Færsluflokkur: Bloggar

Bjartsýni var það.

Já snurvoða útgerðin í ágúst varð ekki til að hrópa húrra fyrir því miður. Útgjöld vegna kvótaleigu urðu 2,1 miljón og Aflaverðmætið varð 2,5 miljónir. Sem sagt Nettóaflaverðmæti varð 400 þúsund, svo ekki varð nú mikill gróðinn en svona er þetta. En það þýðir ekkert svartsýnisböl bara gengur betur næst en ég held að ég sé endanlega búinn að sætta mig við það að gera út á leigukvóta er meira en vonlaust. 

Svo Andri er kominn í stæðið sitt og verður að bíða eftir rækjunni ef hún verður leyfð á annað borð en Dröfn RE-35 kemur að rannsaka fyrir okkur stofninn 4. okt.

En ekki er allt vonlaust á Bíldudal nógur lax er í firðinum og fer Tungufell BA reglulega að ná í skammtinn og þarf ekki að hafa mikið fyrir því .

 

DSCN2696

 

Tungufell að koma með laxinn svo nú er bara sungið á Bíldudal " lax lax og aftur lax".

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2698

 

Laxalöndun á Bíldudal.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSCN2700

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo í lokin á þessari færslu sjáum við bát sem má muna sinn fífill  fegri. En þennan bát keypti Pabbi minn ásamt Jörundi Bjarnasyni og Pétri Elíassyni 1978 þá eins árs ég man alltaf hvað mér þótti þetta mikill bátur á þeim tíma og í honum var káeta meiri segja.

DSCN2695

 

 

Þeir félagar stofnuðu hlutafélagið Pétursvör hf og fékk báturinn nafnið Hringur BA-165 en eins pabbi sagði sjálfur eftirfarandi um útgerðarsögu þeirra félaga:   

Hann var keyptur frá Bolungarvík og fékk nafnið Hringur BA-165. Um þenna bát stofnuðum við félagið Pétursvör hf. Skipstjóri var Pétur Þór og var ætlunin að gera bátinn út á rækjuveiðar í Arnarfirði og stunda eitthvað línuveiðar auk handfæraveiða á sumrin. Því miður veiktist Pétur alvarlega stuttu eftir að við fengum bátinn og dó nokkru síðan langt um aldur fram. Við Jörundur vorum svo að basla við þetta um tíma en seldum bátinn síðan til Skagastrandar.

Snurvoð á Andra BA-101.


Ég hef alltaf verið bjartsýnn maður, nú datt mér það snjallræði í hug að hefja róðra á Andra BA-101 og var set upp plan, ætlunin var að veiða 12 tonn af þorski til 1. sept.  Málið var að við fengum úthlutað 4 tonnum í byggðakvóta svo til að ná þessu markmiði urðum við að leiga það sem upp á vantaði. svo við leigðum 7,1 tonn og borguðum fyrir það 2,1 miljón. 
 
Og var haldið í róður í gærmorgun í Áhöfn voru Jón Páll Jakobsson, Snæbjörn Árnason, Hlynur Björnson og Svanur Þór Jónsson. Meðalaldur áhafnar var 42 ár.
 
DSCN2669
 
Mikill spenningur hér í áhöfninni og jafnvel á bryggjunni líka.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo var bara haldið á miðin og varð sjálfur Arnarfjörður fyrir valinu.
DSCN2674
 
 
Hér sjáum við tógið vera renna út.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Arnarfjörður klikkaði ekki gær fengum við nógann fisk fylltum körin og sigldum glaðir og sælir í land.
 
DSCN2676
 
 
Nóg var að gera hjá áhöfninni.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og fiskurinn var bara fínn.
DSCN2671
 
 
Svanur með einn góðann.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Að lokum var haldið til löndunar til Patreksfjarðar og vorum við þar snemma í nótt svo var landað í morgun og svo var haldið á sömu mið. En eins og máltakið segir að ekki verða allar ferðir til fjár svo reyndist einnig með þessa því það verð sem við fengum fyrir fiskinn var bara fyrir leigunni. Sem sagt tap varð á veiðiferðinni.
DSCN2681
 
Aflinn kominn upp á kaja á Patró
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2682
 
 
Ekkert verið að slóra bara tekinn kör svo hægt að halda á miðin aftur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2685
 
 
Vélstjórinn tilbúinn fyrir næsta stríð.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2687
 
 
Útgerðarmennirnir búnir að fá fréttinar um það að aflaverðmætið sé rétt fyrir kvótaleigunni..
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2693
 
 
Komnir í heimahöfn og málin rædd við yfirhafnarvörð Bíldudalshafnar hvað til ráða. 

Krabbagildra !


Við feðgar keyptum okkur krabbagildru í Svíþjóð og var hún prufuð í fyrsta sinn í gær. Var farið á Dynjanda BA og gildran lögð í Reykjafirði. Afraksturinn voru 3 krabbar og tveir sandkolar. Tegundin ekki alveg á hreinu en hugsa að þetta séu Bogkrabbi samt ekki viss gæti verið Grjótkrabbi, finnst það líklegra miðað hafa skoðað myndir samt ekki viss.
 
DSCN2637
 
Tek fram að ég er nú enginn krabbasérfræðingur. En hér er mynd af einum af krabbanum sem við veiddum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2622
 
 
 Baujan tekin 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2623
 
 
 Byrjað að taka færið
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2625
 
Gildran að koma í ljós og spenningur orðinn mikill.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2626
 
Veiðin ljós og allir kátir.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2632
 
Hluti af veiðinni. En óhætt er að segja að veiðin hafi farið fram úr björtustu vonum ekki á hverjum degi sem krabbagildra er lögð í Arnarfirði. 

Ísland Ísland

Kominn á klakann, eftir velheppnaða vinnu og skemmtiferð til Noregs. 

 

Búinn að gangsetja Andra BA-101 og keyra smá í springinn og láta spilin snúast og láta sig dreyma að nú sé bara byrja að róa en fljótlega fer maður niður á jörðina þegar maður fer að reikna hvað kostar að leiga sér kvóta og byrja fiska. Þá veit maður að ekkert er í stöðunni nema drepa á vélunum og bara leyfa Andranum að liggja við kajann eins og hann hefur gert síðan í Febrúar.Wink.

 

 Sú franska í gangi eins og það sé smá ventlabang á cyl 1. kannski vélakallar og vélstjórar geti gefið sitt álitSmile

 


Noregsferð að ljúka.


Í dag er síðasti dagurinn hérna í Noregi eigum við ekki segja í bili. Fimm vikur að baki og ein eftir í ferðalög um Skandinaviu svo flug heim til Íslands 8 ágúst frá Gautaborg. þá verða sex vikur að baki ekkert óvanalegt fyrir mig en aðeins öðruvísi fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. 
 
Síðasti vinnudagur hjá okkur feðgum var í gær við ætlum að taka frí í dag. Öyfisk er klár til að fara í slipen (slipp). Og síðan vonandi getur hann farið að fiska. Það eru allar forsendur til að það gangi vel, frítt ýsufiskerí og svo 30 % meðafli í þorski eftir að búið er að veiða þorskkvótann. Og jafnvel talað um að sú tala eigi eftir að hækka upp í 50 % í haust. Síðasta haust var einnig frítt þorskfiskerí og vonandi verður það aftur í ár. 
 
Noregur er stórt land og sést það vel á ferðaáætlun okkar. En við ákváðum að taka lest til Svíþjóðar. Við byrjum að taka rútu frá Örnes til Bodö ca 2 tímar. Lest eitt Bodö- Trondheim ca 10,5 tímar. Lest tvö Trondheim-Lilleström ca 7 tímar. Rúta Lilleström-Oslo 50 min ( Viðgerð á lestarteinum því er rúta frá Lillestrom til oslo.). Lest þrjú Oslo-Gautaborg 4,5 tímar. Lest fjögur Gautaborg-Halmstad 1,5 tímar.
Lagt verður í hann kl 1730 í dag og ætluður komutími í Halmstad er rétt fyrir miðnætti á Laugardagskvöld. Ferðlag upp á 28 tíma er ekki hægt að keyra hringveginn á styttri tíma.
 
DSCN2502
 
Og hér sjáum við Öyfisk með íslenska fánann tekur sig bara vel út.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Koma nokkrar myndir innan úr Öyfisk
 
DSCN2292
 
Millidekkið þegar við komum um borð. Öllu ruslað út enda meira og minna ónýt, rekkar algjörlega ónýtir og allt orðið frekar slappt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2389
 
Hér sjáum við að það er langt komið að stokka upp línuna ekki mikið eftir.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2545
 
Verki lokið búið að hreinsa út allt línudótið farið nema uppstokkarinn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2549
 
Spilið í bátnum tilbúið að draga mikið að línu. Þetta er íslensk smíði sjóvélaspil.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2390
 
Og hér sjáum við hefðbundið norskt ínuspil reyndar komið með slítara. En þeir eru búnir að fatta það að íslandsrullen eins og þeir kalla okkar spil er einfaldlega mikið betra en það er búið að taka langann tíma.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2547
 
 
séð fram millidekkið nóg pláss fyrir mjög marga bala.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo koma tveir gamlir í restina
 
DSCN2393
 
Skaren.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2328
 
 
Lofoten. 

Vinnan heldur áfram.


Nóg er búið að vera gera í þessari viku og núna er Öyfisk bara nánast orðinn tilbúinn til að næstu aðgerð sem er slippur. Í gær var keyrt í spring og prufusigling gæti orðið að veruleika á morgun. Vorum í dæluslag í dag og fengum við þrjár af fjórum dælum til að virka en ein var bara ónýtt. 
 
Veður hefur bara verið með besta móti þessa vikuna ekki sól en nánast rigningarlaust. Á föstudaginn leggjum við svo á stað með lest til Gautaborgar. Verður það frekar langt ferðalag förum frá Bodö kl 2110  og verðum í Gautaborg kl 2130 á Laugardagskvöldið og í Halmstad rétt fyrir miðnættið.
 
DSCN2579
 
Það held ég að sái franski sé farinn að líta vel út.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2570
 
Hér sjáum við síðuritara vera munda rokkinn ( slípurokkinn) án þess að vera með hlífðargleraugu og hanska.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þessi skúta kom hérna inn í fyrradag og sigldi í gær
 
DSCN2555
 
 
Flott þessi.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2557
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Síðan í lokin ein mynd tekin yfir höfnina .
DSCN2540
 

Gott veður í dag og hátíð í bæ

Já nú er bara gott veður í Noregi eftir marga rigningardaga og rok. Kannski eins gott að veðurguðinn ákvað þetta því bæjarhátíðin Sommerdager í Meloy byrjaði í dag. Við íslendingarnir létum okkur auðvita ekki vanta.

 

Annars hefur vinnan gengið ágætlega í vikunni, búið að setja upp nýtt stjórnkerfi fyrir til að stjórna bátnum bæði upp í brú og í lúgunni. Svo nú er Öyfisk bara tilbúinn til að fara í slipp. Einnig hefur verið unnið í Polar Atlantic þar þurfti að skipta um hljóðkút fyrir aðra ljósavélina. Gekk þetta frekar erfiðlega en tókst fyrir rest og held ég að Vestfirska staðfestan og Baulhúsarþrjóskan hafi hjálpað mér mikið þar. En allavega er orðið klárt til að setja nýjan hljóðkút en Polar Atlantic á að fara í Norðursjóinn í ágúst. 

IMG_5707

 

Hér sjáum við byssuna á hvalbátnum Nybræna en hann var að selja hvalkjöt í dag á hátíðinni og var stöðugur straumur að fólki að kaupa kjöt. Seldi hann í fimm kg öskjum og var verðið 600 kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5711

 

Og hérna sjáum við auglýsinguna og hvalkjött til sölu. 27. Des 1992 var þessum sökkt við bryggju af Sea Shepard samtökunum. En Paul Watson tókst ekki að gera út um þennan því hann er ennþá að veiða hval.

 

 

 

 

 

 

 

Og þar sem ég er alveg orðinn heillaður af norskum bryggjum fann ég tvær í dag.

IMG_5746

 

 

Þessi er alveg innst inn í Glomfirði og hefur sennilega verið mjög mikilvæg á sínum stíma áður en komum göng þarna. Voru gamlir lestateinar á bryggjunni. Ekki gott að vita en sennilega er þessi bryggja byggð á sama tíma og virkjunin eða 1919.

 

 

 

 

 

 

IMG_5765

 

Á bryggjunni var fólk að veiða og hvaða tegund haldið þið jú auðvita makríll.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5751

 

 

Íslenskur eða norskur vaðandi makríll þessi er sennilega norskur samt ekki viss hann var hálf villtur syndi bara í hringi.

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5816

 

 

Svo er það bryggjan í Glomen, sennilega munu ekki fleiri bátar leggjast við þessa í bráð en þarna lág Risholmen síðast áður en hann var fluttur út í Neverdal og var það gert í vor.

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_5755

 

 Svo að lokum Virkjunin innst í Glomfirði ( Glomfjörd). Var reist 1919.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bryggjurúntur út í Grönoy


Eftir frekar leiðinlega tíð undanfarið fengum við góðann dag 22.07.2012 kannski táknrænt veit ekki.
 
En við tókum rúntinn út til Grönoy að kíkja á bátana sem eru þar.
 
IMG_5643
 
Einar Erlend, eitt af betri plássum í Noregi og fiskar jafnan mest af ufsa með nót. Það er að koma nýr Einar á næsta ári.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5656
 
 
 
 Flottur bátur Einar Erlend.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo er það nýjasti báturinn í Meloy sveitafélaginu.
IMG_5650
 
 Meloyfjord Flottur bátur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5644
 
 
Ekki hægt að segja nema Meloyfjord sé stórglæsilegur bátur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo þar sem ég hef mikinn áhuga á norskum bryggjum þá fann ég eina alvöru bryggju í dag.
 
IMG_5673
 
Þetta er nú ein sú flottasta sem ég hef fundið á Norsku ströndinni.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5666
 
 
Og það er nú hugsanlegt að það séu nokkur árin síðan þessum hlerum var lagt og settir á bryggjuna
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Annars gengur vinnan um borð Öyfisk bara nokkuð vel, Glussakerfi farið að virka, kraninn kominn í lag. Og báturinn orðinn klár til siglingar í slipp. Eftir næstu viku verður ekki mikið eftir til að báturinn komist í gegnum skoðun. 

Noregsverkefnið heldur áfram.


Vinnan heldur áfram í Öyfisk, glussakerfi komið í gang með lekum hér og þar sem nú er verið að laga. Akkerisvindan farinn að snúast létum akkerið falla í gær og náðum því upp aftur. allir liðgaðir upp eins og allir tessar. Kraninn farinn að virka að mestu leiti. Svo nú er ekkert framundan nema koma öllu línudótinu frá borði.
 
Á mánudagsmorgun fórum við í verkefni inn í Neverdal sem er hér fyrir innan Örnes. Verkefnið var að fara með akkeri í Risholmen til að láta halda honum aðeins frá bryggjunni sem hann liggur við því hún er orðin vægast sagt orðin léleg og ef hann færi eitthvað að blása frá suðvestri voru menn hræddir um að báturinn myndi jafnvel brjóta bryggjuna. Við fórum á Skaren í þetta verkefni og í áhöfn voru Finn Arne skipper og svo þrír matros (hásetar). síðuritari, Svanur Þór og Jaro.
 
DSCN2481
 
Þarna er verið að koma með akkerið setum við það á stefnið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2480
 
Keðjan kominn um borð og allt að vera klárt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5623
 
 Lagt í hann
DSCN2485
 
 
Áhöfnin klár 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2488
 
 
 
 Á leiðinni
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Komið á áfangastað og þá er ekkert nema gera klárt. Eftir smá umhugsun ákváðu við að koma endanum um borð í Risholmen og svo keyra út keðjuna og láta hana svo draga út akkerið, þegar við myndum bakka frá bátnum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2490
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 Risholmen og bryggjan góða
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2493
 
Þarna erum við komnir utan á Risholmen og þar er ég að fara með endann (tampen) fram á og koma honum fyrir.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_5625
 
 
 Þarna liggjum við utan á Risholmen að gera klárann endann í akkerið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo er ekkert nema setja á fullt aftur á bak og vona að akkerið þjóti út eins og planlagt var.
IMG_5627
 
 
Og þarna er akkerið um það bil að fljúga út. Þetta gekk sem sagt alveg eins og í sögu.og nú heldur akkerið við Risholmen svo að Suðvestan áttin verði ekki til vandræða. 

Tvær vikur búnar í Norge


Nú erum við búin að vera hérna í tvær vikur og höfum bara held ég verið heppin með veður miðað við sem maður heyrir annars staðar í landinu svo slæmt sumar að allar sólarlandaferðir uppseldar.
Vélin í Öyfisk komin í gang datt í gang í gær, svo einu verkefni færra þar það mjakast smátt og smátt. Öðrum fjölskyldumeðlimum farið að leiðast af og til á reyndar ekki við okkur Svan þar sem við erum að vinna allann daginn um borð i Öyfisk.
 
Í gær fórum við í siglingu frá Neverdal til Örnes með Holmvaag bát sem kallinn á en hann er á leiðinni í slipp í Reipa svo það er nóg að gera.
 
DSCN2365
 
Á mánudaginn skiptum við um sjónvarpskúlu um borð í Polar Atlantic, en þarna er sú nýja komin upp. Jaro sem er að vinna með okkur taldi þetta ekki möguleiki nema hafa aðgang að krana. En við íslendingarnir voru fljótir að finna lausn við klæddum bara gömlu kúluna í netpoka og hífðum hana bara upp hærra í mastrið.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2367
 
 
Hér sjáum við þessa gömlu settum bara reipi yfir mastrið og hífðum hana af í netpokanum sem við útbjuggum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2378
 
Aðalvélin í Öyfisk áður en við setum saman í gær. Baudouin heitir hún.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2389
 
Línan um borð í Öyfisk en hana er verið að stokka upp og yfirfara, síðan verðum við að vaska hana og lita.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2388
 
Línan kominn í stokka( klava paa norsk) og tilbúinn til flutings.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2374
 
 
Þarna er Öyfisk liggur við gamla timburkajann.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo smá myndir frá siglingunni í gær.
 
DSCN2398
 
Komin í stjórnstöðina í Neverdal.
 
 Nóg af brotajárni, gömlum vélum, spilum, bátum bara nefna það, væri mikið hjá sumum ef þeir fengu að gramsa þarna, Allavega ljómaði Svanur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2399
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2401
 
Hér sjáum við Öygrunn eða restina af honum. sennilega ekki hægt að púsla honum saman aftur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2411
 
Og hér er Risholmen sem bíður eftir því að vera sagaður í sundur með keðjusög.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2418
 
Verstöðin hjá útgerðarmanninum og bryggjan farið að láta á sjá.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2421
 
Og húsin í Neverdal og sjáum húsið hjá útgerðarmanninum fyrir ofan bryggjuna hans.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DSCN2436
 
 
Skipper Morten.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 136002

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband