Árið gert upp

 Þessi pistill hefur verið dálítið lengi í skrifum byrjaði sem jólapistill síðan urðu þetta áramótaskirf og núna er þetta orðið nýársskirf.
 
Árið 2013 byrjaði á Arnarfjarðarrækju eins og 2012 endaði. En eftir mjög góða veiði haustið 2012 áttum við eftir einhver 30 tonn af rækju sem við tókum í janúar byrjuðum byrjuðum 14 janúar og vorum búin 1 feb.
IMG_1374
 
Síðasta rækjulöndun á Arnarfjarðarrækju í bili þ.e.a.s byrjun feb 2013.
 
Þarna eru við hjónin að ísa rækjuna.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Eftir rækju var haldið í víking  í árlega noregsreisu má kannski ekki segja um  venjulega reisu sé um  að ræða lengur því nú orðið starfa ég þar að mestu leiti og skrepp svo heim í frí til Íslands.
 
Í Noregi var þetta frekar hefðbundið þ.e.a.s lofotenvertíð skroppið heim í frí og svo sumarveiði norður í Finnmörku. Var reyndar ekki á sömu bátum og ég hef verið á en hjá sama útgerðarmanni, var ég með mikið minni báta heldur en ég hef vanalega verið með var það dálítll tilbreyting eins kannski kom fram á blogginu.
 
röst5 017
 
Hérna má svo sjá bátinn Holmvaag sem ég var með á vetrarvertíðinni, Þrátt fyrir metkvóta á þorski og eina mestu þorskgengd í Lofoten gekk nú frekar brösulega hjá mér til að byrja með. Til dæmis lendum við strákarnir á Holmvag í því að vera mjög neðarlega einn daginn í lönduðum afla hjá fiskverkuninni  en eftir þessa brösugu byrjun fór að ganga ágætlega og við förum að fiska svona bara nokkuð venjulega.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
röst5 008
 
 
 
 Og svona litu lóðningarnar út hjá okkur þarna í byrjun apríl þetta eru þorsklóðningar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Eftir Lofoten voru Bíldudalsgrænar og svo var það sumarveiði norður í Finnmörku með flotlínu að veiða ýsu gekk nú alveg hreint út sagt hörmulega hjá okkur til að byrja með þá aðalega komast á stað. En með vestfirzku staðfestunni tókst þetta allt og við kláruðum kvótann og vorum með vel yfir 200 kg á bala á meðaltali rérum við Baatsfirði og verður bara segjast eins og er að þar var mjög gott vera fær alveg toppeinkunn frá mér.
 
Batsfjord canon 074
 
 
 
 
 
 
 Í sumar réri ég á þessum Stromöygutt. Þótti mér þetta alveg stórskemmtilegur veiðiskapur að róa á flotlínu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Batsfjord canon 065
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo var það arnarfjarðarrækja í haust var alveg mokveiði kláruðum við kvótann á 9 dögum. Svo allt útlit er fyrir að Andri BA-101 verði bundinn við bryggju í rúma 11 mánuði á þessu fiskveiðiári !
PA280040
 
 
 Hér sjáum við Ýmir BA-32 með gott hal á síðunni í vetur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  
Reyndar var skroppið á úthafsrækju og smá á strandveiði í sumar bara svona til að halda sér við. En svona var síðasta ár í grófum dráttum. Svo er bara reyna að vera duglegur að blogga á næsta ári til að láta vita af sér.
 
P1010033
 
 
Jólamynd af Andra BA-101.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
P1010017
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Úps Úps alltof langt á má milli blogga.

Já það má segja það sé orðið frekar langt á milli blogga það helgast kannski af því að undirritaður er búinn að vera nánst ekkert fyrir stafni síðan rækjuvertíð lauk nema bíða eftir jólunum eins og börnin.Skrapp reyndar til New York til að heimækja bróður minn sem býr þar.

myndir sept til des 2013 178

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú er ég staddur í henni Reykjavík í hinni árlegu jólaferð fjölskyldunnar, þær hafa yfirleitt verið mjög sögulegar þ.e.a.s segja ferðalagið sjálft. Til að byrja þá frásögn verður að koma smá útidúr en þannig var að hann faðir minn var mikill framsóknarmaður og í bílamálum keypti hann aðeins bíla frá Sambandinu ( Sambandi Íslenskra Samvinnumanna) og þá eingöngu bíla frá Ameríska risanum GM tegundir eins og Cervolet, Izusu eða Opel. Þó Sambandið sé löngu dautt lifa þessar bílategundir ennþá og ég erfði þennan kost eða galla af föður mínum að vera mjög hlynntur þessum vörumerkjum þegar kemur að bílamálum (framsóknargenin erfði ég ekki). Fyrir nokkrum árum gerði ég þau herfilegu mistök féll fyrir Cervolet Astro AWD. Og nú snúum við okkur að sögunni aftur nefnilega til að komast til Reykjavíkur í desember frá Bíldudal þarf yfirleitt að ferðast í hálku, cervoletinn hefur nefnilega þann leiðinlega galla að framhjóladrifið er alltaf að bila og eftir margar sjúkdómsgreiningar og verkstæðisferðir hefur ekki verið hægt að komast fyrir þennan galla sumir hafa reyndar gengið svo langt og hreinlega verið  sagt við mig að kaninn kunni bara ekki að framleiða svona sídrifsbíla og auðvita særir það mitt cervolet hjarta. Yfirleitt höfum við nefnilega lent í því að bíllinn hefur hreinlega ekki komist í yfir þá fjallvegi sem þarf að komast yfir og eftir mikil öskur og læti og þó undirritaður með sína vestfirzku staðfestu að vopni búinn að reyna öll trix sem hann kann til að koma bílnum yfir fjallvegina og búinn að játa sig sigraðann sem gerist ekki oft höfum við þurft að kalla á hjálp og fá drátt yfir verstu kaflana. Þegar fór að líða á Nóvember fann undirritaður fyrir mikilli spennu varðandi þessa árlegu jólaferð og var farið að skoða veðurspár langt fram í tímann og var þetta farið að ganga svo langt að elsta dóttirin sagði bara hreinlega að við ættum að selja þessa druslu og kaupa  Landcrusier. Svo það var orðið alveg ljóst að undirritaður var orðinn undir allverulegri pressu og ákvað hann að núna skildi hann sko koma Astro AWD til Reykjavíkur án aðstoðar og dramatískrar augnablika upp á háheiðum og með hjálp veraldravefsins fann hann lausnina " keðjur " svissneskar eðal snjókeðjur undir bílinn og voru þær pantaðar í einum grænum. Má segja það hafi verið stoltur Cervolet eigandi sem lagði á stað í gær til Reykjavíkur á járnuðum bílnum ferðaharðinn var ekki mikill þetta 35 til 40 km á klukkustund en það skiptir ekki máli við erum komin til Reykjavíkur og án aðstoðar yfir þá þrjá fjallvegi sem við urðum að kljást við frá Bíldudal inn á Brjánslæk. Og nú sit ég hér í henni Reykjavík stoltur af bílnum og segi bara Landcrusier hvað. 

myndir sept til des 2013 028

 

 

Cervolet Astro á góðum degi. 


Bíldudalur lagstur í vetrardvala.


Það má segja að Bíldudualur sé nú lagstur í vetrardvala ef við tökum þann hluta sem snýr að fiskveiðum rækjuvertíð var mjög stutt þetta haustið og enginn er á bolfiskveiðum frá Bíldudal og enginn fiskvinnsla er á staðnum svo virðist sem þorpið hafi lokið hlutverki sína sem hefðbundið sjávarþorp því verður hafnarvogin lítið notuð næstu mánuði það verður kannski kveikt á henni í vor þegar eða á maður kannski að segja " ef strandveiðin fer á stað".  Háttvirtur sjávarútvegsráðherra gæti átt til að leggja hana niður. Því stundum verður að gera það sem er " þjóðhagslega hagkvæmt " allavega þegar það er hagkvæmt fyrir suma. Eins og með makríllinn.
 
PA090011
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Makríllinn, það verður að koma honum í kvóta sem fyrst það  er svo þjóðhagslega hagkvæmt. Maður er orðinn dálítið þreyttur á þessari klisju. Honum verður að úthluta frítt og hann verður að vera framseljanlegur svo hann teljist vera þjóðhagslega hagkvæmur. 
Ef við líkjum makrílnum saman við rafmagnið okkar  telja margir að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að selja rafmagn til Evrópu í gengum sæstreng. Það er gaman að bera saman hver er munurinn á makrílnum og rafmagninu hjá þessari ríkisstjórn. Rafmagnið verður ekki selt til evrópu nema þjóðin sé því samþykk þ.e.a.s að það skapist þjóðarsátt um rafmagnið. Allt annað er upp á teningum varðandi makríllinn þá kemur þjóðinni þetta ekki við.  

Rækjukvótinn búinn.


 Við áhöfnin á Andri BA-101 höfum klárað  kvótann í Arnarfjarðarrækju þetta fiskveiðiárið. Ekki tók það langann tíma að veiða kvótann fyrsti róður var 22.okt og sá síðasti var 8. nóvember, kvótinn var tekinn í níu róðrum á 18 daga tímabili því veður setti mikið strik á þessa löngu vertíð!. Það voru 7 bræludagar og svo var eitt helgarfrí.
 
PB020054
 
 
Svo af því maður er byrjaður í útreikingum þá var meðalafli á þessari vertíð 5,2 tonn á dag. Miðað við 3,2 tonn á síðustu vertíð.
 
Við tókum yfirleitt 5 höl á dag og voru þau að meðaltali yfirleitt um ein klukkustund. Þá var togað í ca 300 mín á hverjum degi. sem gerir þá 17 kg af rækju á hverja mín sem trollið var í botni. Stærsta halið á vertíðinni var rúm 3 tonn eftir 29 mín eða 102 kg af rækju á hverja togmín.
Minnsta halið var tekið á Suðurfjörðum Arnarfjarðar nánar tiltekið í Geirþjófsfirði og fengust í því ca 250 kg eftir 90 mín eða 2,7 kg af rækju á hverja togmín. Ef við höldum áfram að reikna þá notuðum við ca 1900 ltr af olíu að veiða kvótann eða um 211 ltr í róður sem gerir  sem gerir rétt tæpa 25 ltr af olíu við það að ná í hvert tonn af rækjunni. Við kaupum olíuna á ca 130 kr hvern ltr svo við vorum að eyða ca 3198 kr að ná í hvert rækjutonn og ef við reiknum með að aflaverðmæti út úr hverju rækjutonni sé ca 260 þúsund þá er olíukostnaðurinn 1,25 % af aflaverðmætinu.
 
 
PA120021
 
 
 
 Í hefðbundni rækjurannsókn Drafnar RE-35 á vegum Hafró fengust 19,5 kg inn á Suðurfjörðum í fimm hölum samtals og var stærsta halið 8,4 kg.  Við tókum 5 höl inn á Suðurfjörðum þessa vertíð það stærsta var 1000 kg eftir 90 mín svo var það fyrrgreinda minnsta hal vertíðar 250 kg eftir 90 mín, svo var það 300 kg eftir 30 mín fjórða halið var 800 kg eftir 70 mín og svo var það síðasta halið sem var 400 kg eftir 70 mín eða samtals 2750 kg af rækju eftir daginn reyndar voru þessi höl ekki tekin á sömu stöðum og Dröfn RE-35 togaði en enga síður sýna þau að rækjan getur haldið sig á öðrum stöðum heldur en rannsóknartog! segja til um. 
 
 
Óhætt er að segja að rækjan hafi verið mjög veiðanleg þessa vertíð og sennilega er þetta styðsta vertíð sögunar því nú eru þrír bátar búnir með kvótann sinn Ýmir BA-32, Andri BA-101 og  Egill ÍS-77 svo á Brynjar BA-128 eftir einhver 18 tonn, svo búið er að veiða yfir 90% af úthlutuð kvóta í Arnarfjarðarrækju þetta árið.
 
PA290050
 
 
Ýmir BA-32 tók sinn kvótann í 5 sjóferðum 32 tonn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
PB030062
 
 
Egill ÍS 77 tók sinn kvóta í 11 sjóferðum 64 tonn
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_6322
 
 
 
 
Andri BA-101 tók sinn kvóta í 9 sjóferðum 46 tonn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
PA280033
 
 
 
 
Brynjar BA-128 kominn með 28 tonn í 7 sjóferðum á eftir um 18 tonn. Brynjar er auðvita langminnsti báturinn sem stundar þessar veiðar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þá er ekkert nema leggja Andra BA-101 í langtímastæðið var notaður í heila níu daga þessa vertíð og allt stefnir í að hann verði ekki hreyfður neitt í bráð.
IMG_6290
 
 
Svo ætli það sé ekki þessi bátur bara næst hjá undirrituð næst Strömoygutt N-87-ME. 

Rúm þrjú tonn eftir.

Já rúm þrjú tonn eftir af kvóta Andra BA-101 í Arnarfjarðarrækju þetta fiskveiðiárið búið er að fara í 7 alvöru róðra og svo var farið í einn tilraunaróður í gær, þannig það stefnir allt í það að Andri verði gerður út í 9 daga á þessu fiskiveiðiári. Sem er alveg ótrúlegt.

 

Þessi tilraunaróður sem við fórum í var að leita af rækju inn á Suðurfjörðum Arnarfjarðar þar fannst nánast enginn rækja í rannsókn Hafró í haust rétt um 11 kg, aflinn var samt ekkert sérstakur á mælikvarða þessara vertíðar en við fengum 2,8 tonn í fimm hölum tekin í Geirþjófsfirði og mynni hans. Sem sagt aðeins meira heldur en hafró fékk í rannsókninni. Það þarf svo sem ekki að fara mjög langt aftur í tíma til að 2,8 tonn af rækju eftir einn dag í Arnarfirði þótti bara mjög gott.

 

PB020054

 

Flott rækja veidd örgrunnt framundan Gljúfrá

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PB030065

 

 

Egill ÍS að taka trollið á Sunnudaginn það er greinilega nóg að fugli í Arnarfirði.

 

 

 

 

 

 

 

 

PB030063

 

 

Egill ÍS.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

PB020058

 

 

Gljúfrá.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Rækjuvertíð senn lokið.

 
Að öllu venjulegu væru vertíðarlok í Arnarfirði í Janúar eða febrúar en ekki í byrjun nóvember. Opnað var fyrir rækjuveiðar í Arnarfirði 21 okt og nú miðvikudaginn 30 okt er búið að veiða yfir helming af kvóta reyndar var kvótinn ekki stór rétt um 200 tonn samt er þetta alveg svakalega góð byrjun því hver bátur er einungis búin að fara í 5 sjóferðir og einn bátur er reyndir búinn með kvótann Ýmir BA-32 sem er alveg fantagóð veiði en hann er með rúm 16% af heildarkvótanum, svo ekki er nú mikill kostnaður hjá þeim þessa vertíðina. Aðrir bátar eru með meiri kvóta. 
 
Við á Andra eru búin að fiska rétt rúm 30 tonn og eigum eftir 16 tonn. 
 
PA280040
 
 
Ýmir BA-32 að taka trollið á mánudaginn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
PA280042
 
 
Egill að hífa strákarnir komnir upp tilbúnir.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
PA290047
 
 
Ýmir og Brynjar að mætast fyrir utan Glúfrá í gær.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
PA290050
 
 
Ýmir BA-32.
 
 
 
 
 
 

Rækjan hafin og gengur vel.


Já rækjuveiðar eru hafnar í Arnarfirði og er óhætt að segja að þær ganga vel. komin yfir 61 tonn á land á Bíldudal. Aflahæðstur er Ýmir með 22,4 tonn Andri með 16,8, Brynjar með 15,1 tonn svo landaði Egill ÍS hérna einu sinni 7,2 tonnum. Síðan er Egill búinn að landa tvisvar á Þingeyri.  Svo ég myndi skjóta á að veiðin sé komin langt yfir 70 tonn á þremur dögum, og þess má geta að hver bátur er einungis búinn að fara þrjár sjóferðir. Sem sagt 35% af kvótanum búin á þremur dögum.
 
En þrátt fyrir þessa flottu veiði stefnir í styðstu vertíð í Arnarfirði trúlega síðan veiðar hófust því með þessu áframhaldi og veður leyfir gæti kvótinn nánast verið búin í lok næstu viku. Reyndar er kvótinn í sögulegu lágmarki fyrir utan þegar veiðar voru alfarið bannaðar. 
 
Þar sem undiritaður hefur gleymt að taka með sér myndavélina á þessari vertíð verð ég að setja gamlar myndir 
.
DSCN3101
 
 
 
 
 
Ýmir BA fyrir ári síðan.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN3124
 
 
Arnarfjarðarrækja að renna niður lestina rauða gullið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN3136
 
 
Egill ÍS að taka trollið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_6322
 
 
Andri BA-101
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN3109
 
 
Og Brynjar BA
 
 
 
 
 
Þannig að nú eru komnar myndir af öllu rækjubátnum sem hafa veiðileyfi í Arnarfirði þessa vertíð
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  

Beðið eftir Dröfn (Dröfn kom og fór.


Já, sumir bíða eftir jólunum aðrir eftir sumrinu en rækjusjómenn í Arnarfirði bíða eftir Dröfninni þ.e.a.s rækjurannsóknarskipinu Dröfn RE-35.
PA120021
 
 
 
Því á hverju hausti kemur Dröfn RE-35 í fjörðinn hlaðin af sérfræðingum bæði að sunnan (S.A.S) einnig  fylgja með sérfræðingar frá Ísafirði. 
Eftir að Dröfn kemur byrjar svokölluð sálarkreppa hjá rækjusjómönnum sumir fyllast bjartsýni aðrir svartsýni þetta ástand varir í fjóra daga eða á meðan rannsókn stendur yfir, heyrir maður t.d, þetta er búið, aldrei rækja meir og svo á jákvæðnum nótum þetta lítur vel út, þetta verður gott finn það á mér. Og á tölvuöld er reyndar hægt að fylgjast með hverri hreyfingu skipsins í gegnum A.i.s. á síðunni Marine traffic fylgjast menn þá nánst með hverri hreyfingu skipsins telja hölin heyrist þá stundum þeir voru ansi lengi að taka trollið við Urðarhlíðina ætla það hafi verið bomsa ( orð yfir stór höl á innanfjarðarrækju) svo kemur svartsýnin þetta hefur örugglega verið grjót. Svo herða menn sig upp og hringja í Gunna skipstjórann til að spæja um árangurinn.
PA100017
 
 
Og hér sjáum einmitt tvo góða ræða málin eftir annan dag nr 2Hlyn rækjusjómann og Gunna skipstjóra á rannsóknarskipinu Dröfn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En hvað um það dómsdagur kom í dag þ.e.a.s. loka dagur rannsóknar og í þetta sinn var árangur undir væntingum síðuritara og því miður fannst ekki nógu mikið af rækju og var hún á takmörkuðu svæði sem reyndar hefur verið í mörg ár. Þessi rannsókn gaf mun minni veiði heldur en rannsóknin í fyrra.
 
Þá hefst sálarkreppa nr 2 hjá Arnfirzkum rækjusjómönnum það er að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar tekur það yfirleitt nokkra daga frá því að rannsókn líkur en það er öðruvísi bið hjá rækjusjómönnum því við fáum svona nokkurnveginn að vita þetta mikilvægasta strax hvort rækja verður leyfð eður ei og hvort kvóti verður mikill eða lítill og í þessu tilviki verður kvótinn því miður lítill og þá er bara bíða hversu lítill hann verður það er sálarkreppa nr2.
PA090011
 
 Andri og ýmir tilbúnir í slaginn þó lítill verði.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En þó svo að rannsóknin hafi ekki farið vel þá er nú alltaf fallegt í Arnarfirði.
PA090006
 

Nú bloggað á hverjum degi

Ferðin hjá okkur á Andra gekk bara eins og í sögu og komum við Ísafjarðar kl 2200 og lögðum Esther þar, við yfirgáfum svo Ísafjörð kl 2300 og vorum komnir til Bíldudals kl 0700 í morgun. 

IMG_6321

 

Andri að leggja í hann með Pétur Þór í drætti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_6323

 

 

Þarna siglum við með Esther út úr höfninni má segja að Bíldudalur og Arnarfjörður hafi skartað sínu fegursta.

 

 

 

 

 

 

 

IMG_6325

 

 

Svo hófst ferðalagið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P9240087

 

 

Farið fyrir Barða, var þetta í fyrsta sinn sem við á Andra BA-101 sigldum fyrir Barða á þeim fjórum árum sem hann hefur verið í okkar eigu.

 

 

 

 

 

 

 

Í Arnarfirði var Egill ÍS á veiðum og tókum við þessar af honum

P9240074

 

 

Þarna er hann að koma í baujuna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P9240075

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_6331

 


Esther ( ex Pétur Þór BA-44 Hringur BA-165)


Í dag er ég í dálítið sérkennilegu verkefni og þó því ég er að draga 1491 Esther til 'Isafjarðar. Þar sem báturinn mun hafa viðkomu á leið sinni til Akureyrar þar sem hann mun ganga í endurnýjun undirleiðsögn Lárusar List núverandi eiganda.
 
Þessi bátur var fyrst keyptur til Bíldudals 1978 af föður mínum og tveimur vinum hans Pétri Þór Elíasyni og Jörundi Bjarnasyni þá var báturinn rétt rúmlega eins árs. Annað hvort árið 1980 eða 81 selja þeir bátinn þá orðnir tveir því Pétur hafði fallið frá. Árið 1984 er báturinn aftur keyptur til Bíldudals og hefur verið þar síðan þá var reyndar seldur eða leigður til Tálknafjarðar í stutta stund. Þegar hann kom til Bíldudals aftur fær hann nafnið Pétur Þór sem hefur fylgt honum alla tíð þangað til nú.
 
P9240077
 
 
Arnarfjörður kvaddi þennan mikla höfðinga með sinni rjómablíðu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
P9240072
 
 
 
 
Pabbi hafði alltaf taugar til þessa báts. Enda var þetta búið að vera draumur þeirra félaga í dálítinn tíma að fara saman í útgerð.
 
Kannski fylgjast þeir vinirnir Pétur og Pabbi með þessum aðgerðum í dag hver veit. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband