Löndun lokið

Löndun er nú lokið og seldum við fyrir 271 þúsund norskar (5,3 miljónir ísllenskar ). Búnir að taka ís og eru nánast tilbúnir til að fara nema Denis vélstjóri er að skipta um í loftkerfinu svo ég hafi fullt yfirráð bæði yfir skrúfu og vél þegar við förum. Algjörlega brjálað veður hérna varla stætt á bryggjunni en einn bátur bíður fyrir utan til að komast inn til löndunar það er Svenöer hann verður að bíða þangað til við eru tilbúnir að fara því ekki er pláss fyrir fleiri en einn bát hérna.

Reikna með að fara til Rörvikur og bíða þar þangað til stormurinn gengur yfir og fara svo að leggja. Mjög daprar fréttir af miðunum heyrði að þeir hefðu verið að fá 70 fiska í 50 neta trossur í dag og á Haltenbankenn var einn bátur með 1100 fiska í 400 net og var meðalvigtin um 2 kg þannig að það er mjög lélegt sennilega er vertíðin að verða búin og við rétt byrjaðir en leiðindatíð er búið að gera þessa vertíð bara ömurlega. Skiptjórinn á Svenöer sagði mér að hann væri búinn að fá 4 góða daga síðan 2. feb annars verið bara bræla og aftur bræla.Noregur 2011 016Noregur 2011 008


Veidholmen

Jæja þá eru við bryggju í Veidholmen eftir rúmlega sólarhrings siglingu frá Sklinnabankanum (tekur okkur venjulega um 12 tíma að sigla þetta). Alltaf hálf stressaður að sigla hérna inn þetta er þröngt og ekkert pláss í höfninni þegar inn er komið og þegar hann blæs af suðvestri eins og hann gerir nú fær maður ekki marga sjensa til að koma bátnum upp að bryggju og í þokkabót er bryggjan stutt ekki nema rúmir 25 metrar ekki lengri, reyndar klessti ég á bryggjuna en við misstum loftið fyrir stjórntækin í smá stund og ég náði ekki vélinni á fullann snúning þegar ég var að baka frá og hendist á bryggjuna (eins og sumir hérna um árið á Bíldudal) enginn skaði á bát eða bryggju. En alltaf stressandi þegar á þessu stendur og þá fer maður bæði tala íslensku og norsku en auðvita skilur enginn mig því hér skilst bara pólska eða rússneska en ég öskraði loft loft og svo luft luft og endaði air air og þá fattaði vélstjórinn og náði að gera þetta þannig að við hefðum loft og komust að bryggju en það mátti ekki muna miklu að við hefðum bara rekið upp í fjöru. En þetta reddaðist allt saman og nú er búið að binda bátinn vel og vandlega.

Annars byrjar löndun milli 7 og 8 í fyrramálið og þá ætla ég að taka myndir af löndun í Veidholmen og vonandi get ég sýnd ykkur þær á morgun.


Bræla og aftur Bræla

Nú erum við á leiðinni til Veidholmen sem er nyrst á eyjunni Smöla. Eigum löndun þar á mánudagsmorgun ætlaði að draga í dag (sunnudag) en það kom suðvestan stormur í veg fyrir það og núna hjökkum við á móti storminum á rétt rúmlega 4 sjm ferð á klst og verður örugglega svipaður gangur þangað til við fáum skjól þegar við komum inn fyrir Halton en þangað eru núna um 30 sjm eða 8 klst miðað við núverandi gang.

Við erum með ca 25 tonn af slægðum og hausuðum fiski mest ufsa en dálítið af löngu það var mjög lélegt í gær (laugardag) kannski 3 tonn í öll netin en daginn áður (föstudag) var hátt í 10 tonn sem er alveg ásættanlegt. Ég ætlaði að vera norskur á þessu og skilja netin eftir en fannst það ekki ganga upp því við getum ekki byrjað að draga fyrr en á þriðjudagsmorgun því við verðum að fara til Rörvikur þegar við verðum búnir að landa að ná í Aigars sem kemur á mánudaginn frá Lettlandi svo verður bara taka sénsinn hvort á að fara á Halten eða Sklinna. Framtíðarspáin er frekar leiðinleg sem er ekkert nýtt held við séu búnir að fá einn góðann dag frá því við byrjuðum annars bara verið leiðindakaldi og mikill straumur austurfallið hefur verið alveg eins fljót svo þegar þú kemur upp á sjálfan bankann er kannski straumlaust þannig að þær trossur sem þú átt upp á bankanum eru kannski alveg í straumlausu svo einni sjm frá er kannski 2,5 sjm straumur.

Veidholmen er lítið þorp svipað og Bíldudalur þar búa kannski 200 manns en þeir hafa verslun og pósthús (sem er líka bankaútibú) og þar er einn stærsta ufsavinnsla hér um slóðir og þeir borga besta verðið svo það eru margir sem landa þarna. Þetta er litlar eyjur sem eru tengdar saman með uppfyllingum eða brúm við förum inn þar sem verkunin er þar er bryggja og hægt að landa en þaðan er svona 10 til 15 mín lapp í sjálfan bæinn.

 En læt þetta gott að sinni þar sem mér sýnst að ég þurfi að fara að nota báðar hendur til að halda mér


Dagur 3. á veiðum

Frekar lélegt í gær  kannski 5 tonn, fengum vott að löngu eða um 700 kg, annars var þetta mest ufsi, mikið minni straumur heldur en í gær bara ágætar aðstæður en í fyrradag var ægilegur straumur og leiðinlegar aðstæður, hérna í kantinum á bankanum getur verið alveg ægilegur straumur en svo þegar þú kemur upp á bankann kannski alveg sáralítill staumur þannig er þetta nú bara. Þegar þetta er skrifað er bara slóað leiðindaveður af suðaustri hátt í 20 metrar, vonandi það verði betra þegar við byrjum að draga um kl 7. En það á að hægja þegar líður á daginn og svo á að vera fínt á morgun (kominn tími til).

Baldvin ( gamli Baldvin Þorsteinsson) kom hér á bankann í dag en stoppaði ekki lengi hann má ekki fara inn fyrir 12 sjm eins og norsku togarnir sem meiga fara upp á fjórar mílur þannig sennilega er tregara fyrir utan 12 sjm líka sér maður það að togarnir eru allir fyrir innan tólf mílur.

Annars er það svo við netabátarnir höfum svona forgang með að leggja netin sem sagt togarnir eiga hliðra til fyrir okkur og við meldum netin inn til kystvaktarnir ( landhelgisgæsla norðmanna) þá verða þeir að passa sig hugsa að einhver íslenskur togaraskipstjóri yrði pirraður að vera hér.

 Annars er bara allt gott eina tungumálið sem maður heyrir er pólska og rússneska og held ég að maður verði að hafa alla vega einn íslending eða norðmann með sér bara til að halda sönsum annars hjálpar íslenska útvarpið mikið og að spjalla við hina bátana. Það getur verið erfitt aðkoma skilaboðum áleiðis eins og í gær þegar komu léleg net og ég bað þá að taka þau frá og setja þá poka "in bag" jú jú þeir jánkuðu því öllu en gerðu það svo ekki.  


Sklinnabanken.

Já við fórum inn til Rörvikur til að landa og lönduðum tæpum 15 tonnum og seldum við fyrir 145.000. norskar ( 2,9 miljónir íslenskar). Ætlaði svo að fara á Haltenbankann en fékk daprar fréttir þaðan og ákvað svo fara aftur til Sklinna og lagði þar í gærkveldi og dró í dag lélegt ca 3,5 tonn í 5. trossur en þorskurinn virðist vera á undanhaldi þannig að meirihlutinn var ufsi. Margir bátar eru komnir hingað stóru vestlendingarnir eru að hrúgast hingað svo sem Vonar, S, jovaer, Fjellmoy og fleiri á leiðinni svo eru við þessir minni Polarhav, Björnson og Svenoer. Síðan eru fjórir togarar. Kaagtind, Arvid Nergaard, Andenesfisk 1, og Manon. Það er færeyingur skipstjóri á Arvid Nergaard og íslenskur trollbassi. Vestlendingarnir eru stórir með mjög mikið að netum ekki óalgengt að þeir séu með 6 til 700 net og jafnvel upp í 900 net svo þeir þurfa stórt pláss og eru frekir á pláss. Norðlendingarnir segja þá montna og freka og telji sig vera bæði betri og klárar en aðrir norðmenn ( komum við ekki frá Vestur Noregi?)

Í augnablikinu er leiðindaveður frá Suð austri höfum fengið einn ágætann dag frá við komum hingað vorum í landi í gær en þá var blíða annars er veðurspáin 10 til 15 metrar næstu daga frá suðaustri eða suðri.

Hann Björnson fer að landa eftir morgundaginn og skilur trossurnar eftir og kemur ekki fyrr en sunnudagskvöld svo hann var að biðja mig að draga fyrir sig trossurnar allvega tvisvar þetta tímabil en þetta er mjög algengt hérna að menn dragi fyrir hvorn annan þegar menn fara að landa og svo framvegis en menn láta netin hiklaust liggja í þrjá daga í ufsanum, þetta lagast allt í saltinu segja þeir ( veit ekki ). En svona er þetta. Verð bara vona að veiðin verði betri á morgun en ég færði 3 trossur dýpra svona til að athuga en eftir því sem bátnum fjölgar verður erfiðara að leika sér með trossurnar. Búið að vera mikið austurfall undanfarna daga og verður næstu daga.DSCN0062


Auðvita heitir hann Sklinnabanken

Jæja búnir að draga í dag 6.trossur (6. lenke eins norðmenn segja). frá 260 til 700 fiskar í trossu. En annað vandamál mikið að þorski alltof mikið að þorski á bankanum. Og við eigum ekki þorskkvóta hann er nánast búinn gott væri nú að hafa íslenska kerfið og geta leigt sér svona nokkur tonn og fá ekkert út úr því nei held ekki. Það er einhver breyting í fyrra fengum við 12 tonn af þorski alla vertíðina en á tveimur dögum er ég búinn að fá milli fjögur og fimm tonn. Og fékk fréttir um að það væri mikið að þorski í kantinum fyrir utan eyjuna Sklinna þar hafi þeir verið að fá 70% þorsk og 30 % ufsa og ágæta veiði eða 4 til 5 tonn í 100 net sem er mjög óvenjulegt á þessum slóðum. Þannig að ég dróg öll netin í mig og er núna á leiðnni til Rörvikur til að landa og svo ætla ég að prufa Haltenbankann á von að fá minni þorsk þar. En Haltenbanken er þekkt ufsaveiðisvæði. Annars er bara allt fullt af þorski hérna Polar Atlantic er byrjaður á Röstbankanum í Lofoten og var með 5 tonn af slægðum þorski (án höfuðs) í 30 net sem er mjög gott svo fékk ég fréttir af Möre grunnslóðinni þar var mikið að þorski ekki gerst í mörg mörg ár.

Við erum sem sagt á landleið með eitthvað um 12 tonn af ufsa eftir tvo daga og einhver 4 tonn af þorski og við munum landa því í fyrramálið og svo taka ís og fara suður eftir á Halten.

Þess má geta að Sklinnabanken er kenndur við eyjuna Sklinna og Haltenbanken við eyjuna Halten. en á báðum þessum eyjum var búið eða voru sem sagt vitaverðir og á Halten var líka fiskimóttaka í gamla daga en ég held ég fari rétt með að þar búi enginn á þessum stöðum í dag. En bátarnir sem eru að veiða Sklinnabankanum fara mjög mikið í land í Sklinna en þar er bryggja og einnig eru þar á vognum á eyjunni bólfæri sem bátnum er frjálst að nota og nota menn þetta mikið sérstaklega á minni bátnum en margir stórir einnig frá Sklinna er svona um 13 sjm á sklinnabankann og svona 7 sjm fram í sklinnakantinn.


Skinnabanken dagur 2.

Byrjuðum að draga kl 0730 í morgun í skítabrælu Suðaustan bara stormi með snjókomu þannig ekki skyggni var ekkert, eftir tvær trossur lægði og slétti sjóinn en eftir hádegi kom hann með Norðan kalda og var þannig fram á kvöld en þá lægði hann og núna í nótt er logn, en hann á eitthvað að vinda þegar líður á daginn frá suðri á að vera kaldi seinnipartinn. Annars sýnist svo að það verði allt í lagi veður þessa viku en auðvita á það eftir að koma í ljós en svo er hann að lofa einhverju leiðindaveðri á helgi.

Það fiskaðist betur í dag heldur en í gær var þetta frá 296 til 480 ufsar í trossu og svo var hellingur af þorski með sem er ekki gott held að það hafi verið um 25 til 30% þorskur og ekki mikið eftir að þorskkvótanum. Kominn eitthvað um 7 tonn í bátinn af slægðum og hausuðum fiski mest ufsi. Virðist vera einhver ufsi hérna í kantinum frá 90 fm og niður fyrir 100 fm samt virðist ekki vera eins mikið og í fyrra hvort hann sé genginn hjá í storminum eða eigi eftir að koma ekki gott að segja en það kemur allt í ljós. kannski þarf að leita betur. Einn togari er á svæðinu og sýnist mér hann vera kominn niður í kantinn fyrir vestan okkur var upp á bankanum í dag og síðustu nótt en er nú kominn í kantinn. Einnig er Björnson hérna og er hann fyrir vestan okkur hérna í kantinum.

Við förum í land í kvöld og löndum í Rörvik á morgun og Agars fer í land og við út til að draga.


Skinnabanken

Já þetta er skrifað á Skinnabanken þar sem við erum að leita af ufsa lagði 3. trossur upp á bankanum í gærmorgun og byrjaði svo að draga um tólf, var ægilegur straumur þegar ég var að leggja mikið suðurfall, sem er svona frekar óvenjulegt því hér er venjulega bara austurfall, en fiskríið var lélegt kannski tonn í þessar trossur svo ég færði allar trossurnar niður í kantinn þar lóðaði ágætlega svo við sjáum til en nú á ég 5 trossur í sjó og vonandi verður betra í þegar við byrjum að draga um áttaleytið.

Annars er allt bara ágæt nema pabbi Aigars( Letti) dó þegar við vorum á leiðinni frá Örnes til Rörvikur svo ég spurði hann hvort hann vildi ekki fljúga strax heim nei nei sagði hann jarðaförin er ekki fyrr en 16 mars svo bara nóg að ég komist heim fyrir kl 15 þann 16. Svo hann flýgur heim á mánudaginn frá Rörvik. Það geta verið tungumála erfiðleikar hérna um borð þegar Aigars kom og tilkynnti mér að pabbi hans væri dáinn, sagði hann á sinni bjöguðu ensku father killed! svo ég kváði við og spurði was your father killed. Og hann svaraði yes. Svo spurði with a gun? no no hostspital en kváði ég hugsaði pabbi hans drepinn á sjúkrahúsinu. En svo kom þetta allt saman í ljós pabbi hans var ekki drepinn hann dó hafði verið veikur lengi og búinn að liggja lengi á sjúkrahúsinu. En svona getur þetta verið þegar menn tala mörg tungumál ég hélt fyrst að kallinn hefði verið derpinn. En hann Aigars vill koma strax eftir jarðarförina þarf ekkert að stoppa ég spurði hann viltu ekki stoppa í viku heima nei nei ekki svo lengi, svo ég sagði við hann í grini kannski hann gæti bara fylgst með jarðaförinni á netinu. Hann sagði no internet in house (kirkjunni). Kannski alveg viss um að hann hafði skilið grínið enda á maður ekki að vera grínast með svona.


Á eftir 32 sjm til Rörvikur

Nú eru um 32 sjm eftir til Rörvikur. Fórum framhjá Brönnoysund áðan og þar mættum við Vesteralen sem er sem er ferja í hurtigruten og máttum við því bíða því þarna í sundinu er svo þröngt að við hefðum ekki getað mæst. Búið að vera mikill vnadræði með sjálfstýringuna hún er í tómu tjóni þetta er alveg ný stýring og ég er búin að lesa bæklinginn fram og aftur og prufa allt mögulegt en hún tekur engum sönsum er kannski allt í lagi klukkutíma en svo byrjar hún svinga kannski 15 af stefnu svo við stýrum eins og fullir séum, hvimleitt að hafa ekki stýringuna í lagi svo löngum tímum hef ég handstýrt. Verð að láta kíkja á hana í Rörvik áður en við förum á stað lengra, en þar er útibú frá söluaðilanum. Það er svona kaldaskítur á móti eins og er en gengur ágætlega um 7,5 sjm  . Stundum farið nálægt eins og þessi mynd sýnir.

DSCN0030


Farnir á stað

Jæja kl 11 í morgun leysti við landfestar og erum núna á leiðinni til Rörvikur og eigum eftir 123 sjm þangað og verðum við þar í fyrramálið um 6. Nú siglum við bara innan skerja suður með ströndinni. Og tökum svo ís í Rörvik og förum að leggja vonandi gengur allt vel. Ég kem með meira seinna. Nýja sjálfstýringin er eitthvað að stríða mér eitthvað svo viðkvæm fyrir stefnubreytingum. Sennilega eitthvað stillingar atriði sem ég verð að skoða þegar kem út á opin sjó. Í kvöld siglum við framhjá Sandnessjoen og Lenesinu en þar eru Védís og Kalli, Matti Garðars og hans fjölskylda verðum þar sennilega um áttaleytið í kvöld. Skrifa meira seinna.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000013578
  • 1000013566
  • 1000013572
  • 1000013556
  • 1000013543

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 108
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 136709

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 82

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband