25.5.2011 | 02:31
Á leiðinni heim (Örnes) Asgard.
Já við erum á leiðinni heim frá Asgard eftir tveggja sólarhringa dvöl að vakta" Asgard Tee mainfold". Allt gekk vel við verkefnið þó veður hafi verið frekar leiðinlegt og var SA stormur nánast allann mánudaginn 23. maí en í gær var bara kominn sumarblíða aftur. þurftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Ferðin er orðinn frekar löng samt þegar við leggjumst að kaja eftir ca 3,5 tíma verðum við búnir að vera átta daga í verkefninu. Má segja að verkefnið hafi byrjað illa því við fengum ranga dagsetningu og máttu bíða í Abelvær í þrjá daga.
Ferðin heim hefur gengið frekar rólega því misstum túrbínuna alla vega datt niður þrýstingurinn á túrbínunni og Callesen (aðalvélin) fór að reykja svartur strókurinn upp úr henni og afgas rauk upp úr öllu valdi, þannig ekkert annað í stöðunni en að slá af til að ná afgasinu niður og keyrum við nú á rétt tæplega hálfu álagi og þá virðist allt vera í "lagi". Þetta ástand hefur skapað auka álag á skipstjórann því hann hefur bæði sinnt skipstjórn og vélstjórn í þessari ferð. Útgerðarmaðurinn á vara túrbínu heima svo við verðum að skifta um túrbínu þegar við komum til Örnes. Planið var að taka skötuselsnetin og leggja þau en við þessi tíðindi tefst það eitthvað ég giska á tveggja til þriggja daga vinna að skifta um túrbínu.
Ég á pantað far heim þann 31. maí svo sennilega fer ég ekki meir með Polarhav í bili, nema ég komist ekki heima útaf eldgosinu, en ekki er nema rétt ár síðan sem ég var fastur í kaupmannahöfn í tvo daga vegna eldgosins í Eyjafjallajökli en þá var ég einmitt að koma frá Noregi og ætlaði að vera sniðugur þar sem fluginu mínu frá osló var aflýst, komast heim frá Kaupmannahöfn sem fór svona mátti dúsa í Kaupmannahöfn í tvo daga.
En hér má sjá viðbrögð síðuritara við eldgosinu í Grímsvötnum, er sagan að endurtaka sig hver veit. En eitt er víst að ég get ekkert gert við því en við verðum bara vona það besta.
Já planið er að báturinn farí skötuselsnet og verði reynd að veiða löngu, karfa og ufsa með og eiga að vera fimm í áhöfn. En við meigum ekki vera með meira en 300 skötuselsnet og veerðum svo með 160 net af ufsanetum og löngunetum. Þannig að það verður nóg að draga skötuselsnetin tvisvar i viku og svo verður leitað af löngu og karfa á milli en það má byrja að veiða karfa beint 1.júlí en það má vera á skötuselnum til jóla.
Hér sjáum við Olíuskip á Asgard svæðinu Held þetta sé Jorunn Knutsen 270 metra löng og 47 metra breið en alltaf eru olíuskip þarna að lesta olíu yfirleitt eru þau tvö og eitt að bíða. (Ætli við eigum eftir að sjá svona skip liggja í Arnarfirði þegar olíuhreinsistöðin verði byggð í Hvestu. hver veit.
Og hér sjáum við yfirlit yfir Asgardsvæðið en þá því eru allavega þrír borpallar og eitt borskip síðan eru þarna fullt af skipum alltaf vinna dráttarbátar að draga borpalla til og frá og skip að vinna á botninum eins og þessu svæði sem við vorum að vakta. Þannig að þarna er nóg um að vera og svo ekki langt frá Asgard er Heidrun olíusvæðið sem her svipað nóg að borpöllum og olíuskipum.
Ég segi þetta gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2011 | 14:55
Bless Abelvær.
Eftir ca 2 tíma við yfirgefum Abelvær og setjum stefnuna á Asgard svæðið, Það eru ca 114 sjm héðan þangað og við eigum að vera þar kl 12 á morgun spáin er orðinn fín og svo vonandi verður þetta allt í besta lagi. Gæti verið að við færum út á Skarv í smá verkefni eftir Asgard.
Hér sjáum við Brannstasjon í Abelvær fer ekki mikið fyrir henni en sjálfsagt gerir hún sitt gagn. Í dag lifnaði þessi litli bær, svo virðist sem þessi bær sé svefnbær og núna í dag var fólk að dytta að húsum og slá grasið og skera til eldivið.
Hér sjáum við hraðferjuna sem gengur til Abelvær. En þessi bátur gengur frá eyjunni Lekna til Namsos, ég held að hann sé með þrjár ferðir á dag. Svo ef þú tekur þennan til Rörvikur ertu ca 20 min en ekki alveg með það á hreinu hvað hann er lengi héðan til Namsos. Þetta er alveg ný ferja sem tekinn var í notkun í byrjun árs og heitir Foldafjord mjög flott.
Hér sjáum við brunnbát held að þetta sé Ronja Nordic, en þeir eru alltaf hér á ferðinni flytja lax fram og til baka, þær eru margar Ronjurnar hér Nordic, Harvest og fleiri. Ætli við eigum eftir að sjá svona skip sigla með lax úr Arnarfirði í framtíðinni!.
Ég gekk upp á fjallið á eyjunni og tók mynd af þorpinu að hluta til. En þessi hæðsti punktur er ekki meira en 50 m svo ekki er þetta fjöllótt eyja frekar en aðrar hér í kring þ.e.a.s kringum Rörvik.
Ég frétti það áðan að tveir úr áhöfninni hafi yfirgefið Örnes og séu hættir á bátnum hafa ekki sagt það við mig en alla vega eru þeir farnir til Leknes í Lofoten og hafa tjáð öðrum hér um borð að þeir væru hættir mjög skrýtið en svona er þetta bara og lítið við því að gera, Svo við erum orðnir 4 í áhöfn,einn rússinn farinn í frí og hjá hinum var atvinnuleyfið afturkallað, sem er mikill synd því mjög duglegur og traustur strákur. Þannig ekki veit ég hvort við förum að fiska eftir Þetta olíudæmi en í sjálfu sér er nóg að vera fjórir á löngu því hún er mjög fljót unninn og það gæti bara orðið einhverjir peningar fyrir strákana.
En alla vega þá förum við í kvöld á stað og höldum svo sennilega út á Skarv og svo til Örnes en það kemur reyndar betur í ljós seinna sennilega á þriðjudag. Einhvern veginn er þetta orðið eins og að vera á flugvelli eða í strætóskýli alltaf að bíða orðið frekar leiðinlegt, þessar afleysingar eyðilögðu mánuðinn sem fiskimánuð því miður fer bara alltof langur tími í þetta.
Svo eftir ca 12 tíma verð ég kominn út fyrir netsamband og þá verður lítið skrifað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2011 | 18:30
Liggjum í Abelvær!.
Já við liggjum við bryggju í þorpinu Abelvær sem er á eyjunni Kalvoeya. Já svona getur þetta verið við vorum á leiðinni út á Asgard olíusvæðið þegar BP. Norge fattaði að þeir höfðu gefið okkur ranga dagsetningu með verkefnið við áttum að vera frammi þann 19. maí en svo kom í ljós að það var ekki fyrr en 22.maí og við fengum ekki að vita þetta fyrr en við vorum lagðir af stað frá Rörvik til að leysa af Jonrit þá fengum við símtal frá BP.Norge.
Og þar sem við skildum meirihlutann af áhöfninni eftir í Örnes vorum við bara í tómu tjóni, því var í skyndi ákveðið að láta athuga með Beckerstýrið en það hefur verið að stríða okkur, og var fenginn kafari til að athuga með það, kom þá í ljós mikið slit sem gæti orsakað hvað leiðinlegt er að stýra bátnum, var þá fengið slipppláss fyrir skipið í Abelvær sem er lítill slippur, en þegar átti að fara taka upp kom í ljós að slippurinn gat ekki útvegað varahluti í stýrið í tíma svo við liggjum bara hér Abelvær í hálfgerðu reiðileysi og verðum þangað til á Laugardaginn en þá förum við aftur á stað út til Asgard. Við höfum unnið við að þrífa bátinn háþrýsti þvo hann, og verið að grunna yfir ryð í kjölfarið svona til að gera eitthvað. En strákarnir sem við skildum eftir í Örnes eru alveg snarvitlausir yfir þessu kannski skiljanlegt.
Það vinna 3 í slippnum hérna svo ekki er þetta stór slippur minnir mig á slippinn sar inn vogum í gamla daga var það ekki Jón á 11. Og innsiglingin er mjög grunn og er myndin að ofan af henni við tókum niður þegar við komum inn hana komum reyndar á fjöru en þeir sögðu mér að þetta er bara sandbotn gæti verið einn og einn steinn svo ekkert væri að óttast. Það er reyndar 1/2.metrers kjölur undir Polarhav svo hann ristir mjög djúpt.
Þessi staður má muna sinn fífill fegri, samt er mjög fallegt þorp og húsum vel við haldið hér. Hér eru tvö stór frystihús fyrir lax sem bæði eru farin á hausinn, einnig er hér kræklingavinnsla sem er nánast að leggja upp hlaupana, þeir í slippnum vonuðust til þess að annað frystihúsið myndi opna fljótlega aftur. En þetta er mikið laxasvæði og mikið um laxeldi.
Hér sjáum við laxapramma sem var í slipp þegar við komum í gærkveldi en svona prammar er mjög algengir hér í Noregi (ætli við eigum eftir að sjá svona pramma víða fljótandi í Arnarfirði. Ég er ekki með það á hreinu hvað margir búa hérna en mér sýndist mörg hús vera sumarhús þegar ég tók göngutúr um þorpið í gærkveldi en þá var alveg logn og 14. stiga hiti.
Bryggjukraninn í Abelvær ekki er hann stór veit ekki hvort Hlynur húskall væri ánægður með svona krana á bryggjunni sinni heima á Bíldudal. En ekki held ég að þessi sé oft notaður.
Hér ein af stærstu trillunum svo voru í smábátahöfninni í Abelvær í gærkveldi, væri alveg fínn fyrir okkur Svan á strandveiðarnar. Sennilega er þessi ekki mikið notaður eins og löndunrakraninn. Smábátahöfnin er mjög flott og nýleg og eru mikið að svona skemmtibátum og minni bátum sem liggja við hana hled það hafi verið 3. fiskibátar þarna og svo virðist vera góð aðstaða fyrir skútufólk og annað ferðafólk sem kemur siglandi aðgangur að sturtu og svo framvegis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2011 | 04:20
Á leiðinni frá Örnes til Rörvikur

Nú erum við að siglingu frá Örnes til Rörvikur og erum væntanlegir kl 1000 í Rörvik, fyrir hálftíma síðan fórum við í gegnum Brönnoeysund. Veðrið er búið að vera gott logn og súld. Við eigum að taka olíu í Rörvik ekki veitir af aðeins um 7 tonn í bátnum. Eftir að við tökum olíu verður stefna sett út til Asgard til að leysa af Jonrit sem er að fara í áhafnarskifti til Kristiansund eigum við að vera komnir kl 1400 út til Asgard. Veðurspáin er frekar leiðinleg 15 m/sek frá suðvestri fáum þá tilbreytingu frá öllu logninu sem hefur verið allann maí. Við erum fjórir um borð skildum eftir 4 í Örnes. Og erum þeir núna um borð Polarfangst sem liggur við bryggju í Örnes.
Samferða mér núna eru tveir rækjubátar sem fóru frá Brönnoeysund um svipað leiti og ég fór þar í gegn ekki eru þeir búnir að kasta er á siglingu með mér eitthvað suður á bóginn.
Það eru 139 sjm frá Örnes til Rörvikur og svo frá Rörvik út til Asgard erum um 100 sjm. Og frá Lofoten til Örnes vorum um 70 sjm svo við komum til að sigla 310 sjm til að leysa bátinn af og fara alveg í þetta 6 dagar með öllu.
Sigld frá Örnes frekar tignarleg fjöll. Þegar ég kom til Noregs þann 1. maí var ekkert farið verða grænt en þegar ég kom í gær var allt orðið grænt og fallegt öll tré orðinn græn og bara orðið sumarlegt samt er ennþá snjór í fjöllum.
Þjóðahátíðardagurinn var í gær hjá norðmönnunum og var mikið um dýrðir feikna mikil skrúðganga í Örnes með lúðrablæstri söng, NRK (norska sjónvarpið) sýndi svo beint frá nánast öllu landinu og frá helstu borgum heims þar sem norðmenn búa varð reyndar ekki var við útsendingu frá Reykjavík.
Setjum eina mynd inn til að sýna Röstbankann eins og hann var daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. maí.
Var að lesa það í blöðunum í gær að kjöt er 80% dýrara heldur en í Evrópu, Brauð eru 60% dýrari og Mjólk,ostur og egg eru 54% dýrari í Noregi heldur en í Evrópu. Ekki veit ég hvernig samanburðurinn er á milli Íslands og Noregs, við keyptum kost í gær fyrir 6000 þús norskar (120 þúsund ísl) En það er fyrir 8 kalla í 7 til 10 daga þannig erfitt að átta sig á þessu en mín tilfinning er að matur sé nú dýrari hér heldur en heima við verslum reyndar í Joker svona lítil búð sem er opin langt fram á kvöld og um helgar svipað og 10/11 heima og er verðið mun meira heldur en í stórmörkuðunum myndi segja að þessi búð væri frekar dýr og það er auðvita svipað og heima það er miklu dýrara í 10/11 heldur en í Bónus. Annars spái ég lítið í þetta, eitt er ljóst að á lægstu launum sem borguð eru heima myndir þú varla lifa vikuna hérna það segir bara hvað Ísland er orðið mikið láglaunaland og komið í flokk með Lettum,Eistum og Pólverjum. Mikið er um það að pólverjarnir komi á eiginn bíll til að vinna hérna og þegar þeir koma eftir frí heima koma þeir með bíllinn algjörlega yfirlestaðann af matvöru frá Póllandi sem á að duga þeim fyrir allann tímann sem þeir vinna. Albert rússinn sem er hér um borð hann á sendibíll sem hann fer á reglulega til Svíþjóðar til að kaupa sér mat og kemur með hann troðinn af vörum. Þessu myndi ég aldrei nenna en það er svo annað mál. Hér sjáum við Polar Atlantic á reki þegar við fórum með Franklín um borð í byrjun maí en Polar Atlantic er á Skarv olíusvæðinu þar sem við vorum fyrra. Svo ég hugsa að þarna um borð séu búnir að vera margir rólegir dagar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2011 | 12:03
Löndun í Napp og svo stefnan tekinn á Asgard olíusvæðið
Svona fara þeir í Napp Fisk, taka ísinn frá. Einfald og gott ísinn fer bara í gegn um ristina og svo fer fiskurinn á vigtina, þeir hjá Napp Fish vilja helst fá fiskinn í karpa (ís og sjór) og þá er ísvatnið síað frá með þessari aðferð. Enginn Hlynur Verkstjóri (eða vigtarstjóri eða ráðsmaður eða húskall ). Vigtarmenn er bara óþarfir hérna.
Og hér sjáum við fiskinn á ristinni og ísinn og vatnið fer í gegn og aðeins fiskur er veginn ekki ís eða vatn.
Við lönduðum í morgun veit ekki hvort ég eigi að þora segja það en það vorum 5 tonn sem við seldum fyrir 54 þúsund. Síðustu tveir dagar voru bara alveg skelfilegir svo meira verði ekki sagt. Fengum verðhækkun á karfaanum um 3,5 kr (70 kr íslenskar) mjög góð gæði rauður og fallegur og ef hann heldur áfram að vera svona gæði gæti hann jafnvel farið í með hann 2 krónur meira upp og verðið væri þá um 13 kr (260 íslenskar). En karfanum er pakkað í frauðkassa og sendur til Þýskalands og ef hann er rauður og gæðin í góðu lagi fer hann beint í fiskbúðir og þá geta þeir borgað hærra verð. Svo verðin eru í góðu lagi vantar bara fiskinn.
Smá karfakropp. En beinn sókn er bönnuð í karfa hjá okkur en við meigum vera með 20% sem meðafla. Svo í júlí og ágúst meigum við veiða karfa í net eins og við getum. Og mér skilst að menn geti hitt í góða veiði og margir netabátar reyna fyrir sér með karfann á þessum tíma.
Núna erum við á siglingu yfir Vestjfjorden og erum með stefnuna til Örnes þar verður einn maður að fara í land. Síðan förum við suður á bóginn til Asgardfelten en eru það ca 16 til 18 tímar þangað verðum við reyndar að taka olíu áður en við förum en við erum orðnir frekar olíulitlir höfum ekki tekið olíu síðan í febrúar svo við meigum taka olíu og kaupa eitthvað að borða. Hugsa að allar búðir eru lokaðar á morgun þjóhátíðardegi Noregs 17. maí.
Einn snurvoðarbátur var að landa í morgun um 7 tonnum eftir tvo daga sem hann fékk á grunninu við eyjuna Röst flottur bátur 15 metra. Ég fór að spjalla við hann svona um snurvoðaveiðar og bara allt og hann sagði mér að margir snurvoðarbátar væru farnir að landa fiskinum lifandi héldu honum lifandi í tönkum og lönduðu honum svo lifandi inn í vinnslunar ekkert áframeldi bara lifandi fiskur beint frá borði inn í vinnsluna og þeir bátar sem gerðu þetta fengum 20% aukningu á sínum þorskkvóta svo það er ekki svo vitlaust. Hann sagði að ekki væri hægt að vera með betra hráefni fyrir ferskfiskvinnslurnar.
Við ættum að vera í Örnes kl 20 í kvöld og svo förum við suðureftir.
Það má segja veðrið sé búið vera svona frá því við byrjuðum bara blíða og blíða.
En segjum þetta gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2011 | 17:27
Dapurt hefur það verið.
Í gær fengum ca 1200 kg í allt draslið svo virðist sem þessir hólar þoli ekki nema leggja nema tvisvar þrisvar á þá svo virðast þetta bara gufa upp. Svo ég dróg allt draslið í mig og hélt út á hrygg sem semur skilur að vesturdjúpið og kvalnesdjúpið og lagði þar víða á mismunandi dýpi og árangurinn alveg skelfilegur 500 kg í allt draslið hvergi vottur svona svipað og þegar ég og æskufélagar mínir Jón Sigurður og Benedikt Páll (Benni Palli) gerðum út á grásleppu fyrir langa löngu því álíka voru margir fiskar í dag eins og þá á vognum heima Bíldudal og gekk það svo langt hjá okkur ungum fiskimönnunum að við urðu að stela okkur fiski úr öðrum netum ekki gat ég gert það í gær því yfir 25 sjómílur voru í næsta netabát (enginn svo vitlaus að leggja þarna nema helvítis íslendingurinn) og kannski þroskast líka á 26 árum eða við skulum vona það. Svo ég dróg allt í bátinn aftur og er núna að leggja trossurnar upp á grunninnu fyrir utan Væroy á mismunandi dýpi frá 73 fm upp á 60 fm og við skulum vona að við fáum alla vega helmingi meira á morgun heldur en í dag, hefði sennilegast verið skást að hundskast upp í kantinn við Röst en þar er alltaf kropp hjá trillunum þar ég var bara svo bjartsýnn að ég væru búinn að finna lönguna þar úti, en svona er þetta má segja að þetta sé eins og finna nál í heystakki að því þetta er mjög stórt hafssvæði sem allur Röstbankinn. En ég veit ekki hvað útgerðarmaðurinn verði þolinmóður með þetta það verður bara að koma í ljós.
Við fengum heimsókn í morgun frá Kv Barentshav komu þeir og voru hjá okkur í fjóra tíma fara yfir papír og mæla fiskinn og athuga með brotkast. Í ljós kom auðvita að fáir norðmenn væru í áhöfn og er það ólöglegt ekki má vera fleiri en 50% af útlendingum um borð hverju sinni þ.e.a.s ef þú hefur ekki heimilsfang og fasta búsetu í Noregi. Svo það verður tilkynnt til yfirvalda að Polarhav sé mannað útlendingum (ég er reyndar utanskilinn af því ég er norðurlandabúi á ekki við okkur) svo 90 % af áhöfnin er erlend og með heimilsfang í heimahöfn. Annað var að aðeins einn réttindamaður væri um borð með skipstjórnarréttindi það er víst líka ólögulegt ef við liggjum úti en allt í lagi ef farið er í höfn á hverju kvöldi ég spurði hver grensinn væri á þessu hvað ég mætti vera lengi úti þá væri bara í rauninni fullnægjandi að fara í höfn einu sinni á sólarhring. Svo sendar verða skýrslur um þessi atvik. Ég spurði hvort ég þyrfti að fara í land útaf ég væri fyrir utan stýrimann þá sögðu þeir að nei nei við látum bara sjöfartstyreslen ( norska siglingastofnun) vita svo taka þeir ákvörðun eftir helgi með framhaldið, varðandi hitt atriðið verður það send til fiskeridirektoren( norska fiskistofa) um það að við værum með allt of marga útlendinga um borð. Svo maður má fá einhverjar upplýsingar eftir helgi. Ég er búinn ákveða að fara inn til Napp að landa á mánudaginn svo kannski fáum við eitthvað að vita meira þá.
Strákarnir á Barentshav að fara.
Veðrið er alveg dássamlegt alveg logn og sólskin svo Lofotenströndin sést vel sem og eyjunar Væroy og Röst. Maturinn mætti vera betri en það er ekkert nýtt var steiktur þorskur í dag algjörlega ofeldaður alveg sama hvað maður reynir að kenna þessum kokki það bara tekst ekki annað hvort vill hann ekki skilja það sem maður er reyna kenna honum vaðandi mat eða hann bara skilur það ekki orðið rekar pirrandi að fá steiktann fisk sem er kannski hafður á pönnunni í klukkutíma mjög sérstakt.
gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2011 | 16:27
Búnir í dag.
Já við erum búnir að draga í dag, aflinn tæp 3 tonn af löngu, karfa og ufsa. Byrjuðum snemma að draga í morgun og má segja að hafi verið frekar jafnt í allar trossur í dag svona um 500 kg í trossu. Allt hefur gengið í eins og í sögu gott að draga gott veður öll bestu skilyrði nema fiskurinn. Og nú er bara afslöppun til kl 0630 í fyrramálið.
Kokkurinn eldaði kjúkling í dag lördagskylling(laugardagskjúkling) en það er svona ódýr kjúklingur og er hann frekar oft eldaður hérna um borð full oft fyrir minn smekk.
Nú er mikill umræða hérna í Noregi útaf frístundarfiskimönnum en þeir meiga fénýtta fiskinn sem þeir veiða held að hver og einn megi fiska eitt tonn af þorski. Og er dæmi um að hjón hafi á Lofotensvæðinu hafi náð í þennan skammt á tveimur kvöldum sem hafi skilað þeim hátt í 30 þúsund norskar (600.000 þúsund íslenskar), en þorskur var um allt í Lofoten svo það var bara nóg að fara rétt út til að ná í aflann. Síðan er líka sögur um að fiskimenn þegar þeir voru búnir með kvótann notað aðra fjölskyldumeðlimi og fengið frístundarkvóta og drýgt sinn kvóta aðeins en það er ekki löglegt þú mátt ekki veiða frístundarkvóta á skráðum fiskibátum aðeins á óskráðum bátum eða skemmtibátum þannig strangt til tekið er verið að stunda kvótasvindl. Þannig að Ívar frændi minn gæti veidd hér tvo tonn af þorski með pabba sínum á litla plastbátinn sinn og þénað vel á því. En mikill ónægja ríkir með að skráðir fiskimenn séu að notfæra sér frístundarkerfið og hafa verið miklar deilur undanfarið í norskum bloggheimi.
Grálúðutímabilið byrjar hér 29. maí og stendur í einn mánuð en þá má mega fiskibátar fiska grálúðu með netum eða línu, held að kvótinn sé um 25 tonn á bát sem er að skila ca 3-400 þúsund norskum krónum (6 til 8 miljónir) svo þetta er mikill búbót fyrir marga fiskimenn. Og fiskkaupendurnir eru byrjaðir að auglýsa á fullu það þeir séu tilbúnir að kaupa gálúðu og sumir bjóða meira segja fría beitu fyrir línubátana.
Skötuselstímabilið byrjar 15 maí og er til áramóta held ég alveg örugglega og mega allir reyna fyrir sér á skötusel en hámarkið er 300 net á bát og er því fylgt eftir með mjög háum sektum ef þú ert tekinn svo ég held að fáir geri það einnig þarft þú að melda inn trossurnar til kystvakt svo erfitt er að fara framhjá þessu og hafa fleiri net. En öll net sem eru lögð fyrir utan 4 sjm þarf að tilkynna til Kystvakten þetta á einnig við línu sem lögð er fyrir utan 4 sjm.
Segi þetta gott að sinni en við eigum von á gesti í fyrramálið en kystvakten er búinn að melda sig um borð frá skipin Kv Barentshav og liggja þeir núna á reki hérna eins og við og bíða eftir að við byrjum að draga að athuga hvort við séum að veiða þorsk en við erum búnir með þorskkvótann svo þorsk meigum við helst ekki fá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2011 | 13:59
Napp
Við liggjum við kaja í Napp í Lofoten. Og lönduðum hér um 7,3 tonnum (). Seldum fyrir 67 þúsund sem er nú ekki svo svakalega mikið en samt byrjun. Gæðin voru fín og við tókum um borð íslensk hálfkör svo hér er menning. Þessi staður kom mér á óvart ekki stór en greinilega mikill útgerðarstaður og stór fiskvinnsla sem er eingöngu í ferskum fiski flakaður og sendur í burtu og bátarnir landa hér blóðguðum fiski í krapa eins og heima en hér er enginn endurvigt aflinn er settur á rist til að taka ísinn þannig myndast ekkert svigrúm fyrir kvótasvindl (allavega ekki í ísprósentu eins og við þekkjum heima). Alltaf gaman að sjá alvöru fiskiþorp þar sem margir bátar og greinilega mikill drift hér yfir 40 til 50 bátar landa hér á vertíðinni en svona venjulega eru það svona í kringum 10 til 15 árið í kring. Flestir bátarnir eru með lofotenlínu og svo eru nokkrir snurvoðabátar. Það er gaman að sjá að það séu til ennþá þorp eins og þessi þar sem útgerð og vinnsla blómstrar, annað má t.d segja um minn heimastað Bíldudal. en samkvæmt kenningu Tryggva Þórs Herbertssonar eru bara til svona staðir í Noregi ennþá því norðmenn hafa efni á því en ekki við íslendingar samkvæmt honum eru þessi þorp eins og Napp, Röst og Væroy haldið úti af byggða og félagslegum aðstæðum en þar sem við höfum ekki efni á því íslenska þjóðin urðum við að slá af þorp eins og Bíldudal, Súðavík, Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð og Flateyri. (hann er ekki lagi held ég). Þess má geta að íbúar á eyjunni Röst eru þeir íbúar sem eru með hvað hæðstu tekjur af öllum stöðum í Noregi og skila hvað mestu til samfélagsins í gegnum skatta.
Við erum að bíða eftir flóðinu innsiglingin er frekar grunn hérna svo við verðum að bíða þangað til svona hálf fallið að. Hún er stutt, grunn og mjó Er tekin sveigt á milli tveggja stóra klappa sem greinilega.
Veðrið er alveg dásamlegt sól og hlýtt.
Hér er mynd af höfninni í Napp Polarhav liggur við löndunarkaja svo eru bátar í röð þarna hinum megin sem flestir eru búnir með kvótann og eru að bíða eftir að ýsan fari að gefa sig aftur til.
Innsigling inn í höfnina ekki löng en frekar grunn.
Að eiga sína eigin bryggju og verbúð er auðvita bara toppurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2011 | 23:54
Rólegt hefur það verið.
Já rólegt hefur það verið rétt hangið í tveimur tonnum á dag, fengum ágætt í eina trossu í kantinum við Röst, og svo ágætt á hólum sem eru fyrir ofan Vestdypet, annars var lítið í aðrar trossur. Langan er að hrygna og er þá nokkuð þétt þar sem hún finnst og þá aðallega á hólum og miklu misdýpi. Ýsan virðist vera búin að hrygna og eiginlega horfin en þó eru ýsuslæðingur alveg uppi við Röst í kringum 30 fm nenni bara ekki að eltast við það. Er núna kominn með allt brukið (trossurnar) í kantinn fyrir ofan Vestdypet og vona að langan verði þar. Þar var aðeins vottur af ufsa með í dag stórum ufsa 4+. Veðrið leikur við okkur og allt er eins og best verður á kosið nema vantar fiskinn ég sagði við pólverjana að við yrðum búnir að finna hann þegar ég færi heim í endaðann mánuðinn.
Í þessum töluðum orðum er ég að sigla með Lofoten og er á leiðinni til Napp en það er lítið þorp á einni af vestustu eyjunni rétt hjá Leknes, Röst er auðvita vestustu svo kemur Væröy svo koma þær í bunu En hægt er að fara í gegnum Lofoteneyjurnar þegar maður fer til Napp í gegnum Nappsundið. Þar held ég alveg örugglega að Guðrún Gísladóttir hafi verið að koma í gegnum það sund þegar hún strandaði á skeri og í framhaldinu sökk, held að hún hafi verið að koma í gegnum sundið frá norðri. Ég hef aldrei komið til Napp eða sigld mikið hér á Lofotensvæðinu aðeins í fjarska, hef komið til Svolvær Stokkmarknes og svo til Harstad en Harstad er alveg hinum megin alveg vestast. Svolvær er flottur bær og mikill sjarmi yfir honum. En vonandi mun þetta allt ganga vel sýnist á kortinu að þetta sé nokkuð greiðfært nema kannski í Napp sjálfum þar virðist vera grunnt. En Torleif sagði að þetta væri mun auðveldara heldur en að fara til Veidholmen svo við verðum bara bíða og sjá.
Já línuskipið Geir ég er ekki alveg með stærðina á hreinu en hann er stór og mikill örugglega hátt í 11 m breiður og 50 m langur. Þeir eru með litla lúgu á síðunni sem þeir taka baujuna og frá þeirri lúgu eru þeir með leiðara úr keðju niður og upp í gegnum stokkinn eða brunninn, held alveg örugglega þeir noti ekki milliból samt ekki öruggur. Gaman að sjá hann draga enginn lúga opin.
Hér kemur mynd af Geir en ég tók hana í fyrrakvöld það var aðeins farið að skyggja kannski ekki flott mynd en læt hana vaða svo þið sjáið þetta glæsilega skip sem norðmenn eiga sem nota sjávarútveginn sem atvinnusköpun en hugsa ekki um arðsemi (að mati Tryggva Þórs Herbertssonar) af því þeir hafa efni á því
. Þeir hafa allavega efni á glæsilegum skipum. Og veit ekki með atvinnusköpunina stór hluti af fiskveiðiflotanum er mannaður hér með pólverjum, en hitt er alveg ljóst að það er auðveldara fyrir unga menn sem hafa áhuga að byrja hér, með allar físktegundir nánast frjálsar nema þorsk og grálúðu nærtækt dæmi eru strákarnir á Astu B. Og það er skrýtið afhverju norðmenn eru að stela af okkur mörkuðum ef þeir eru bara að reka sjávarútveg á félagslegum grunni gætu þá bara hend fiskinum
.
Ég hef aldrei verið með í betra sölukerfi heldur en t.d á uppsjávarfiski hérna í Noregi, uppboð á netinu aflinn meldaður inn til sildlaget flokkun og gæði og hvar þú á ströndinni þú vilt selja fiskinn nokkrum kl síðar komið verksmiðja og verð, síðan þegar komið er í land tekur verksmiðjan prufu stærðar og flokkun með einu úr áhöfninni og við getum farið fram á 3. prufur ef ósætti er á milli kaupanda og seljanda,lendi aldrei í því og tók ég þó þátt í því að landa á mörgum stöðum. Síðan má segja að salan á bolfiski sé kannski frekar gamaldags með gamalds aðferðum engir fiskmarkaðir heldur er gefið út lágmarkaðsverð af Norsk Raafisklag (verðlagstofa og mikið meira) síðan er svona innbyrðiskeppni á milli vinnslustöðva svo t.d er lámarksverð fyrir þorsk nú 13,50 norskar en algengt verð er í kringum 15 til 16 kr. En svo tryggir Norsk Raafisklag að þú fáir aflann borgaðann svona svipðað og á mörkuðunum útgerðarmaðurinn og áhöfnin fá alltaf sitt.
gott að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2011 | 18:52
Ekki fundum við hann í dag
Já ekki kom hann í netin hjá okkur í dag fiskurinn, og erum við orðnir frekar súrir yfir ástandinu en við höldum áfram að leita, erum komnir núna alveg upp í kantinn við eyjuna Röst. Og erum umkringdir netatrillum svo vonandi verður eitthvað á morgun hjá okkur verðum bara vona og sjá. Veður er gott og enginn straumur og gekk mjög vel að draga í dag byrjuðum kl 0700 og vorum búnir að draga kl 1600 svo fórum tveir tímar að koma tveimur trossum niður en það hafðist allt saman og svo núna eru bara rólegheit.
Við erum að verða íslausir, en ég spurði Albert (lestarstjóra sem er rússneskur) áður en við fórum á stað hvort við þyrftum ís og hann sagði nei nei við erum með nógann ís. Svo á útleiðinni kemur kallinn til mín og segir það er bara enginn ís, ég bara skil þetta ekki svo ég spurði manninn fórstu ekki niður og athugaðir þetta og þá kom þetta svar: Nei nei ég bara reiknaði með því að væri nógur ís. En ég hafði beðið hann sérstaklega að athuga þetta. Svo við verðum að fara inn til Væröy á morgun og taka ís veit ekki hvort við munum landa þessum slatta sem við erum með reikna nú frekar með því.
Kokkurinn spurði mig í dag að báturinn Geir væri bara eitthvað stórundarlegur því hann keyrði fram og til baka á nóttunni, hvað væri að hjá þeim. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að Geir væri línuskip sem væri að leggja línuna á nóttunni og myndi draga hana á daginn og þá spurði hann hvers vegna er hann alltaf að beygja því færi hann ekki bara beint og enn og aftur reyndi ég a útskýra fyrir honum að hann væri að leggja fyrir ákveðið svæði, en ég veit ekki hvort hann hafi meðtekið þetta.
En allavega er Geir II hérna við hliðina á okkur með línu þetta er alveg stórglæsilegt skip að sjá enda flottasta línuskip Norðmanna og hann dregur línuna í gegnum brunn sem gengur í gegnum botninn á skipinu svo enginn lúga er opin á meðan verið er að draga línuna. Ætla að reyna ná góðri mynd af honum sem ég get kannski sett inn við tækifæri.
Gott að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar