Færsluflokkur: Bloggar
23.7.2021 | 08:19
Styttist i sumarfrí og slipp
Núna er rétt rumlega ein vika eftir af júlímánuði. Þann 7 júli var síðasti banklínutúrinn hjá okkur en þá fór mannskapurinn í frí fyrir utan mig. Reyndar vorum við mestpartinn tveir í sumar rérum með 50 bala og náðum 2 til 3 róðrum í viku. Við vorum að róa langt út 70 til 85 mílur frá landi eða frá Makkaur sem er nesið að austanverðu í mynni Båtsfjord. Svo hver róður tók nánast tvo sólarhringa 44 til 46 tímar þar af voru 16 tímar í stím og svo á sumrin er nauðsynlegt að taka langa baujuvakt því þorskurinn er lengi að taka við sér best er að það komi smá ýsa fyrst og jabli á krókunum þá kemur þorskurinn og hlýrinn á eftir og taka línuna , þorskurinn er glaður í smá ýsu.
Mynd af olex plotternum þarna er farið styttast í fjörðinn.
Eins og áður sagði gekk þetta snurðulaust í sumar fegnum fínt veður og þokkalegt fiskerí 150 til 200 kg á balann en við notum 360 króka bala ( örugglega búin að minnast á það oft). Var aflinn að jafnaði 40 til 50% ýsa sem við vorum mjög ánægðir með því ferskfiskordningen er komin í gang sem leyfir okkur að hafa allt að 30% af þroski á viku sem ekki reiknast til kvóta reiknast það af öllum fiski svo ef við náum að blanda aflann með öðrum tegundum náum við að drýgja þorskkvótann þannig að nú þegar við tökum sumarfrí eigum við eftir 14 tonn af okkar kvóta og tæp 8 tonn af samfiskkvótanum frá Unni Samt er um við í dag búnir að veiða yfir 80 tonn af þorski en kvótinn okkar með samfiskkvótanum er 74 tonn.
Jakob klár til löndunar eftir banklínutúr en hérna er það kallap banklína þegar róið er út á fiskibankana frá landinu
Í öllum körum eftir velheppnaðann banklínutúr austur á hryggi milli Sölebanken og Tiddlybanken ca 80 mílur út í hafi,
Þannig eftir 7 júlí kom dóttir nr 3 Jóna Krista Jónsdóttir um borð og við byrjuðum að veiða ungdomskvótann sem hún hefur rétt á en hér í konungsríkinu hefur ungt fólk rétt á að veiða fyrir 50.000 norskar krónur frá 14 júni til og með 7 águst má nota öll veiðarfæri föst veiðarfæri þ.e.a.s línu,net,gildur og svo má vera með skakrúllur. Við settum vormlínu í hafið 2 bala en eingöngu er leyfilegt að vera með 300 króka samtals. Lögðum við 3 sinnum til að ná þessum afla fengum 1100 kg 1200 kg og svo 700 kg í síðasta skiptið Vorum við á hrygg hérna úti svo kallaður 12 milna hryggur og í suðurkantinum á honum var fínt fiskeri 400 til 600 kg á balann að fínum þorski. Þetta er þriðja árið sem hún Jóna nýtir ungdómskvótann og svo í ár kom hún uppeftir með kærasta sinn sem fiskaði sinn ungdomskvóta með Svani á Minibanken svo báðir fjölskyldubátarnir voru uppteknir fiska ungdomskvóta í júli þegar allir aðrir norðmenn taka fellesferie eða sameignarfrí eftir beini þýðingu.
Jóna Krista klár í slaginn
Þegar við Jóna klárðum ungdomskvótann byrjuðum við á botnlínu reyna veiða ýsu og bland, en veður hefur ekki verið um á sitt besta svo aðeins einn róður er í boks en hann gaf 4,7 tonn af bolfiski mest ýsu og 34 kg af kóngakrabba. Já nú meigum við veiða allt að 3% af kóngakrabba í ferð sem kemur sér mjög vel fyrir þar sem krabbinn er mjög mikill skaðvaldur fyrir okkur línusjómenn étur upp beituna og fiskinn.
Í ár er ævvintýralegt verð á krabbanum 340 kr fyrir kg sem myndi gera rétt rúmar 5000 kr íslenskar krónur á kg svo þeir sem búa hér austur frá og fá krabba sitja á góðri gull námu en kvótinn til fiskimanna í krabbanum er 2,1 tonn sem flestir taka á einni viku hérna. Skrýtið að við séum ekki löngu flutt í Båtsfjord varanlega en viå erum búsett í Nordland og höfum því ekki rétt á krabbakvóta hérna austur frá þó svo ég er ca 190 til 200 daga hér á ári að veiða bolfisk en svona eru nú reglunar.
Áhafnir á Jakob og Minibanken í sumar fyrir utan undirritaðann sem tók myndina.
Sólrún og Svanur eru á Minibanken og ég og Jóna á Jakob. Þetta er sjöunda sumarið okkar í Båtsfjord. Smá statikk unga fólkið hefur eytt 37% af öllum sumrum hér. Staðið í beitngu og verið á sjónum öll þessi sumur
Fyrir þessi 34 kg fegnum við næstum því 10.000 norskar krónur en það sem dróg niður verðið af þessum 34 kg voru 7 kg skadd krabbi sem vantaði á klær og fyrir hann fegnum við bara 150 kr norskar á hvert kg sem er nú kannski ekki svo slæmt miðað við keiluna en fyrir hana fáum við 5 kr
Já eins og fyrirsögnin segir styttist i slipp og svo sumarfrí hjá undirrituðum. Já í fyrstu vikunni ágúst er planið að hífa bátinn á þurrt hjá Barents skipservice skipta um skrúfu og öxull + venjulegt viðhald. Eftir það er planið fara heim og taka lítið sumarfrí sem fellst í því að skipta um þak á húsinu okkar í Reipå svo er planið að byrja aftur 15 september hér með haustvertíðina vonandi kemur þorskkvótinn til duga til jóla svo við náum að klára árið með stæll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2021 | 06:05
Grálúðan að baki
Þegar þetta er skrifað degi fyrir þjóðhátíðardag íslendinga, erum við búnir með kvótann í grálúðu reyndar komið tvær vikur siðan við kláruðum á morgun. Eftir að grálúðan kláraðist höfum við verið að róa með botnlínu austur undir grensu s.s að landhelgi rússanna.
Við þurftum 5 ferðir til taka grálúðukvótann en í ár tókum við kvótann í svo kallaðri bananaholu en fyrir utan holuna e hryggur sem er líkur banana í útlíti. Í ár beitum við loðnu sem veidd var við íslandsstrendur eigum við ekki segja hún hafi verið íslensk allavega með íslenskar rætur. Loðnan kom sér vel vegna þess að grálúðan hérna í ausutr finnmörku líkar loðna.
Lagasti túrinn með lúðu var 3,7 tonn og sá besti 7 tonn í þeim túr komust við í mál með kvótann og gott betur urðum við að skilja eftir 13 bala sem dróg Wikerøy fyrir okkur á þessa 13 bala fengu þeir 2 tonn af lúðu svo ef við hefðum dergið allt hefðum við endað með 9 tonn af lúðu. Grálúðukvótinn í ár hjá okkur var 20 tonn við fórum 2,4 tonn fram yfir kvótann, svo það varð inndraging eða sem sagt 2,4 tonn gerð upptæk af stjórnvöldum svo fáum við 20% af verðmætinu til baka.
Jakob á landleið með tæp 11 tonn síðasti túrinn á grálúðunni þetta árið
Að taka gráluðuna hérna norður frá hefur þann kost að þú færð mikinn meðafla í þorski, ýsu og hlýra að veiða hann í djúpköntunum fáum við aðeins grálúðu. Dýpið í holunni er um 200 fm og lítil straumur og leirbotn svo mjög gott að draga línu þar en á móti kemur er minna fiskeri á bala en í djúpköntunum
Eiginlega kjaft fullt kar af grálúðu
Já eftir grálúðuna höfum við verið að veiða þorsk og ýsu gengið alveg þokkalega, við erum að veiða kvótann sem tilheyrir Unni F-31-M sem Hjalti Sigurðsson skólabróðir minn á það er kallað að samfiska hérna. Á Jakob er einn 9-10 m kvóti á bátum sem hafa kvota undir 11m er eingöngu heimild að hafa einn kvóta síðan í til legg er heimild að samfiska einn kvóta og það er það sem við erum gera núna. Bátar sem hafa kvóta yfir 11m meiga hinsvegar eiga allt að 5 kvóta.
Eigum við eftir ca 22 tonn af kvótanum sem tilheyrir Unni svo eigum við 15 tonn eftir á Jakob. Samt er skrýtin staða hérna að þorskveiðarnar hjá minni bátum hafa gengið illa þetta árið bæði vont tíð og svo koma fiskurinn ekki til Lofoten í ár svo það stefnir í fríar veiðar í þorski hjá minna flotanum í haust.
Nú fer styttast í árlegt þrælahald hjá fjölskyldinnu hérna en hvert sumar síðustu 7 sumur hefur fjölskyldan komið og tekið þátt í rekstrinum á sjó og í landi hefur yngsta dóttirn meiri segja kallað sig beitingarþræll hjá pabba. Í sumar verður reksturinn léttari nú liggur fyrir að fiska á Minibanken og taka ungdomskvoten fyrir dótturina en hér fær ungst fólk möguleika til prufa sig á sjónum og fær veiða,landa og selja afla fyrir 50.000 norskar krónur. Jóna Krista gerði þetta með stæl í fyrra sumar fékk lánað bátinn hjá bróður sínum eða leigði hann með áhöfn. Mér er ekki kunnugt um leiguskilmálana milli systkinanna hyerðu þó að þau voru eitthvað diskutera hver ætti að borga olíuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2021 | 13:04
Blogg apríl Maí
Mars var ekkert betri veðurfarslega en feb. Við gerðum 4 róðra í mars, við ætluðum að róa til 20 mars, en veður hamlaði því. Þess vegna settum við stefnuna heim á leið til Reipå fótboltafiskurinn var næst á dagskrá.
Heim til Reipå komum við Í lok mars og netin tekin um borð en að sjálfsögðu kom páskahret með alvöru sunnan brælu og ölduhæð svo við urðum að bara taka því með ró. Við settum svo netin eftir páska.
Í skömmu máli varð þessi gráslembuvertíð fíaskó lítið var að slembu og mikið af henni var hryngt þ.e.a.s búin að hrygna. Við fengum þó nokkrar á hjallinn og svo gátum við kveikt upp í reykkofanum fyrir rauðmagann.
Við reyndum við ýsu einnig en á vorin gengur ýsa hér inn til að hrygna og þá er oft góð netaveiði en í ár urðum við ekki varir við ýsu að neinu ráði svo ekki urðu þessar vertíðir til fjárs. Við fengum þó ýsu á hjallinn og svo gerði þessu fínu norðanátt með kulda svo við fegnum fínann þurrk á ýsuna svo við erum velbyrg með góðgæti.
Ekki bara varð léleg veiði heldur hrundið verðið niður úr öllu. Í fyrra fengum við kr. 17.000. norskar ( 238.000 kr íslenskar) fyrir saltaða tunnu. Í ár byrjuðu þeir í Svíþjóð að bjóða mér kr. 8.200 norskar svo bara féll verðið bara og féll vegna mikllar veiði á Eldfjallaeyjunni og mikils framboðs af ódýrum hrognum þaðan þegar við hættum var verðið komið niður fyrir kr 6000 íslenskar.
Góðgæti af hjallinum
Við drógum sem sagt upp settum rennuna og spilið aftur um borð og gerðum klárt til línuveiða svo sigldi svo Svanur Jakob upp í Båtsfjord, ég gerðist bara sófaútgerðarmaðurinn á meðan. Var þetta fyrsta ferðin sem Svanur var skipstjóri þessa leið en hann hefur margoft sigld hana held hann hafi farið sýna fyrstu ferð Reipå til Bátsfjord 10 ára gamall á fyrsta Jakob og síðan þá farið margar ferður upp og niður. Ferðin hjá honum og Pitor gekk mjög vel voru þeir rétt rúma tvo sólarhringa upp eftir.
Nú tekur við reyna við grálúðu og þorsk en við höfum komist yfir auka þorskkvóta og svo kemur ferskfiskordingen frá og með 18 maí með 20% þorskbónus og svo í byrjun júlí verður það aukið til 30%.
Ég er enn heima en strákarnir hafa verið að róa Minibanken núna undanfarið, en við setjum stefnuna svo til hafs á Jakob á laugardaginn.
Við erum búin að flytja fyrirtækið til Reipå þar sem við búum og höfum við fengið nýtt fiskinr á bátinn við vorum með N-5-G nýja númerið verður N-15-ME
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2021 | 14:01
Kominn mars og enn bræla
Já mars heilsaði okkur með brælu fyrst frá vestri svo Norðvestur og endaði í hreinni norðanátt. Við erum verða frekar pirraðir á þessari brælutíð.
Við vorum stoppaðir af eins og ég greindi frá í síðasta bloggi og þegar við máttum fara á sjóinn var komin bræla með nístingskulda svo það var bara halda sér innandyra og telja oft upp á tíu. Við fengum sem sagt stopp í rúma viku og við náðum að loka mánuðinum með tveimur róðrum þann 26. feb og 27 feb en þá skutumst við út milli lægða.
Við fiskuðum 54 tonn í febrúar í 7 róðrum svona miðað við aðstæður verðum við bara vera sáttir en því miður fyrir okkur hefið fiskverðið bara fallið og fallið og fengum við nú á mánudaginn 16 norskar krónur pr kg fyrir þorskinn hefur lækkað um 6 krónur frá því í janúar og 8 krónur miðað við sama tíma fyrir ári síðan, fiskkaupendur segja þetta sé allt covid að kenna. Ég var taka saman meðalverðið á milli ára í fyrra vorum við með meðalverð upp á 16,58 kr á hvert landað kg í janúar og feb annað er heldur betur upp á teningnum í ár meðalverð hjá okkur núna er 12,5 kr sem sagt 4 krónur niður á einu ári reiknað yfir í íslenskar krónur er þetta verðfall upp á 60 krónur. Ég er löngu hættur að hugsa í íslenskum krónum enda enginn tilgangur með því lengur mína tekjur og gjöld eru öll í norskum krónum og hafa verið lengi.
Þeir bátar sem við miðum okkur mest við hérna í Båtsfjord eru Myreng Fisk og Frøya svo eru stærri bátar eins og Martin Wikerøy og Ingvaldsson, Myreng Fisk fiskaði 57 tonn í feb og Frøya fiskaåi 69 tonn svo vorum við með 54 tonn. Svo við vorum í þriðja sæti af þremur Svo eru fleiri bátar í okkar stærð sem voru fyrir neðan okkur eins og Sundsbuen, Solheim, Bjørkåsbuen, Vassana, Sunna Dis og Kristina K.
Við verðum að vona að mars verði okkur hliðhollari veðurfarslega en ég veit eftir reynslu að veiðin verður lakari í mars komin loðna og þá fer fiskurinn að fúlsa við beitunni, var planið að vera að svo lengi við fáum ýsu, svo er planið að fara á grásleppuna og prufa með net eftir löngu og ufsa í april og svo upp eftir aftur eftir 18 maí á línuna.
Ánægðir með gæðin á fiskinum við löndum en hér er þorskurinn -0,2 gráður við löndun
Og ýsan -0,3 gráður en mjög mikilvægt er að kæla fiskinn hratt niður og ef við náum að halda honum við núll gráðurnar eykst ferskleikinn um marga daga. Ýsa er einnig frekar viðkæmur fiskur viðkvæmur fiskur þegar kemur að losi á holdi
Annað markvert sem gerðist í Feb er að við hjónin keyptum út SNU ( Sjofossen Næringsutvikling) í Jakobsen Fisk AS, en SNU átti 49% í fyrirtækinu. SNU er fjárfestingarfélag í eigu sveitafélagsins þar sem fyrirtækið er skráð. Síðasta ár hefur verið mjög stormasamt í fyrirtækinu og eigeindur ekki sammála um hvað eiginlega var og er best fyrir Jakobsen Fisk AS og það verður bara segjast eins og er að SNU hefur ekki verið samvinnuþýtt ekki viljað taka þátt í tapinu og tjóninu sem fyrirtækið varð fyrir vegna allar gallanna sem voru vegna smíði Jakobs. Svo þetta varð lendingin við keyptum SNU út fyrir alltaf háa summu svona er þetta stundum en það er alveg á hreinu ég er enginn Hábeinn úr Andrés Andarblöðunum.
Þó að ég sé enginn Hábeinn er bjart framundan og ekkert annað en að anda með nefinu og horfa fram á veginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2021 | 13:19
Í Febrúar er enn vetur
Febrúar byrjaði eins og Janúar endaði austanátt og norðaustanátt greinilega en vetur, svo það var lítið um róðra framan af. Við náðum okkur í tvo róðra fyrstu vikuna svo var aftur bræla en svo komust við á sjóinn 11 feb og náðum í 3 róðra og þá voru við stoppaðir af fiskverkunin kjaftfull af fiski og vantaði flutningarbíla til að flytja fiskinn og verðið hrapaði hratt niður. Svo við misstum tvo róðra vegna þess.
Þegar hann lægði í síðustu viku þá hafði fiskeríð tekið sig upp loðnurak komið á miðin og þá fer þorskurinn á flak og ýsan kemur og fer að taka krókana grimmt svo síðustu róðra hefur verið 200-350 kg á balann hjá flotanum mest stór og flott ýsa, þetta hefur valdið fyrrgreindu kaos í landi og nú er stopp fram á mánudaginn 22. Feb og þá spáir hann bara drullu brælu svo lífið er ekker einfalt í dag frekar en aðra daga hver sagði þetta ætti að vera auðvelt enginn en þetta er alltaf jafn skemmtilegt að fiska vel og koma með fullann bát að landi það gefur þessu striti meiningu.
Á myndinni er Jakob með 12,3 tonn
Við náðum okkur í 3 góða róðra núna eins og áður sagði fengum okkur tæp 30 tonn í þessum þremur róður á 40 bala besti róðurinn 12,3 tonn síðan 9,5 og svo kom búmm túrinn í gær 7,8 tonn en kallinn veðjaði á rangann hest í gær eða lagði helminginn af línunni á vitlausa stað vitlaust dýpi.
Við erum bara nokkuð ánægðir með þennan árangur ýsan var -0,1 gráða við löndun
Þorskurinn var 0,1 gráða.
Það eru komnir 5 róðrar í feb og komið 41 tonn en það neikvæða er verðið nú hefur þorskur fallið hjá okkur frá 22 kr niður í 17,31 síðan í byrjun janúar og ýsuverðið fallið frá 13,5 til 10 kr á milli ára. Svo það eru miklir peningar fyrir skuldsetta útgerð með nýjan bát sem nánast hefur þurft að endursmíða. Það þýðir ekkert að leggja árar í bát þó á móti blási, eins og einhver sagði þetta græjast allt saman á lögninni.
Löndun í gær Borgarplastkörin standa sig vel og kæla aflann vel niður
Við höfum svo inn á milli verið að endurnýja innréttingar í lúkar en þær voru meira og minna ónýtar eftir sjóinn sem fékk að leika lausum hala þar vegna þess við höfðum leka inn í bátinn með bryggjulista sem og við fundum 2-3 göt sem áttu alls ekki að vera svo virðist með góðra vina hjálp að við séum búnir að komast fyrir lekann og uppbygging nr 3 getur hafist.
gömlu innréttingarnar farnar og komnar á haugana svo þetta lítur dálítið fokheld út núna
Báturinn er að verða mjög góður og flottur enda búið að henda slatta tímum og peningum í bátinn til að gera hann góðann. Maður lærir af vitleysunni og ef ég einhvern tímann skal láta byggja nýjann bát aftur verður ekki farin svona styttri fjallabaksleið sem lýtur út fyrir vera jafngreiðfær og beina brautin, þegar upp var staðið var hún full af óvæntum brekkum og holum sem gerði styttri leiðina mikið lengri og erfiðari en upphaflega stóð til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2021 | 17:34
Javel !
2021 byrjaði svo vel hjá okkur strákunum, en einhvern veginn samt gufaði janúar bara upp. Áhöfnin kom til Noregs frá Póllandi þann 11 janúar og auðvita var annar þeirra jákvæður með covid og var settur í 12 daga einangrun hinn greindist neikvæður en mátti fara í 10 daga sóttkví frá því hann fékk neikvæða sýni nr tvo hér í Båtsfjord þann 13 janúar, Þeir voru lausir nú 24 janúar og þá komu veðurguðinir með austan átt sem er blásið síðan og blæs enn.
Það er búið nú í rúma viku, lægð sem er úti Noregshafi hefur nánst verið kjurr og blásið austan hérna hjá okkur svo norðanátt yfir Ísland svona er staðan og eftir veðurkortinu verður þetta ástand fram á sunnudaginn
Við feðgar fórum einn róður á Jakob áður en austanáttin kom fyrir alvöru með 35 bala og fengum 8,3 tonn sem er einni aflinn sem er kominn á land í janúar. Já sjómennskan já sjómennskan er ekkert grín.
Svanur hefur verið að prufa sig aðeins með Minibanken en eru fáir dagar verið til að vera á trillunni eða sjarken eins og nojarinn kallar trilluna. Komnir eru tveir róðrar á Minibanken í janúar.
Nú er bara vona að febrúar verið okkur hliðhollari þ.e.a.s veðurguðirnir strákarnir eru lausir úr sóttkví og sprækir að byrja róa og reyna þéna einhverja peninga. Ekki veitir af eins og maðurinn sagði.
En mjög sennilega munum við fá mikið minna fyrir fiskinn í ár en 2020 svo annar í covid ætlar ekki að vera okkurhliðhollur , fiskverð hefur lækkað mikið hérna síðustu vikurnar og þegar vertíðin fer að tikka inn fyrir fullt um mánaðarmótin feb/mars í Lofoten er ég hræddur um við fáum verð fyrir fiskinn sem við höfum ekki séð í langann tíma en lítið gera við því nema bíta í skjaldarendur og puðast áfram því það er nokkuð ljóst maður þénar ekkert upp á landi eða við bryggju því það hef ég prufað mikið síðustu misserin.
Nógur snjór er hjá okkur eins og þessi mynd ad Svani og Bensanum sýna þó hún se hálfpartinn á hvolfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2021 | 13:42
Nýtt ár nýjir möguleikar
Eftir kærkomið jólafrí þar sem meðal annars var spilað Útvegsspilið þar sem gamlir taktar voru rifjaðir upp, settum við stefnuna norður eftir þann 3 janúar ekki var siglt heldur var brunað eftir E6 á Bensanum keyrður reyndar suður á honum einnig fyrir jól. Þetta var bara rétt rúmlega 1200 km rúntur hvorra leið heldur styttra en hjá Benna Magg hann hefur 2000 km sem hann rúllar á milli.
Við vorum komnir á mánudagskvöldið 04/01 eftir hafa stoppað í Storslett i Norður Troms yfir nóttina borðum hádegisverð í Karasjok á samsískum veitingarstað samt bauð hann bara upp á norskann skyndibitamat og lapkaus sem kannski samískskur réttur.
Strax þegar upp eftir var komið var byrjað á því að skipta um ljósavél í Jakob gamla Nanni vélin sem átti nú ekki vera svo gömul tekin út og ný Nanni sett í staðinn, reyndar aðeins stærri og alveg ný.
Nýja ljósavélin 9,6kw og framleidd sama ár og hún er keypt á ekki eins og með þá gömlu sem var keypt sem ný í 2019 en var framleidd árið 2011.
Svanur Þór kom með mér upp eftir og var planið að prufa einnig Minibanken á miðvikudaginn settum við vormlínu hérna í kantinn. En veður hefur verið vont svo við höfum ekki ennþá getað farið og dregið.
Jakob verður klár á morgun úr ljósavélaskiptum, þá getum við byrjað árið 2021 á honum, áhöfnin kemur svo þann 13 janúar til Båtsfjord þeir þurfa svo að fara í 7 daga sóttkví ef þeir eru neikvæðir annars 10 daga. Þeir koma frá Póllandi þar sem covid er víst mjög mikið krasserandi , en þeir höfðu skýr skilaboð frá útgerðinni og mér að halda sig heima og ekki vera á einu djammi svo er bara sjá hvort þeir hafa gert það.
Vélin komin á sinn stað og á helgina höfum við notað til plasta luguna aftur yfir og gera klárt til næstu sjóferðar.
En það eru blikur á lofti í sölu á fiski svo það geti verið að 2021 verði erfitt allavega í byrjun. Ferskfisk markaðurinn er veikur og þolir ekki mikið magn og í ofan álag er víst miklir birgðir af saltfiski og Ítalíuskreið óselt og vertíð handan við hornið, svo nú er byrjað tala um verðfall og jafnvel að margir munu ekki geta keypt fisk í vetur. Við verðum að vona það besta.
Verkunin sem við löndum hjá Båtsfjordbruket er meira hefðbundið frystihús svo þeir geta fyrst og sent ferskt svo eiga eigendurnir einnig stóra fiskubolluverksmiðju í Lofoten og þangað fer frá þeim ca 12-15 tonn af ýsuflökum á viku. Svo þeir eru ekki alveg eins svartmálaðir og flestir sem eru skrifa sjávarútvegsblöðin þessa dagana.
En við lítum bjartir á árið og var planið að gera betur 2020.Kvótinn hefur farið upp nú erum við með ca 44 tonn af þorski 360 tonn af ýsu og 190 tonn af ufsa svo verður sennilega ýsan frjáls þegar líður á árið eins og í 2020 en ýsukvótinn er mjög stór og hefur ekki náðst undanfarin ár.
Ferskfiskordningen byrjar svo 18 maí með 20% bónus í þorsk iá vikubasis en ferskfiskordningen er mjög mikilvæg fyrir okkur ef hún væri ekki til staðar væri erfitt að gera Jakob út á ársgrundvelli. Í fyrra náðum við að tvöfalda þorskkvótann okkar í gegnum ferskfiskordningen en þá höfðum við 36 tonn af þorski í kvóta en fiskuðum rétt yfir 70 tonn.
Þegar við tökum með í reikinginn hvað við vorum mikið frá veiðum vegna endurbóta á bátnum erum við bara nokkuð sáttir við niðurstöðuna við náðum rekstrinum loksins réttum megin við núllið og yfirdrátturinn á reikningum var bara horfinn núna um áramótin, þetta var sérstaklega ánægjulegt eftir mjög þungt ár 2019 þegar var bullandi tap á rekstrinum og hlutaféið nánast farið og við hjónin máttum inn með stórann hluta af okkar sparifé inn í reksturinn í byrjun 2020.
En sem betur fer 2019 búið og 2020 svo er bara horfa fram veginn og vera bjartsýnn, svartsýni og alltaf vera horfa í baksýnisspegillinn er skilar bara engu. Jakob og áhöfn er klár í vetrarvertíðina 2021, 7-9-13 . Jakob búinn að fá nýja glugga, nýja ljósavél og aðrar beturbætur.
Við byrjum sem sagt með hækkandi sól og fullir af bjartsýni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2020 | 10:26
Komið jólafrí
Haustið bjargaðist fyrir horn ef svo má segja. Þegar við komum upp eftir eftir langaaannn slipptúr var aðeins eftir 3 vikur af freskfiskordingen ( ferskfisktiltakinu sem leyfir okkur að hafa 30% af þorski af heildarafla í hverri veiðiferð reiknuð á vikubasis án þess það dregst af kvóta) En ferskfiskordingen er mjög mikilvæg fyrir okkur þar sem við höfum bara ein 9-10 m þorskkvóta. Í ár var þessi kvóti hjá okkur 37 tonn hafa óslægðum þorski.
Síðan gerðist það að bóksalinn ( sjávarútvegsráðherrann) lengdi ferskfiskordingen til 21 desember og það bjargaði okkur alveg nokkuð viss um að hann hafi hugsað til okkar.
Við fórum 8 róðra frá 15 nóvember til 15 desember og fiskuðum í þessum róðrum 70 tonn, ég er hættur að róa í drullubrælum hugsa það sé aldurinn svo við höfðum tvisvar sinnum viku landlegu þegar spáin var yfir 18 m á sek alla daga. Við róum með 50 bala í ferð en í einni ferð af þessum 8 fórum við með 35 bala skutumst út á milli lægða. Við höfum 360 króka í balanum þannig í hverri ferð erum við að róa með 18.000 króka. 138.600 króka settum við í Dumbshafið þetta haustið. Reiknað í bala erum við með 181 kg á hvern bala eða 0,50 kg á hvern krók sem við settum í hafið.
Sem sagt haustvertíðin bjargaðist fyrir horn en hefði að sjálfsögðu verið betri ef við hefðum fengið október með okkur og allann nóvember.
Jakob með 10,3 tonn stærsti róðurinn í haust kom í síðasta
Báturinn virðist farinn virka eins og hann á gera 7-9-13. Allt er eðlilegt nema svona smá púsk hér og þar eins og tildæmis fengum sjó inn í stýrishúsið síðast með þungann bát fundum við þá gat frá dekkinu inn í stýrishúsið þar sem menn hafa bara gleymd að plasta.
Nú höfum við tekið jólafrí við náðum að fiska fyrir 4,5 millur norskar á einn 9-10 m þorskvóta við vorum á veiðum í 5 mánuði ca 4 ½ mánuð fóru að gera við bátinn og 3 mánuðir vorum við við í fríi en planið er að hafa 9 mánuði ca bátinn í drift árið 2021 vonum að það takist að þessum slippferðum sé lokið í bili. Í gegnum ferksfiskordingen náðum við að tvöfalda þorskkvótann hjá okkur þannig að 37 tonn urðu 76 tonn af þorski í ár heildaraflinn hjá okkur er ca 300 tonn. Mikið af aflanum er ýsa sem er ekkert sérstaklega vel borguð hérna en í haust höfum við fengið 10 kr norskar fyrir kg af ýsu.
Blái tíminn hérna er mjöf fallegur nánast orðið bjart og þá fer að dimma aftur oft hægt að ná fallegum myndum
Ég óska ykkur gleðilegra Jól og farsældar á nýju ári takk fyrir gamla árið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2020 | 10:11
Lausir úr slipp
Ja hérna þessu áttum við ekki von á að losna svo fljótlega úr slipphöllinni hjá Nordmek strákunum. Þeir áttu engann þátt í þessari seinkun en afhendingin á gluggunum tafðist og tafðist, þegar þeir voru pantaðir um miðjan júlí tjáði Ertec gluggaframleiðandinn okkur ekki væri hægt að byrja á þeim fyrr en eftir sumarfrí í verksmiðjunni um miðjan ágúst og glugganir yrðu tilbúnir eftir miðjan september en því miður fyrir okkur varð reyndin önnur gluggarnir voru ekki tilbúnir fyrr en 28.okt sem sagt meira en mánuði seinna en Ertec var búinn lofa okkur.
Klárir til sigla
En eftir að við vorum settir niður 10 nóvember tókum við strikiö beint upp til Båtsfjord fengum við gott veður á siglingunni sem tók okkur 48 klukkustundir. Balarnnir biðu á bryggjunni þegar við komum og þegar var búið að taka um borð og gera sjóklárt var haldið að á stað í róður þann fyrsta síðan miðjan Ágúst
Svona heilsaði Nordkinn okkur þegar við kryssuðum framhjá
Veiðin gekk vel en veður hefði mátt vera betra, á landleiðinni fengum við sjó inn í stýrishúsið ekki með nýju gluggunum heldur með kapalröri sem ekki var plastað nógu vel allann hringinn og sjórinn rann bara inn það var mjög slæmt veður á landleiðinni og mikill gussugangur og Jakob þunglestaður með fisk.
Jakob við bryggju eftir fyrstu ferðina haustið 2020. Þarna eru 9,2 tonn í bátnum ber þetta bara nokkuð vel.
Sjórinn sem rann inn í stýrishúsið rann að sjálfsögðu í einn omformer sem brann yfir og við það misstum við innra net fyrir sjálfstýringuna og hún varð óvirk. Nú er allt komið í lag 7-9-13 og við búnir þétta rörið svo nú ætti stýrishúsið ver þétt.
Viðgerðar teamið að störfum gott geta hringt í vin sem kemur og hjálpar til Þarna erum við búnir að opna inn að rörinu.
Ég verð að segja að ég er orðinn mjög þreyttur á svona slóðsháttar vinnubrögðum. Og farið vera mjög lítið á tanknum varðandi þau.
En við horfum fram á veginn enn og aftur og vonum eftir góðu veðri og fínu fiskerí til jóla svo maður fari nú ekki í jólaköttinn þetta árið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2020 | 19:25
Á morgun kemur nýr dagur
og Jakob enn í slipp Nordmek, má segja um stórklössun sé að ræða á nýja bátnum okkar.
Komið hefur í ljós mjög döpur vinnubrögð á mörgu varðandi bátinn og höfum verið á fullu að laga það núna. Í sumar ákvað ég og fjölskylda hætta að horfa aftur veginn, varðandi smíðina á bátnum og allt sem fylgir henni og náðu samkomulagi um bætur við Skipasmíðastöðina, en því miður klórar og rispar það sem ég og co höfðum ákveðið að leggja bak okkur ennþá og heldur fyrir manni vöku. Það jákvæða er að núna er verið að laga léleg vinnubrögð sem viðhöfð voru við smíðana á bátnum og framundan ættu að vera betri tímar í væntum 7-9-13.
Í þessari lotu á viðgerðum á bátnum var meiningin að skipta út öllum gluggum og komast fyrir þrálátann leka í lúgar bátsins, en ýmislegt fleira hefur því miður komið ljós sem hefur leitt til þess að sú hugsun hefur skotið upp kollinum að ég og mín áhöfn höfum bara verið ljónheppin fram að þessu að lenda ekki í algjöru stór hafaríi eða því verra s.s. algjörum skipsskaða, við höfum svo sem auðvita lent í ýmsu á þessu rúma ári sem við höfum átt bátinn s.s dregnir í land með brotinn gír sem betur fer í logni o.s.f.v. sem hefur verið skrifað um af mér áður, nú er ég farinn að líta of mikið aftur veginn.
Í Nordmek er sem sagt búið að fjarlægja bryggjulista vegna grunns um leka inn í lúkar og stýrishús kom þá í ljós að stjórnborðsmegin hafði yfirbyggingin verið hreint og beint fúskuð saman og svo draslinu lokað með sparsli. Einnig kom í ljós að ekkert límkitti var notað til að þétta listann móti skrokknum svo Barentshafið átti greiða leið inn í bátinn. Þegar farið var að skoða lensportinn á bátnum kom í ljós að dekkið já sjálft dekkið á bátnum var á mörgum stöðum ekki plastað við skrokkinn heldur höfðu menn notað sennilega poylester sparsl til binda það saman og að sama skapi átti sjórinn í Barentshafinu greiða leið beint niður með lensiportunum niður í vél tildæmis.
Þegar báturinn var háþrýstiþveginn kom í ljós að hliðartskrúfutunnelen eða rörið fyrir hliðarskrúfuna hafði verið plastað beint á skrokkinn beint úr mótinu án þess að pússa, undiritaður gat rifið plöstunina af með höndunum og alls ekki langt í að báturinn hefði farið að mígleka vegna þess fúsks bara ótrúlegt það hafði ekki skeð.
Svo skulum við tala um gluggana sem var aðal ástæðan við komum til Nordmek þegar þeir voru rifnir úr kom í ljós að þeir pössuðu engann veginn voru alltof lítið bognir. Vantaði milli 1-2 cm að framgluggarnir pössuðu og var þeim bara þvingað í hvernig sem þeir fóru að því veit ég ekki en gluggarnir hafa verið lekir síðan við fengum bátinn og hefur verið límkítti verið notað óspart til reyna halda þeim þéttum. Þetta er allt mjög alvarlegt og sjokkerandi fyrir okkur að komast að vinnubrögðin í kringum gluggana á bara alls ekki þekkjast í þessum bransa, sett ég stórt spurningarmerki við þessi svona vinnubrögð er bara svindl sem ætti að kæra til yfirvalda.
Sést kannski vel hér hvernig var reynt að koma í veg fyrir lekann með síkaflex eða wurth límkitti og svo hvernig glugginn passar bara engann veginn i bátinn þegar við vorum búnir að losa hann
Svo er það blessuð ljósavélin sem mér varð á að kaupa sem nýja en síðan kom í ljós er síðan 2011 reyndar ókeyrð okkur var sem sagt seld ljósavél ný úr kassanum sem hafði verið á lager síðan 2011 og söluaðilinn hefur síðan hún stoppaði 1 mars reynt að sannfæra mig að þetta eru eðlileg viðskipti og sennilega allt mér að kenna, hún gekk í ca 150 klukkutíma og hún er enn stopp í dag 28. september 2020. Umboðsaðillinn í Noregi getur ekkert gert fyrir mig þar sem vélarframleiðandinn segir að þessi vél sé löngu dottin úr ábyrgð. Ég hef farið fram á að fá nýja vél eða skila þessari vél og fá hana endurgreidda en söluaðilinn á Íslandi svarar því ekki.
Það hrundi olíuverkið við vélina vegna þess að það brotnaði gormur í verkinu. En sem sagt nú er verið að laga alla þessa hluti og kannski loksins fáum við nýjan bát góðu ári eftir að hann var afhentur. En þetta er fimmta sinn sem við förum með bátinn í slipp síðan við fengum hann afhendann. Og því miður þrátt fyrir við ætluðum byrja horfa fram veginn urðum við að taka u-beygju og fara tilbaka og fylla upp í holurnar áður en við getum haldið áfram veginn. Maður hefur oft hugsað í öllu þessi ferli allskonar heilræði eins og lærir meðan maður lifir. Ekki er ein báran stök. Brött ætlar brekkan að vera o.s.f.v.
Sem betur fer hefur tekist vel að fiska á bátinn þegar við höfum haldið til sjávar og árið 2020 hefur verið frekar gott þrátt fyrir allt og loksins síðan við fengum bátinn náðum við að sýna jákvæða niðurstöðu fyrstu 6 mánuði og aftur nú við 8 mán uppgjör, sem var ákveðinn léttir eftir blóðrauðar tölur fyrir árið 2019, sem við eiginlega komust bara í gegnum fyrir skilningsríkann bankastjóra sem hefur haft trú á okkur þrátt fyrir allt.
Margir vinir mínir hafa spurt mig hvernig ég hef komist í gegnum þetta allt saman andlega, ég get alveg sagt það þetta hefur sko tekið sinn toll andlega og langþreytandi og hugsið bara alla þá orku sem ég og co höfum þurft að nota sem hægt hefði verið að í annað svo sem veiðar eða bara slá garðinn heima svo dæmi séu tekið. Það tekur nefnilega á að vera alltaf í brattri brekku og og ná aldrei upp á toppinn eða vera stanslaust í brælu ná aldrei að sigla lygnann sjó.
Það þýðir svo sem ekkert að gefast upp við ætlum allavega reyna við brekkuna áfram og við erum sannfærð um að þegar báturinn verður sjósettur hjá Nordmek vonandi eftir ca 10 daga munum við byrja að mjakast hægt og rólega upp og hættum að þurfa líta aftur fyrir okkur og u-beyjgur verða bara ekki í myndinni.
Vill svo taka það fram að báturinn var byggður á tveimur stöðum þ.e.a.s fyrst var skrokkurinn steyptur og gerður fokheldur á Akranesi Skaginn hf eða Þorgeir og Ellert hf eða hvað þetta batterí heitir eða hét má auvita setja spurningarmerki hvað á að kalla allt þetta fúsk og svo var hann seldur til Stykkishólms og við kaupum hann svo í framhaldinu þegar smíðin var lokið.
Endum þetta með þessum orðum Ég er eins og ég er
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar