Noregur Noregur

Eða á maður að segja Ísland því við erum orðnir svo margir hérna íslendingarnir að, innbyggjarnir eru bara farnir að tala um íslensku innrásina. En nú eru sjö stykki hér um borð í Polarhav. Annars er lítið að frétta nema nú starfa ég sem hálfgerður útgerðarstjóri að koma flotanum ósigrandi af stað. 

 

Veðrið hefur leikið við okkar alltaf logn en smá galli við höfum nokkuð mikið frost. 

Planið er að koma Öyfisk í slipp, Holmvaag um í Röst og Polarfangst og Polarhav í Lofoten síðan mun Polar Atlantic að fara í offshore í feb má segja að það sé of mikið að gera.

ýmsar myndir víða 080

 

Það getur verið fallegt í Örnes.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú má segja að maður sér orðinn formlega norskur útgerðarmaður kominn með leyfi fyrir trillu.

ýmsar myndir víða 041

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo í lokin ætla ég að setja myndir inn af spilinu af Strömoygutt N-87-ME, þetta er fyrir Gylfa vin minn í Vélsmiðjunni Loga á Patreksfirði af því við um tekið nokkur spjöllin um þetta spil.

ýmsar myndir víða 086

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ýmsar myndir víða 087

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ýmsar myndir víða 088

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo alveg í lokin mynd af gamla Öyfisk.

ýmsar myndir víða 082

 


Með hækkandi sól.


Með hækkandi sól fara menn að fullum þunga að sansa til strandveiðiflotann. En nú er bara rétt rúmlega 111 dagar þangað til strandveiðar meiga hefjast (nema auðvita að sjávarútvegsráðherrann breyti eitthvað til sem hann væri alveg vís til gera) og að sjálfsögðu er það enginn undantekning hér á Bíldudal þar eru menn komnir á fullt að dytta að bátunum sumir skipta um vélar aðrir fara í stór klössun eins og lengingu og fleira.
P1100043
 
 
Í þessu iðnaðarhúsi á Bíldudal má segja sé komin ákveðið hefð á að sansa báta strandveiðimanna. Hér sést Kári BA sem hefur verið í vélarskiptum og svo sjáum við glitta í Dynjanda BA sem er þarna fyrir innan.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
P1100042
 
 
Dynjandi BA nánast tilbúinn fyrir næsta úthald í Maí bara smá dytt hér og þar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
P1100044
 
 
Og hér má sjá Hlyn Björnsson álsuðumann lagfæra rekkverk á Dynjanda BA kannski betra vera með sólgleraugu þegar maður skoðar þessa mynd svona til þess að fá ekki " rafsuðublindu "
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já þó Bíldudalur virðist sofa þá er það alveg á hreinu að strandveiðimenn sofa ekki.
 
Varðandi undirritaðann þá er ekki enn komin dagsetning um Noregsferð, sá norski eitthvað óvenjulega rólegur núna. Svo verðum við bara að sjá hvernig þetta þróast.
 
PC090214
 
 Og í lokin af því að Hafró hefur nú ákveðið að rannsaka rækjustofninn í Arnarfirði aftur í Feb. Þá set ég hérna inn mynd sem er úr siglingatölvu Andra BA-101 þar sem kemur fram togslóðir hjá okkur undanfarin ár en ég hef stundað þessar veiðar nú í 6 ár. bláu merkin eru dýpismerking sem skráist sjálfvirkt þegar við erum að toga. En eins og má sjá þarna er ekki margir auðir blettir á Norðurfjörður Arnarfjarðar sést aðeins í auða bletti á Suðurfjörðum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Fyrsta færsla ársins.


Reyndar er þetta önnur færslan á þessu ári, frekar lítið er að frétta undirritaður bíður eftir að fá dagsetningu til að halda í víking " heim til Noregs ". Vonast ég eftir því að fá dagsetningu fyrir lok þessara viku. 
Enginn löndun á bolfiski eða rækju hefur farið um Bíldudalshöfn það sem af er nýju ári, samt hafa fjórir aðkomubátar komið að bryggju. Brimnes BA frá Patreksfirði hefur legið hér tvær nætur fyrr í vikunni og svo kom Hrólfur Einarsson hér inn í dag. Svo kom Fönix BA frá Patreksfirði og Sæli BA frá Tálknafirði inn í kvöld en þessir bátar hafa verið að fiska í Arnarfirði og hefur fiskerí verið gott kemur svo sem ekki á óvart.
 
 
myndir sept til des 2013 226
 
 Hún er falleg ýsan úr Arnarfirði eins.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
myndir sept til des 2013 227
 
 
 Hér sjáum við hluta af áhöfn Andra BA-101 í stuttri skemmtisiglinu nú í vetur í byrjun desember held ég. Þetta var nú skemmtileg ferð þar sem við félagarnir nutum nánast alls þess sem Arnarfjörður hefur upp á bjóða. Aldrei að vita þessi ferð verði einhvern tímann endurtekinn
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
myndir sept til des 2013 228
 
 
 
Stýrimaðurinn á Andra bara nokkuð ánægður. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Óvenju rólegt hefur verið á músaveiðum að undanförnu hjá undirrituðum og tel ég jafnvel að vertíðin sé bara búin eins og með síldina í Breiðafirðinum allavega er fiskiríið núna ekki neitt miðað við fyrr í vetur þegar taka varð úr gildrunum nánast á vöktum. 

Árið gert upp

 Þessi pistill hefur verið dálítið lengi í skrifum byrjaði sem jólapistill síðan urðu þetta áramótaskirf og núna er þetta orðið nýársskirf.
 
Árið 2013 byrjaði á Arnarfjarðarrækju eins og 2012 endaði. En eftir mjög góða veiði haustið 2012 áttum við eftir einhver 30 tonn af rækju sem við tókum í janúar byrjuðum byrjuðum 14 janúar og vorum búin 1 feb.
IMG_1374
 
Síðasta rækjulöndun á Arnarfjarðarrækju í bili þ.e.a.s byrjun feb 2013.
 
Þarna eru við hjónin að ísa rækjuna.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Eftir rækju var haldið í víking  í árlega noregsreisu má kannski ekki segja um  venjulega reisu sé um  að ræða lengur því nú orðið starfa ég þar að mestu leiti og skrepp svo heim í frí til Íslands.
 
Í Noregi var þetta frekar hefðbundið þ.e.a.s lofotenvertíð skroppið heim í frí og svo sumarveiði norður í Finnmörku. Var reyndar ekki á sömu bátum og ég hef verið á en hjá sama útgerðarmanni, var ég með mikið minni báta heldur en ég hef vanalega verið með var það dálítll tilbreyting eins kannski kom fram á blogginu.
 
röst5 017
 
Hérna má svo sjá bátinn Holmvaag sem ég var með á vetrarvertíðinni, Þrátt fyrir metkvóta á þorski og eina mestu þorskgengd í Lofoten gekk nú frekar brösulega hjá mér til að byrja með. Til dæmis lendum við strákarnir á Holmvag í því að vera mjög neðarlega einn daginn í lönduðum afla hjá fiskverkuninni  en eftir þessa brösugu byrjun fór að ganga ágætlega og við förum að fiska svona bara nokkuð venjulega.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
röst5 008
 
 
 
 Og svona litu lóðningarnar út hjá okkur þarna í byrjun apríl þetta eru þorsklóðningar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Eftir Lofoten voru Bíldudalsgrænar og svo var það sumarveiði norður í Finnmörku með flotlínu að veiða ýsu gekk nú alveg hreint út sagt hörmulega hjá okkur til að byrja með þá aðalega komast á stað. En með vestfirzku staðfestunni tókst þetta allt og við kláruðum kvótann og vorum með vel yfir 200 kg á bala á meðaltali rérum við Baatsfirði og verður bara segjast eins og er að þar var mjög gott vera fær alveg toppeinkunn frá mér.
 
Batsfjord canon 074
 
 
 
 
 
 
 Í sumar réri ég á þessum Stromöygutt. Þótti mér þetta alveg stórskemmtilegur veiðiskapur að róa á flotlínu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Batsfjord canon 065
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo var það arnarfjarðarrækja í haust var alveg mokveiði kláruðum við kvótann á 9 dögum. Svo allt útlit er fyrir að Andri BA-101 verði bundinn við bryggju í rúma 11 mánuði á þessu fiskveiðiári !
PA280040
 
 
 Hér sjáum við Ýmir BA-32 með gott hal á síðunni í vetur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  
Reyndar var skroppið á úthafsrækju og smá á strandveiði í sumar bara svona til að halda sér við. En svona var síðasta ár í grófum dráttum. Svo er bara reyna að vera duglegur að blogga á næsta ári til að láta vita af sér.
 
P1010033
 
 
Jólamynd af Andra BA-101.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
P1010017
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Úps Úps alltof langt á má milli blogga.

Já það má segja það sé orðið frekar langt á milli blogga það helgast kannski af því að undirritaður er búinn að vera nánst ekkert fyrir stafni síðan rækjuvertíð lauk nema bíða eftir jólunum eins og börnin.Skrapp reyndar til New York til að heimækja bróður minn sem býr þar.

myndir sept til des 2013 178

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú er ég staddur í henni Reykjavík í hinni árlegu jólaferð fjölskyldunnar, þær hafa yfirleitt verið mjög sögulegar þ.e.a.s segja ferðalagið sjálft. Til að byrja þá frásögn verður að koma smá útidúr en þannig var að hann faðir minn var mikill framsóknarmaður og í bílamálum keypti hann aðeins bíla frá Sambandinu ( Sambandi Íslenskra Samvinnumanna) og þá eingöngu bíla frá Ameríska risanum GM tegundir eins og Cervolet, Izusu eða Opel. Þó Sambandið sé löngu dautt lifa þessar bílategundir ennþá og ég erfði þennan kost eða galla af föður mínum að vera mjög hlynntur þessum vörumerkjum þegar kemur að bílamálum (framsóknargenin erfði ég ekki). Fyrir nokkrum árum gerði ég þau herfilegu mistök féll fyrir Cervolet Astro AWD. Og nú snúum við okkur að sögunni aftur nefnilega til að komast til Reykjavíkur í desember frá Bíldudal þarf yfirleitt að ferðast í hálku, cervoletinn hefur nefnilega þann leiðinlega galla að framhjóladrifið er alltaf að bila og eftir margar sjúkdómsgreiningar og verkstæðisferðir hefur ekki verið hægt að komast fyrir þennan galla sumir hafa reyndar gengið svo langt og hreinlega verið  sagt við mig að kaninn kunni bara ekki að framleiða svona sídrifsbíla og auðvita særir það mitt cervolet hjarta. Yfirleitt höfum við nefnilega lent í því að bíllinn hefur hreinlega ekki komist í yfir þá fjallvegi sem þarf að komast yfir og eftir mikil öskur og læti og þó undirritaður með sína vestfirzku staðfestu að vopni búinn að reyna öll trix sem hann kann til að koma bílnum yfir fjallvegina og búinn að játa sig sigraðann sem gerist ekki oft höfum við þurft að kalla á hjálp og fá drátt yfir verstu kaflana. Þegar fór að líða á Nóvember fann undirritaður fyrir mikilli spennu varðandi þessa árlegu jólaferð og var farið að skoða veðurspár langt fram í tímann og var þetta farið að ganga svo langt að elsta dóttirin sagði bara hreinlega að við ættum að selja þessa druslu og kaupa  Landcrusier. Svo það var orðið alveg ljóst að undirritaður var orðinn undir allverulegri pressu og ákvað hann að núna skildi hann sko koma Astro AWD til Reykjavíkur án aðstoðar og dramatískrar augnablika upp á háheiðum og með hjálp veraldravefsins fann hann lausnina " keðjur " svissneskar eðal snjókeðjur undir bílinn og voru þær pantaðar í einum grænum. Má segja það hafi verið stoltur Cervolet eigandi sem lagði á stað í gær til Reykjavíkur á járnuðum bílnum ferðaharðinn var ekki mikill þetta 35 til 40 km á klukkustund en það skiptir ekki máli við erum komin til Reykjavíkur og án aðstoðar yfir þá þrjá fjallvegi sem við urðum að kljást við frá Bíldudal inn á Brjánslæk. Og nú sit ég hér í henni Reykjavík stoltur af bílnum og segi bara Landcrusier hvað. 

myndir sept til des 2013 028

 

 

Cervolet Astro á góðum degi. 


Bíldudalur lagstur í vetrardvala.


Það má segja að Bíldudualur sé nú lagstur í vetrardvala ef við tökum þann hluta sem snýr að fiskveiðum rækjuvertíð var mjög stutt þetta haustið og enginn er á bolfiskveiðum frá Bíldudal og enginn fiskvinnsla er á staðnum svo virðist sem þorpið hafi lokið hlutverki sína sem hefðbundið sjávarþorp því verður hafnarvogin lítið notuð næstu mánuði það verður kannski kveikt á henni í vor þegar eða á maður kannski að segja " ef strandveiðin fer á stað".  Háttvirtur sjávarútvegsráðherra gæti átt til að leggja hana niður. Því stundum verður að gera það sem er " þjóðhagslega hagkvæmt " allavega þegar það er hagkvæmt fyrir suma. Eins og með makríllinn.
 
PA090011
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Makríllinn, það verður að koma honum í kvóta sem fyrst það  er svo þjóðhagslega hagkvæmt. Maður er orðinn dálítið þreyttur á þessari klisju. Honum verður að úthluta frítt og hann verður að vera framseljanlegur svo hann teljist vera þjóðhagslega hagkvæmur. 
Ef við líkjum makrílnum saman við rafmagnið okkar  telja margir að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að selja rafmagn til Evrópu í gengum sæstreng. Það er gaman að bera saman hver er munurinn á makrílnum og rafmagninu hjá þessari ríkisstjórn. Rafmagnið verður ekki selt til evrópu nema þjóðin sé því samþykk þ.e.a.s að það skapist þjóðarsátt um rafmagnið. Allt annað er upp á teningum varðandi makríllinn þá kemur þjóðinni þetta ekki við.  

Rækjukvótinn búinn.


 Við áhöfnin á Andri BA-101 höfum klárað  kvótann í Arnarfjarðarrækju þetta fiskveiðiárið. Ekki tók það langann tíma að veiða kvótann fyrsti róður var 22.okt og sá síðasti var 8. nóvember, kvótinn var tekinn í níu róðrum á 18 daga tímabili því veður setti mikið strik á þessa löngu vertíð!. Það voru 7 bræludagar og svo var eitt helgarfrí.
 
PB020054
 
 
Svo af því maður er byrjaður í útreikingum þá var meðalafli á þessari vertíð 5,2 tonn á dag. Miðað við 3,2 tonn á síðustu vertíð.
 
Við tókum yfirleitt 5 höl á dag og voru þau að meðaltali yfirleitt um ein klukkustund. Þá var togað í ca 300 mín á hverjum degi. sem gerir þá 17 kg af rækju á hverja mín sem trollið var í botni. Stærsta halið á vertíðinni var rúm 3 tonn eftir 29 mín eða 102 kg af rækju á hverja togmín.
Minnsta halið var tekið á Suðurfjörðum Arnarfjarðar nánar tiltekið í Geirþjófsfirði og fengust í því ca 250 kg eftir 90 mín eða 2,7 kg af rækju á hverja togmín. Ef við höldum áfram að reikna þá notuðum við ca 1900 ltr af olíu að veiða kvótann eða um 211 ltr í róður sem gerir  sem gerir rétt tæpa 25 ltr af olíu við það að ná í hvert tonn af rækjunni. Við kaupum olíuna á ca 130 kr hvern ltr svo við vorum að eyða ca 3198 kr að ná í hvert rækjutonn og ef við reiknum með að aflaverðmæti út úr hverju rækjutonni sé ca 260 þúsund þá er olíukostnaðurinn 1,25 % af aflaverðmætinu.
 
 
PA120021
 
 
 
 Í hefðbundni rækjurannsókn Drafnar RE-35 á vegum Hafró fengust 19,5 kg inn á Suðurfjörðum í fimm hölum samtals og var stærsta halið 8,4 kg.  Við tókum 5 höl inn á Suðurfjörðum þessa vertíð það stærsta var 1000 kg eftir 90 mín svo var það fyrrgreinda minnsta hal vertíðar 250 kg eftir 90 mín, svo var það 300 kg eftir 30 mín fjórða halið var 800 kg eftir 70 mín og svo var það síðasta halið sem var 400 kg eftir 70 mín eða samtals 2750 kg af rækju eftir daginn reyndar voru þessi höl ekki tekin á sömu stöðum og Dröfn RE-35 togaði en enga síður sýna þau að rækjan getur haldið sig á öðrum stöðum heldur en rannsóknartog! segja til um. 
 
 
Óhætt er að segja að rækjan hafi verið mjög veiðanleg þessa vertíð og sennilega er þetta styðsta vertíð sögunar því nú eru þrír bátar búnir með kvótann sinn Ýmir BA-32, Andri BA-101 og  Egill ÍS-77 svo á Brynjar BA-128 eftir einhver 18 tonn, svo búið er að veiða yfir 90% af úthlutuð kvóta í Arnarfjarðarrækju þetta árið.
 
PA290050
 
 
Ýmir BA-32 tók sinn kvótann í 5 sjóferðum 32 tonn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
PB030062
 
 
Egill ÍS 77 tók sinn kvóta í 11 sjóferðum 64 tonn
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_6322
 
 
 
 
Andri BA-101 tók sinn kvóta í 9 sjóferðum 46 tonn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
PA280033
 
 
 
 
Brynjar BA-128 kominn með 28 tonn í 7 sjóferðum á eftir um 18 tonn. Brynjar er auðvita langminnsti báturinn sem stundar þessar veiðar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þá er ekkert nema leggja Andra BA-101 í langtímastæðið var notaður í heila níu daga þessa vertíð og allt stefnir í að hann verði ekki hreyfður neitt í bráð.
IMG_6290
 
 
Svo ætli það sé ekki þessi bátur bara næst hjá undirrituð næst Strömoygutt N-87-ME. 

Rúm þrjú tonn eftir.

Já rúm þrjú tonn eftir af kvóta Andra BA-101 í Arnarfjarðarrækju þetta fiskveiðiárið búið er að fara í 7 alvöru róðra og svo var farið í einn tilraunaróður í gær, þannig það stefnir allt í það að Andri verði gerður út í 9 daga á þessu fiskiveiðiári. Sem er alveg ótrúlegt.

 

Þessi tilraunaróður sem við fórum í var að leita af rækju inn á Suðurfjörðum Arnarfjarðar þar fannst nánast enginn rækja í rannsókn Hafró í haust rétt um 11 kg, aflinn var samt ekkert sérstakur á mælikvarða þessara vertíðar en við fengum 2,8 tonn í fimm hölum tekin í Geirþjófsfirði og mynni hans. Sem sagt aðeins meira heldur en hafró fékk í rannsókninni. Það þarf svo sem ekki að fara mjög langt aftur í tíma til að 2,8 tonn af rækju eftir einn dag í Arnarfirði þótti bara mjög gott.

 

PB020054

 

Flott rækja veidd örgrunnt framundan Gljúfrá

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PB030065

 

 

Egill ÍS að taka trollið á Sunnudaginn það er greinilega nóg að fugli í Arnarfirði.

 

 

 

 

 

 

 

 

PB030063

 

 

Egill ÍS.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PB020058

 

 

Gljúfrá.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Rækjuvertíð senn lokið.

 
Að öllu venjulegu væru vertíðarlok í Arnarfirði í Janúar eða febrúar en ekki í byrjun nóvember. Opnað var fyrir rækjuveiðar í Arnarfirði 21 okt og nú miðvikudaginn 30 okt er búið að veiða yfir helming af kvóta reyndar var kvótinn ekki stór rétt um 200 tonn samt er þetta alveg svakalega góð byrjun því hver bátur er einungis búin að fara í 5 sjóferðir og einn bátur er reyndir búinn með kvótann Ýmir BA-32 sem er alveg fantagóð veiði en hann er með rúm 16% af heildarkvótanum, svo ekki er nú mikill kostnaður hjá þeim þessa vertíðina. Aðrir bátar eru með meiri kvóta. 
 
Við á Andra eru búin að fiska rétt rúm 30 tonn og eigum eftir 16 tonn. 
 
PA280040
 
 
Ýmir BA-32 að taka trollið á mánudaginn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
PA280042
 
 
Egill að hífa strákarnir komnir upp tilbúnir.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
PA290047
 
 
Ýmir og Brynjar að mætast fyrir utan Glúfrá í gær.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
PA290050
 
 
Ýmir BA-32.
 
 
 
 
 
 

Rækjan hafin og gengur vel.


Já rækjuveiðar eru hafnar í Arnarfirði og er óhætt að segja að þær ganga vel. komin yfir 61 tonn á land á Bíldudal. Aflahæðstur er Ýmir með 22,4 tonn Andri með 16,8, Brynjar með 15,1 tonn svo landaði Egill ÍS hérna einu sinni 7,2 tonnum. Síðan er Egill búinn að landa tvisvar á Þingeyri.  Svo ég myndi skjóta á að veiðin sé komin langt yfir 70 tonn á þremur dögum, og þess má geta að hver bátur er einungis búinn að fara þrjár sjóferðir. Sem sagt 35% af kvótanum búin á þremur dögum.
 
En þrátt fyrir þessa flottu veiði stefnir í styðstu vertíð í Arnarfirði trúlega síðan veiðar hófust því með þessu áframhaldi og veður leyfir gæti kvótinn nánast verið búin í lok næstu viku. Reyndar er kvótinn í sögulegu lágmarki fyrir utan þegar veiðar voru alfarið bannaðar. 
 
Þar sem undiritaður hefur gleymt að taka með sér myndavélina á þessari vertíð verð ég að setja gamlar myndir 
.
DSCN3101
 
 
 
 
 
Ýmir BA fyrir ári síðan.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN3124
 
 
Arnarfjarðarrækja að renna niður lestina rauða gullið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN3136
 
 
Egill ÍS að taka trollið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_6322
 
 
Andri BA-101
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN3109
 
 
Og Brynjar BA
 
 
 
 
 
Þannig að nú eru komnar myndir af öllu rækjubátnum sem hafa veiðileyfi í Arnarfirði þessa vertíð
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013447
  • 1000013442
  • 1000013416
  • 1000013421
  • 1000013168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 136593

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband