Jonrit

Hér sjáum við Guard vessel Jonrit sem er frá Færeyjum. Þennan er Polarútgerðin að kaupa í Færeyjum og fara með til Noregs. Það stendur til að ég fari og nái í hann til Færeyja og sigli honum til Bergen eða Stavanger þar sem hann verður tekin út af Statoil marine.      

Ég þekki þennan ágætlega en hann var með okkur í verkefninu á Skarv svæðinu. Hann á að fara í gæslustörf á Heimdalfelten og kemur til með að leysa Polarhav af. Hann mun til að byrja með vera á færeysku flagi en í framtíðinni á hann að fá norskt flag. Þetta er 38 metra langt skip og var áður fiskiskip sem gert var út á línu með beitingavélJONRIT


Rækjuvertíð hafin á ný?.

Við tókum þátt í uppboði Fiskistofu í síðustu viku og buðum í 2,5 tonn af Arnarfjarðarrækju í skiptum fyrir 300 kg af ufsa og í gær tók Fiskistofa tilboði okkar svo það var ekkert að gera en að fara í dag og reyna að ná í þessi 2,5 tonn gekk það vonum framar því klukkan rúmlega þrjú í dag vorum búin að veiða þessi 2,5 tonn og gott betur eða rúm þrjú tonn. Svo við erum aftur búin með Arnarfjarðarvertíð þetta árið nema Hafró bæti við kvótannGrin.

DSCN1431

Það er stundum rólegt hjá hásetanum á rækjunni, en hér ver bara slappað af og beðið eftir að híft verði.

DSCN1433

Að mæta Ými BA-32 í snjómuggunni.

DSCN1441Brynjar á toginu við Langanesið.

DSCN1437Glens og fjör þarna um borð en mér sýnist annar bróðirinn vera að sýna listir sínar.

DSCN1442Vitinn á Langanesinu.

DSCN1446Rækja og aftur rækja.

Svo verður að landa aflanum og þá er vissara að vera með hjálm þegar sumir fara á kranann.

DSCN1448Meiri segja hafnarvörðurinn kominn til að kíkja hvort allt sé ekki í lagi og kranamaðurinn geri nú enga vitleysu.

DSCN1449Aflinn í lestinni hefði verið pláss fyrir meira en enginn kvótinn.Sick.

DSCN1451Fyrsta karið híft upp hvað er að sjá sjálfur skipstjórinn í lestinni.

DSCN1452

DSCN1454Allt eins það á að vera karið komið upp á bryggju og Jón mættur gengur eins og smurð vél.

DSCN1464Skipstjórinn að kíkja á vigtina allt hárrétt og áhöfnin bara ánægð með daginn.

DSCN1466

Þá er ekkert nema ísa aflann í körin  hvar er restin af áhöfninni?

DSCN1460Nú þarna er hásetinn bara kjafta!.

Já löndun gekk vel svo var bara ekkert annað en að fara heim og borða saltkjöt og baunir í tilefni af Sprengidegi. En tekið skal fram að ekki eru allir dagar svona auðveldir á sjónum. Því sjómennskan er ekkert grín


Akkúrat ekkert um að vera hjá mér!

Já lítið eru um að vera hjá undirrituð þessa dagana, úthlutuð kvóta náð svo það eru bara rólegheit. Beðið eftir kallinu til Noregs verður sennilega ekki þó fyrr en í Mars, því ekki langt síðan skipið fór út án mín. Nú er Polarhav staddur við gæslustörf á Heimdal svæðinu sem er NV af Stavangri. nýtt verkefni kom upp í byrjun feb.

Samt var farið á bryggjuna í síðustu viku og teknar nokkrar myndir.

 

DSCN1404

 

Hér sjáum við lyftaramanninn og löndunarstjórann Jón Sigurðsson koma með kör af Ými BA-32 á vigtina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1406

 

Vigtarmaðurinn Hlynur Aðalsteinsson (Dýrfirðingur) tilbúinn Alltaf tilbúinn hann Hlynur og takið eftir því hann getur gert tvennt í einu vigtað og talað í símann.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1407

 

Löndun lokið og þá er tími til að spjalla oft spjallað í vigtarskúrnum en það sem er sagt í skúrnum fer ekki lengra sem sagt ekki útfyrir dyrnar með það.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1408

 

Rauða gullið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1411

 

 

Jón mjög vandvirkur þarna enda enginn furðu þegar þú meðhöndlar rauða gull.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1412

 

Áhöfnin á Ými BA-32 . Sindri Björnsson og Hlynur bróðir hans.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1414

 

 

Ýmir BA-32 undir löndunarkrananum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag fórum við í prufuferð að kanna hvort einhver rækja væri út í firði og voru í áhöfn. Jón Páll Jakobsson, Snæbjörn Árnason og Svanur Þór Jónsson. Ekki urðum við varir við rækju en nokkrir þorskar voru í fiskiskiljunni þegar híft var.

DSCN1418

 

Þegar við fórum á stað mættum við björgunarskipinu Verði II frá Patreksfirði en hann var að fara í smalamennsku í Geirþjófsfjörð en við rækjusjómenn höfum verið varir við fé þar.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1420

 

 

Svanur Þór tók Útstímið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1423

 

 

Góðir þorskar sem voru í skiljunni þegar híft var. fínir í kistuna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1424

 

 

Bátsmaðurinn að eiga við fiskinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1425

 

Já sjómennskan er ekkert grín.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Úthlutuð kvóta í Arnarfirði náð.

Já síðasti róður var í gær en þá náðum við settu markmiði að klára úthlutað kvóta sem Andri BA-101 hefur í Arnarfjarðarrækju. Fórum við 17 sjóferðir og veiddum 50.162 kg í þeim sem gerir 2.950 kg í róðri eða tæp 3 tonn. Byrjuðum við 11. janúar og lokin þann 8.feb. Aðeins í síðustu viku náðum við að veiða alla vikuna eða frá mánudegi til föstudags. Nú er bara binda Andra vel því sennilega verður hann ekki hreyfður fyrr en á nýju kvótaári ( kannski verður farið í siglingu á sjómannadaginn hver veit Cool.) 

DSCN1396

 

Það eru ekki allar rækjur litlar í Arnarfirði eins og sjá má á þessari mynd. Sú stóra man sennilega tímana tvenna og hefur allavega sloppið undan rækjusjómönnum undanfarin fimm ár. Sú minni ekki jafn heppin.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1400

 

Ýmir tekur trollið í gær inn á Borgarfirði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1401

 

 

Hér sjáum við Gíslasker, en vertíðin var enduð á því að toga fyrir sker og allaleið út með Langanesgrunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er bara bíða eftir því að Steingrímur komi með óbreytt kvótafrumvarp svo það sé alveg öruggt að útgerðarklúbbnum verði endanlega lokað.  


Fjórða vikan búinn á Arnarfjarðarrækjunni

DSCN1375Jæja þá erum við búin að vera á veiðum í fjórar vikur. Afli var frekar tregur hjá okkur í þessari viku fórum við fimm sjóferðir og höfðum um 12 tonn upp úr krafsinu. Nú eigum við 2,6 tonn eftir að úthlutuðum veiðiheimildum og reikna ég fastlega með því að klára í næstu viku og þarf vonandi ekki nema tvo daga til þess. Við erum búin að eyða rétt rúmum 4400 ltr af olíu til að ná í 46,6 tonn af rauða gullinu. Sem ég tel mjög viðunandi.

 

Arnarfjörður skartaði sýnu fegursta á Miðvikudaginn en þá vorum við á veiðum inn á Suðurfjörðum og höfðum rétt rúm tvo tonn eftir daginn.

 

DSCN1377

 

Sjáum hérna inn á Trostanfjörð á miðvikudaginn en veður gerast ekki betri en þarna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1382

 

 

Trollið tekið á miðvikudaginn í mynni Geirþjófsfjarðar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1383

 

Hásetinn einbeittur að hífa í rússann (en svo nefnist reipi það sem notað er til að hífa belg og poka að síðunni þegar troll er tekið á síðuna)

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1384

 

Þarna sjáum við þegar seiðaskilja nálgast en ekki enn þá hægt að sjá hvort eitthvað sé í pokanum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1385

 

Skiljan nálgast og eitthvað í pokanum en ekki stórt.Crying

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1386

 

 

 Ansans þetta er ekki nógu gott ekki fullur poki eftir einn og hálfan klukkutíma.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1387

 

 

usss usss þetta er ekki meira en 400 kg.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já ekki var það björgulegt þarna svo nú er ekkert annað en að kasta trollinu aftur og reyna á nýjum slóðum.

 

DSCN1388

 

 

Allt klárt til að sleppa pokanum. Og hásetinn bíður spenntur eftir að fá merki frá skipstjóranum lagóoóó.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1389

 

Hásetinn einbeittur að bíða eftir lagóóó.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1390

 

 

Pokinn farinn þá er bara að fylgjast með rússanum að allt fari fram eftir settum reglum .

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1391DSCN1391

 

Allt að verða klárt svo hægt verði að kasta aftur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á miðvikudaginn tók ég þessa mynd og svo tók ég í dag mynd tekin í dag á svipuðum slóðum og við sjáum glöggt hvað snjórinn hefur hopað á þessum tveimur dögum.

DSCN1380
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN1395

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ætli ég láti þetta ekki vera gott í bili.  


Þriðja vikan búin

Jæja þá eru þrjár vikur búnar á rækjuveiðum þetta árið og farið að síga á seinnihlutannWoundering. Nú eru ca 14 tonn eftir af úthlutuð kvóta. En búið er að veiða um 35 tonn af 49 tonna kvóta. 

Þessi vika einkenndist af leiðinlegu tíðarfari og voru bara þrjár sjóferðir farnar. Mánudag,fimmtudag og föstudag. Og höfðust 8,3 tonn í þessum veiðiferðum. Vorum við tvo daga inn á Geirþjófsfirði og suðurfjörðum Arnarfjarðar og einn dag fórum við fyrir Langanesið og drógum á norðurfjörðum Arnarfjarðar.

 

DSCN1350

 

Hér sjáum við Brynjar BA-128 taka trollið við Ófærunesið á Fimmtudaginn. Þarna eru þeir félagar að byrja að hífa í stertinn eða rússann og þar með hífa pokann að síðunni.

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1349

 

Ýmir BA-32 að taka trollið við endann á Ófærunesgrunninu sem skilur að Geirþjófsfjörð og Trostansfjörð á fimmtudaginn þarna höfðu þeir fest þegar þeir ætluðu að toga með grunninu og inn á Trostansfjörð.

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1352

 

Þeir bræður að taka trollið inn á Fossfirði á fimmtudaginn en þarna eru þeir að undirbúa að taka trollið innfyrir og halda í höfn því dagbirta á síðasta snúning.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1355

 

 Þessi er tekin í gær föstudag og nýbúið að hífa við Gíslaskerið og eru þeir bræður Sindri og Hlynur önnum kafnir að hreinsa rækjuna og koma henni niður í lest þarna erum við á Andra alveg við hliðina á þeim og erum að toga inn fjörðinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hörmulegt sjóslys varð í Noregshafi í vikunni þegar Hallgrímur SI-77 fórst og með honum þrír menn en einn bjargaðist úr hafi. Ég votta aðstandendum samúð mína. En vill hrósa norsku strandgæslunni fyrir björgunarstörfin við mjög erfiðar aðstæður.

DSC01416

  Á Hallgrími var undirritaður stýrimaður í eitt og hálft ár og líkaði vel við skip og áhöfn. Þarna sjáum við þegar skipið kemur til Bíldudals frá Ísafirði og má segja að undirritaður hafi fylgd með í kaupunum en áður en skipið var keypt til Bíldudals hét það Sólborg I og var gert út til rækjuveiða frá Ísafirði.

 

 

 

 

 

 

DSC01461

 

Góð stund um borð í Hallgrími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var nú eitt besta sjóskip sem ég hef verið á og duglegur togari í allastaði.  


Önnur vika búin hjá okkur á rækjunni.

Þá erum við búin að fara 8. ferðir til rækjuveiða í Arnarfjörð og fiska tæp 26 tonn og erum því rúmlega hálfnuð með úthlutað kvóta. Við fórum 4 daga í þessari viku sem er að líða og var afli ágætur vorum við mest á veiðum inn á suðurfjörðum Arnarfjarðar en fórum reyndar inn á Borgarfjörð í gær prufuðum að draga kúlubótina með litlum árangri og héldum því snemma í land. Því frekar kuldalegt var í Ísafjarðarbæ í gær. Reyndar var búið að ákveða að vera snemma í landi vegna pizzuveislu sem við erum alltaf með á föstudögum fyrir heimilisfólkið á Dalbraut 30 og auðvita vorum við með rækjupizzu á boðstólnum Wink. Og smakkaðist hún auðvita vel.

 

DSCN1335

 Búið að innbyrða gott hal inn á Geirþjófsfirði en þar vorum við á veiðum á miðvikudaginn og fyllti þetta hal kassann og gott betur. En afli var mjög góður þennan dag eða yfir 6 tonn í 4 hölum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1336

 

Þarna erum við búin að kasta aftur og byrjuð að toga og þá er ekkert nema koma aflanum niður í lest því bara rúmur klukkutími þangað til híft verður aftur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1334

 

 

Nóg að gera hjá hásetanum og var lítið um pásu þennan daginn og ekkert hægt að hanga á facebook!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1330

 

 

Á þriðjudaginn vorum við að fiska við Boðann sem gengur út úr Reykjafirði og voru þeir bræður á Ýmir BA-32 einnig með okkur þennan dag og þarna eru þeir ný búnir að taka trollið á Trostanfirði og eru þarna báðir úti að hreinsa.

 

 

 

 

 

 

DSCN1338

 

Ný búnir að mæta Brynjari BA-128 í mynni Geirþófsfjarðar. Þetta er tekið á fimmtudaginn en þá vorum við allir þrír á veiðum á þeim slóðum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1341

 

Hér erum við að toga með Ýmir BA-32 á fimmtudaginn þarna erum við að toga út Geirþjófsfjörðinn að norðanverðum og þarna er ekki langt á milli bátana en við vorum allir hnapp þarna seinnipartinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1339

 

 

Léleg mynd Brynjar og Ýmir að toga alveg upp við hvorn annan við Krosseyri á fimmtudaginn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1342

 

 

Á föstudaginn vorum við á Kúlubótinni (Auðkúla) með litlum árangri en fengum 950 kg í tveimur hölum áður en við fórum heim. Þarna sjáum við Hrafnseyri.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1344

 

 

Þessi er svo tekin af Auðkúlu og er gamla kaupfélagshúsið sem sést þarna í fjörunni og Auðkúla í fjarska.

 

 

 

 

 

 

 

 

En auðvita hefði maður átt að prufa Baulhúsaskriðurnar bara svona til að geta séð ættaróðal okkar í BaulhúsaættinniCool 


Fyrsta vikan búin á rækjunni.

Jæja fyrsta vikan búin og veiðar gengu þokkalega. Reyndar var ekki farið á þriðjudaginn vegna veðurs. Ætli við höfum ekki fengið ca 12 tonn í þessum ferðum. Alveg ásættanleg veiði hefði nú samt mátt vera meiri reyndar er ekki mikil dagsbirta í byrjun janúar og er því veiðitími stuttur því rækjan er ekki veiðanleg í myrkrinu eða svo segja reyndir rækjuveiðimenn hérna firðinum.

 

DSCN1309

 Séð inn á Dynjandavog á miðvikudaginn síðastliðinn en þarna var mjög gott veður. og Arnarfjörður skartaði sýnu fegursta.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1311

 

 Ýmir á toginu á miðvikudaginn nýbúinn að láta það fara.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1313

 

 Hásetinn á Andra BA-101 tilbúinn slaginn eftir að búið var hífa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1314

 

Rækja í móttökunni og hásetinn að hreinsa niður í lest. Þetta var nú kallað rauða gullið hérna á Bíldudal áður fyrr á varla við í dag. Nú hefur kalkið tekið við. Þó svo rækjan sé ekki lengur sá burðarás í atvinnulífi Bílddælinga eins og áður er hún samt alltaf jafn bragðgóð.

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1315

 

Dynjandi á fimmtudagsmorgun en kald var í veðri og varla hægt að greina fossinn þarna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1319

 

 

Ýmir að láta byrja að láta trollið fara í blíðunni á fimmtudagsmorgun ekki alveg orðið bjart þarna en kl er rúmlega níu að morgni.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1325

 

Mæta Brynjar BA í gær föstudag, rigningunni, þetta er fyrir innan Skeleyri, en við vorum að draga í kantinum fram að Urðarhlíðinni í gær frá Skeleyri inn á Dynjandisvog, var ágæt kropp.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1327

 

Tók svo eina mynd seinnipartinn í gær sem sýnir dráttarvél vera moka Urðarhlíðina opna veginn úti í Mosdal, sennilega eitthvað tengt Stórbýlinu Laugarbóli.

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo tekur bara önnu vika við á mánudaginn og verður maður bara að vona allt verði lagi og veður hagstætt svo hægt verði að halda á að veiða rauða gullið. 


Rækjuveiðar hafnar í Arnarfirði 2012.

Já rækjuveiðar eru hafnar var fyrsti róður hjá okkur á Andra í gær og þá var einnig Ýmir BA-32 á sjó. Veður var frekar leiðinlegt til að byrja róðra en lægði þegar leið á daginn. Afli var þokkalegur Andri með rúm 3 tonn og Ýmir með 4,5 tonn. En það var frekar kuldalegt og var erfitt fyrir undirritaðann að þurfa allt einu að byrja að vinna útivinnu eftir að setið á xxxxxxxxxx í allt haust en þetta hafðist nú allt saman. 

DSCN1290

 Arnarfjörður í gærmorgun þarna í fjarska sjáum við Ýmir BA-32. Frekar kuldalegt. En svo sem ekkert fyrir hrausta Arnfirðinga.

Það gekk á með dimmum SV éljum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1292

 

 

Ýmir að slefa trollinu fyrir framan stefnið hjá okkur í gærmorgun. Tekið út um stýrishúsgluggann

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1295

 

 

Þarna er hann að skríða fyrir stefnið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1301

 

Og hérna komnir fram fyrir okkur og tilbúnir að láta það fara. Hlynur Björnsson tilbúinn að slaka og mér sýnist að bróðir hans Sindri sé að öskra laggóó akkúrt þegar ég smellti af. Þarna sjáum við Skeleyrina og grillir í bæinn Ós.

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1302

 

Hérna erum við að mæta þeim bræðrum seinnipartinn í gær og allavega annar þeirra er að hreinsa hinn sennilega að tala við mig í talstöðina eða í gemsann.

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN1291

 

Og svo sjáum við dekkið á Andranum greinilegt að hásetinn hefur talið að það þyrfti ekkert að skola snjóinn burt.

 

En spilvélin sem skift var um milli hátíðanna  er þarna fram í bakka og stóð sig eins og hetja í fyrsta róðri eins og auðvita öll áhöfnin, en hún virðist vera öflugri og betri heldur en sú gamla blessuð sé minning hennar.

 

 

 

 


Hann Hlynur klikkaði ekki.

Búið að gefa út Rækjukvóta í Arnarfirði og máttu bátar fara á sjó í dag en enginn fór. Það fengu 5. bátar úthlutað kvóta á þessari vertíð. Og uppfylla 4. skilyrði fyrir því að fá veiðileyfi til að byrja. Einn bátur er ekki skráður á Bíldudal og fyrirtækið á ekki þar heimilsfesti og því fær hann að óbreyttu ekki veiðileyfi!. En þeir bátar sem fengum úthlutað aflamarki í Arnarfirði eru: Andri BA-101 49 tonn. Brynjar BA-128 49 tonn. Höfrungur BA-60 33 tonn. Ýmir BA-32 33 tonn. Egill ÍS-77 33 tonn.

Reikna ég með að bátar byrji strax eftir nýtt ár. Við Andra menn höfum þó reyndar staðið í vélarbilun en spilvélin hjá okkur hrundi fyrir jólin og erum við búnir að fá aðra vél og erum við þessa dagana að gera hana klára og vonandi verðum við búnir fyrir lok þessa árs.

Reikna ég með því að rækjan muni fara til vinnslu í Grundarfirði eins og undanfarin ár, en Rækjuvinnsla hér á Bíldudal hefur legið niðri í mörg ár og því er ekkert annað að gera en að senda rækjuna í burtu. Og má segja að það sé grátlegt að þurfi að gera þegar verksmiðja er til staðar á staðnum, en svona er þetta bara því miður.

Ég óska svo öllum gleðilegs nýs árs og vona að nýja árið verði farsælt.

Polarhav og fleira í Bergen 011

 Set hérna myndir inn úr síðustu ferð til Noregs. En Polarhav á að fara út 4 janúar og ætlar Torleif sjálfur að fara með hann. 

En Hér sjáum við Bourbon Moonson, á honum er íslenskur stýrimaður.

 

 

 

 

 

 

Polarhav og fleira í Bergen 012

 

Þetta eru hlerarnir á Hafrannsóknarskipinu Johan Hjort, hef ekki séð þessa tegund áður og veit ekki hver framleiðir þessa en þeir eru hringlaga.

 

 

 

 

 

 

Polarhav og fleira í Bergen 005

 

Hér sjáum við fóðurflutingaskip fyrir laxeldi kannski eigum við eftir að sjá svona skip hérna í framtíðinni hérna í Arnarfirði þegar allt verður komið á fullt hérna hver veit.

 

 

 

 

 

 

Polarhav og fleira í Bergen 027

 

Hér sjáum við svo Polarhav í Bergen. Kannski ekki flottasti báturinn í flotanum en góður bátur og alveg sérstaklega gott sjóskip.

 

 

 

 

 

 

Polarhav og fleira í Bergen 040

 

Og er ekki við hæfi að setja eina mynd af Callesen vélinni eða Olgu eins og við köllum hana. Alveg einstaklega góður mótor alveg öruggt að danir kunna þetta fag. 5. strokka og gefur 600 hestöfl.

 

 

 

 

 

 

IMG_4748

 

 Andri BA-101.

 

 

 

 

 

 

 

Gistiheimilið 024

 

 Brynjar BA-47.

 

 

 

 

 

 

 

Gistiheimilið 019

 

 

Ýmir BA-32.

 

 

 

 

 

 

Á því miður ekki mynd af Höfrung BA-60 eða Egill ÍS.

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013447
  • 1000013442
  • 1000013416
  • 1000013421
  • 1000013168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband