Færsluflokkur: Bloggar
31.8.2012 | 18:28
Bjartsýni var það.
Já snurvoða útgerðin í ágúst varð ekki til að hrópa húrra fyrir því miður. Útgjöld vegna kvótaleigu urðu 2,1 miljón og Aflaverðmætið varð 2,5 miljónir. Sem sagt Nettóaflaverðmæti varð 400 þúsund, svo ekki varð nú mikill gróðinn en svona er þetta. En það þýðir ekkert svartsýnisböl bara gengur betur næst en ég held að ég sé endanlega búinn að sætta mig við það að gera út á leigukvóta er meira en vonlaust.
Svo Andri er kominn í stæðið sitt og verður að bíða eftir rækjunni ef hún verður leyfð á annað borð en Dröfn RE-35 kemur að rannsaka fyrir okkur stofninn 4. okt.
En ekki er allt vonlaust á Bíldudal nógur lax er í firðinum og fer Tungufell BA reglulega að ná í skammtinn og þarf ekki að hafa mikið fyrir því .

Tungufell að koma með laxinn svo nú er bara sungið á Bíldudal " lax lax og aftur lax".

Laxalöndun á Bíldudal.

Svo í lokin á þessari færslu sjáum við bát sem má muna sinn fífill fegri. En þennan bát keypti Pabbi minn ásamt Jörundi Bjarnasyni og Pétri Elíassyni 1978 þá eins árs ég man alltaf hvað mér þótti þetta mikill bátur á þeim tíma og í honum var káeta meiri segja.

Þeir félagar stofnuðu hlutafélagið Pétursvör hf og fékk báturinn nafnið Hringur BA-165 en eins pabbi sagði sjálfur eftirfarandi um útgerðarsögu þeirra félaga:
Hann var keyptur frá Bolungarvík og fékk nafnið Hringur BA-165. Um þenna bát stofnuðum við félagið Pétursvör hf. Skipstjóri var Pétur Þór og var ætlunin að gera bátinn út á rækjuveiðar í Arnarfirði og stunda eitthvað línuveiðar auk handfæraveiða á sumrin. Því miður veiktist Pétur alvarlega stuttu eftir að við fengum bátinn og dó nokkru síðan langt um aldur fram. Við Jörundur vorum svo að basla við þetta um tíma en seldum bátinn síðan til Skagastrandar.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2012 | 21:56
Snurvoð á Andra BA-101.









Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2012 | 19:34
Krabbagildra !






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2012 | 19:40
Ísland Ísland
Kominn á klakann, eftir velheppnaða vinnu og skemmtiferð til Noregs.
Búinn að gangsetja Andra BA-101 og keyra smá í springinn og láta spilin snúast og láta sig dreyma að nú sé bara byrja að róa en fljótlega fer maður niður á jörðina þegar maður fer að reikna hvað kostar að leiga sér kvóta og byrja fiska. Þá veit maður að ekkert er í stöðunni nema drepa á vélunum og bara leyfa Andranum að liggja við kajann eins og hann hefur gert síðan í Febrúar..
Sú franska í gangi eins og það sé smá ventlabang á cyl 1. kannski vélakallar og vélstjórar geti gefið sitt álit
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2012 | 05:16
Noregsferð að ljúka.









Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2012 | 20:57
Vinnan heldur áfram.





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2012 | 16:55
Gott veður í dag og hátíð í bæ
Já nú er bara gott veður í Noregi eftir marga rigningardaga og rok. Kannski eins gott að veðurguðinn ákvað þetta því bæjarhátíðin Sommerdager í Meloy byrjaði í dag. Við íslendingarnir létum okkur auðvita ekki vanta.
Annars hefur vinnan gengið ágætlega í vikunni, búið að setja upp nýtt stjórnkerfi fyrir til að stjórna bátnum bæði upp í brú og í lúgunni. Svo nú er Öyfisk bara tilbúinn til að fara í slipp. Einnig hefur verið unnið í Polar Atlantic þar þurfti að skipta um hljóðkút fyrir aðra ljósavélina. Gekk þetta frekar erfiðlega en tókst fyrir rest og held ég að Vestfirska staðfestan og Baulhúsarþrjóskan hafi hjálpað mér mikið þar. En allavega er orðið klárt til að setja nýjan hljóðkút en Polar Atlantic á að fara í Norðursjóinn í ágúst.

Hér sjáum við byssuna á hvalbátnum Nybræna en hann var að selja hvalkjöt í dag á hátíðinni og var stöðugur straumur að fólki að kaupa kjöt. Seldi hann í fimm kg öskjum og var verðið 600 kr.

Og hérna sjáum við auglýsinguna og hvalkjött til sölu. 27. Des 1992 var þessum sökkt við bryggju af Sea Shepard samtökunum. En Paul Watson tókst ekki að gera út um þennan því hann er ennþá að veiða hval.
Og þar sem ég er alveg orðinn heillaður af norskum bryggjum fann ég tvær í dag.

Þessi er alveg innst inn í Glomfirði og hefur sennilega verið mjög mikilvæg á sínum stíma áður en komum göng þarna. Voru gamlir lestateinar á bryggjunni. Ekki gott að vita en sennilega er þessi bryggja byggð á sama tíma og virkjunin eða 1919.

Á bryggjunni var fólk að veiða og hvaða tegund haldið þið jú auðvita makríll.

Íslenskur eða norskur vaðandi makríll þessi er sennilega norskur samt ekki viss hann var hálf villtur syndi bara í hringi.

Svo er það bryggjan í Glomen, sennilega munu ekki fleiri bátar leggjast við þessa í bráð en þarna lág Risholmen síðast áður en hann var fluttur út í Neverdal og var það gert í vor.

Svo að lokum Virkjunin innst í Glomfirði ( Glomfjörd). Var reist 1919.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2012 | 17:13
Bryggjurúntur út í Grönoy






Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2012 | 20:33
Noregsverkefnið heldur áfram.









Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2012 | 19:59
Tvær vikur búnar í Norge













Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 136002
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar