð.

Já það eru komnir fjórir róðrar í röð eftir stóru bræluna en netin eru aftur komin aftur á hekk þannig að það verður ekki sjóveður á morgun leiðindaspá. En það jákvæða er fiskurinn er kominn svo það er búið að vera betri veiði. 7 tonn í dag og 12 tonn í gær. Svo það er ágætt fiskerí fyrir þrjá kalla.

Fleiri myndir vertíð 2015 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo við erum næstum búnir með fyrsta kvótann í 7 sjóferðum 54 tonn svo það hefur svo sem verið ágætt en veður hefur verið að hamla Þó við séum búnir að fara bara 7 ferðir þá eru komnar þrjá vikur síðan við komum hingað. Svo að sjálfsögðu er allur kvótinn eftir hjá mér á Jakob því aðeins er búið að fiska 600 kg þar.

Fleiri myndir vertíð 2015 004

 

 

 

Það er ræs kl 0530 og svo er brottför kl 0600 og komið í fyrstu trossu kl 07 og yfirleitt er við komnir á landstím um hádegið en í gær voru við reyndar ekki komnir á landstím fyrr en kl 15 en þá voru líka um 12 tonn í lestinni eða lestunum því það eru þrjár lestar í honum Edvind Olai. 

 

 

 

 

 

Kaldbakur EA kom hér í fyrradag að landa eða það tel ég nokkuð öruggt að hann hafi verið að landa hérna. En Samherji sem á Kaldbak í gegnum dótturfélagið Útgerðarfélag Akureyinga ( Ú.A) hefur keypt 25 % í Nergaard sem er hérna á Senja og er með margar fiskverkanir og á einnig sex togara. Bara hér í Senjahopen er stór fiskverkun og rækjuvinnsla á vegum Nergaard en þeir eru víðar eins og í Breivikbotn í Finnmörku, Bö í Vestralen og svo eru þeir með vinnslur víða á eyjunni Senju. Senjahopen, Gryllefjord.

Á sjó netum feb 2014 026

 

Kaldbakur við bryggju í Senjahopen 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á sjó netum feb 2014 016

 

 

Og hérna sjáum við Kaldbak á leiðinni til Senjahopen. Það vil svo skemmtilega til að ég hef verið í áhöfn um borð í Kaldbak ekki í langann tíma en ég fór þarna sem annar stýrimaður fyrir langa löngu eða fyrir ca 8 árum en þá var þessi togari í eigu Brim Hf.

 

 

 

 

 

 

 


Komnir á hafið nýjan leik.

Já við strákarnir á edvind Olai erum komnir á á stað á nýjan leik eftir 9 daga brælu. En við fórum út í gær í NW kaldadrullu til að leggja og má segja að Edvind hafi rúllað og rúllað þannig að undirritaður varð bara sjóveikur hjá hann lét kallinn sko sannanlega finna fyrir því gær. já þessir breiðu, stuttu og djúpu bátar geta sko rúllað enda hefur maður prufað þá nokkra sem eru þannig. Hér um borð er líka stýrishúsið og borðsalurinn nánast fram í stefni svo það var veltingur til hliðar og svo upp og niður eins og að vera í stórri skopparkringlu á fleygiferð.

Senjahopen snjór og snjór 005

 

 

Við lögðum 4 trossur og svo var haldið á stað í morgun til að draga og hann Edvind byrjaði að rúlla og rúlla þegar við vorum komnir út úr innsiglingunni. Ég hugsa að það hefði farið betur á því á litla Jakob. Og svona var þetta í allann dag hopp og skopp en sem betur fer var dagurinn ekki langur því við vorum komnir í höfn kl 1330 með rúm sex tonn af óslægðum fiski tæp 4 tonn af slægðum fiski og fengum við tæpar 66 þúsund norskar krónur fyrir daginn. Svo þessi rúllingur borgaði sig kannski því  ca 10 þúsund norskar í vasann í dag. Og að sjálfsöðgu var druslunum ( úps trossunum) hent út aftur svo það verður skopparakringla á morgun. Svo nú er ekkert nema fara fljótlega koma sér í koju og hlakka til næsta róðurs og næsta 10 þúsund kalls.

Senjahopen snjór og snjór 003

 

Það er frekar kuldalegt hérna í Senjahopen búið að kingja niður sjó og frekar kalt en það var 6 gráðu frost í dag. En það spáir hlýnandi á að vera komið yfir frostmark á mánudaginn og meiri sunnanátt svo það verður ekki svona rúllingur eins og í dag og gær. 

 

 

 

 

 

 

 

Senjahopen snjór og snjór 006

 

Svona lítur þetta út hjá okkur á flotbryggjunni hérna í Senjahopen. Nóg af snjó og snjókomu. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir tveir voru hérna á ferðinni Qua Vadis og Nord Jarl. Quva Vadis er alveg glænýr snurvoða og nótaskip eitt af mörgum sem hafa komið hérna síðustu árin hugsa að hann rúlli ekki mikið. Nord Jarl er svo flutingaskip sem siglir á norsku ströndinni og þar er skólabróðir minn stýrimaður hann sagði mér reyndar á fimmtudaginn þegar hann fór héðan út að það væri ekkert veður fyrir okkur.

Senjahopen snjór og snjór 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Senjahopen snjór og snjór 001


Og aftur landlega.

 

Já það ætlar bara stormur á eftir storm. Lægjir bara í nokkra tíma svo kemur hann með storm. Orsökin er hæð sem liggur yfir Bretlandseyjum svo við fáum alla súpuna beint til hingað þegar lægðirnar eru búnar blása á Íslandi.

Göngutúr Senjahopen 003

 

Allir bátar eru í höfn hér sjáum við Snurvoðaflotann. liggja við hjá Aksel Hansen.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú verandi landlega verður vikugömul á morgun sem sagt við höfum ekki farið á sjóinn í heila viku þetta er byrjað að vera frekar pirrandi. Þegar lítið er hægt að róa kemur lítið inn á bankabókina. En það fer allatf eitthvað út.

Göngutúr Senjahopen 001

 

 

Í dag lægði hann í nokkra klukkutíma þá var notað tækifærið og tekinn góður göngutúr Senjahopen aðeins skoðaður eða skoðuð eftir hvort bærinn er kvenkyns eða karlkyns. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það eru bara fjöll allt í kring og þau eru frekar há. Það er alveg óhætt að segja að hér er ekki byggt á sandi heldur á bjargi.

 

Svo það er lítið annað gera núna en að blogga og reyna láta tímann líða og nota útskotin á milli óveðra að taka göngutúra. Ég er einnig að reyna að vinna aðeins í honum Jakob gera svona fyrirbyggjandi viðhald. En held það sé bjartsýni eins og staðan er núna að ég verði byrjaður á honum Jakob 1. mars. Nema skreien láti fljótlega sjá sig og við förum að komast á sjó og í framhaldinu fá fisk í lestina.

Göngutúr Senjahopen 011

Göngutúr Senjahopen 008


Landlega og aftur landlega.

Já núna er kominn mánudagur og við strákarnir á Edvind Olai búnir að liggja í land síðan á miðvikudagskvöld og bara bræluspá í kortunum. 

Á Laugardaginn gekk hérna yfir ofsaveður og á tímabili var ekki stætt hérna á höfninni við vorum skríðandi um að bjarga bátum sem voru að slitna frá. Það hafðist að bjarga þremur bátum frá alltjóni en einn endaði upp í fjöru og er að öllum líkindum ónýtur.

Eftir Ole 001

 

 

signe heitir báturinn sem slitnaði frá með þeim afleiðingum að hann rak upp í fjöru áður en hann rak upp í fjöru barði hann tvo báta hressilega og fór að mígleka við sáum bara að það kom bakborðshalli á bátinn og lensan byrjaði að lensa.

 

 

 

 

 

 

 

Eftir Ole 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það eru miklar skemmdir víða í Noregi þó sérstaklega í Lofoten þar sem bókstaflega varð bara kaos. Á Laugardagskvöldið var yfir 70 þúsund manns á rafmagns og þegar ég skreið í koju í gærkveldi var ennþá um 10 þúsund manns án rafmagns. Heilu bílskúranir flugu á haf út og jafnvel fugu þökin af húsum í heilu lagi.

 

 

Nú er í væntum annar stormur ekki jafn kröftugur eins og þessi en með 25 til 30 metrum á sek. Svo ég séu ekki annað enn við verðum fastir við bryggju allavega fram á miðvikudag. Þetta er nú alveg orðið gott búinn að vera á sjó í fjóra daga og svo fá vikubrælu er alveg nóg fyrir mig.

Eftir Ole 005

 

 

 

Jakob hafði það fínt í storminum enda vel bundinn og vel gengið frá honum að vestfirzkum sið.


Senjahopen.

Nú liggjum við í landi á Edvind Olai bræla og bræluspá spáir stormi og jafnvel ofsaveðri á morgun svo það er ekkert að gera nema binda vel og bíða. Við erum búnir að fiska rétt um 23 tonn. Í þremur ferðum og var síðasta ferðin best eða um 12 tonn af blóðguðum fiski. Í dag var þá lítið annað gera en að túristast hérna skoða sig aðeins um.

Senjahopen 007

 

 

 

Senjahopen er lítið samfélag á eyjunni Senja þar búa rétt rúmlega 260 manns. En á vetrarvertíðinni tvöfaldast íbúafjöldinn þegar fiskiflotinn kemur hérna að elta skreien ( Barentshafsþorskinn) þegar hann kemur syndandi frá Barentshafinu. Í Senjahopen eru tvær stórar fiskverkanir Aksel Hansen og svo er Nergaard einnig er hér rækjuverksmiðja. Á vetrarvertíðinni er mikið að bátum hérna sem koma nánast allstaðar frá Noregi hér er til dæmis bátur frá Lindnes sem er syðist í Noregi og rétt fyrir framan hann er bátur frá Tana í Finnmörku. Það er bara gaman að því að í ekki stærra samfélagi eru unninn fleiri þúsund  tonn af fiski á hverju ári og hér er heilsárs vinnsla þ.e.a.s vinnslunar eru í gangi allt árið. Hér sýnist allt um fisk ef þetta samfélag hefði ekki fiskinn myndi það bara einfaldlega deyja eins og við þekkjum svo vel frá Íslandi þar sem mörg lítil sjávarþorp eru einfaldlega að blæða út. Eftir að kvótinn hvarf því fiskurinn er enn til staðar var ekkert og verður sennilega ekkert. En sem betur fer er þetta ennþá öðruvísi hérna í Noregi ennþá. 

Senjahopen 010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það sem gerir Senjahopen að svo miklu aðdráttarafli fyrir fiskimenn er að sjálfsögðu stutt á fiskimiðin og auðvita auðvelt að losna við fisk sem og hér eru borguð góð verð fyrir fiskinn til dæmis fékk ég 3 krónur norskar hærra verð heldur en verðlagsráðsverðið er.

Senjahopen 008

 

 

 

 

Hér er íþróttahöll eða fótboltahöll þeirra í Senjahopen sem er nú ekkert slor fyrir svona lítið sveitafélag og í viðbyggingunni er líkamsræktarstöð, og velferd station ( Afdrep fyrir fiskimenn til að horfa á sjónvarp og önnur afþreying) fyrir fiskimenn. Fyrirtækin eru dugleg að láta hagnaðinn eða hluta hagnaðrins beint inn í samfélagið. Ekki koma honum í burtu eins og svo víða er gert 

 

 

 

 

 

Senjahopen 011

 

 


Kominn til Senjahopen

Já Kallinn er kominn til Senjahopen eftir mikla siglingu í alvöru vetrarveðri og tilheyrandi brasi. Ég komst til Lodingen leiðindarbrælu bara NA stormi. í Lodingen var stoppað í 30 tíma vegna veðurs. Síðan var haldið á í skítakalda til Harstad þar sem skipstjórinn ákvað að stoppa til teygja úr sér og taka smá olíu fyrir síðasta áfangann. ekki vildi betur til en að kallinn fékk  í skrúfuna þarna við olíuhöfnina og litli Jakob hristist bara og skalf svo ekkert vita var að halda áfram svo það var grafinn upp kafari sem var nú að fara í helgarfrí en hann ákvað aumkast yfir undirrituðum og hjálpa honum og hvað haldið þið að hafi verið í skrúfunni " byggingarplast" tveir til þrir fermetrar af byggingarplasti já ýmislegt getur nú skeð. 

Senjahopen og flere 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir þetta gekk nú áfallalaust til Senjahopen kom ég þar á síðasta laugardag og á sunnudaginn ákvað ég að fara á skak á meðan strákarnir á Edvind Olai lögðu netin heyrðu það bara svínvirkaði og fékk ég nánast strandveiðiskammt þarna frá níu til þrju í ca 8 gráðu frosti og SA kaldaskít svo það var ekki laust við að það hafi verið kulsamt hjá íslenska víkingnum þar og hann hugsað að hann sklidi nú alveg að við höfðum flúið svona barning á sínum tíma.

Senjahopen og flere 003

 

 

Skakblökkin alveg frosin enda var mjög kalt þennan dag 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Senjahopen og flere 005

 

 

fyrstu fiskarnir á þessu ári um borð í Jakob

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan er búið að draga þorskanetin tvisvar á Edvind Olai. Og búið að fiska um 11 tonn svo það er aðeins gangur í þessu.

Senjahopen og flere 016

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Læt þetta vera að sinni frá Senjahopen

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband