Málað málað.

Eftir slipptöku Andra BA á dögunum var síðasta vika notuð hjá undirrituðum með hjálp annara í fjölskyldunni að mála skipið í höfninni á Bíldudal.

P9190015

 

Já skipið var málað hátt og lágt og svo var skipt um rauðann lit á skrokknum farið í rauðari lit.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo er bara að vona að báturinn fái að hreyfa sig eitthvað í haust, en hafró er væntanleg hér 8. okt og ætti allt að vera orðið ljóst 12 okt hvort stofninn þoli veiði að mati S.A.S. Við erum allavega bjartsýnir báturinn tekinn slipp og í bígerð að kaupa ný veiðafæri en þessi óvissa ár eftir ár hvort veiðar verða leyfðar eður ei hvort við fáum stórann kvóta eða lítinn er orðinn dálítið pirrandi og ef ég er orðinn pirraður yfir þessari veiðistjórnun á Arnarfjarðarrækju eftir 5.ár hvernig ætli þetta sé hjá kollegum mínum sem hafa stundað þetta mun lengur en ég. Það eru svo margar óvissur í þessu á þessum 5. árum hefur heildarkvótinn sveiflaðst frá því að vera 500 tonn niður í 200 tonn. Að stofninn geti minnkað og stækkað í svona mikilli sveiflu á milli ára finnst mér bara fjarstæðukennt.

En að einhverju skemmtilegra Andri nýmálaður.

 

P9220038

 

 

Eftir mikla málingavinnu er Andrinn kominn með nýja litinn, nú er aðeins dekkið eftir

 

 

 

 

 

 

 

 

P9220030

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P9200021

 

Bakkað upp að flotbryggjunni til að taka seinni umferðina á rauðalitnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það voru fleiri rækjukallar að sniglast í kringum bátana sína þessa daga Ýmir BA - 32 var einnig í málingu. Var það kannski ekki að ástæðulausu sem við vorum spurðir hvort væri ekki að koma haust ekki vor því hér áður fyrr á Bíldudal voru rækjubátarnir gerðir fínir eftir rækjuvertíð þ.e.a.s á vorin. Svona breytast tímarnir.

P9200016

 

Hér eru þeir komnir með Ýmir í fjöru að botnmála og láta botnskoða.

Þetta var nú algeng sjón hérna á Bíldudal þegar undirritaður var pjakkur þá voru oft upp í þrír bátar í fjöru í einu.

 

 

 

 

 

 

 

P9190011

 

 

 Ýmir í prufusiglingu ( Þarna er Volvoinn greinilega kaldur) 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P9220032

 

Get bara ekki hætt að setja inn myndir af Andra er svo stoltur af sjálfum mér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P9200029

 

 

 

 

 

 

 

 


Slippur.

Eftir að undirritaður kom heim (eða í heimsókn til íslands) frá Noregi, var hafist handa við að koma sjálfu bryggjublóminu í slipp til Stykkishólms, svo núna á síðasta sunnudag á milli lægða var skroppið suður eftir og á Mánudaginn var báturinn tekin upp og allar skoðanir framkvæmdar báturinn botnmálaður og sinkaður en ekki var lagt út í frekari málingavinnu því veður bauð nú ekki upp á það. 

P9090002

 

Andri kominn upp í slippinn hjá þeim Skipavíkurmönnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P9100007

 

 

Og hér er búið að botnmála og allt tilbúið til að setja niður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þess má geta að nú er tvo ár síðan Andri var síðast í Slipp í Skipavík og á þessum tveimur árum hefur báturinn farið í 57 róðra sem gerir rúmir tveir róðrar í mánuði þennan tíma svo ekki hefur notkunin verið mikill á honum. Í þessum 57 róðrum höfum við fiskað 157 tonn af rækju og 7,3 tonn af þorski. Eða 2,877 tonn í hverjum róðri. Má segja þetta sé rétt rúmlega tveggja mánuða notkun á tveimur árum.

En nú er Andri BA-101 klár fyrir næstu rækjuvertíð  ef svo skemmtilega vil til að Hafrannsóknarstofnun finni rækju þegar þeir koma að rannsaka hérna en áætlað er að þeir verði hérna 8.okt.

P9110008

 

 

Á leiðinni til Bíldudals. Þessi var tekin við Skor í gærkveldi. 


Jæja.

Jæja já nú má segja að formlegri sumarlínuvertíð hjá okkur sé lokið komnir í heimahöfn og búnir þrífa bátinn hátt og lágt, búnir vaska línuna og fleira og fleira. Þetta gekk bara vel og fyrstu sumarvertíð lokið hjá mér frá Finnmörku og maður er reynslunni ríkari og á maður að segja maður er strax farinn að hlakka til næstu (kannski ekki alveg) Svo er það bara Íslandið á þriðjudaginn.

 

Sigling 2013 +heimahöfn 015

 

 

Línan þrifin og vöskuð og að sjálfsögðu notað íslenskt línuvask.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigling 2013 +heimahöfn 011

 

 

Straumeyjarstrákurinn ( Strömoygutt ) bara ánægður að vera kominn í heimahöfn.

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigling 2013 +heimahöfn 009

 

 

 

Heimahöfnin heilsaði okkur með þessari rjómablíðu

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi bátur renndi sér framhjá okkur á leiðinni Íslensk smíði við vorum á 7,9 sjm hann fór framúr okkur á rétt rúmum 14 sjm.

 

Sigling 2013 +heimahöfn 004

 

 

Cleópatra 36.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigling 2013 +heimahöfn 005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigling 2013 +heimahöfn 006

 

 

Bless bless Strömoygutt en eins og stundum gerist verða þeir síðustu fyrstir og þannig var það hjá okkur líka því þegar við komum í Vestfjorden leitaði þessi vars en við strákarnir létum okkur hafa það og héldum áfram í vestankaldanum.

 

 

 

 

 

 

 

Kíkt í vitann gætu þessar myndir heitið.

 

Sigling 2013 +heimahöfn 001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigling 2013 +heimahöfn 003

 


Ferðalagið gengur vel.


Heimferðin gengur vel hjá okkur félögunum nú höfum við verið á siglingu síðan kl 0900 á þriðjudagsmorgun og erum komnir langleiðina aðeins 150 sjm eftir stoppuðum aðeins í Tromsö til að ath með olíu á vél og gír og svo fórum við og fengum okkur Burger King. Samkvæmt leiðarreikingi verðum við í heimahöfn kl 0147 þann 30 ágúst, það gæti nú breyst því við fáum sennilega vestankalda í neppann þegar við komum í Vestfjorden. Núna erum við með Harstad á stjórnborðsíðu.
 
 
Ferðalag Batfjord-örnes 2013 013
 
 
Þessi bókstaflega flaug fram úr okkur rétt áður en komið var til Tromsö
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ferðalag Batfjord-örnes 2013 014
 
 
Artic Swan
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ferðalag Batfjord-örnes 2013 016
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo í Tromsö varð ég að taka mynd af nýjasta togaranum hans Rökke. Gadus Poseidon það var reyndar grenjandi riging í Tromsö þannig að hann myndaðist ekki vel.
Ferðalag Batfjord-örnes 2013 022
 
 
 
Veit ekki hvort ég get sagt hann sé flottur en mikið skip er hann og sennilega öflugur.
 
Í þennan þurfti að dæla 150 tonnum til að hann færi ekki á hliðina þegar hann var tilbúin held það hafi verið setur undir hann extrakjölur samt ekki 100% viss.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ferðalag Batfjord-örnes 2013 023
 
 
Prufaði aðra stillingu á vélinni.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ferðalag Batfjord-örnes 2013 019
 
 
Birkeland við bryggju í Tromsö. 

Á heimleið.

Já nú í þessum töluðum orðum erum við strákarnar á Stromoygutt á sigling heim á leið ekki til Íslands heldur í heimahöfn Örnes. Framundan er 2 1/2 sólarhringja stím og þegar þetta er skrifað eru 233 sjm til Tromso og svo er eitthvað svipað frá Tromsö til Örnes. Við lögðum af stað rétt fyrir níu í morgun og erum því búnir að vera á siglingu í rétt tæpa fjóra tíma  og erum í þessum töluðu orðum þvert útaf Tanafjord og ekki langt til Gamvikur þar sem Perlufisksmenn eru búnir að setja sig niður með verkun og útgerð. Veður er bara logn.

 

Þessi vertíð gekk held ég bara þokkalega miðað við allt við fiskuðum upp kvótann og ekki með svo miklum tilkostnaði mér reiknast til að við höfum verið með 233 kg að meðaltali á hvern beitann bala, þrátt fyrir að kallinn búmaði þrisvar sinnum. Margt hefur síast inn í viskubrunninn þessa veríð varðandi flotlínu og nú getur maður hlegið af þeim mistökum sem maður gerði í upphafi en eins og maður segir maður lærir allt eitthvað nýtt vonandi allt lífið " lærir meðan maður lifir " vona þetta sé rétt.

Í gær fengum við köku frá Batfjordbruket svona í tilefni af deginum.

batfjord síðasta 010

 

 

 Þarna er ég sjálfur og Jaro búnir að taka stórt stykki úr blessaðri kökunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

batfjord síðasta 008

 

 

Jaro ánægður að fá kökuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

batfjord síðasta 011

 

 

Beitingarliðið að stokka upp í gær.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

batfjord síðasta 012

 

 

Þessi fékk flækju ekki sú fyrsta en sú síðasta á þessari vertíð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo næst á dagskrá er að fá sér að borða í Tromsö ef við verðum þar á góðum tíma.

batfjord síðasta 015

 

Færð ekki betra ferðaveður en þetta. 


Bræla


Já auðvita er bræla þegar maður er að hætta og koma sér heim, en vonandi komust við á sjó snemma í fyrramálið. Við eigum eftir að fara eiga við ekki segja 1,5 ferð. 30 bala með botnlínu og svo 10 bala með flotlínu ef allt gengur upp ættum við að vera búnir á mánudagskvöld og jafnvel komast á stað til Örnes þriðjudagskvöld eða miðvikudagsmorgun. En ekkert er öruggt í þessum heimi svo við sjáum til. 
 
Fiskerí hefur verið gott tildæmis á miðvikudag fengum við 6,3 tonn á 20 bala og fórum svo strax aftur með 10 bala og fengum á þá 2,3 tonn en síðan kom brælan.
 
 
Svo að allt öðru það eru tveir bræður hérna frá Sund í Lofoten að róa á trillunum sínum það Kjell sem er 65 ára og svo Sven sem er 68 ára þeir eru að róa á flotlínu og botnlínu og það er alls ekki að sjá að þeir séu að fara hætta.
 
P8220001
 
 
Þeir bræður róa á bátnum Minibanken (Sven) og Ny-Kvikk (Kjell). á fimmtudaginn lenti Kjell i smá vandræðum og þá var stóri bróðir strax kominn til hjálpar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
P8220002
 
 
Hér Sven.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
P8220003
 
 
Og hér Kjell.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þeir bræður áttu áður stærri báta sinn hvorn svona 30 tonna bát en fyrir þremur árum seldu þeir bátana og róa nú á þessum trillum. Þeir hafa eingöngu róið með línu og alltaf komið hingað upp eftir á sumrin og svo aftur á haustin og svo er róið í Lofoten á vertíðinni.
 
P8220004
 
 
Minibanken og Ny-Kvikk
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér í Finnmörku má segja að séu nóg tækifæri fyrir unga menn sem hafa áhuga og vilja byrja í útgerð kannski öfugt miðað við heima þá vantar fólk hérna sem vil byrja í útgerð. Kvótar eru ekki á þessu brjálaðisverði eins og heima og fjármögnun mikið auðveldari vextir miklu lægri, en þar með er ekki sagt að þetta sé auðvelt þ.e.a.s peningarnir koma bara siglandi til þín. Að sjálfsögðu verður þú að róa og fiska og fiska og hér má segja að fyrir smábáta er nánast frítt fiskerí allt árið og ekkert held sem kemur til með breyta því, svo þú sleppur við allt kvótabrask. Það grátlega er að þrátt fyrir þessa möguleika vantar fólk sem hefur áhugann. 

Svona er það!


Já svona er þetta þegar búið er að ákveða eitthvað þá fer allt úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis. Á Föstudaginn síðasta var ákveðið að þessi vika sem nú er að líða skildi verða sú síðasta í þessi úthaldi í bili kvótinn að verða búinn og myndi alveg örugglega klárast í þessari viku í sex róðrum, en þá gerðist það auðvita að það bilaði alternatorinn hjá okkur en allt í lagi mjög vel útbúinn bátur með tvo alternatora þannig þegar bilar þá er einn til vara. Svo undirritaður skipti auðvita yfir á vara alernatorinn allt gekk ágætlega og ég hugsaði með mér hann hlýtur að hanga þessa nokkra daga en þegar átti að fara á föstudagskvöldið þá hlóð helvítið ekki (úps má ekki blóta honum) svona hann var rifinn frá og bilunin greind kolin búin. Seint á Laugardaginn lánaði einn mér kol og við skiptum um þau og vitir menn hann hlóð og nógur straumur var og allir ánægðir þá var haldið í róður á sunnudaginn og allt eins og það átti að vera 3,8 tonn lágu á 16 bala og áhöfnin bara nokkuð lukkulega. Á mánudaginn allt í lagi og við tökum 20 bala og förum á stað en þegar við erum að klára að leggja fara bara legurnar í helvítinu, við án straumhleðslu með 20 bala í hafinu rekandi því flotlína fer bara eftir straumnum. Það var ekkert annað gera en að byrja draga og vona að hleðslan á rafgeymunum myndi duga. En til vonar og vara höfðum við samband við Soloy sem var akkúrat að klára draga og hann var til í að bíða hjá okkur því það er ekkert grín að skilja flotlínu eftir. Þegar búið var að draga 12 bala var það orðið ljóst að við myndum ekki hafa rafmagn til að klára og þá tók hann við og dróg restina af línunni fyrir okkur.
Þar sem undirritaður var orðinn nett pirraður á þessu öllu saman fékk hann rafvirkja um borð í morgun með nýjan alterntor og var honum komið fyrir og fúnkera enda alveg glænýr og svo á morgun fáum við við svo nýjan vara alterntor. En auðvita í öllum látunum brutum við nippill á lensudæla þann nippill fáum við ekki fyrr en á morgun svo þetta ætlar að vera sagan endalausa þetta hættir kannski ef ég hætti við að hætta.
 
Nú eigum við eftir að fara þrjá róðra og vonandi komust við á morgun og á fimmtudaginn og svo síðasti róðurinn á föstudaginn. Það er byrjað að stokka upp línuna og ef allt gengur upp ættum við að geta farið að sigla heim á leið í byrjun næstu viku. 7-9-13.
 
Batsfjord 16 agust 021
 
 
Kallinn sjálfur að græja færi eitt af mörgum á flotlínu
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Batsfjord 16 agust 020
 
 
Farið með tóma bala fram dekkið
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Batsfjord 16 agust 019
 
 
Línan að renna út.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Batsfjord 16 agust 023
 
 
Set þessa af því mér finnst hún flott þessi.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo að lokum einn mynd af belssuðum rafalnum sem brann yfir og fyrir einhverja tilviljun átti rafvirkinn hérna alveg eins á lager alveg ótrúleg heppni og við fengum hann á gömlu verði 12000 norskar krónur en nýr kostar 27000 þúsund.
 
Batsfjord 16 agust 027
 

Ekki bloggað síðan 29. júli

Og nú er kominn 15 ágúst. Allt hefur verið með það sama við höfum verið að róa og erum farnir að sjá fyrir endann á kvótanum en það er alltaf svoleiðis þegar maður sér fyrir endann á einhverju þá gengur ekki neitt en við lönduðum 1,3 tonn í morgun á 16 bala og ef fiskeri verður áfram svona þá er nokkrir dagar til að klára kvótann. Ég held samt að ég taki mér frí mjög fljótlega orðinn drulluleiður á þessu.

 

Ásgeir sem hefur róið með mér er farinn og í staðinn er kominn meistari Jaro frá Póllandi. Núna erum við á leiðinni í 5. róðurinn í þessari viku aflabrögð hafa svo sem verið ágæt nema í gær þá var bara algjört búmm. Við erum búnir að vera akkúrat mánuð á veiðum frá Batsfirði en það eru komnir rúmir tveir mánuðir síðan við sigldum á stað upp eftir en fyrsti mánuðurinn fór bara í rugl því miður.

Batsfjord canon 002

 

 Haldið í róður í svarta þoku. Sólrún tók þessa þegar hún var heimsækja mig í síðustu viku.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Batsfjord canon 065

 

 Balarnir teknir á Sólskinsdegi en þeir hafa verið margir hérna í sumar búið að vera ótrúlega gott sumar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Batsfjord canon 074

 

 

Og en og aftur haldið í róður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Batsfjord canon 076

 

 

Þessi íslensk ættaði bátur Hafdis sem gerður er út frá Gamvik er búin að vera í dágóða stund upp á kaja skrúfu og öxullaus en það fór að leka hjá með skutpípunni. En Hafdis kom strax á eftir Aldisi Lind sem er gerð út af sömu aðilum.

 

 

 

 

 

 

Batsfjord canon 052

 

 

Gömul fiskverkun í Syltefjord en það er gamall útgerðarstaður sem lagðist í eyði í kringum 1980. Það voru mest fiskkaupendur frá Lofoten sem komum upp eftir á vorin og keyptu fisk af heimamönnum og hengdu hann upp í skreið en síðan lagðist byggð af hérna en í dag er Syltefjord vinsæll meðal sumarbústaðaeigenda margir sumarbústaðir og staðurinn iðar af lífi á sumrin.

 

 

 

 

Batsfjord canon 020

 

 

Hér sjáum við svo yfir það sem var þorpið í Syltefjorden  


komin ný vika.


Já Lífið þokast áfram hjá okkur í Bátsfirði og þar sem vinnslan var lokuð vegna þess að það var Bátsfjordfest á helginni þá urðum við einnig að taka helgarfrí. En á sunnudaginn lögðum við í hann og lögðum flotlínuna um kvöldið og lönduðum í morgun 4,1 tonn á 16 bala en eitthvað gengur illa hjá beitingaliðinu að ná að beita upp þó svo það hafi komið þarna tveir frídagar. Það vantar alveg Árna Vin minn færeying í skúrinn til að stjórna þessu. En vonandi fer þetta ganga betur.
 
 
 
 
Þegar við komum í land á föstudagsmorgunin þá lág íslendingabáturinn Aldis Lind við bryggju síðan fréttum við það í vinnslunni að báturinn hafði misst skrúfuna og verið dreginn í land af björgunaskipinu.
Fleira fra Batsfirdi 002
 
Síðar um daginn var hún hífð upp með hjálp kranabíls og það fór ekkert á milli mála að skrúfan var horfin með öllu.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Fleira fra Batsfirdi 003
 
 
Aldis Lind komin á þurrt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ég rölti niður á kaja þegar á þessu stóð og hitti áhöfnina og þar stóð bara gamall bekkjabróðir úr stýrimannaskólanum grindjáni hr Hjalti Páll Sigurðsson.
Fleira fra Batsfirdi 007
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi var að draga fyrir ofan okkur í nótt þegar við lögðum á stað í land. Minibanken heitir hann.
 
Fleira fra Batsfirdi 013
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Farið að ganga þokkalega.


Allt farið að snúast eðlilega 7-9-13. Allavega erum við búnir að fara í 6 róðra núna í röð og allt hefur fúnkerað að mestu, reyndar höfum við ekki getað róið með fullann gang síðustu skiptin gengur eitthvað hægt í beitningaskúrnum ætlunin vara að róa með 24 bala en við sáum það fljótlega það gekk ekki upp svo við höfum núna síðustu þrjá róðra farið með sextán bala aflabrögð hafa verið ágæt nema í dag þá var búm rétt um 80 kg á balann, annars hefur þetta verið svona 250 kg og best 400 kg á balann.
 
Þessi flotlína er að sjálfsögðu nokkuð frábrugðin venjulegri botnlína að þeví leitinu til að hún er bara á reki í sjónum og ferðast með straum þannig að það er ekki sniðugt að týna baujunni. Það er belgur á hverjum balaskiptum og korkur á miðjunni svo stillir þú bara dýpið með lengd á færi plús þunga t.d notum við 30 fm færi þannig að línan er á ca 30 fm dýpi.
 
 
Má segja allt hefur gengið vel síðan við komum okkur til Batsfjord topp þjónusta hjá verkuninni og allt hefur bara gengið vel lýst mikið betur á Batsfjord heldur en Berlevag.
 
 
Þannig að þrátt fyrir mikla byrjunarerfiðleika og eigum við ekki að segja bara tómt rugl í byrjun má segja að þetta sé farið að rúlla heldur fram á veginn, en það getur verið að ekki sé langt eftir af flotlínutímabilinu það er yfirleitt til fram í miðjan ágúst þá er það búið og ef kemur mikið að höfrungavöðum á svæðið þá er það búið fyrr því þá forðar ýsan sér og allt búið en við skulum vona að við fáum tvær vikur enn til að láta þetta ganga upp.
 
 
Batsfjord og lina 025
 
Hér sjáum við svo korkinn sem er á miðjum bala neðan í þessum kork er 30 fm færi og svo þynging til sökkva línunni.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í Batsfjord er rekin hausaverkun og hana eiga íslendingar heimamenn kvarta sárann yfir lyktinni sem hefur ilmað yfir bænum, við höfum ekki rekist á þessa íslendinga en við hittum aðra íslendinga þegar Asta B kom og byrjaði að landa hjá Batsfjordbruket.
 
Batsfjord og lina 022
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og af því að Asta B á bræður og systur sem eru minni en hún og í Batsfjord er einn bátur sem er litli bróðir Asta en hann heitir Siggi Bessa.
 
Batsfjord og lina 023
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Má segja veður hafi leikið við okkur þessar rúmu tvær vikur sem við höfum verið hérna sannkallað Bíldudalsveður með logni og sól.
 
Batsfjord og lina 030
 
 
 
Já sannkallað Bíldudalsveður.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En það má nú samt segja að það sé kominn dálítill leiði í undirritaðann hefu eignlega verið allt of lítið heima aðeins í rétt rúmar fjórar vikur síðan 15 feb það er eiginlega orðið dálítið langt og sérstaklega yfir sumartímann mæli ekki með þessu.
 
Batsfjord og lina 034
 
  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband