Komnir á miðin við eyjuna Röst.

Já við fórum frá Örnes áleiðis til veiða í gær og vorum komnir á miðin rétt fyrir miðnætti, og lögðum þá netin settum 5 80 neta trossur í hafið og byrjuðum að draga kl 0930 í morgun og árangurinn frekar slakur kannski meira en frekar slakur, en við fengum 1,5 tonn í allar trossurnar, eitt var þó jákvætt aðeins 3 þorskar í allar trossurnar. Svo ég notaði daginn í dag til að reyna finna bletti sem mér myndi finnast fiskilegir, trillurnar (Sjarkarnir eins og norðmenn segja) eru alveg upp í kantinum við sjálfa röst og hafa verið að fá svona þokkalegt en það var reyndar lélegt hjá þeim í dag eða svo heyrðist mér. Veðrið getur ekki verið betra alveg logn og nánast sléttur sjór smá undiralda og sólskin. En vonandi verður eitthvað betra í þetta á morgun. Geir II er hérna með línuna og var hann frekar súr með fiskeríð í dag sagði að ýsan væri nánast horfinn, en það voru bara held ég 4. kassar með ýsu í dag hjá okkur en væntingarnar voru miklu meiri.

En ég læt þetta vera gott að sinni vonandi verður frískara fiskeríð á morgun en ætli ég gefi þessu ekki svona 3 daga og ef ekki glæðist hugsa ég fari norður og prufi þar.


Við liggjum í Örnes

Já við liggjum við bryggju í Örnes og erum að bíða eftir hvort við fáum bifangst(meðafla) þ.e.a.s hvort við megum hafa 20% af þorski sem meðafla og er sú ákvörðun bara handan við hornið segja þeir. Ef bifangstreglan kemur ekki gæti þetta orðið erfitt hjá okkur að fara á sjó þar sem við erum búnir með þorskinn og komnir fram fyrir og þá verður þetta bara nánast ómögulegt (ekki hægt að leiga hér). Veðrið er gott og spáin mjög góð en þetta er svipað og bíða á strætóstöð og aldrei kemur vagninn. Áhöfnin orðinn frekar pirruð yfir þessu og skilja þetta ekki alveg hvers vegna við erum að bíða og bíða. En vonandi fáum við grænt ljós í dag en miðað við hraðann á öllu hér held ég að ekkert mun gerast fyrir helgi en ég nenni bara ekki að bíða hefði alveg eins getað beðið heima á Íslandi.

Annars er farið að vora hér og gróður að byrja taka við sér en ennþá er snjór í fjöllum og frekar kald fer alveg niður undir frostmark á kvöldin og nóttunni.

 


Ferdin gekk vel

Ja nu erum vid ad nalgast Ørnes eftir velheppnada ferd ut a Skarv oliusvaedid, og verdum i høfn i Ørnes kl ca 0530. Buid ad vera renniblida allann timann og gekk mjog vel ad flytja mennina en thad lidu ekki nema svona 15 min thangad til vid vorum komnir aftur a siglingu i høfn.

Og nu er bara leggja sig smavegis og fara svo ad undirbua ad fara a stad ad reyna fiska einhverja fiska.


Aftur til Noregs

Jæja kominn aftur til Noregs og er nuna a leidinni ut a Skarv Oilfiled ad skipta a skipstjorum en Polar Atlantic er buinn ad fa verkefni thar og er buinn ad vera uti i eina viku . Planid er ad fara ut og skipta a monnum og fara svo aftur til Ørnes.

Eg fluag til Bødo i gær fra keflavik og keyrdi svo til Ørnes thetta var langt ferdalag sem byrjadi vestur a Bildudal kl 0700 um morguninn og endadi kl 0200 um nottina i Ørnes ( midnætti ad islenskum).

 

Thad er islendingur ad fara ut og taka vid skipstjorn a Polar Atlantic hann heitir Franklin Sævarsson og kemur fra Drangsnesi reyndar uppalinn i keflavik, svo hann a i væntum rolegar 4 til 5 vikur tharna uti i godum felagsskap. 

Vedur getur ekki verdid betra bara logn og solskin svo thessi ferd verdur vonandi audvelt.


Kominn til Íslands

Nú er maður kominn til Íslands kom með sas seinnipartinn í gær og nú er bara að fara vestur og slappa af.

Lítið hefur gerst frá því ég skrifaði síðast, báturinn bundinn við bryggju í Örnes og áhöfnin verið að týnast svona smátt og smátt frá borði og við fórum síðastir í gær. Aumingja Denis rússinn fékk ekki að fara heim hann hefur ekki en fengið varanlegt atvinnuleyfi en það getur tekið upp í 3. mánuði hjá þeim norsku að klára það, svo ef hann hefði farið út úr landinu hefði hann ekki fengið að koma aftur svo það verður lítið frí hjá honum kallinum.

Ég lagði af stað í gærmorgun kl 0630 til Bodo á Opel Kadett bíll árgerð 1991 sem er bara í merkilega góðu standi og flaug svo frá Bodo til Oslo og svo heim. Gardemooen var þétt setinn af fólki sem var að fara í páskafrí. En talið er að 35% af norsku þjóðinni verði á faraldsfæti um páskahelgina, svo fara líka mikið erlenda vinnuaflinu heim um páskana.


Í höfn Örnes

Við erum komnir í heimahöfn komum þangað kl 0540 í gærmorgun. Við fórum frá Örnes 9 mars og komum til baka 14 apríl. Heimsiglingin gekk vel gott veður og við fórum svo inn með ströndinni við eyjuna Trana og sigldum svo innan skerja til Örnes. Núna er allur Polarflotinn í landi. Allir búnir með kvótann, Polar Atlantic, Polarhav, Polarfangst og Holmsvaag, reyndar er Öyfisk einnig hérna og á hann eftir að fiska kvótann. Polarfangst var fljótur að taka kvótann en hann er á snurvoð hann var rúma viku að veiða 140 tonn. Það er alveg ótrúlega mikill þorskur hérna núna (eins og víðar nema hér má veiða hann ). Það var í útvarpinu í gær að norsk stjórnvöld eru að skipuleggja að setja á bifangstreglu frá 1. maí þ.e.a.s liðka fyrir því að hægt verði að veiða aðrar tegundir, megum við því vera með 20 til 30% af þorski sem meðafla á vikugrundvelli og fáum við fullt verð fyrir þann fisk ekkert hafróbull. T.d ef við komum með 20 tonn af ýsu þá megum við vera með 6 tonn af þorski. Þetta er gert vegna þess að óvenjulega mikið af þorski er á slóðinni núna t.d í fyrra um þetta leiti var þorskurinn nánast farinn frá Röst en í dag er ennþá mok og bátunum fækkar dag frá degi. Þessi bifangstregla miðast í dag við 21 m en verður að öllum líkindum hækkuð upp í 27 metra. Á hún byrja 1.sept samkvæmt lögunum en verður sennilega 1.maí eins og ég sagði áðan. Togarar og stóru bátarnir fá ekki bifangst það eru bara kystflotinn eða strandveiðiflotinn bátar undir 90 fetum (27m).

Núna eru við á fullu að gera upp ufsavertíðina. Þetta er svoldið öðruvísi heldur en heima. Svona gróft dæmi. Hvernig þetta lítur út.

Við fiskuðum fyrir :          880.000.-                                                                                                

Svo koma frádráttarliðir

Olía við notuðum 29 tonn og hún kostar 5 kr norskar (100 íslenskar) svo kemur niðurfelling á moms(virðisaukaskattur) þannig verðið verður 4,3 kr (86) Við notuð olíu fyrir 124.000.- nrk

Kostur. við keyptum mat fyrir 28.521.- nrk.

Annar frádráttur s.s sími, hafnarkostnaður,ís, og fleira: 15.000.- nrk.

Þetta er allt dregið frá heildartölunni: 880.000 - 167521= 712.479.-

Þannig 712.479 kemur til skipta og við áhöfn fáum 46% af þeirri tölu. Eða 327.774 sem skiptist á 8 staði. Einn hlutur = 40.967.- ( 819.935.- íslenskar). Einn sem fær aukahlut er skipstjóri en hann fær einn og hálfann hlut. Þannig að hluturinn hjá honum er semsagt 61.450.- norskar.

Vélstjóri fær fastaaukagreiðslu á mánuði sem er 6.500 eða 130.000 (reyndar er ekki vélstjóri hér heldur mótormaður þarf ekki vélstjóra)

Kokkur fær aukagreiðslu upp á 5.200 á mánuði.

Bedsteman (bátsmaður þurfum ekki stýrimann) fær aukagreiðslu upp á rúmar 3.000.- á mánuði.

Svo þetta er aðeins öðruvísi heldur en heima t.d er olía aðeins um 14% af aflaverðmætinu hérna en heima er tekið 30% fast sem frádrag í olíu sem hefði þýtt fyrir okkur helmingi meira frádrag. Annað sem er öðruvísi aukahlutir þekkjast ekki og er það mjög gamalt að menn fengu aukagreiðslu fyrir að sinna aukastörfum um borð og segja mér norskir sem þekkja til að þessi upphæð hafi nú ekki hækkað mikið í gegnum árin eins og hún hefði kannski átt að gera. Annað sem en er við líði hérna er lærlingar ungir strákar eða stelpur sem byrja eru ráðnir upp á hálfann aflahlut, síðan metur áhöfnin það eftir vissann tíma hvort þeir telji að að þeir séu orðnir 75% eða 100% háseti, ég hef tekið þátt í einum svona fundi í messanum þar sem fjallað var um lærling hvort það væri rétt að hækka hann úr 75% í 100%, það er áhöfnin sem ræður því og oft verða lærlingar því lengur á hálfum launum heldur en þeir eiga kannski skilið því með því að hækka þá í launum lækka launin hjá hinum . T.d ef við hefðum haft lærling hefði aflahluturinn verið 43.703 hefði hækkað um 3.703 kr, þannig að þetta geta verið þónokkur upphæð t.d á góðum uppsjávarbát eða eftir góða netavertíð.

Annað sem er allt öðruvísi hérna en heima það er með réttindamenn. Þetta skip sem ég er skipstjóri á er 27m langt er með tæplega 600 hestafla Callesen mótor. Ég er einni réttindamaðurinn um borð. Þ.e.a.s krafan er að vera með einn skipstjórnarmann þarf engann vélstjóra því vélin er undir 600 hestöflum. Ef þessi bátur væri gerður út á Íslandi þyrftum við tvo skipstjórnarmenn og tvo vélstjórnarmenn sem sagt fjóra í staðinn fyrir einn.

Já páskafrí er framundan og ég fer heim, flýg ég heim á sunnudaginn og þarf útgerðin að borga fyrir það 82.000 íslenskar krónur aðra leiðina Bodo-Reykjavik. Pólverjarnir fara til Berlínar og þarf að borga fyrir Bodo-Berlin 36.000.- Það er því rúmlega helmingi dýrara að fljúga til Reykjavikur heldur en til Berlínar ekki veit ég hvort flugið sé mikið lengra heim munar einhverju. Reyndar er páskafrí og öll flug mjög dýr og sennilega sérstaklega til Reykjavikur þar sem margir ætla heim yfir páska og ekki mörg flug í boði bara tvo á dag beint frá oslo sem er kannski orðið of lítið miðað við fjöldann sem er farinn að vinna hérna ytra. Ég hefði getað beðið fram á Þriðjudag en þá hefði ég fengið flug mikið ódýrar eða á kringum 50.000.- og útgerðarmaðurinn vildi það, svo sennilega þarf ég að borga mismuninn á milli þessara fargjalda. En við sjáum til.

Hér í Örnes er rigning og sunnanblástur en þetta er búið að vera svona veðurlag í allann vetur hér. 


Ákveðið að taka páskafrí.

Í samráði við útgerðarmanninn var bara ákveðið að taka páskafrí en áður en við héldum heim á leið fórum við út á Asgard olíusvæðið og leystum þar af bátinn Jonrit sem var að fara í áhafnarskifti. Því fórum við frá Rörvik á sunnudaginn um hádegi áleiðis út á Asgard með viðkomu á Veidholmen og þar lönduðum við tæpum 5 tonnum fyrir um 80 þúsund síðan var stefnan sett út á Asgardsvæðið og vorum við þar kl 17 á mánudaginn og þar vorum við sem quard vessel ( vaktskip) og vorum þar til 0530 í morgun þá var haldið heim á leið og erum við núna á leiðinni til Örnes og áætlaður komutími er kl 06 í fyrramálið þá líkur þessari ufsavertíð og ekki var hún beysin hjá okkur fiskuðum fyrir tæpar 900.000 ca 18 miljónir íslenskar og áætlaður hlutur ca 40.000.- eða um 800.000.- ekki er það nú stórt en núna er rúmur mánuður síðan við fórum frá Örnes að reyna við ufsann en 3. mars vorum við klárir svo þetta eru laun fyrir ca einn og hálfann mánuð.

Vorum að spá í að fara reyna fiska við Röst en þar er bara ennþá svo mikill þorskur að ekki möguleiki að fara veiða þar en á næsta hálfa mánuðunum gengur þorskurinn frá landinu og þá opnast möguleiki fyrir að fiska svona skrapfisk, ufsa,ýsu,löngu og keilu. Einnig er góður möguleiki á því að opnað verði fyrir bifangst fyrir okkur 1.maí þannig að eftir það meigum við hafa 30% þorsk þó við séum búnir með þorskkvótann.

Annars er allt gott um borð notuðum tímann sem skapaðist við gæsluna við borpallinn til þess að fara yfir netin og taka út léleg net síðan þrifum við allt hátt og lágt á vinnsludekkinu.

 

 


Lélegt var það í gær!

NV stormur og enginn fiskur, kannski eitt tonn í allt heila draslið ég hafði ekki geð í mér til að leggja aftur svo ég tók allt inn og setti stefnuna á Rörvik og reddaði fari fyrir Jaro til Pólands. Ég er búinn að gefast upp að finna ufsa á þessu hafsvæði er að hugsa um að fara norður í Röst en vandamálið er þar er svo mikill þorskur að það er mjög erfitt að athafna sig þar. Alla vega sagði ég við Björn Kára á Björnson ef útgerðarmaðurinn yrði ósáttur þá væri það versta sem skeði að ég yrði sendur heim til Íslands. Nei fjögur tonn eftir 4 daga er bara alltof lítið og gengur ekki upp hvorki fyrir okkur strákana eða útgerðina að fiska fyrir kannski 10 þúsund norskar á dag gengur ekki.

Ég reddaði fari fyrir Jaro til Pólands og auðveldasta leiðin var að taka hraðferju frá Rörvik til Namsos og síðan rútu frá Namsos til Þrándheims og fljúga svo þaðan til Gdansk via Oslo, reyndar verður hann að gista eina nótt í Þrándheim á hóteli en það var auðveldasta leiðin.

Það er leiðindaveður á miðunum akkúrat núna á að lægja seinnipartinn, en núna er ég að bíða eftir upplýsingum um fiskríið kringum Röst hvort þetta sé möguleiki að fara og fiska þar í nokkra daga eða bara sigla heim og ljúka þessari hörmungarvertíð.


Fórum í morgun að leggja

Já fórum í morgun að leggja og lögðum í kantinn fyrir utan Vikna en þar var Björnson að fá kropp, dálítið að sjá á dýptarmælir og vonandi fáum við eitthvað skárra á morgun heldur en síðustu tvo daga, lagði 5 trossur. Og nú erum við á leiðinni til Rörvikur að ná í Jaro og munum fara þaðan í nótt til að byrja draga í fyrramálið frekar leiðinlegt tíðarfar VNV leiðindakaldi og veltingur eins og er alltaf í vestanátt.

Í gærkveldi fór ég með Jaro á læknastofuna í Rörvik og í framhaldinu var hann sendur til Namsos á sjúkrahús og kom hann þaðan í nótt en ekki var hægt að gera skurðaðgerðina á honum svo hann fór núna í morgun aftur til Namsos með hraðferju og skurðaðgerðin var framkvæmd kl 10 í morgun og sinar og tengdar saman og svo framvegis en hann var óbrotinn og læknar segja að hann muni alveg ná sér.

Læknirinn í Rörvik var danskur vinnur 6 vikur og fer svo heim í sex vikur svipað og á Patró miklu betri laun heldur en í Danmörku, kannst einhver við það.

Þar sem við vorum bíllausir og höfðum ekki tök á því að koma okkur til Namsos var Jaro keyrður með leigubíll sem borgaður er að norsku tryggingarstofnun en þetta er svona 2,5 tíma akstur, en síðan í nótt var hann keyrður til baka því ekki var talin ástæða að leggja hann inn svo hann kom til baka með taxanum í nótt án þess að aðgerðin hafi verið framkvæmd, því enginn skurðlæknir var á vakt í nótt. Jaro hafði á orði Norðmenn hugsa vel um sitt fólk ef þetta væri í ´Pólandi þá hefði bara verið sagt bæ bæ. Ég var svolítið skúffaður yfir því að þeir hefðu send hann til baka í nótt því það var bara meira vesen fyrir hann þurfti að fara með ferju til baka í morgun og svo koma aftur með ferjunni seinnipartinn en svona er þetta bara það er enginn lagður inn á sjúkrahús í dag nema vanti á hann hausinn eða þaðan eitthvað verra. Jaro fer sennilega heim eftir helgi en verður að vera með okkur þangað til því ekki hefur hann húsnæði í Noregi annað en bátinn.  


Jæja jæja.

Þetta voru bara 44 tonn sem ég landaði og norska fiskistofa var á bryggjunni þegar við komum og fór yfir allt ég hafði bara skrifað í rafrænu dagbókina ufsann ekki, löngu,karfa, lýr eða þorskinn og það er ekki leyfilegt og mjög illa séð svo ég veit ekki hvort ég sé í vondum málum eður ei. En það má bara vera 10% munur á milli þess sem maður sendir inn og sem maður landar annars er þetta eitthvað dularfullt, ég bar fyrir mig samskipta örðugleikum hafði ekki vitað að aukategundirnar væru svona miklar  og þannig gat ég fengið þá á mitt band verð bara sjá hvort það sé nóg. Við seldum fyrir rúmar 400.000.- þúsund eða um 8 miljónir meðalverðið var heldur lægra því ufsinn var smærri var alveg 45 % undir 2,3 kg og fyrir þann ufsa fáum við 9 krónur norskar en 12 krónur fyrir stærri. Við fórum svo frá Veidholmen kl 17 þegar við vorum búnir að taka kost í kaupfélaginu og strákarnir búnir að kaupa sér coke og nammi.

Vorum svo komnir á miðin um kl 08 í gærmorgun og byrjuðum að draga alveg tómt eða um 1,5 tonn eftir daginn í trossur sem voru búnar að liggja í tvær nætur, svo ég færði allt draslið út á Sklinnabankann og lagði þar 320 net í gærkveldi  og byrjaði að draga kl 07 í morgun og fékk eitt tonn í öll netin og var ´búin að draga kl 1330. En á síðustu netunum gerðist það að Jaro sá pólski fór með hendina í spilið og fékk alveg svöðu sár inn í bein á hendina við litla fingur og trúlega hefur sin og allt í sundur bjó um það og hafði svo sambandi við læknir í Rörvik og erum við á leiðinni þangað núna og trúlega verður hann svo að fara þaðan á Sjúkrahús í Namos því læknirinn sagðist ekki hafa tæki né tól til að gera við svona mikið en við vonum það besta. Dálítið sjokk þegar maður lendir í svona óhöppum, en maður er alltaf drulluhræddur við netaspil og í Noregi er enginn neyðarrofi eins og heima ef hann hefði verið hefði þetta aldrei skeð þarna sá maður það bara svart og hvítu hvað svona rofar geta verið nauðsynlegir og eru nauðsynlegir. Við eigum núna eftir ca 2 tíma til Rörvikur. Jaro líður ágætlega eftir atvikum en auðvita í hálfgerðu losti en ég gaf honum verkjastillandi og gerði að sárinu.

Veður er ágæt og ég hef fengið ágætis fréttir fyrir sunnan Rörvik í kantinum þar og ætli við prufum ekki þar þegar við förum aftur en þar voru bátarnir að fá 500 til 1500 kg í trossu af ufsa en hann var smár eða um 1,5 kg svo það eru mikið fleiri ufsar og heldur lægra  verð en það er betra en ekkert en fyrst verðum við að klára dæmið með Jaro koma honum undir læknishendur og svo hugsa um framhaldið.

En sjáfsagt er farið að styttast í þessari ufsavertíð eiginlega allir stóru bátarnir hættir og farnir að gera eitthvað annað bara 4 stórir bátar eftir ogsvo auðvita hellingur af trillum. Polar Atlantic búinn með kvótann og farinn í verkefni á Skarv svæðinu í nokkra daga það gekk vel hjá þeim voru með þetta 13 til 20 tonn á dag í tvær trossur en þeir voru bara 7 á þannig að þeir komust ekki yfir meira, þarf að slægja og hausa allann aflann svo þetta er ögn meiri vinna heldur en heima. Svo eru hausunum landað sér er ekki alveg að fatta þetta hjá þeim blessuðum norðmönnunum en svona er þetta bara. Þegar ég sagði einum hvað þorskkvótinn væri stór á Íslandi fór hann að hlægja og sagði það er bara svipað og landað er framhjá hjá okkur og rússunum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband