16.7.2013 | 18:32
Að sjálfsögðu
Klikkaði eitthvað hjá okkur í fyrsta túr, allt gekk á afturfótunum skífan hélt en hnífurinn fór til helvítis svo við urðum að gera svo vel að draga línuna nánast á höndum, það var seinvirkt og tók langann tíma og með flotlínu er það ekki svo magnað því línan flýtur bara í hafinu. Og þar sem við vorum svo lengi að draga rákum við langt austur og flæktumst saman við færi á botnlínu og fengum 6 bala nánast í haug. En fiskerí var gott 4 tonn á 12 bala. Þannig að það var eitthvað jákvætt við túrinn. Síðan var að fá gert við spilið renna skífuna og fá nýjan hníf það var handleggur og hefur tekið tvo daga. Noregur er erfiður yfirleitt með varahluti og fá gert við hluti en júlí er alveg gjörsamlega vonlaus ekkert hægt að fá gert sumarfrí yfir allt.

Hér sjáum við Batsfjordbruket og Stromoygutt liggur þarna við kajann.
En núna vonum við að allir erfiðleikar séu að baki og hægt verði að róa eitthvað.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2013 | 16:32
Komnir í Batsfjord



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2013 | 15:30
Mjög langt á milli skrifa
Já mjög langt er á milli skirfa hjá undirrituðum. En allt gott er að frétta er staddur á Bíldudal í smá fríi og á meðan liggur Strömöygutt bundinn við bryggju í Berlevaag. Náðum við að fara í einn línuróður áður en undirritaður skellti sér heim á " Bíldudals grænar" ( og í leiðinni á námskeið í Sæbjörgu). Við rérum langt út í haf og fengum ca 100 kg á hvern stamp (bala). Ég er væntanlegur út á helginni Þ.e.a.s verð kominn þarna norður á mánudagskvöld. Þá er á stefnuskránni að flytja okkur frá Berlevag til Batsfjörd sem er aðeins austar.
En á Bíldudals grænum var farið í rækjuróður til að ná í rækju fyrir gesti sem var svo soðin á Laugardeginum. Má segja að það hafi verið fullmannað um borð í Andra BA-101, margra áratuga reynsla við rækjuveiðar í firðinum komin saman til að finna pödduna. Reyndist það líka létt og vorum við ekki lengi að veiða það magn sem þurfti fyrir hátíðina.

Áhöfnin á Andra BA síðasta Föstudag. En í áhöfn voru fyrir utan undirritaðann. Snæbjörn Árnason, Gunnar Karl Garðarson, Heiðar Baldursson, Arnar Þórðarson, Guðmundur Kristinsson (fulltrúi Hafró sendur af yfirsuðumanni hátíðarinnar Guðmundi Bjarnasyni) og Svanur Þór Jónsson.



Trollið látið fara. Heiðar með þetta allt á hreinu.

Lásað í hlera

Trollið tekið. Reyndist vera bara ágæt í eftir 40 mín sköfu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2013 | 20:50
Það gengur hægt.








Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2013 | 21:13
Komnir á leiðarenda. Berlevaag














Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2013 | 04:56
Þetta mjakast.








Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2013 | 18:42
Jæja
Já jæja nú má segja að siglingin á Stromoygutt sé loksins hafin en við erum byrjaðir að sigla frá Bodö til Finnmörku þar sem planið er að reyna fiska eitthvað með línu. Við lögðum af stað frá Örnes á miðvikudaginn til Bodo en þar þurftum við að láta setja nýja siglingatölvu nýja rafræna afladagbók og tengja internetið. Tók það alveg tvo daga og lögðum við af stað frá Bodo áleiðis til Tromsö fyrir rétt rúmum tveimur tímum. Áætlaðir komutími til Tromsö er kl 1500 á morgun þar munum við taka olíu eða bunker eins og norðmenn segja. Það verður stefnan sett til Hammerfest og þaðan svo austur til Berlvag eða Batsfjord þar sem báturinn verður gerður út í sumar.

Hér erum við á leiðinni frá Örnes til Bodö á miðvikudaginn.

Arnoyeyja sú syðri.

Þessi lág í smábátahöfninni þetta er Clepópatra 36 minni útgáfa af 38 bátnum.
Margir litlir bátar er nú að veiða Makríll fyrir utan þetta er litlir bátar sem setja svo makríllinn í lás svo kemur brunnbátur og sækir hann og fer með hann í verksmiðjuna þetta er svona mikið 10 til 15 m bátar.

Hér sjáum við einn af þessum snurpurum það væri nú gaman ef maður mætti veiða inn á fjörðunum heima á svona bátum en það verður örugglega aldrei leyft hentar ekki sumum.
Svo að lokum fáum við mynd af Faksen (Faxen). Sem er mjög gamall bátur var byggður 1913 og er en í dirft reyndar ekki á fiskveiðum heldur gerir hann út á ferðamenn væri nú gaman ef við ættum svona báta

Hann er 50 ha Wichmann frá 1913 er eins cylender og algjörlega orginal nema það kominn við hana dynamor.
Maður getur nú ekki hætt þessu nema segja frá því að Norge var í höfn í Bodö en því miður var kóngurinn ekki með annars hefði maður nú alveg þegið sherrystaup frá honum.

Norge var byggður 1937 en komst í eigu konungsfjölskyldunnar árið 1947.
Ég lét nú dátann sem var að passa landganginn að skila heilsu til kóngsins frá Jóni Páli frænda hans vona að hann komi því til skila.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2013 | 21:10
Noregur einu sinni enn



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2013 | 08:34
Frá strandveiði á rækju.




Rækjuaflinn úr fyrsta halinu.




Trollið látið fara beðið eftir merki úr brúnni.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2013 | 18:47
Kominn á klakann.
Kominn á klakann eftir vertíð í Noregi, hérna áður fyrr fóru menn frá Bíldudal á vertíð suður til Sandgerðis,Grindavíkur eða Keflavíkur svona breytast tímarnir það er engin vertíð á Íslandinu lengur, hún er en við lýði í Noregi svo má segja að ég hafi upplifað þessa vertíðarstemmingu sem fylgir alvöru vertíðum í fyrsta sinn í fyrra og svo í ár alveg 100% þar sem ég var að róa á litlum bát og upplifði þetta allt frá a til ö. Ég hitti kalla sem voru byrjaðir að fara vertíð áður en ég fæddist, einn var mér mjög minnisstæður en hann var á sinni 45 vertíð í Henningsvær og sagði hann mér að bærinn hefði nánst ekkert breytst þennan tíma væri alltaf jafn gaman að koma á vertíð í Henningsvær, já það er einhver sjarmi yfir þessum stöðum að lappa upp á fiskeriheim (hvíldarstofu fyrir sjómenn). kaupa sér riskrem og spjalla við kallana. Kannski óarðbært á excelskjalinu en alveg sannanlega arðbært fyrir þessa kalla. þeir hafa tekjur eru ánægðir með lífið og spá svo sem ekkert í það hvort einhverjir íslendingar séu að skrifa það í blöðin hvað norsku sjávarútvegur sé illa rekin og lítið fæst fyrir fiskinn saman borið við Ísland hvað norskur sjávarútvegur sé " óarðbær ". Hann Per frá Sör Arnoy sem ég kynntist þarna og er búinn að fara Vertíð í Lofoten í 45 ár á sinn bát skuldlausann tekur 80 % af árstekjunum þarna, þannig var það ekki alltaf hjá honum hann sagði mér að í kringum 1990 hafi verið alveg mjög slæmt hefði bara ekki fiskast og litlar hefðu verið tekjunar.
Þó alvöru vetrarvertíð séu ekki lengur við líði hérna er svo sannanlega strandveiðivertíð við lýði og lét ég plata mig til að taka þátt í því og var það nú ekki ferðir til fjárs því kallinn fékk ekki upp á hund.

Ekki voru komnir margir eftir fyrstu klukkustundinar og þá hugsaði undirritaður " nei hvern andskotann er ég búinn að hafa mig úti í ". Svo hugsaði bara á jákvæðum nótum eins og Páll frændi minn í Ási hefði gert " jæja maður er allavega kominn með í soðið.

Aðeins betra útlitið daginn eftir en samt held ég að ég ætti bara koma mér aftur til Norge, annars held ég ef svona gengur áfram verð fara koma mjög seint í land eða fá mér góða lambhúshettu.

Kári BA. Skipstjóri og eigandi Hlynur Björnsson, þessi nær alltaf skammtinum.

Mardöll BA eigandi Björn Magnússon, áhöfn Jón Hákon og Björn, eitthvað er Nonni ( Jón Hákon) kuldalegur á þessari mynd ekki alveg sumarlegur

Anna BA, Jón Halldórsson eða Jón Póstur eigandi og í áhöfn.

Einn sá allara elsti strandveiðimaður á Bíldudal. Sigurður Brynjólfsson skipstjóri og útgerðarmaður á Sölva BA.

Dufan BA. skipstjóri og eigandi Guðlaugur Þórðarsson.
Já nógur tími var til að taka myndir því ekki mikið fór fyrir fiskerínu.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 136001
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar