30.3.2012 | 16:16
Búnir að draga í dag.
Það ætlar að ganga seint hjá Polar Atlantic að klára kvótann, svo við getum yfirtekið trossurnar hans, en fáum sennilega að draga eitthvað af þeim á morgun. Í þær trossur sem við lögðum sjálfir í gær fengum við ca 6 tonn í dag það var svona kropp í þær ekkert meira en það, Mikið líf er að sjá á dýptarmælir en það ekki botnlægt mikið svona 6 til 8 fm frá botni. Við áttum eina trossu frekar djúpt og það var lítið í hana en þær tvær sem við áttum grynnra voru ágætar.
Nú er bara látið reka.

Svona var veðrið þegar við vorum að byrja að draga í morgun þegar sólin var að koma upp.

Atlantic að leggja í dag

Svona einn mynd fyrir strandveiðimenn en hér sjáum við juksabát (skakara) fannst ver rólegt hjá honum þegar við tókum baujuna rétt hjá honum.

Þessi snurvoðarbátur renndi rétt hjá okkur þegar við vorum að draga. Virðist bara vera vel í honum.

Við lánuðum Atlantic dælu áðan en eitthvað vesan var á sjódælunni fyrir sjó á dekk svo við lánuðum þeim dælu.

Nokkrir á leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2012 | 01:59
Komnir til Lofoten
Já nú erum við kallarnir á Polarhav komnir á Lofoten svæðið og erum núna fram af Henningsvær, lögðum við þar þrjár gamlar og lélegar trossur, við erum svo að bíða eftir því að Polar Atlantic verði búinn með kvótann og þá overtak vi bruken hans eða þá tkum við yfir hans trossur og klárum vertíðina með hans trossur. Hann var með um 9 tonn í gær 14 tonn í fyrradag svo einhver fiskur er á slóðinni.
Allt er reyndar fullt af fiski hérna og heyrðist mér að snurvoðabátarnir væru að fá góðann afla í gær. Einnig feikna fiskerí við Röst, menn segja að fiskeríið hafi verið ótrúlegt í fyrra og slegið öll fyrri met en í ár sé ennþá betra og mikið meiri fiskur einnig hérna í innanverðum Lofoten. Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplífi svona alvöru vertíð en þetta var liðin tíð á Íslandi þegar ég var að byrja til sjós svo ég kannast ekki við að hægt væri að hlaupa til lands á baujunum eða á milli báta. Hér má segja að sé bauja við bauju, fer reyndar fækkandi þar sem saxast fljót á kvótann hjá mörgum.
Saltfiskvinnsla og skreiðarvinnsla er í fullum gangi reyndar er síðasti dagurinn í dag sem skreiðarverkendur kaupa fisk, en þeir hafa borgað best á þessari vertíð sem er frekar óvenjulegt yfirleitt hefur Röst og Væroy verið með lakasta verðið en það eru enginn vandamál með Ítalíuskreið í ár en erfiðleika með saltfisk á Portúgal og Spánn, þeir saltfiskverkaendur sem eru að verka á Braslíumarkað er líka í góðum málum markaður strekur og gott verð helst bara hvað norska krónan er sterk, væri nú flott ef íslendingar væru með hlutdeild í þeim markaði í dag þar sem blessuð íslenska krónan stendur nú ekki vel gagnvart dollar en þessi saltfiskviðskipti eru gerð upp í dollar. En við erum löngu síðan búnir að tapa öllum hlutdeildum í Braslíu. Norðmenn eru núna í mikilli markaðsókn í S-Ameríku og þá aðallega í Braslíu. Við höfum algjörlega sofið á verðum varðandi þetta af því við höfum bara tekið þátt að fleyta rjómann ofan af.

Við hæfi að koma með mynd af Lofoten hurtigrutaskipinu þegar það var að koma til Örnes á miðvikudagsmorgun

Snurvoðabátur á ferðinni á milli bletta í gær.

Polar Atlantic á rekinu í gærkveldi búinn að draga og kallarnir að fá sér að borða og svo er bara nýr dagur kl 0400 en þá er ræs.
Gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2012 | 19:32
Til löndunar.
Þá erum við á leið til löndunar fyrsti túrinn búinn á Polarhav þetta árið, reiknum með að það séu ca 20 tonn í lestinni vel ísaður ufsi í stíum. Veður er búið að leika við okkur í dag. Og hefði fiskeríð verið jafn gott og veðrið í da værum við ánægðir en það voru ca 4 tonn í dag.
Í nótt tókum við upp sumartíma hérna og er því orðinn tveggja tíma munur á Íslandi og Noregi.
Við áætlum að vera í fyrramálið svona um átta og ættum að vera farnir á stað aftur eftir hádegið.

Þessi mávahópur er gargandi yfir manni allann liðlangann daginn alveg ótrúlega mikið að vargi hérna á miðunum.

Smá rjátl í dag alltaf einn og einn að koma eins og sjá má.
Sá sorglegi atburður gerðist í gærkveldi um kl 2300 að einn háseti á M/S Fiskenes fór út með netunum þegar verið var að leggja. Fiskenes var ca 12 sjm sunnan við okkur að veiðum. Kl 0400 fannst maðurinn látinn flæktur í trossunni hafði hann flækst í færinu. Var það áhöfnin á Nesbakk sem fann pitinn en hann var 19 ára gamall.
Hægt er að sjá meira um þetta slys á nrk.no.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2012 | 06:40
Rólegt er yfir því.
Frekar rólegt er hjá okkur komnir með um 16 tonn eftir fjóra daga þætti nú ekki mikið á netum heima, flestir bátarnir farnir norður að taka þátt í þorskveislunni sem er þar og erum við núna fjórir á slóðinni þrír fyrstibátar og tveir sem fiska ís, vona að þetta verði ekki mikið lengra hjá okkur en útgerðarmaðurinn vill að við reynum í nokkra daga en áður en við förum í þorskinn. Þannig að við verðum eitthvað hérna áfram ætla samt að reyna að fá leyfi til að yfirgefa svæðið í næstu viku. Það er nú bara þannig að Lofoten fiskeríið stendur ekki lengur svona venjulega nema í 10 daga af apríl þá hverfur þorskurinn aftur norður í Barentshaf en það er nú hægt að fá þorsk norður á Finnmörku svona út maí bara leiðinlegra og lægra verð, en borgað er besta verið núna í LOfoten þ.e.a.s þeir sem eru að verka Ítalíuskreið þeir borga besta veriðið á þessari vertíð og þeir taka við til páska þá hætta þeir fara verða hræddir við fluguna vilja ekki láta fiskinn maðka þó því fylgi nóg prótein.
Annars hefur verð á ufsa hækkað síðan í fyrra og þá sérstaklega þeir sem eru að verka á Braslíumarkað hann er sterkur núna og því eru þeir sem verka á saltfisk á þann markað í ágætum málum.

Þessi hús fyrir utan Rörvik eru frábær fyrir áhugaljósmyndara með sérsvið á bátum því þarna fer öll umferð skipa sem sigla innanskerja framhjá. Ekki veit ég hvað það eru mörg skip en það eru mörg.

Á leiðinni út frá Rörvik mættum við þessum en þetta er Tronderhav ST-30-R. En á honum byrjaði ég hérna í Noregi árið 2008. Þeir voru að koma af loðnu en þeir áttu 350 tonn kvóta í loðnu. Nú verður smá frí svo fara þeir að eltast við ufsann í nót í byrjun maí.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2012 | 19:24
Kanturinn við Sklinna.
Já nú erum við búnir að taka tvo daga á veiðum hérna við Sklinna, fiskerí hefur verið frekar rólegt komnir með ca 9 tonn eftir þessa tvo daga. Í gær fengum við nánast allann dagsafla í eina trossu eða tæp fjögur tonn en þá vorum við með þrjár 40 neta trossur í sjó. Í dag drógum við 5. trossur og svo besta gaf ca eitt tonn en sú lakasta bara einhver 200 kg. Núna liggjum við bara á drift og bíðum eftir morgundeginum til að ath hvort einhverjir ufsa koma. Margir bátar eru á slóðinni t.d. Loran, Eidöyfisk,Nesbak, Fiskenes,Björnson,Stalholm, Sjovær og Svenör. Loran Nesbak, Sjovær og Fiskenes eru allt stórir autolinubátar sem skipta yfir á net á vertíðinni og veiða þá ufsa og þorsk þeir frysta allann aflann um borð og svo er bara dregið á vöktum. Gott fiskerí var í Röst í dag og fékk Polar Atlantic 15 tonn af hausuðum afla í dag í þrjár 30 neta trossur, svo ég held að við nennum ekki að hanga lengi hérna heldur förum að drífa okkur í þorskinn.

Fyrstu rúllumyndirnar árið 2012 nokkrir ufsar að renna inn fyrir.

Enginn á rúllu á netaveiðum í Noregi flest allir stóru bátarnir komnir með spilið upp á efra dekk og svo fer netið það niður á millidekk og á borðið enginn lúga opin.

Svona var í síðustu netin eða mjög gott held að við höfum fengið um 1000 fiska í síðustu fimm netin.

Staalholmen mættum honum þegar við fórum til Rörvikur þá var hann á útleið. Gamall beitingavélabátur sem er búið að breyta í netabát.

Hér sjáum við svo Loran en þetta er eitt af flagskipum norðmanna í autolineflokknum flottur bátur og fiskar alveg heilt helvíti, hann kaupir öll net frá Neptúnus ehf í Reykjavík og er hann mjög ánægður með netin.

Grunnbrot bið Sklinna áðan en það var svona vestankvika og braut vel á Horsgrunnen þegar við sigldum famhjá
Svo að lokum tvær myndir fyrir laxeldiskalla. En þessar eru teknar af stöðinni sem er fyrir utan Rörvik.

Kannski verður þetta svona í framtíðinni í Arnarfirði hver veit.

Stöðvarhúsið eða pramminn.
Læt þessu blogi lokið að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2012 | 19:33
Ísinn tekinn
Já við komum til Veidholmen um miðnættið og fengum svo ísinn kl 0900 í morgun. Það var smá panic þegar við fórum inn innsiglinguna þegar báðir kastarar skipsins hættu að virka. En allt gekk þó upp að lokum, en frekar leiðinlegt er að sigla þarna inn í myrkri nema hafa kastara þar sem innsiglingarmerkin eru bara glitmerki þ.e.a.s enginn ljós í rennunni aðeins á garðinum. Í morgun fór ég svo og kíkti á kastarana þá hafði jarðsamband brunnið yfir í stóra kastaranum og í litla var kapalinn bara í sundur og sló þess vegna út.
Nú erum við á leiðinni á miðin og er ætlunin að koma við í kantinum við eyjuna Sklinna og ath hvort einhver ufsi sé á slóðinni góð veiði var á sjálfum Skinnabankanum í gær og fyrradag. Verðum við komnir á miðin í nótt og gætum þá byrjað að leggja veður hefur lægt en það var helvítis bræla og veltingur í dag en nú er logn en dálítill sjór.

Slangan komin um borð og allt klárt



Haldið að þessir séu norskir nei nei Rússi og Letti.

Þá er bara vona að þessi ís verði notaður til kæla fisk en bráðni ekki bara niður í lestinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2012 | 16:39
Noregur.






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2012 | 14:10
Andri BA-101
Þar sem undirritaður er oftast um borð í Andra BA-101 þegar hann er veiðum. Þá hefur verið erfitt fyrir mig að taka myndir af bátnum en með lagni tókst mér það nú á dögunum með hjálp tölvu og góðu gervihnattasambandi og hér sjáum við árangurinn.




En þessar myndir sendi Sindri Björnsson skipstjóri á Ýmir BA-32 og þakka ég honum kærlega fyrir.
Svo að lokum kemur ein sem Bryndís Ingibjörg Björnsdóttir tók fyrir nokkru síðan sem hún tók af Andra BA-101 þar sem við vorum að fara frá Bíldudal til Patreksfjarðar og eins og má sjá þá var ekki sama blíðan þar eins og á myndunum frá Sindra.

Þarna sjáum við aðeins masturstoppa og rétt grilla í stýrishúsið. Bryndís tók þessa mynd í Verdölum að ég held alveg örugglega frekar en í Selárdal. Þarna sem sagt haugasjór eins og þessi mynd sýnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2012 | 10:07
Sjaldgæfur gestur núorðið.
Já Varðskip kom og lagðist fyrir akkeri fram af Bíldudal held að þetta hafi alveg örugglega verið Ægir.


Á það er ekki oft núorðið að við verðum vör við Varðskip. Samt ánægjulegt að sjá í fréttum að Landhelgisgæslan er sú stofnun eða fyrirtæki sem þjóðin ber mest traust til og alveg til skammar að stofnunin sé í svona miklu fjársvelti.
Annar gestur kom til Bíldudals í vikunni og er hann nú ekki jafn sjaldgjæfur og varðskip en hann kom siglandi eða fljúgandi ekki alveg viss.

Vað eitthvað var um sig þegar ég opnaði bílrúðuna og fór að munda myndavélina en sennilega hefur hann hugsað "nei andskotinn ég verð ekki skotinn hérna það er bannað" Enda var hann að skoða sig um í Bíldudalshöfn.
Af því að háttvirtur sjávarútvegsráðherra er búinn að gefa út reglugerðina fyrir strandveiði næsta sumar er við hæfi að birta svona smá sýnishorn af brasi sem strandveiðimenn glímdu við á liðnu sumri.

Hér sjáum við Sigurður Brynjólfsson eiganda Sölva BA en Sigurður var 75 ára þegar þetta var tekið og langt frá því að vera hættur. Siggi lendi í brasi með gírinn og er hér einmitt að brasa í því.

Hér sjáum við vélina úr Mugg BA en hún hrundi á miðju strandveiðitímabilinu, en undirritaður var að róa honum þegar þessi ósköp gengu yfir.

Hér sjáum við svo Svan Þór Jónsson en hann réri með mér á Mugg BA í sumar þangað til vélin hrundi. Þarna er hann eitthvað að brasa fram í lúgar á Mugg.
Má segja að Svanur hafi verið sá yngsti sem brá sér á strandveiðar frá Bíldudal og Siggi sá elsti síðasta sumar.
Svo í lokin þá sjáum við Góu BA bruna framhjá okkur en hún mun sennilega verða á strandveiðinni næsta sumar. Hér er hún undir öruggri stjórn Jóns Halldórssonar sjópósts og strandveiðimanns. skipstjóra á Önnu BA.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2012 | 19:26
Rólegt núna.
Nú er rólegheit hjá síðuritara, sá auka kvóti sem við fengum frá stjórnvöldum dugði í einn dag síðasta þriðjudag. Svo nú er síðuritari búinn að gefa vinnuveitanda í Noregi að hann sé klár og þá er bara bíða eftir kallinu, en það er í pípunum að fara til Færeyja og ná í nýjasta bátinn hjá Polarútgerðinni en það er nú ekki fast í hendi og gæti breyst fljót og kallinn verði sendur eitthvað allt annað hver veit. En staðan á Polarflotanum í dag er þessi Polar Atlantic á þorskanetum, Polarfangst farin á dragnót, Polarhav við gæslustörf á Heimdalsvæðinu, Öyfisk við bryggju og Holmvaag farinn á Þorskanet, svo nóg um að vera þar.
Á Bíldudal gekk lífið sinn vanagang í síðustu viku rækja veidd og Kalkið malaði og malaði og vinna í fyrstihúsinu þó litlu hafi verið landað af bolfiski á Bíldudal virðist fiskurinn koma að sunnan fluttur landleiðina með flutingarbílum kannski dálítið skrýtið að það þurfi að flytja fiskinn að sjávarþorpinu landleiðina þegar auðvelt væri að fara á sjó og veiða hann.

Hér sjáum við Ýmir BA-32 taka trollið fram af Haganesi í síðustu viku.

Það er ekki eingöngu rautt gull í Arnarfirði við eigum líka hvítt silfur og hér sjáum við þar sem verið er að lesta Svan af hvítu silfri.

Svanur og Kalkþörungarverksmiðjan séð frá Haganesi.

Með auknum umsvifum þá er nóg að gera hjá hafnarverðinum og hér er hann að laga bryggjuna.

Og hér er sjálfur löndunarstjórinn að gera klárt fyrir rækjulöndun svo allt verði klárt þegar bátarnir koma að landi sem eru reyndar aðeins tveir, en voru þrír þegar mest var á þessari vertíð fækkun um einn bát frá síðustu vertíð Höfrungur BA hættur en bátur með Höfrungs nafni í eigu sömu fjölskyldu hefur verið við rækjuveiðar í Arnarfirði síðan fyrir 1970 veit bara ekki nákvæmlega hvað margar vertíðar Höfrungur BA var gerður út á rækju en þær eru margar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar