4.4.2011 | 03:13
Á leiðinni til löndunar
Já nú eru við á landleið eftir langann túr en við fórum út föstudaginn fyrir rúmri viku og byrjuðum að veiða á laugardaginn fyrir viku, þannig að þetta verða átta dagar á veiðum og níu dagar í heildina. Við erum með ca 45 til 50 tonn, sem eru svona 6 tonn á dag. En veiðin í túrnum sveiflaðist frá 1,5 tonnum (í gær) til 12 tonn (fimmtudaginn) svo stundum var lítið. Veður var mjög gott í túrnum má segja að 90% af honum hafi verið í blíðu. Nú erum við 30 sjm frá Veidholmen og erum að fara inn í sundið milli eyjanna Froeya og Hitra og verðum í höfn um kl 9. Búinn að vera svo mikill mótstraumur nánast alla leiðina svo gangurinn hefur bara verið svona um 7 sjm á klst en núna er straumurinn kominn í afturendann svo farið að ganga betur. Við lögðum áður en við lögðum af stað en ég færði mig aftur norður eftir og setti svo tvær trossur á sjálfann bankann það lóðaði svona smá við botninn. En í gær sunndag var aflinn vægast sagt dapur eða 400 ufsar í 120 net og nokkrar löngur og nokkrir lýr. Þannig að þetta lóð sem ég sá var greinilega ekki ufsi. Við ættum að vera komnir að stað um þrjú leitið í dag aftur á miðin.
Á í erfiðleikum með að setja inn myndir veit ekki útaf hverju en myndirnar bara birtast ekki þegar ég reyni að hlaða þeim inn á síðuna, verð bara reyna betur seinna.
Að öðru ég var að tala lengi við skipstjórann á Björnson hvernig árið væri hjá honum útgerðarlega, en hann er með um 200 tonna þorskkvóta sem hann tekur yfirleitt í janúar og febrúar síðan er ufsi í mars og apríl, svo er það skötuselur á sumrin og haustið og með því fiskar hann karfa, ufsa og löngu allt í net er hann með skötuselsnetin í sjó allt sumarið og til jóla og vitjar hann tvisvar í viku en það má ekki vera með meira en 600 net í sjó á skötuselnum. En málið er það að einu kvótategundin hjá honum er þorskur. Karfi, ufsi, ýsa, langa, keila o.s.f.v er án kvóta fyrir bátaflotann hérna svo það eru svona meiri möguleikar fyrir einyrkja að spjara sig hérna heldur en heima þar sem allt er rígbundið niður. Svo finnst mér það algjör ráðgáta hvers vegna ekki er búið að ofveiða þessa stofna hérna hvers vegna er t.d. ýsan og ufsinn ekki löngu útdauð í frjálsri sókn, en reyndar má benda á það þetta á ekki við togararflotann. En samt umhugsunarvert ef heildarkvóti næst ekki hérna í nokkur ár þá eru veiðar gefnar frjálsar og samt er ýsukvótinn hérna einn sá stærsti í Atlantshafi, veit ekki með ufsann en sá kvóti er einnig mjög stór þrátt fyrir frjálsa sókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2011 | 19:36
Tveir lélegir dagar.
Já 4 tonn í gær og 2,5 tonn í dag, verður hæpið að ná 50 tonnum. Eigum þó eftir að draga á morgun verðum bara vona það besta. Í dag voru ekki góðar aðstæður mikill straumur og bara leiðindi. Já hann hvessti fyrir sunnan okkur af Suðvestri og með það sama kominn mígandi straumur austurfall og fiskerí bara datt niður úr ágætu niður í nánast ekkert, en lítið hægt að gera við því. Við erum búnir að fá löndun á Veidholmen á mánudaginn og leggja á stað þangað á morgun þegar við verðum búnir að draga, færði trossurnar hérna sunnar í kantinn og dýpra er með þær á milli 90-120 fm ath hvort maður fá eitthvað hérna það gramsaði svolítið á dýptarmælir en ekki neitt svakalegt. Kominn haugasjór kom með þessari suðvestanátt og svo við fáum velting í fyrsta skipti síðan á mánudag. Á að slétta í nótt og spáir fínu veðri á morgun og mánudaginn.
Annars er bara allt í góðu og allir hressir og kátir um borð, og þessa stundina eru allir að horfa á tennis nema ég hef ekki mikinn áhuga á tennis. En segi þetta gott í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2011 | 04:57
Held bara það séu komin 40 tonn
Já það var ágætt í gær ca 11 tonn af hausuðum og slægðum ufsa. Þannig að lestarstjórinn sagði að nánst komin 40 tonn, fengum mjög gott í eina trossu og svona kropp í hinar nema þær sem voru á sjálfum sklinnabankanum voru tómar 300 fiskar í tvær 80 neta trossur eða kannski 800 kg í 160 net held að myndi ekki þykja mikið á Íslandi, en í Noregi leggja menn hiklaust ef þeir fá 300 fiska í 80 neta trossu og fjölga bara netunum svo þeir nái kannski 6 til 7 tonnum á dag eru þá kannski með 700 til 800 net í sjó og draga bara og draga og á stórum bátnum er bara dregið á vöktum. Veðurútlit er gott á eitthvað að blása í kvöld af frá Suðaustri og á að vera svona liten kuling eða kaldi á morgun en suðaustan áttin er góð hérna enginn straumur og bara vindur því vindurinn kemur af landi. Ég tók trossurnar sem ég átti á bankanum og lagði eina 40 neta trossu í viðbót hér í kantinn svo nú eigum við 200 net í sjó.
Í þessum töluðum orðum er sólin að koma upp og er að byrja skína þannig að það verður sól og blíða í dag eins og síðustu þrjá daga. Nú set ég bara stefnuna á 50 tonn fram á sunnudag og við sjáum hvort það takist ekki. Er reyndar alveg viss um að einn daginn hverfur þetta hérna en hvort það verður í dag eða á morgun verður að koma í ljós en vonandi verður kropp hérna eitthvað fram í apríl. 6. apríl í fyrra hættum við og þá drógum við upp fyrir 200 fiska í 550 net það var reyndar á sjálfum Sklinnabankanum svo það eru ekki margir dagar eftir held ég en það er á meðan það er. læt hér eina mynd af Björnson með þessu bloggi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2011 | 20:24
Svipað í dag
Já svipað í dag og þessi trossa sem við eigum í kantinum bjargar bara deginum, var svo sem ágætt í allar 3. trossurnar sem ég átti hérna uppfrá, en frekar lélegt á sjálfum bankanum. Veður hefur verið gott í dag eigum það svo sem skilið að fá einn dag góðann eftir frekar leiðinlega tíð síðasta mánuðinn. Eigum að landa á mánudaginn og vonandi verður komið vel í lestina þá en núna eru kominn ca 29 tonn ég set stefnuna á 40 tonn sjáum svo til með hvort það takist eða ekki 11 tonn á fjórum dögum hlýtur að takast. Samt finnst mér ástandið vera svona rest legt mikið að fiskinum búinn að hrygna og kemur kannski eitt gott net svo mörg tóm og síðan kemur annað me miklum fiski kannski tvo eða þrjú net koma með allann aflann í trossuna.
Annars allt gott og allir hafa það gott og ágætur matur í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2011 | 20:03
Ágætt í dag.
Fiskeríið í dag bætti upp afar slakann dag í gær. En við fengum um 9 tonn í dag af hausuðum ufsa. Í trossuna sem ég lagði í kantinn var bara mjög gott hugsa 5 tonn og kom það eiginlega allt í fyrrihelminginn, ekki hafði ég trú á því að ég myndi fá mikið í þessa trossu þegar ég lagði hana í gær en svona er þetta. þar sem ég lagði er alveg svakalega hólótt og fór frá 95 fm upp á 45 fm enginn fiskur var grynnst en í kringum 80 til 90 fm var alveg mok. Á bankanum voru svo þessi fjögur tonn sem upp á vantar svo veiðin þar var líka skárri heldur en í gær, en á móti kemur að það lóðaði dálítið þegar ég lagði í gær var svona grams við botninn, en í dag var ekki högg á mælir svo er frekar svartsýnn með þessar trossur á morgun en við sjáum til. Veður var gott í dag og straumur lítill og spáin er góð reyndar er haugasjór í augnablikinu en hann minnka í nótt og á alveg að vera slétt á morgun (kominn tími til). Vonar er hérna ennþá og svo er togarinn Kaagtind fleiri eru ekki á þessum slóðum í dag.
Það var pizza í matinn hjá blessuðum kokknum hefði nú frekar kosið alvöru mat þegar menn eru búnir að vinna í 13 klst verða menn að fá alvöru mat allt í lagi að hafa pizzu þegar legið er í landi, búinn að reyna segja kokknum þetta en annað hvort vill hann ekki skilja eða bara skilur ekki. Annars tekur hann næturvaktina og fær svo kríu yfir daginn, strákarnir vildu frekar hafa þetta svona heldur en að skipta vaktinni eins og við höfum gert vilja frekar fá meiri svefn þó það þýði meiri vinna á meðan kokkurinn svefur hefur reyndar ekki verið þannig fiskirí að það hafi reynd á þetta fyrirkomulag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2011 | 18:28
Stórt núll
Jæja búið að draga í dag, mjög lélegt ca 2,5 til 3 tonn í 330 net ekki hægt að vera stoltur af því fengum 6 tonn í gær og svo er svona miklu verra í dag. Loksins komið gott veður og straumur mjög lítill þannig ef ufsinn er á svæðinu ætti hann að fara koma. Það var líf upp á bankanum í dag svo ég færði trossurnar upp á bankann Þannig að það verður fróðlegt að sjá morgun, við fáum alveg eins útreið og Björnson fékk í gær en hann var vestar á bankanum og var með lítið og færði sig upp í kantinn við Sklinna og fékk betra en allt og mikinn þorsk ég á eina trossu þarna upp frá á 90 til 60 fm verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað verður í hana á morgun ekki fannst mér það fiskilegt ekkert nema misdýpi og ekkert var að sjá á dýptarmælirinn, en við verðum að sjá á morgun.
Annars er allt í góðu ætur matur í gær og nú læt ég kokkinn daga næturvaktina og svo sefur hann til hádegis þegar er svona lítið fiskerí eins hefur verið þá er hann nánast óþarfur nema til að elda ofan í okkur en hann er nánast óþarfur í eldhúsinu líka fær ekki margar stjörnur frá mér blessaður.
Læt mynd með þessari færslu af sjálfum mér og takið eftir húfunni þori nánast að fullyrða að enginn skipstjóri á norskum netabát notar eins höfuðfat eins og ég.Já Aston Villa húfan klikkar ekki þá liðið sé í djúpum þessa dagana. En Villamaður í blíðu og stríðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2011 | 04:19
Á veiðum.
Já við drógum í dag og fengum kannski 4 tonn í 320 net, skilyrði voru mjög erfið í gær mikill straumur eða darlig forhold eins þeir segja hér. Var með trossur upp á bankanum og var bara ekkert í þær bara nokkrir fiskar, má segja að við hefðum fengið aflann í eina trossu en hún gaf allt í lagi afla en vegna þess hvað mikill straumur er var erfitt að koma fleiri trossum á þessar slóðir við þurfum alveg að nota 0,8 sjm á milli trossa hérna núna og þetta er smá hryggur sem virðist gefa einhverja fiska en hann er ekki stór svo í svona aðstæðum komast ekki margar trossur á hann. Þegar þetta er skrifað er bara nánast logn en mikill snjókoma í gær var annars leiðnda veður annars slagið blindbylur og kalda fýla. Mér heyrist það sé kominn uppgjöf í bátana hérna einn fór í gærkveldi en það var Ny Argo og Svenör reiknar með að láta sig hverfa eftir morgundaginn, svo er Vonar og Björnson hérna og eru þeir orðnir órólegir yfir döpru fiskerí . Það verður gaman að sjá hvort verður betra í dag með minni straum og betra veðri ef ekki þá verður maður bara taka því. Björnson fór með eina trossu upp í kantinn við Sklinna og verður fróðlegt að sjá hvort ufsinn hafi hlaupið þangað.
Alltaf sér maður eitthvað nýtt það var fiskur í matinn í gær karfi allt í lagi með það en kokkurinn heilsteikti kvikindið inn í ofni tók reyndar af honum hausinn en svo var honum bara skellt inn í ofn ekki voru margir sem höfðu lyst á þessu nema auðvita rússarnir þeir hökkuðu þetta í sig en pólverjarnir fúlsuðu við þessu en það var einn karfi á mann, ég hafði ekki mikla lyst ég sagði kokknum að ég vildi fá fiskinn flakaðann og annað hvort ofnbakað eða steikt á pönnu þá sagði hann ekki hægt að steikja á pönnu vegna veltings. Ég varð alveg orðlaus yfir þessum yfirlýsingum kokksins og lappaði inn búr og náði mér í súrmjölk og fékk mér hana í kvöldmat, nenni bara ekki að vera kroppa í einhvern karfa og beinhreinsa og svo helvítis hreistrið bara hafði ekki lyst því þetta leit ekkert vel út. Svo rússarnir munu hafa nóg að borða í dag kaldann karfa. Nei kokkurinn verður að elda mat sem allir hafa lyst á að borða og það er ekki mikið mál að flaka nokkra karfa og ofnbaka en þá hefðu allir borðað því ekki var vinnan að drepa þá í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2011 | 06:59
Komnir á miðin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2011 | 06:25
NV-stormur
Já nú er bara leiðindaveður og við liggjum bara í Rörvik, einhverjir bátar eru úti og eru að rembast við að draga en ég blés þetta bara af og hef ákveðið að hreyfa mig ekki fyrr en á morgun. Kl 0600 var 21,8 m/sek á eyjunni Sklinna og á Nordöyan var 18,7 m/sek og var þetta Norðvestan og er ölduhæðin svona í kringum 8 metrar. Þetta er bara ekki einleikið hvað er búið að vera slæm tíð ég var að bera þetta saman miðað við í fyrra þá fengum við eina brælu sem við máttum liggja í landi í 4 eða 5 daga en í ár eru bræludagarnir að nálgast 14 sem við höfum legið við bryggju og það á eiginlega á besta tímanum mars er yfirleitt mjög góður ufsamánuður hérna á Sklinnabankanum og í kantinum í kringum Sklinna. En við þessu er ekkert að gera og við verðum bara taka því veðrinu getum við ekki stjórnað það er alveg á hreinu.
Fékk veðurspá frá BP svokallaða borpallaspá sem er mjög góð og eiginlega betri en norska veðurspáin svona ítarlegri og hún segir að það sé að koma betri tíð og næstu dagar eigi bara vera góður svo ég verð bara horfa bjarstýnn fram á veginn og reyna gera best úr þessari vertíð, við verðum að ná að fiska fyrir allavega 600 þúsund í viðbót svo það verði svona þokkaleg laun út úr vertíðinni og það er markmiðið hjá mér núna þrjá 25 tonna túra í viðbót og þá er þetta komið og allt umfram er bara bónus.
Það snjóaði hérna í gærkveldi og fram á nótt svo núna er snjór yfir öllu og sennilega brosa gröfukallar hér eins og heima þegar snjóar allavega voru þeir byrjaðir að moka kl fimm í morgun.
Var að lesa það í Fiskeribladet að það er algjör þorsksprengja fyrir utan Norðvestur Noregi eða svæðinu frá Alasund til Kristiansund en þar hafa litlu bátarnir verið að fá óhemju að þorski það er að segja skrei (skrei er gönguþorskur sem kemur úr Barentshafi) og hefur þetta ekki verið svona í mörg ár og eru þetta mjög jákvæðar fréttir fyrir trillunar því nú þurfa þær ekki að fara norður til Lofoten eða Finnmörku til að ná í þorskkvótann heldur geta fiskað hann heima hjá sér. Og að sjálfsögðu eru þetta líka jákvæðar fréttir fyrir alla að þorskurinn sé farinn að ganga aftur svona langt suðureftir til að hrygna.
Aftur sagði útgerðarmaðurinn mér í gær að kaupendur væru orðnir mjög órólegir vegna þess hvað tíðin væri slæm það kæmi bara ekki nóg af þorski að landi í augnablikinu og þeir búast við algjörri sprengju þegar loksins gefur almennilega og þá muni koma of mikill fiskur á stuttum tíma og þá muni allt stíflast og komi löndunarbið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2011 | 07:37
Rörvik.
Nú liggjum við í Rörvik og bara bíðum eftir betra veðri hann hefur lægt í augnablikinu, en í gærkveldi var hann með upp til 33 metra á sek hér fyrir utan á Nordoyen og 27 metra á sek á Sklinna. Þetta ætlar ekki að verða einleikið með þetta veður, og það sem verra er ufsinn siglir bara framhjá hann bíður ekkert þó það sé slæmt veður. Eins og staðn er núna hugsa ég að ég geti farið og lagt á morgun, en það verður ekki gott fyrr en á föstudag og svo virðist það ætla að verða þokkalegt eftir það 7-9-13. Björnson liggur í Brönnoysund og ætlar hann að reyna fara á eftir til að draga en hann á netin í hafinu og hefur enginn kíkt í þau síðan á föstudag, ég þakka bara fyrir að ég hafi ákveðið að draga í mig og hugsa þetta íslenskt en ekki norskt, eins á Svenör sín net á bankanum en stóru bátarnir eru farnir suður þeir gáfust upp enda var ekkert fiskerí hjá þeim en NV áttin þykir ekki vera fiskiátt hérna sennilega hafa þeir farið suður á Haltenbanka eða alla leið suður á Mörekyst maður veit ekki.
Rörvik er svona 5-6000 manna staður og er höfuðstaðurinn í Vikna Komune (sveitafélaginu) veit ekki hvað margir búa í öllu sveitafélaginu en allavega er öll þjónusta hér fyrir hendi og nóg af búðum, svo mér sýnist þettta hljóta að vera svona 10 til 15 þusund manna sveitafélag en það er bara skot út í myrkrið. í gegnum Rörvik kemur öll skipaumferð sem siglir á ströndinni þannig að það er mjög mikið af bátum sem fer hérna framhjá og stoppar yfir nótt eða til að taka olíu eða vistir. Hurtigrutan kemur auðvita hér á hverjum degi og hér mættast suður og norðurleiðin eru hér á sama tíma. Hurtigbátur gengur einnig hér held að hann gangi milli Rörvikur og Namos. Hérna er flugvöllur og flýgur Wideroe hér á mörgum sinnum á dag bæði Rörvik- Trondheim og svo líka Rörvik-Bodo en þá er millilend á mörgum stöðum á leiðinni eins og Sandnessjoen og Brönnoysund. Redningskuta er staðsett hér Harald V. (Björgunarskip fyrir flotann) og eru þrír í áhöfn og þú vinnur mánuð á og mánuð í frí og eru fínn laun á þessum bátum, þar eru kafari til taks ef þú þarft að láta skera úr skrúfu og svo ef þú verður vélavana þá getur kallað eftir Redningskutu og hún kemur fljót og örugglega mjög mikið öryggi að hafa þessa báta og á þeim eru alveg toppmenn sem vita hvað þeir eru að gera. Hér eru Hansvik plastbátarnir smíðaðir kannski hægt að ná sér í góðann strandveiðibát fyrir sumarið "sennilega ekki ódýrir "
Ætlaði að setja inn myndir af Rörvik en netsambandið er svo lélegt hérna svo hægvirkt ég veit ekki útaf hverju en allavega er nánast ekkert 3G samband hérna í höfninni svo við höfum bara vanalegt gsm net sem er mjög hægvirkt og erfitt að setja inn myndir Svo það verður bara bíða betri tíma. læt þó flakka eina mynd af Harald V
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 103
- Sl. sólarhring: 107
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 136704
Annað
- Innlit í dag: 81
- Innlit sl. viku: 93
- Gestir í dag: 78
- IP-tölur í dag: 77
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar