27.5.2015 | 20:45
Búinn að koma sér fyrir.
Já búinn að koma sér fyrir byrjað beita og búið að fara í fyrsta róðurinn.
Já það var haldið í fyrsta róður í gær, voru teknir 8 balar þar af 3 balar með 300 króka svo það var 360 krókar á meðaltali í hverjum bala. Byrjað var á því að athuga hvort eitthvað líf væri að leggja flotlínu jú það var líf á 40 til 50 fm svo kallinn ákvað að leggja einn prufubala og athuga hvort ýsan væri komin upp í sjó ekki varð mikill árangur af þessari prufulögn 31 ýsa. Þá var ákveðið að fara með hina 7 balana og leggja þá á botninn. Eitthvað var kallinn ryðgaður á lögninni og hnýti hann saman vitlausann háls á 3 bala þ.e.a.s neðri hálsinn en ekki efri eins og á að gera þetta uppgvötvaði ég ekki fyrr en of seint þá tók ég það til ráðs að bakka og reyna redda þessu en við það fékk ég línuna í skrúfuna. Að lokum gekk þetta nú allt upp og þokkalegur afli fékkst í róðrinum.
Þegar ég var með línuna fasta í skrúfunni hvarflaði að mér að fara út fyrir og skera úr skrúfunni og hugsaði ég til Sigga Brynjólfs hann á áttræðisaldri gerði þetta þegar hann missti stýrið á Sölva fyrir nokkru síðan þá ætti þetta ekki að vera mikið mál fyrir mig rétt rúmlega fertugann manninn að bjarga þessu en ég guggnaði þá þessu og lét línuna bara vera og fékk svo kafara til að skera úr skrúfunni í dag þegar ég var kominn í land.
Þetta er þriðja sumarið mitt hérna í Batsfirði en hann Svein á Minibanken er að koma hérna í fertugasta sinn og svo mig vantar dálítið upp á til að slá metið hans og kallinn er svo sannanlega mættur búinn að leggja vormlínuna og alveg örugglega farinn að láta beita flotlínuna ætlar svo sannanlega ekki að missa af sumri hérna upp frá kominn vel á áttræðisaldur og hann er eins og Siggi Brynjólfs hann er að þessu vegna þess að honum finnst þetta svo skemmtilegt.
Þessi tók fram úr mér í gærkveldi Osvaldsson á honum er nokkrir íslendingar þ.á.m skipperen og þeir alveg mokfiska þessir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2015 | 18:38
Kominn á leiðarenda
Eftir tæplega 5. sólarhringja siglingu með inniföldum hvíldarpásu eru við félagarnir komnir á áfangastað "Batsfjord". Hefur verið siglt að jafnaði í 18 tíma á sólarhring nema í gær þegar aðeins var siglt í 4 tíma frá Havoysund til Honningsvaag. En þar var ákveðið að taka smá brælustopp þar ekki nauðsynlegt en áhöfnin nennti bara ekki að hjakka í kaldaskít beint á móti og af því að það spáði lægandi í dag miðvikudag var ákveðið að því rólega.Svo þar var stoppað frá kl 14 í gær og lagt svo í hann kl 0200 í nótt.
Honningsvaag í morgun eða í nótt þegar lagt var af stað áleiðis til Baatsfjord
Þessi sigling er búin að vera löng rétt rúmar 500 sjm. Meirihluti leiðarinnar er innanskerja þ.e.a.s. ekki út á ballarhafi heldur hefur maður skjól af þeim ótúlega mörgu eyjum sem klæða Noreg. Veður hefur leikið við mig alla þessa ferð spegilsléttur sjór nánast allaleið nema á síðasta leggnum Honningsvaag til Batsfjord þar fengum við félagrnir smá velting bara svona til að halda okkur í æfingu. Var á tímabili bara sólbaðsveður og lág þá undirritaður í sólbaði og lét cetrek sjálfstýringuna um stjórn Jakobs.
Svo nú hefst annar kafli línuveiðar með tilheyrandi vinnu og skemmtilegheitum þú ert sko aldrei atvinnulaus þegar þú ert að róa á línu. En í sumar fæ ég góða hjálp frá fjölskyldunni svo þetta verður sannkölluð fjölskylduútgerð.
Að sjálfsögðu hefur kallinn mætt mörgum skipum á leiðinni Norður og kannski ekki verið of duglegur að taka myndir en hér koma þó tvær. Neptune íslenska rannsóknarskipið og svo eitt af nýju gasflutingaskipum Norlines sem sagt keyrð á gasi eru ekki að flytja gas. Held að Norlines sé svona svipað fyrirtæki og Ríkisskip á sínum tíma og nú eru þeir að endurnýja skipin og nota þá gas sem norðmenn eiga yfirdirfið nóg af til keyra skipin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2015 | 13:00
Lagður af stað
Lagður á stað í einn leiðangurinn enn sigla upp Norsku ströndina og er planið að fara til Batsfjord þar sem áætlað að róa í sumar. Þetta er nú frekar löng sigling held þetta séu rétt rúmar 400 sjm og er ég að vona geta tekið þetta á þremur sólarhringum með smá hvíldarpásum í milli.
Jakob á að vera í góðu standi, nýjar dísur í öllum spíssum, ventlar nýstilltir og ný túrbína og síðan að sjálfsögðu nýbotnhreinsaður og botnmálaður máling ofandekks verður að bíða betri tíma.
Við komusr loksins upp í slippinn á miðvikudaginn síðasta og fórum svo niður á fimmtudaginn í gær var svo báturinn lestaður og eins ég sagði í byrjun hófst ferðalagið í morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2015 | 21:13
Norge
Þann 5. mai flaug ég til Noregs eftir stutt stopp á Íslandinu og í Vikersund fyrir utan Oslo keypti ég mér bíll og þaðan keyrði ég hingað upp eftir til Reipa þar sem Jakob hefur legið. Þetta voru rúmir 1300 km. Héðan er svo ætlunin að halda á stað siglandi norður eftir. Það var á áætlun að fara í slipp á föstudaginn en báturinn sem var upp fór ekki niður svo ég þurfti því að bíða yfir helgina. Búið að vera svo sem nóg að gera en í stoppinu hefur verið skipt um túrbínu og spíssar og ventlar stilltir.
Báturinn sem er fyrir mér í slippnum heitir Meloysund Junior og er leikbátur eða eigum við að segja hoppybátur skipstjórans á Einar Erlend.
Það væri ekki ónýtt að hafa svona leikfang útbúinn á snurvoð og nót. Báturinn er búinn að vera hér í yfirhalningu er sennilega að fara fiska makríll í sumar. Á þessum bát er hann að leika sér á þegar hann er ekki á Einari.
Hér í Reipa er komið sumar og flestir bátar komnir heim allir komnir sem voru á vertíð í Lofoten en þeir sem fóru upp til Finnmerku á vorvertíð er ekki allir komnir. Þar með eru flestir eru bara komnir í frí fram á næstu vetrarvertíð. Ekki margir héðan sem halda til Finnmörk í sumar aðeins Jakob N-32-ME held ég reyndar fara stóru bátarnir svo sem Einar Erlend, Meloyfjord og Stottfjord
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2015 | 13:10
Vertíðarlok.
Í annað sinn á þessi fiskveiðiári voru vertíðarlok hjá okkur síðasti róður á mánudaginn en þá kláruðum við viðbótina sem var bætt við eftir feb rannsókn. Voru þetta þrír og hálfur dagur og árangurinn rétt tæp 20 tonn. Á föstudaginn var svo haldið upp á lokin með því að taka veiðarfærin aftur frá borði og leggja Andra í langlegupláss ( sem er svo sem ekkert til að halda upp á) síðan var skálaði í wiskey með meðeigandanum.
Afrakstur þessara vertíðar eru rétt rúm 82 tonn sem voru tekin í 22 veiðiferðum skipt í tvö tímabil frá 15. okt til 16.nov 2014 voru farnir 19 róðrar og svo frá 14.apríl til 20 apríl 2015 voru franir 3 róðrar. Lélegasti róðurinn var 767 kg og sá mesti 10.067 kg.
Arnarfjarðarrækjan er orðin bara svona hoppý hjá undirrituðum en má segja það sé skroppið á hana þegar undirritaður er heima í fríi vinna og frí sameinuð. Annars er búið að vera gott úthald hjá mér síðan í janúar er ég búinn að vera á Íslandinu rétt rúmar þrjár vikur og held aftur út þann 5. maí. Það er svo mikilir möguleikar í kringum trilluna Noregi að það er varla tími til að taka sér frí nú er framundan grálúða,ýsa og jafnvel fleira.
Nú er á stefnuskránni annað úthald sigla Jakob norður á bóginn að veiða grálúðu og ýsu. En í sumar verður breyting á fjölskyldan kemur einnig með og verður útgerðin algjör fjölskylduútgerð í sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2015 | 07:43
Frá síðustu færslu.
Hefur margt gerst, mánudaginn 6. apríl ákvað skipstjórinn á Jakob að taka pásu (frí). Og var því bátnum siglt í heimahöfn eftir eigum við ekki að segja góða Lofoten vertíð fiskaði ég rétt rúm 42 tonn og var svo með félaga mínum á netum og fiskuðum við 250 tonn. Svo góð vetrarvertíð var lokið.
Algeng sjón þessa skakvertíð lóð ca 15 til 20 fm þykk.
Farið var með Jakob til Reipå þar sem hann fór í smá viðhald skipt um túrbínu, farið yfir spíssa og ventlar stilltir. Ég flaug svo heim til Íslands fimmtudaginn 9. apríl tók reyndar helgarfrí en svo var það innfjarðarrækja á Andra BA-101.
Við hjónin byrjuðum á innfjarðarrækjunni síðastliðinn þriðjudag en fyrr í vetur var heildarkvótinn aukinn um 100 tonn og fengum við um 19 tonn á Andra. Ekki reiknaði kallinn með neinu moki 2 til 3 tonnum á dag. En sem sagt var haldið í fyrsta róður á þriðjudaginn og var algjört mok var landað eftir daginn tæpum tíu tonnum og þá búið að fá svo stórt hal að það sprakk. Ég hugsa það hafi verið minnst 7 til 8 tonn (eða meir rækjan náði upp í skilju held ég sé með einhverja 12 metrar fyrir aftan skilju) af rækju í því hali. Við náðum rétt rúmum 3 tonnum en það var grátlegt að sjá rauða flekkinn þegar pokinn gaf sig. Já svona er þetta við áttum bara í erfiðleikum og hefðum kannski aldrei náð þessu öllu. eitthvað annað hefði kannski gefið sig.
Allt orðið fullt og rækja bókstaflega yfir allt.
Við erum núna búin að fara tvo og hálfan dag og er langt komin með þessa viðbót eigum ca 4 tonn eftir. Aflinn hjá okkur núna er langt yfir tonn á togtímann. Í haust var okkur tjáð af Hafró þegar gefinn var út 250 tonna heildarkvóti að stofninn væri á mörkunum að vera sjálfbær, nú er búið að veiða næstum 350 tonn og enn er mokveiði ég held að veiðiráðgjöfin þetta fiskveiðiárið hjá Hafró sé bara eitt stórt búmm.
Veður hefur leikið við okkur þessa daga sem báturinn hefur verið prufaður.
Nú er helgarfrí og verður haldið á sjóinn aftur á sunnudaginn og vonandi náum við að klára þetta þá. Í framhaldinu verður svo haldið aftur til Noregs og rykið dustað af Jakob og haldið upp til Finnmark að veiða ýsu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2015 | 19:19
Hefur ekki verið nein tími til að blogga.
Já það hefur ekki verið nein tími til að blogga það er bara búið að vera skakveður búið að fara 6 róðra í röð og fiska búinn að fiska ágætlega hef verið með þetta rúm þrjú tonn á dag einu sinni farið nærri fjórum tonnum svo það er farið að minnka kvótinn og væri í raun búinn ef þessar tvær aukingar hefðu ekki komið. Það er alveg ótrúlega mikill fiskur það lóðar undir bátnum allann daginn það er bara fá hann til að taka og alveg greinilegt að sumir eru flinkari en við hinir. Það sem hefur reynst mér best er að slaka niður í lóðningarnir og láta svo rúllurnar skak ca 20 fm upp fyrir lóðningarnir þá virðist maður fá fiskinn til að elta.
Ég held að hendurnar á mér séu búnar að lengjast um ca 15 til 20 cm við að toga fiskinn inn fyrir og er ég farinn að dauð öfunda kallana af snikhaler eða angelvinsj myndi vera í íslensku slóðadragari sem sagt græja sem dregur fyrir þig slóðann um borð þannig að hendurnar fá frí búinn að sjá að þetta er alveg snildargræja, ein skakarnir sagði við mig ef þessi græja bilar fer ég í land svo einfalt er það.
Skakflotinn liggur og bíður eftir löndun.
Stóri og litli bróðir nei annar er selfa og hin er viksund.
Íslenskur seigur
Hér fyrir neðan sjáum við Stine Helen þessi er bókstaflega alltaf með loðnuhleðslu alltaf fullur bátur milli fjögur og fimm tonn og tildæmis í dag landaði hann tvisvar var búinn að fylla sig fyrir kl tíu í morgun. Þegar þessi mynd er tekin var búið að hífa tvo strandveiðiskammta frá borði ( 12-1300 kg)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2015 | 07:05
Kominn tími á smá blogg
Það hefur ekki verið svo mikil tími til að blogga því maður hefur verið upptekinn í öðru þ.e.a.s að róa. En það hefur gefið þokkalega á skak síðustu daga ekki neitt alvöru skakveður bara svona kaldi og veltingur en fiskurinn hefur bitið svo það hefur fengist í lestina þá róðra sem hefur gefið svo nú hefur þetta snúist dálítið við í síðustu viku hafði skakið yfirhöndina yfir netin þ.e.a.s segja ég fór fleiri skakróðra bara farið einn netaróður í þessari viku á síðasta sunnudag og þá vorum við með rúm tíu tonn.
Hér sjáum við eyjuna Skomvær en ég hef verið að róa suður af henni síðustu daga. Þessi eyja er ekki stór svona rétt fyrir vitavörðinn og fjölskyldu eina belju og 10 kindur. Reyndar voru fjóra fjölskyldur búsetar þarna til 1957 og voru með tvær beljur eitt naut kindur og hænur en vitinn er reistur 1887. Eftir 1957 voru bara vitaverðir þarna og unnu þeir á vöktum þrjá mánuði og fengu svo þrjá vikur í frí. 1978 var vitinn gerður sjálfvirkur og vitavarðastarfið lagt niður Skomvær var á sýnum tíma mjög mikilvæg veðurstöð en þaðan var veðrinu útvarpað á fjögurra tíma fresti. Og þegar maður skoðar veðurspána á yr.no skoðar maður alltaf veðurspána fyrir Skomvær
Og hér landar svo kallinn aflanum hjá John Greger AS.
Svo nú er það svo að núna vantar mig bara tvo til þrjá góða róðra þá er ég hálfnaður með kvótann. En hvort kvótinn náist allur er ekki gott segja hugsa að ég þurfi að skreppa aðeins heim í apríl þar sem þetta úthald er oðrið dálítið langt en ég er búinn að vera núna síðan 12 janúar en er það auðvita veðrið sem hefur spilað stærstu rulluna í lengdinni því það hefur verið mikið um brælur og landlegur vegna þess.
Í gær var ég á sjó í helvítis velting og rúlluðum við Jakob mikið held bara að við höfum ekki stoppað þessa 8 tíma sem við vorum úti en fiskurinn beit svona þokkalega ekki eins vel og í fyrradag, þetta er dálítið skrýtið það alveg kaklóðar þú ert kannski með 1000 tonn af þorski undir bátnum en hann bara tekur ekki svo allt´í einu ákveður hann að bíta og þá færð þú kannski tonn á 15 mínutum og þá er eins gott að vera með armana í góðu standi til að rífa af rúllunum. Yfirleitt bítur fiskurinn mjög vel á morgnana og ekki óalgengt að fá 600 til 900 kg fyrsta hálftímann sem stoppað er væri fínt að vera strandveiðimaður með strandveiðiskammtinn hérna.
Það koma reyndar svona augnablik hérna svona rétt á milli lægða en svona augnablik á sjónum fær mann til að gleyma öllum leiðinlegu dögunum með velting, snjóbyl og sjóroki en ætli þeir séu ekki mun fleiri.
Stærsti skakróðurinn fram að þessu var í fyrradag en þá var dagsaflinn rétt rúm 3 tonn.Þá var í öllum körum + blóðgunarkassanum en þvottakarið var tómt þar hefði verið hægt að koma 70 til 80 kg. Einnig var tómar stíurnar í lestinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2015 | 05:36
Bjartara yfir veðrinu ( og fiskerí)
Já veður hefur verið betra síðan óveðrið var í síðustu viku ekki alveg skakveður en hægt að vera á netum svo trillukarlinn hefur róið með Lars og félögum á Edvind Olai. Reyndar var farið á skak á laugardaginn síðasta og var dagsaflinn um tvöfaldur strandveiðiskammtur. Síðan var net á sunnudaginn, mánudaginn, þriðjudaginn og svo skak í gær og síðan kaldadrulla í dag.
Skakflotinn í gær allir með messan uppi og dólað upp í vindinn, nema auðvita Jakob hann lág á flatreki.
Fiskeríð hefur verið sérstakt á sunnudaginn fengum við 1,5 tonn í 150 net (ca 90 íslensk net) á mánudaginn voru í sömu trossur á 28 tonn var það langur dagur fyrir fjóra kalla en það gekk svo sem vel að greiða fiskinn úr en við þurftum að fara einu sinni að landa. Á þriðjudaginn var svo 2 tonn aftur.
Í gær fór ég á skak og nú beit fiskurinn þokkalega þannig að ég fékk í lestina svo þetta er farið að líta aðeins betur út nema að sjálfsögðu er bræla í dag ( fimmtudag) En veður spáin er ekki slæm fyrir næstu tvo daga.
Það hefur aðeins fækkað í skakflotanum hérna búið að fækka um ca 10 sem sennilega hafa gefist upp á veðrinu farið inn í Lofoten. Þessi var á sömu slóð og ég í gær og á honum róa saman hjón það er þó nokkuð um það að hjón séu saman á skaki hérna og kannski verður það einnig hjá okkur hjónum í ellinni þegar börnin verða flogin úr hreiðrinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2015 | 16:48
Aftur bræla.
Já það voru tveir dagar sæmilegir þriðjudagur og miðvikudagur síðan kom nýja bræla með VSV stormi og í nótt fékk sko áhöfnin á Jakob að finna fyrir því hann blés kröftuglega með tilheyrandi leiðindum fyrir trillukarl, belgir sprungu og á tímabili var mikið hopp og sláttur á Jakob og var verið alla nóttina setja út belgi og belgi til að hindra að báturinn lemdist ekki við kajann með tilheyrandi skemmmdum og leiðindum.
Þar sem við liggjum er alveg opið fyrir vestanáttinni svo ef það gerir svona veður eins og var í nótt er bara tóm leiðindi, hann spáir svipað áfram en meira sunnan sem er betra fyrir okkur. þá er meira skjól af eyjunni en ef hann er vestan stendur það beint inn höfnina Já það er ekki að ástæðulausu sem það er gott að þurrka fisk hérna á hólmanum því það er sjaldan logn.
Nóg af belgjum og búið að fjárfesta í fleirum en flotbryggjan hérna er dálítið asnaleg það er trékantur allann hringinn svo það er mjög erfitt að koma fríholtum eina leiðin er að koma belgjum fyrir neðan tréplankann annars bara rifna belgirnir verða loftlausir.
Á þriðjudaginn var ég á skaki og hafði rétt rúmlegann strandveiðiskammt eða rúm 800 kg. Var það algengt fiskerí en að sjálfsögðu voru nokkrir hærri eigum við segja að ég hafiu verið svona í fyrstu deild að berjast um umspil þ.e.a.s varðandi veiði. Á miðvikudaginn fór ég net á Edvind Olai og fengum við upp úr krafsinu um 4 tonn í fjórar trossur. Vorum við á innanverðu en á utanverðu var alveg mok og einnig Vestur frá upp í 8 tonn í trossu. Svo fiskurinn er kominn bara það verði veður til veiða hann. En það er bara búið að vera ein stór bræla frá miðjum janúar fram til nú. Hjallarnir hérna í Röst er nánast tómir svo vonandi fer þetta að koma fljótlega.
Hér sjáum við Íslandssmíði Erato 35 feta cleopatra hann er hér á skaki dólar upp í kaldann. Ég er alltaf að sjá það betur og betur að ég hefði átt að setja upp messansegl og stangir eins og norðmenn bara mikið afkastameira í kaldadrullu ræður alveg rekinu og sleppur að hafa bátinn flatrekandi allann daginn. Já held þetta sé bara mikið betra.
Þessir tveir skakbátar deila með mér flotbryggju en þeir hafa það aðeins betra en ég því þeir eru hlémegin við vestanvind. Þetta eru Selfa Speedsjark eins og nojarinn kallar þá en við myndum segja hraðfiskibátar fínir skakbátar. Ég myndi halda að flotur sómi 990 væri góður hérna svo þegar ég verð orðinn ríkur af þessu útgerðarbrölti kaupi ég mér nýjan Sóma 990 með beini skrúfu set á hann messan og hef snuðgír þá væri kominn flottur skakbátur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar