Komnir á áfangastað.

Já nú erum við komnir á okkar stað hér Norðursjónum. Við komum hérna nákvæmlega kl 1740 þann 19. apríl leystum við af Kongsnes og hann hélt heim á leið. Lítið hefur verið um að vera nokkrir fiskibátar á togveiðum í kantinum suður af okkur. Reyndar kom í gærkveldi lítill skoskur togbátur og togaði inn í okkar zone, og brást hann illa við þegar ég hafði samband við hann og bað hann að virða okkar vinnusvæði blótaði hann mér en þó aðallega frekjuhundunum þessum olíufyrirtækjum, að mörgu leyti alveg sammála manninum við höfum 12 sjm Öryggisviðmið og samkvæmt okkar leiðbeiningum eigum við að biðja öll fiskiskip að halda sig fjarri þessum viðmiðum miðað fyrri verk væri nóg að hafa hámark 3 sjm öryggsiviðmið en það er önnur saga. Við svo fylgdumst svo með honum og plotuðum hann þangað til hann var kominn út fyrir okkar viðmið.

Við erum að gæta tveggja svæða sem heita Atla og Byggve- Tee og til heyra eins og er Heimdalsvæðinu en í framtíðinnu mun þetta verða Atlafelt hér eiga að vera mikilar gaslindir og  er meiningin að hefja vinnslu á gasi. Og mun koma borpallur í byrjun maí og byrja tilraunaboranir á Atlasvæðinu. En þeir áætla að vinnsla verði komin í gang í okt 2012, þeir reikna með að kostnaður við þessa uppbyggingu verði ca 1,2 miljarðir norskra króna. Við erum að vinna fyrir Subsea7. fyrirtækið fékk það verkefni að leggja leiðslur ( flowline) milli Atla og Byggve-Tee.

Eins og erum erum við eina skipið hérna á svæðinu. Og undir okkur er miklar gaslindir eins gott að þetta er nánast reyklaust skip!.

Atla guard 008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýja Telenor internetkerfið virkar bara ágætlega hérna úti en við erum ca 80 sjm frá landi. Höfum Internet þó það sé ekki mjög hraðvirkt virkar það ágætlega.

 

Atla guard 011

 

Danskur fiskibátur að toga suður af okkur í fyrradag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er bara bíða og bíða gott veður er í augnablikinu og bara hlýtt. 


Hálfnað verk þá hafið er.

Já nú er ferðalag okkar rúmlega hálfnað við vorum að fara frá Alasundi fyrir ca klukkutíma síðan. og nú eru bara 203 sjm eftir og við reiknum með að vera komnir á áætlunarstað kl 1600 á morgun 19. apríl.

Við stoppuðum ca tvo tíma í Alasundi tókum 25 þúsund ltr af olíu og versluðum smá og lögðum svo í hann aftur. Ég heyrði aðeins í skipstjóranum á Kongsnes sem við erum að fara leysa af og það verður bara segjast eins og er að hann var þreyttur búið að vera erfiður mánuður  alltaf bræla ogsvo hafa þeir haft mikill vandræði með aðalvélina svo ekki verið skemmtilegur túr hjá þeim.

Þegar við fórum í gegnum Lepsoyrevet og Mortengrunnen var þessi dýpkunarpammi að störfum en dýpið þarna í gegn er rétt um 3,5 til 4 fm og síðasta sumar strandaði hurtigruta þarna held að það þurfi stöðugt að vera dýpka þarna. Þarnaí gegnum fórum við á rúmum 10 sjm sem er bara met síðan ég kom hérna um borð.

Ýmsar myndir Alasund og víða 035

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ýmsar myndir Alasund og víða 036

 Þeir voru þarna á um 0,8 sjm ferð þegar við mættum þeim þarna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Álasund skartaði sýnu fínasta þegar við komum í dag sól og blíða.

Ýmsar myndir Alasund og víða 041

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ýmsar myndir Alasund og víða 048

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo er bara sjá hvort þetta verði ekki síðasta blogfærsla í bili kemur í ljós á morgun hvort nýja internet kerfið frá Telenor virkar þarna frammi .

 


Komnir aftur á stað.

Já nú erum við lagðir af stað, í offshore vinnu. Eftir nokkra daga í heimahöfn þar sem meðal annars var gengið frá veiðarfærum, þrifið og smá viðhald. Lögðum við í hann í seinnipartinn í dag og nú er stefnan sett á Heimdalsvæðið sem er Vestur frá Stavanger svona mitt á milli Hjaltlandseyja og Noregs, þetta er rúmlega 500 sjm sigling en til Íslands þar sem ég er staddur nú er 640 sjm svo ekki verður annað sagt en að norska ströndin sé löng. Við þurfum að fara inn til Alasund á leiðinni til að taka olíu. Samkvæmt siglingaleiðinni okkar verðum við þar eftir hádegi á miðvikudaginn 18.apríl. Veður er gott í augnablikinu og tók ég þá ákvörðun að sigla utanskerja.

 

DSCN1755

 

Hér sjáum við ferjuna Örnes renna framúr okkur í dag þegar við vorum að leggja af stað En þessi ferja tengir saman Meloysveitafélagið þ.e.a.s eyjarnar við fastalandið.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1757

 

 Fallegt veður þegar við lögðum í hann í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1758

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1759

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svona dagar fá mann til að gleyma brælunum, veltingnum og leiðindunum sem fylgir yfrirleitt brælunum.

 

 

 

 


Þá erum við í heimahöfn.

Já nú liggur Polarhav við kaja í Örnes og búið er að þrífa og ganga frá öllu. Ég kom um borð þann 16/3 í Alasundi og vorum við búnir að öllu í gær 12/4. Allir bátarnir eru búnir og liggjum við hérna þrír við þessa bryggju. Polarhav á nú að fara í offshore niður í Norðursjó og einnig Polar Atlantic. En Polarfangst fer á nót að reyna við ufsa. Sennilega fer ég með Polarhav, allavega til að byrja með. Einhver kergja er yfirmönnunum hjá fyrirtækinu vegna þess að til þessa hafa túrarnir verið 6. vikur en við viljum ekki hafa þá lengri en 4. vikur eins og eru á öðrum skipum í svipuðum verkefnum.

 

Hérna rétt fyrir framan stefnið hjá mér liggja þrjár trossur sem trillur eru með og sýnist mér kallarnir vera fá ágætiskropp, þetta eru bátar í opna kerfinu en í því færðu ca 18 tonn af slægðum fiski, allir sem eru skráðir fiskimenn geta komist inn í þetta kerfi, held að krafan sé samt sú að þú verður að sýna fram á að yfir 50 % af tekjunum þínum komi frá sjómennsku. Í þessu kerfi eru aðallega eldri menn og svo ungir menn sem vilja koma undir sig fótunum í sjómennsku. Hér geta líka ungir menn fengið hagstæð lán ef þeir hafa áhuga á að byrja í sjómennsku.

 

DSCN1745

 

Nóg að gera hjá honum, margir þessara kalla verka svo fiskinn sem lútfisk og selja fyrir jólin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1746

 

Ekki búnkuð netin en svona ágætiskropp fyrir einn mann.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo að lokum það er fallegt að sigla upp með Helgelandkysten og set ég hérna inn tvær myndir.

DSCN1741

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1742

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Löndun lokið og stefnan sett á heimahöfn.


Já við erum búnir að landa hjá honum Oddbirni í Veidholmen Fisk AS. Gekk þetta allt eins og sögu og hann var ánægður með fiskinn og hækkaði verðið og borgaði okkur 3 kr hærra heldur en við fengum í Röst, en við fengum 18 kr( ca 390 kr íslenskar) fyrir kg.
 
Veidholmen löndun og fleira 013
 
Og nú erum við komnir enn og aftur stím og nú er það heimahöfnin og reikna ég með að það taki okkur rúman sólarhring að sigla þá leið. Ættum við að vera komnir til Örnes annað kvöld og þá er ekkert nema ganga frá skipinu og svo er bara offshore vinna framundan held ég niður á Heimdal svæðinu en útgerðin er kominn með samning við fyrirtækið Subsea Seven alveg fram í nóvember.
 
Áhöfnin á Polarhav þessa stuttu vertíð. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Veidholmen löndun og fleira 004
 
 Veidholmen fisk AS og Polarhav við kajann.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hér sjáum Hafið í morgun en það er vel í henni peran alveg á kafi .
  
Veidholmen löndun og fleira 007

Á leiðinni til löndunar.


Nú erum við strákarnir á leiðinni til löndunar og eru 223 sjm eftir þegar þetta er skrifað, við siglum utan skerja í góðu veðri og förum rólega spara olíu. Nú erum við að nálgast eyjuna Træna og svo siglum við suður með henni þangað til við förum inn fyrir Haltenvitann og svo milli Fröya og Hitra og svo komum við til Smöla og þar á endann er Veidholmen og nú segir leiðarreikingurinn að við verðum þar kl 2345 á morgun.
 
Lofoten 3 040
 
strákarnir að slægja fiskinn í gærkveldi voru frekar ánægðir eftir erfið dag að þeirra mati, ég sagði nú við þá það væri nú ekki mikið mál á Íslandi að vaka eina vorvertíð. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Lofoten 3 041
 
Allt orðið fullt ca 30 tonn í kössum og 20 tonn laus í stíum. Og lestarstjórinn ánægður með árangurinn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Lofoten 3 038
 
Kokkurinn en og aftur að monta sig.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ég hef mikið verið að hugsa um hvers vegna kvótinn sé ekki aukinn heima á Íslandi, hvað er að netabáturinn Saxhamar fer út með 4 trossur og fær 56 tonn sem er auðvita ævintýralegur afli. Í allann vetur hefur heyrt um ævintýralegann afla í net allt í kringum landið og menn eru með gömul og slitinn net til þess eins að fá ekki of mikið. Hvað er að þetta er bara ótrúlegt að kvótinn skuli ekki vera aukinn bara sorglegt. 

Kvótinn búinn.

Já sæll, við erum búnir að veiða þorskkvótann voru sex daga að veiða þessi 82 tonn af slægðum og hausuðum þorski. Ágæt veiði var í dag eða um 16 tonn. En síðustu dagar hafa verið mjög góðir 10 tonn í gær og 22 tonn í fyrradag.

Við fengum löndun í Veidholmen og höfum við nú sett stefnuna þangað en er það um 320 sjm sigling en ekkert liggur á því við byrjum ekki að landa fyrr en á mánudaginn.

Lítið hefur verið um svefn hjá síðuritara síðustu daga og hefur kojan í klefanum verið ónotuð, hefur þetta verið svipað og hjá Tryggva Ófeigs og félögum bara kasta sér á brúargólfið, nei þess þarf nú ekki alveg því ágætisbekkur er í brúnni.

Lofoten 3 018

 

Síðasta baujan í dag og á þessari vertíð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lofoten 3 021

 

Kastað á baujuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lofoten 3 029

 

Hér Tomaz að snúa ofan af buxunum, en það sem norðmenn kalla buxur er klof ca 8 til 10 faðmar sem eru hnýtir í flot og blýið og svo fer endinn á buxunum í sjertann svo er snúið upp á buxunar ef þarf til að fá teinaklárt inn á spil.

 

 

 

 

 

 

 

Lofoten 3 033

 

Hér sjá og um við nóta og snurvoðabátinn Trinto en það verið að endurbyggja eins og hann er. Hann kom og kastaði fyrir vestan okkur og gat ég ekki annað séð að hann fengi mjög gott í því hali, var hann lengi að taka það og svo fór hann að vinna en hann frystir um borð.

 

 

 

 

 

 

Lofoten 3 039

 

Hér fær hann að blæða þorskurinn áður en hann fer í slægingu og hausun. Þegar norðmenn tala um slægðann fisk er bæði búið að taka innan úr honum og hausinn af.  


Nú hefur hann verið þéttur!

Já nú lóðar og lóðar og við liggjum með tvær trossur og drögum þær á víxl. Höfðum rúm 20 tonn (hausað og slægt) upp úr karfsinu í gær og fram á nótt. 

Áttum að fara til Röst í morgun en kaupandinn vildi ekki kaupa meiri fisk, svo við erum í lausu lofti komnir með rétt rúm 30 tonn, eigum 22 tonn eftir af kvótanum.

Vorum við búnir að sigla í rétt klukkutíma þegar ég hafði samband við kallinn, en þar sem ég hafði verið búinn að tala við hann í gær og þá var allt í lagi datt mér ekki í hug að þetta yrði vesen svo nú er bara dóla sér til baka og taka smá lúr og byrja svo aftur seinni partinn.

 

DSCN1676

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1681

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1682

 Þarna sjáum við Pitrek en hann er orðinn íslenskur ríkisborgari kominn með vegabréf og allt svo við erum tveir íslendingarnir hérna um borð!.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1683

 

Kokkurinn með einn góðann 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Við lönduðum í gær.

Já við lönduð í gær í Röst, vorum með 31 tonn. Við vorum í Röst kl 0740 og byrjuðum að landa rúmlega átta, löndun var lokið rétt fyrir tólf þá var stefnan sett á Væroy til að taka kassa og ís en frá Röst til Væroy er ca tveggja tíma stím, þegar þangað var komið var ískortið okkar útrunnið svo við urðum að hringja í ísverksmiðjuna til að fá ís og tafði það okkur um ca klukkutíma. 

Frá Væroy sigldum við svo í trossunar og byrjuðum að draga þær snemma í nótt og vorum búnir rétt fyrir eitt og höfðum rétt tæp 7 tonn úr þremur trossu, og nú látum við bara reka búnir að leggja 5 trossur og þá er bara vona að sá guli syndi og festi sig í netunum í nótt.

Þar sem við lönduðum hefur verið stanslaus vinna sjö daga vikunnar í einn og hálfann mánuð og ekkert lát á því sögðu þau á skrifstofunni fiskkælirinn fullur af fiski og á hverjum degi bættist bara við frekar en hitt.

DSCN1644

 

Svona fer nú löndun fram hjá þeim tóm kör hífð niður í lest og þar sturtum við úr kössunum, en við ísum allt í 45 kg kassa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1648

 

 

Innsiglingin inn til Röst hún er frekar þröng og grunn og ekki sniðugt að lenda út úr henni, en má segja að Röst sé bara sker við sker.

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1647

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá Röst var farið til Væroy og þar gafst meiri tími til myndatöku.

DSCN1655

 

Nálgast Væroy.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1658

 

Innsiglingin inn til Væroy hún er víst orðinn góð frá því sem hún var áður veit auðvita ekkert um það skrifa bara það sem mér er sagt en þetta er bara nokkuð breið og góð renna inn.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1660

 

Höfnin í Væroy þarna eru fimm fiskvinnslustöðvar sem allar vinna eingöngu í skreið á Ítalíu, svo er einnig síldarvinnsla.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1669

 

 

Þarna er sko nóg af skreiðarhjöllunum, en þeir sem unnu í skreið borgðu besta verðið á vertíðinni en þeirra vertíð er lokið þora ekki að taka lengur við fiski orðnir hræddir um flugu. Ekki er gjaldgengur tveggja eða þriggja nátta fiskur í skreið, þeir kaupa eingöngu góðann fisk og netin meiga ekki liggja lengur en í ca 8 til 10 tíma.

 

 

 

 

 Sá fiskverkandi sem ég talaði við sagði mér að þeir byrjuðu að pakka skreiðinni í sumar og væru að pakka alveg til jóla en þá fara þeir að gera klárt fyrir næstu vertíð . Það eru tveir bræður sem eiga þá fiskverkun sem ég skoðaði í gær og vinna 15 manns hjá þeim.

Gott í bili 


Ágætt fiskerí gær.

Já ágætt fiskerí var í gær hjá okkur eð um 16 tonn af slægðum og hausuðum þorski. Og nú erum við á leiðinni til hafnar á eyjunni Röst þar sem stendur til að landa fiskinum kl 0800. Eitthvað rétt tæp 30 tonn.

Var að horfa á gamalt kastljós í tölvunni áðan þar sem Þorsteinn Már forstjóri Samherja fór yfir málin, það var eitt sem mér fannst dálítið sérstakt þegar hann sagði að hvergi í heiminum væri meira til skipta heldur en á Íslandi. Þar sem ég starfa í Noregi verð ég nú að segja að sú skiptaprósenta sem við höfum hérna um borð er ekki lakari heldur en á sambærilegum bátum heima. Ég er alveg sammála honum að laun fiskvinnslufólks er alveg skammarlega lág en það kemur bara ekki launum sjómanna neitt við. Útaf hverju hækkar Þorsteinn ekki bara launin hjá fólkinu eða afkomutengir það. En skilaboðin voru þessi sjómenn þið hafið það of gott haldið bara kjafti.

DSCN1622

 

Tók mynd af þessum draga netin í gær.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1632

 

Smá kropp þætti ekki kannski ekki gott á Íslandi en það voru fjögur tonn í þessa trossu. 50 norsk net ca 27 íslensk, væri nóg að vera með 3 til 4 net til að fá þennan afla í Breiðafirði. Veit ekki hvað norðmenn myndu segja ef þeir myndu leggja net t.d Breiðafirði. En í Noregi veiða menn fiskinn en á Íslandi firða þeir hann , ég segi fyrir stórútgerðina sem hefur nægjann kvóta og þarf ekki meir sá sem ber fórnarkostnaðinn er þeir litlu samt umbera þeir þennan fórnarkostnað fyrir eitt gott fyllrí á aðalfundi L.Í.Ú. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013447
  • 1000013442
  • 1000013416
  • 1000013421
  • 1000013168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 136596

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband