3.4.2016 | 17:33
Loksins er allr farid ad snuast.
Eftir mikid mass og endalausar hringingar fekk eg veidileyfi fyrir Jakobsson N-19-G Thridjudaginn fyrir påska. Svo å midvikudeginum var haldid yfir Vestfjorden til Kleppstad en thar hafdi eg fengid løndun og tvær stulkur til beita fyrir mig einnig var i samkomulaginu ad så sem reddadi mer thessu øllu saman yrdi med mer å sjonum til byrja med.
Å utleid.
Å føstudaginn langa var haldid ut og lagdir niu balar og svo voru dregnir 3 balar fyrir Gunn-Lotte en hann hafdi fengid velarbilun en thad er einnmitt karlinn sem er med mer i åhøfn. Laugardaginn var svo bræla og bara legid i leti i Jakobsson.
Her er Gauttind hann fiskar alltaf vel. her eru ca 3 tonn i båtnum sem var fengid å 6 bala.
Påskadag var haldid i fyrsta alvøru rodurinn og å madur ekki segja fall er fararheil thvi ekkert gekk upp og thegar dagurinn var buinn var vid felagarnir eingøngu bunir ad draga 4 bala og 2,5 balar å hafsbotni og enginn slæda um bord.
Å Vormline eda polarlinu er lagt i stubbum og linan låtin standa yfir nottu svo er farid ut og dregid og ny lina tekin med svo tharna å påskadag lagdi eg bara yfir sjålfann mig til ad reyna få thessa tvo bala upp.
Å annan dag påska var vitlaust veduur sw stormur svo å thridjudaginn eftir påska var enn og ny haldid å midin og dregnir 8 balar en mikid bras mikid af flækjum og bara vesen en flækjur og vormlina fara ekki saman verdur bara vitleysa.
Midvikudaginn var enn og aftur bræla svo haldid var i rodur å fimmtudaginn og thå voru dreginir 8 balar og fengum vid upp linuna sem vid misstum svo så dagur gaf okkur um tvo tonn. Sidan var små bileri å føstudaginn og reyndar sw bræla
Svo i gær laugardag var haldid i rodur og thå gekk allt upp i fyrsta sinn og nogur fiskur um rum 400 kg å balann og vedur fint svo thå vard mikid lettara yfir kallinum.
I dag førum vid svo å Gunn-Lotte og drøgum 9 bala sem hann hafdi sett å føstudaginn fyrir utan Henningsvær innanverdum Lofoten voru rett rum 3 tonn å thessa niu bala.
Svo å morgun verdur sjøvedur å Jakobsson ef hann lægir einhverntima thessa sw drullu sem hann liggur alltaf i herna.
Gunn-Lotte sem vid vorum uti å sjo i dag.
Svo thetta er farid ad snuast og vonandi verdi framhald å thessu hjå okkur og thetta fari ganga snurdulaust hjå okkur. En thad er farid siga verulega å seinnihlutann herna å vertidinni ekki svo ykja langt eftir thangad til thorskurinn hverfur ut i Barentshafid.
Set her inn ad lokum mynd af drattarkarlinum hjå mer en thetta er svona typsikur norskur drattarkarl reyndar nytiskulegur thar sem hægt er ad draga fisk i gegnum sjålfa rulluna ekki naudsynlegt ad slita fiskinn fyrir utan. Spilid sjålft er reyndar frå færeyjum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2016 | 18:08
Buid ad vera mikid ad gera
Jå svo sannanlega buid ad vera mikid ad gera hjå kallinum sidan hann kom ut til Norges selja Jakob og kaupa Vårstev sem hefur fengig nafnid Jakobsson.
Eg og Jakobsson i heimahøfn
En båturinn er buinn ad få nafnid Jakobsson og med fiskinr N-19-G.
Sem sagt nyji båturinn er sonur Jakobs sem hefur reynst mer svo vel og verdur eftirsjå i theim goda båti.
Eg held eg se buinn ad keyra yfir 1000 km fram og til baka skirfa undir pappira fara i bankann fara i Innovasjon Norge ( Byggdastofnun). Hringja i sjofartdirektoret og tala vid fiskeridirektorat. ( Samgøngustofu og Fiskistofi). Thetta ferli er buid ad taka rett rumann månud ad kaupa einn båt med kvota.
Og her er båturinn kominn med retta merkingu og tilbuinn i slaginn
N-19-G. Thydir raunverulega ad båturinn kemur fra Nordland og ur sveitafelaginu Gildeskål. Jakob Var aftur med ME kom ur Meløy sveitavelaginu.
En svona er bykrati herna i konungsrikinu. Sem dæmi skirfstofa Innovasjon Norge i Bodø samthykkti ad låna okkur gerdu okkur lånatilbod sem vid svo samthykktum thå pappira thurftum vid ad senda til Vadsø hinum megin å hnettinum nånast og ekki måtti senda thetta med internetinu heldur skyldi posturinn notadur svo ad senda bref til Vadsø hedan tekur tvo daga og svo tekur thad tvo daga ad få brefid til baka.
Svo thessar postsendingar fram og til baka hefur tekid lungad af thessum månudi svo til ad toppa alla thessa vitleysi thå gleymdi posturinn i Vadsø ad bera ut postinn i ca tvo daga hvernig åtti postuinn ad vita ad postur sendur i aposti og åbyrgd ad så sem sendik hann vildi ad hann myndi berast fljøt til vidtakanda.
En thrått fyrir allar thessar hørmungar er eg ånægdur med thau lånakjør sem eg fekk til ad fjårmagna båtinn 3,6 og 4,4 % og ad sjålfsøgdu overdtryggdir vextir.
En stadan er semsagt slik ad sidustu pappirar eru å leidinni nidur til Bergen en thar er øllum skjølum thinglyst vardandi båta hjå Skipsregister sem er deild frå norsku siglingastofnun. Svo um leid og thessu verdur thinglyst er vid klårir ad sigla til Lofoten og reyna ad veida sem mest af okkar kvota. Undirritadur hefur verid ad beita til ad låta timann lida og er buid ad beita 16 bala med rækju sem kemur frå Ottari Ingvasyni.
Svo allt er nu ad smella en oift hefur undirritadur thurft ad telja um å 1000 til ad låa ekki Verstfirzku stadfestuna koma i ljos.
Ad øllum likindum førum vid til Ballstad eda Kleppstad i Lofoten. En kunningi minn å Klogrunn var buinn ad bjoda mer ad yfirtaka stædid hans thegar hann væri buinn med kvotann. Einnig var adili i Kleppstad tilbuinn ad hjålpa til ef thyrfti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2016 | 20:43
Langt å milli
Jå nu er ordinn frekar langt å milli færslna hjå undirritudum. En nun kemur stutt skyrsla. Rækjuveidum er lokid thetta årid var farid i sidasta rodur thann 12.feb. Var thetta frekar hefdbundinn vertid nema kannski ad vid tokum nærri helming af uthlutudum kvota inn å Sudurfjørdum Arnarfjardar nånar i Geirthofsfirdi vid Ofærunes og fram ad Steinanesi var thad kærkominn tilbreyting afli var kannski ekki alveg eins godur og hinum megin i firdinum en betri talning fekkst og thvi betra aflaverdmæti.
Herna er rækjuhreinsun i sidasta rodrinum og tharna sest i bakid å håsetanum Solrunu B Aradottur og minum betri helming en hun hefur verid med mer å rækjunni sidustu 5. vertidir.
Her sjum vid svo sjålfann høfdingjann Andra BA-101 i hålfgerdum vetrarskruda. Hann hefur sko skilad sinu thessi tho hægt fari og er ekki allra.
Vid fiskudum 58 tonn i 19 rodrum og thar af voru tveir rodrar bara stuttir.
Jå eins og fyrr segir var farid i sidasta rodur thann 12.feb og thann 14. var undirritadur kominn um bord i Jakob i Norge. Reyndar hefur ekki verid ennthå verid farid til fiskveida thar sem breytingar eru i vændum hjå undirritudum i konungsrikinu. En å næstum døgum verdur vonandi farid ad eiga vid skreien.
Adkoman ad Jakob var bara eins og eg skyldi vid hann og nuna er buid ad setja upp færarullurnar og slodarnir eru klårir. Svo hann er klår en ef allt gengur upp mun einhver annar roa honum thessa vertid og undirritadur reyni fyrir ser å nyju skipi en ekkert er fast i hendi ennthå skyrist mjøg fljøtlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2016 | 13:34
Vika tvo og þrjú búin
Já við lokuðum viku tvo á innfjarðarrækjunni á Andra BA-101 í gær lönduðum við þá 1457 kg af Arnarfjarðarrækju og erum því komin með rúmlega 30 tonn eftir þessa tíu róðra rétt rúm 3 tonn að meðaltali. Í gær voru bara tekin tvo höl því rækjan varð að komast í Grundarfjörð í gær því flutingarfyrirtækið Nanna ehf vara að fara fagna þorra og hafði ekki bílstjóra til að keyra suður eftir í dag eða á morgun.
Veiðin hefur farið fram í rjómablíðu þessa róðra og hefur verið svo kallað vandræðalogn alla daga en það köllum við lognið á bátum sem taka pokann á síðuna ekki inn um skutinn. Þó svo að lognið hafa smá vandræði að taka trollið er það auðleysanlegt miðað við að róa í drullubrælu eða landlega.
Vika þrjú var stutt þ.e.a.s á rækjuveiðum en ekkert syttri í dögumn en aðrar vegna þess að skipstjóri þurfti að skreppa til Noregs á fund. Undirritaður hefur stofnað hlutafélag í konungsríkinu sem heitir Jakobsen Fisk a.s. og var stjórnarfundur í því þar sem á láf fyrir að auka hlutaféið frá 30 þúsund norskum í 1 milljón og síðan er verið að kaupa einn 9-10. metra kvóta og að öllum líkindum stærri Jakob.Og til að gera langa sögu stutta var tekin ákvörðun á fyrsta stjórnarfundi að kaup kvóta og bát frá Lofoten og í framhaldinu auka hlutafé félagsins úr 30 þúsundum í 912 þúsund norskar krónur.
Svo það er mikið að gerast hjá undirrituðum í Konungsríkinu. Nú er beðið eftir formlegu svari frá Innvosjon Norge ( Norska Byggðastofnun) en voru búin að fá munnlegt velyrði fyrir láni þar til að kaupa bátinn og kvótann. Vonandi kemur svarið formlega næstu viku. Eftir allt þetta var flogið aftur til Íslands og farið á sjóinn á fimmtudaginn og föstudaginn og aflinn rétt rúm 6 tonn í þessum tveimur róðrum en markmiðið er að klára rækjukvótann á Andra BA-101 því Lofoten vertíð er á næsta leiti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2016 | 10:15
Rækja og fleira
Á nýju ári var haldið til Stykkishólms og var undirritaður mættur þangað 4. janúar og var þá Andri kominn einu sinni enn í slippinn og öxuldreginn aftur og i þetta skipti fungeraði allt eins og átti að gera og var báturinn tilbúinn miðvikudaginn 6. janúar en þá var ekkert ferðaveður svo það var landlega i Stykkishólmi fram á Laugardagsmorgun þegar siglt var áleiðis til heimahafnar eftir rúmlega tveggja mánuða útlegð í Stykkishólmi.
Andri BA-101. tilbúinn til fyrir heimferð í Stykkishólmi fyrir rétt rúmri viku.
Já og rækjuveiðar á Andra BA-101 eru hafnar og er búið að fara i 5 róðra í blíðskaparveðri og hafa aflabrögð verið svona þokkalega rétt um 3 tonn á dag svo fyrstu viku var lokað á 15 tonnum.
Eins og undanfarin ár eru við hjónin í áhöfn held ég þetta sé 5. rækjuvertíðin okkar.
Á togin í rjómablíðu
Í Noregi er það að frétta þar liggur Jakob og bíður eftir áhöfninni sem er væntanleg um mánaðarmótin og þá er hugmyndin að fara á stað. En mikið er um að vera hjá kallinum í Noregi er búið að stofna nýtt hlutafélag í kringum útgerðina Jakobsen Fisk AS. Og nú er verið að vinna í því að kaupa aflaheimildir og jafnvel stærri bát. Og er útgerð og útgerðarmaður fluttur til Sör Arnöy frá Örnes og er því kominn í nýtt sveitafélag.
Og að sjálfsögðu var steikt rækja á rækjuvertíð.
Venjulegur morgun á rækjuveiðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2015 | 08:11
Jólafrí hjá áhöfninni á Jakob
Já við félagar erum komnir í jólafrí. Eftir frekar erfitt haust þar sem nánast ekkert gekk eftir áætlun.
Jakob liggur núna á eyjunni Sör-Arnoy í góðum félagsskap. Ég sjálfur er kominn til Íslands allaleið til Bíldudals. Þar sem verður jólað.
Beitingarkerfið sem ég fjárfesti í um borð er ekki ennþá farið að virka og er kominn algjör pattstaða milli kaupanda og seljanda. Er þetta búið að eyðileggja allt haustið hjá okkur á Jakob og mjög sennilega verður riftun á kaupunum eina niðurstaðan.
Thessi renndi ser framhjå mer thegar eg var å baujuvaktinni
Á síðustu helgi var þó farið í tvo róðra á Jakob og var farið með 26 bala i tveimur róðrum sem skilað ca 2 tonnum í hús. Og auðvita var skítaveður þegar farið var í þessa róðra drullubræla ættuð frá Ísalndi með tilheyrandi óþægindum fyrir trillukarl. Var farið í þessa tvo róðra á síðustu helgi síðan var siglt með bátinn í nýja heimahöfn Sör Arnoy þar sem Jakob liggur núna.
Og á síðasta fimmtudag flaug ég til íslands og þaðan hélt ég til Stykkishólms að sækja Andra BA 101 sem er búinn að vera þar síðan slippurinn kláraðist um miðjan nóvember en þar var skiptum um allt í afturendanum þ.e.a.s skutlegu og fóðringu. Var lagt í hann rétt fyrir kl 16 á föstudaginn og komist við út undir baujuna en þá var allt orðið sjóðandi heit og i samráði við Skipavík var ekkert annað að gera en að snúa við og að öllum líkindum verður að taka Andra upp aftur og öxuldraga einu sinni enn en þetta er ekki að virka svo það er basl á öllum vígstöðum eins og er.
Svo nú er boltinn hjá Skipavík en þetta er helvíti grátlegt því Andri er notaður ca 2 mánuði á ári og nú hittist þetta þannig á að þetta basl akkúrt þegar á að fara nota bátinn sem er frekar pirrandi og nú þar oft að telja upp á 10.
Thessi mynd er tekin i næstsidustu sjoferd Andra BA-101 å thessu åri.
Nú er byrjar nýtt kvótaár 1. janúar hjá okkur í Noregi og nú stangst þetta allt á því vegna þeirra fáranlegu ákvöðrunar Hafró að heimila ekki rækjuveiðar í haust. Sem í raun voru enginn rök fyrir. Svo nú verður þetta mikið púsluspil að koma þessu heim og saman.
Øska svo øllum Gledilegra Jola og farsældar å nyju åri. Takk fyrir thad gamla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2015 | 06:21
I utgerd fer ekki allt eftir planinu.
Jå thad må segja thad allt fer ekki eftir plani i utgerdinni.
En eg er kominn aftur til Reipå eftir velheppnada sildartur.Reyndar tok thette mun lengri tima heldur en vid reiknudum med. En å fimmutdaginn fyrir viku var eg buinn ad nå kvotanum med godri hjålp fra åhøfninni å Johan R, John-Ivar og ad sjålfsøgdu honum Leiv Rønvikbuen sem samfiskadi med mer.
Å føstudaginn sidasta kl 1500 lagdi Jakob og Rønvikbuen svo af stad nidur til Reipå hann ætladi reyndar adeins til Bodø. Løgdum vid okkur i Lødingen og svo aftur i Bodø en leidindarkaldi var i Vestfjorden svo vid vorum frekar threyttir thegar vid nålgdumst byen ( Bodø).
KL 1230 å Sunnudaginn lagdist eg svo ad bryggju i Reipå og å manudaginn kom Poul med beitngarvelina og rafdrifnu glussadæluna sem åtti ad vera orsøkin fyrir thessu øllu og var månudagurinn notadur til ad koma dælunni fyrir og velinni fyrir og svo var haldid i prufutur sem vægast sagt gekk ekki nogu vel velin var bara ekki beita nogu vel og krokar ad festast i velinni o.s.f.v.
Aflinn å balann var 2 ysur og 3. ufsar sem lutu ekki nådir ljosmyndarans
Å thridjudagsmorgun var svo aftur lagt i hann thegar budid var ad gera endurbætur og sama sagan thetta var bara ekki ad virka og nu var farid thyngjast i skipstjoranum å Jakob og sagdi og i fyrsta sinn i øllu thessu ferli vard hann frekar pirradur og let ut ur ser " burte med hele driten". Eitthvad var hann buinn ad roa sig thegar komid var i land tho sigling væri ekki løng. Svo eftir stutt fundarhøld thar sem Poul baudst til ad taka allt til baka var åkve3did ad skildi taka velina med ser einu sinni en og prufukeyra hann um bord i sinum båt. Einnig baud hann mer BFG beitingarvel i stadinn fyrir thessa.
En eins og stadan er nuna finnst mer bara mjøg liklegt ad thad verdi riftun å samingi verst bara hvad thetta er budid ad taka langann tima og kosta utgerdarmanninn mikla peninga.
Svo nu voru god råd dyr thvi ekki er hægt ad roa ån beitngarvelar svo eg forvitnast ut i Støtt hvort hægt væri ad få bala til taka 2-3 rodra fyrir jol.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2015 | 07:48
I Tromsø
Å Thad hefur mikid vatrn runnid til sjåvar sidan eg bloggadi sidast. Eg er sem sagt kominn til Noregs og buinn ad koma beitingarvelakerfinu fyrir enn vantar beitingarvelina svo thad er frekar kjånalegt ad vera å beitngarvelabåt med enga beitingarvel.
Uppstokkarinn klår å sinum stad reyndar ekki buid tharna gera brautina
Beitingarvelin sem er svo farinn en tharna mun hun vera og lagingsrennan verdur ekkert fyrir svo ekkert mål verdur ad vera med bædi. Gæti verid gott ef madur skildi ætla roa eitthvad med vormline (nylonlinu).
Rekkakerfid plass fyrir 16. rekka med ca 500 krokum hver rekki.
Sem sagt i sidustu viku unnum vid hørdum høndum ad koma velinni fyrir og øllu kerfinu og thegar åtti ad fara prufa virkadi beitngarvelin ekki eins og hun åtti ad gera var svo ojøfn beiting svo hann Poul sem hannar kerfid og seldi mer velina tøk hana med ser. Og komst ad vandamålinu vandamålid var sem sagt tengd glussanum um bord hjå mer og hefur nu verid pøntud ltill 24volta dælustød sem skal vinna bara fyrir velina. Thessi dæla var pøntud frå Danmørku.
Og i millitidinni brunnadi eg upp til Tromsø til fiska sild i samtogi med Johan R og feløgum lagdi. Lagdi eg af stad å midvikudagskvøld i skita NW kalda fyrsti leggur var Reipå- Bodø. Stoppad til taka oliu og tekin små påsa i 3 klst. Svo var næsti leggur Bodø- Tromsø med små stoppi i Dyrøy fyrir Nordan Harstad. Var eg kominn til Tromsø kl 14 i gær føstudag. Rett rumlega 40 klst sigling med thessum små stoppum.
Thessi brunnadi fram ur mer i Vestfjorden Helviti flottur thessi,
Og svona kvaddi Nordland mig rett ådur en eg sigldi inn Troms
Svo thegar komid var til Tromsø thå hafdu stråkarnir å Johan R samband bræla å sildarmidunum svokøllud Polarlavtrykk skreid yfir Troms med snjokomu og stormi. Polarlavtrykk gæti kallast Nordurpolslægd å Islensku. Svo thad var ekkert ad gera nema koma ser i koju enda ordinn frekar langthreyttur.Å ad lægja seinnipartinn dag svo eg reikna med haldid verdi å midin i kvøld.
Svo kannski ef eg verd heppinn få eg kvotann minn å morgun en eg må fiska 30,6 tonn og eins og verdin eru nuna er thetta ågætis bubot hjå mer. og get farid ad sigla aftur sudur eftir til ad klåra beitngarveladæmid. Og prufakeyra thad almennilega fyrir jol.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2015 | 10:12
Í slipp
Góður vinur minn sagði við mig að eiga net í sjó væri svipað og peningur i banka en ég veit að fara í slipp er öfugt. Þar renna peningarnir út úr bankanum þ.e.a.s ef þar hafa verið peningar fyrir annars lán frá bankanum.
Við Andramenn sigldum bátnum á síðasta mánudag til slipptöku hjá Skipavík í Stykkishólmi fengum við alveg renniblíðu á leiðinni á þriðjudaginn var gert klárt fyrir búnaðarskoðun, gúmmíbátar, slökkvitæki og skotgálgi skoðaðir svo á miðvikudaginn var báturinn tekinn upp í slipp. Og fór fram bolskoðun,öxulskoðun og þykktarmæling á Fimmtudeginum. Öxulskoðun kom ekki nógu vel út of mikil rýmd sem varð til þess að öxuldraga bátinn sem varð svo aftur til þess að við áhöfnin fórum gangandi heim þar sem ljóst var að báturinn yrði ekki tilbúinn fyrir helgi. Við notuðum reyndar hjálpatæki við gönguna styttum okkar aðeins leið þ.e.a.s löppuðum um borð í Baldur sem flutti okkur yfir Breiðafjörðinn svo fengum við far frá Brjánslæk til Bíldudals.
Þetta er í þriðja sinn sem við förum með Andrann til Stykkishólms í slipp frá því við keyptum hann 2009. Og við getum svo sannanlega mælt með Skipavík bara góð þjónusta og allt til staðar. Eins með Stykkishólm yfir höfuð.
Á undan okkur var Gunnar Bjarnason tekinn upp og svo var hann færður inn í hús þar sem hann verður málaður og gerður flottari.
Nýja verkefnið hjá Skipavík Spútnikbátar. En Skipavík hefur keypt mót og framleiðslurétt á Spútnikbátum af Skaganum. Inn í pakkanum var þessi skrokkur.
Olíssjoppann í Stykkishólmi fær ekki háa einkunn hjá okkur.Við reyndum einu sinni að fara þangað til að kaupa okkur hamborgara sem og við gerðum völdum okkur þessa flottu hamborgara samkvæmt matseðli borgðum og fengum okkur sæti eftir ca 40 mín bið var okkur farið leiðast eftir matnum og ég fór að forvitnast þá var okkur tjáð að grillið væri bilað svo engir væru hamborgarnir en við gætum fengið pylsur. Ég spurði hvað er langt síðan grillið bilaði og hvers vegna voru við ekki látnir vita. Grillið hafði verið bilað í yfir klukkustund og það bara gleymdist að láta okkur vita en inn á staðnum á þessum tímapunkti voru 4 einstaklingar og tveir starfsmenn. Ég bað vinsamlegat um endurgreiðslu sem við fegnum nema tvær maltflöskur sem við höfðum keypt svo ég kastaði því svona fram fáum við ekki maltið svona sem sárabætur vegna þess við vorum plataðir til kaupa hamborgara sem ekki var hægt að steikja og í þokkabót látnir bíða 40 mín (voru starfsmennirnir bara bíða eftir að við gæfumst upp og færum!) nei starfsmaðurinn hafði ekki leyfi til að gera það svo maltið urðum við að borga. Held ég reyni aldrei aftur að snæða þarna.
Svo núna er á stefnuskránni að fara til baka á mánudaginn og vonandi getum við haldið heim á leið þriðjudag miðvikudag. Eftir það er svo keyra beint suður til Keflavíkur og fljúga til Noregs og koma nýja beitingarkerfinu i bátinn. En samsetning á kerfinu gengur vel uppstokkari að verða tilbúinn og búið að prufukeyra hann og gær var verið að klára beitingarvélina sjálfa afhending átti að fara fram í gær 30.okt en verður ekki fyrr en eftir helgi. Svo ef kerfið fer frá þeim á þriðjudag er það komið á áfangastað ca fimmtudag svo þetta kanskje smellpassar hjá mér.
Uppstokkarinn í prufukeyrslu í vikunni. Þessi fer svo í Jakob.
Svo það er í nógu að snúast. Þessa stundina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2015 | 11:07
Engar rækjuveiðar.
Í bili. Eftir að Dröfn lauk rannsókn tók við rannsóknarvinna og svo voru gögnin lögð fyrir veiðiráðgjafanefnd og komst hún að þeirri niðurstöðu að vegna mikils magns af seiðum þ.e.a.s þorsk og ýsuseiðum verða veiðar í Arnarfirði ekki heimillar fyrr en að lokinni annari rannsókn sem væntanlega verður farin í byrjun desember. Eftir því sem okkur skilst er rækjustofninn ennþá undir meðallagi svo heildarkvóti verður ekki mikill.
Þessi seinkun að veiðar meiga ekki hefjast fyrr en eftir áramót setur að sjálfsögðu öll plön úr skorðum hjá okkur og þá sérstaklega hjá mér. Sem er að snúast í mörgu og búinn að taka frá okt og nóvember til rækjuveiða. Svo eftir þessa ákvörðun varð að breyta öllum plönum og skipuleggja slippferð á Andra BA-101 þar sem eftir áramót verður hann haffærnislaus og huga að öðrum tekjumöguleikum.
Svo nú er planið svona eftir helgi verður Andra siglt i slipp til Stykkishólms sem eru alveg 12 -14 tíma sigling hræðilega langt og að stórum hluta fyrir opnu hafi sem einnig er mikill áskorun fyrir okkur og bátinn þar sem báturinn hefur ekki farið út fyrir Hvestuhorn síðastliðin tvo ár. Svo þegar því verkefni verður lokið verður haldið til Noregs og reynt að öngla upp einhverja fiska.
Reyndar mun Jakob fara í breytingar í fyrstu vikunni í nóvember þar sem sett verður um borð beitngarvél og uppstokkari línukerfi fyrir 6300 króka. Vonandi verður það allt búið í kringum 10 -12 nóvember.
Já búið er að fjárfesta í kerfi og er það í smíðum verður afhent 30.okt. Þegar Jakob hét Sæunn Sæmundsdóttir var báturinn með beitingarkerfi um borð ég set reyndar ekki kerfi frá Mustad heldur frá Vesttek. En vonandi mun það fungera svipað og mustad kerfi. Er panið að vera tveir um borð og róa með 6300 króka ca 14 bala miðað við 450 króka í balanum.
Svo það er nóg að brjótast um í kollinum á mér þessa stundina og önnur löppin i Noregi og hinn í Arnarfirði.
Nýja kerfið á sennilega eftir að setja það saman eða ég vona það, nema þetta sé eitthvað IKEA dæmi.
Að allt öðru í fyrra vetur var ég kærður af Neyðarlínunni og Orkubúi Vestfjarða fyrir skemmdarverk á rafstreng sem var lagður yfir Arnarfjörð og voru kærendur fullvissir að ég hefði skemmd þennan rafstreng vísvitandi. Nú hef mér borist bréf frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum þar sem mér tilkynnt að rannsókn málsins sé hætt hvað varðar mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar