25.1.2014 | 20:36
Noregur Noregur
Eða á maður að segja Ísland því við erum orðnir svo margir hérna íslendingarnir að, innbyggjarnir eru bara farnir að tala um íslensku innrásina. En nú eru sjö stykki hér um borð í Polarhav. Annars er lítið að frétta nema nú starfa ég sem hálfgerður útgerðarstjóri að koma flotanum ósigrandi af stað.
Veðrið hefur leikið við okkar alltaf logn en smá galli við höfum nokkuð mikið frost.
Planið er að koma Öyfisk í slipp, Holmvaag um í Röst og Polarfangst og Polarhav í Lofoten síðan mun Polar Atlantic að fara í offshore í feb má segja að það sé of mikið að gera.

Það getur verið fallegt í Örnes.
Og nú má segja að maður sér orðinn formlega norskur útgerðarmaður kominn með leyfi fyrir trillu.

Svo í lokin ætla ég að setja myndir inn af spilinu af Strömoygutt N-87-ME, þetta er fyrir Gylfa vin minn í Vélsmiðjunni Loga á Patreksfirði af því við um tekið nokkur spjöllin um þetta spil.



Svo alveg í lokin mynd af gamla Öyfisk.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2014 | 10:04
Með hækkandi sól.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2014 | 22:59
Fyrsta færsla ársins.



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2014 | 18:01
Árið gert upp








Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2013 | 10:18
Úps Úps alltof langt á má milli blogga.
Já það má segja það sé orðið frekar langt á milli blogga það helgast kannski af því að undirritaður er búinn að vera nánst ekkert fyrir stafni síðan rækjuvertíð lauk nema bíða eftir jólunum eins og börnin.Skrapp reyndar til New York til að heimækja bróður minn sem býr þar.

Og nú er ég staddur í henni Reykjavík í hinni árlegu jólaferð fjölskyldunnar, þær hafa yfirleitt verið mjög sögulegar þ.e.a.s segja ferðalagið sjálft. Til að byrja þá frásögn verður að koma smá útidúr en þannig var að hann faðir minn var mikill framsóknarmaður og í bílamálum keypti hann aðeins bíla frá Sambandinu ( Sambandi Íslenskra Samvinnumanna) og þá eingöngu bíla frá Ameríska risanum GM tegundir eins og Cervolet, Izusu eða Opel. Þó Sambandið sé löngu dautt lifa þessar bílategundir ennþá og ég erfði þennan kost eða galla af föður mínum að vera mjög hlynntur þessum vörumerkjum þegar kemur að bílamálum (framsóknargenin erfði ég ekki). Fyrir nokkrum árum gerði ég þau herfilegu mistök féll fyrir Cervolet Astro AWD. Og nú snúum við okkur að sögunni aftur nefnilega til að komast til Reykjavíkur í desember frá Bíldudal þarf yfirleitt að ferðast í hálku, cervoletinn hefur nefnilega þann leiðinlega galla að framhjóladrifið er alltaf að bila og eftir margar sjúkdómsgreiningar og verkstæðisferðir hefur ekki verið hægt að komast fyrir þennan galla sumir hafa reyndar gengið svo langt og hreinlega verið sagt við mig að kaninn kunni bara ekki að framleiða svona sídrifsbíla og auðvita særir það mitt cervolet hjarta. Yfirleitt höfum við nefnilega lent í því að bíllinn hefur hreinlega ekki komist í yfir þá fjallvegi sem þarf að komast yfir og eftir mikil öskur og læti og þó undirritaður með sína vestfirzku staðfestu að vopni búinn að reyna öll trix sem hann kann til að koma bílnum yfir fjallvegina og búinn að játa sig sigraðann sem gerist ekki oft höfum við þurft að kalla á hjálp og fá drátt yfir verstu kaflana. Þegar fór að líða á Nóvember fann undirritaður fyrir mikilli spennu varðandi þessa árlegu jólaferð og var farið að skoða veðurspár langt fram í tímann og var þetta farið að ganga svo langt að elsta dóttirin sagði bara hreinlega að við ættum að selja þessa druslu og kaupa Landcrusier. Svo það var orðið alveg ljóst að undirritaður var orðinn undir allverulegri pressu og ákvað hann að núna skildi hann sko koma Astro AWD til Reykjavíkur án aðstoðar og dramatískrar augnablika upp á háheiðum og með hjálp veraldravefsins fann hann lausnina " keðjur " svissneskar eðal snjókeðjur undir bílinn og voru þær pantaðar í einum grænum. Má segja það hafi verið stoltur Cervolet eigandi sem lagði á stað í gær til Reykjavíkur á járnuðum bílnum ferðaharðinn var ekki mikill þetta 35 til 40 km á klukkustund en það skiptir ekki máli við erum komin til Reykjavíkur og án aðstoðar yfir þá þrjá fjallvegi sem við urðum að kljást við frá Bíldudal inn á Brjánslæk. Og nú sit ég hér í henni Reykjavík stoltur af bílnum og segi bara Landcrusier hvað.

Cervolet Astro á góðum degi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2013 | 12:48
Bíldudalur lagstur í vetrardvala.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2013 | 08:31
Rækjukvótinn búinn.







Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2013 | 20:45
Rúm þrjú tonn eftir.
Já rúm þrjú tonn eftir af kvóta Andra BA-101 í Arnarfjarðarrækju þetta fiskveiðiárið búið er að fara í 7 alvöru róðra og svo var farið í einn tilraunaróður í gær, þannig það stefnir allt í það að Andri verði gerður út í 9 daga á þessu fiskiveiðiári. Sem er alveg ótrúlegt.
Þessi tilraunaróður sem við fórum í var að leita af rækju inn á Suðurfjörðum Arnarfjarðar þar fannst nánast enginn rækja í rannsókn Hafró í haust rétt um 11 kg, aflinn var samt ekkert sérstakur á mælikvarða þessara vertíðar en við fengum 2,8 tonn í fimm hölum tekin í Geirþjófsfirði og mynni hans. Sem sagt aðeins meira heldur en hafró fékk í rannsókninni. Það þarf svo sem ekki að fara mjög langt aftur í tíma til að 2,8 tonn af rækju eftir einn dag í Arnarfirði þótti bara mjög gott.

Flott rækja veidd örgrunnt framundan Gljúfrá

Egill ÍS að taka trollið á Sunnudaginn það er greinilega nóg að fugli í Arnarfirði.

Egill ÍS.

Gljúfrá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2013 | 17:22
Rækjuvertíð senn lokið.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2013 | 17:56
Rækjan hafin og gengur vel.





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 136593
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar