Færsluflokkur: Bloggar
13.4.2012 | 05:38
Þá erum við í heimahöfn.
Já nú liggur Polarhav við kaja í Örnes og búið er að þrífa og ganga frá öllu. Ég kom um borð þann 16/3 í Alasundi og vorum við búnir að öllu í gær 12/4. Allir bátarnir eru búnir og liggjum við hérna þrír við þessa bryggju. Polarhav á nú að fara í offshore niður í Norðursjó og einnig Polar Atlantic. En Polarfangst fer á nót að reyna við ufsa. Sennilega fer ég með Polarhav, allavega til að byrja með. Einhver kergja er yfirmönnunum hjá fyrirtækinu vegna þess að til þessa hafa túrarnir verið 6. vikur en við viljum ekki hafa þá lengri en 4. vikur eins og eru á öðrum skipum í svipuðum verkefnum.
Hérna rétt fyrir framan stefnið hjá mér liggja þrjár trossur sem trillur eru með og sýnist mér kallarnir vera fá ágætiskropp, þetta eru bátar í opna kerfinu en í því færðu ca 18 tonn af slægðum fiski, allir sem eru skráðir fiskimenn geta komist inn í þetta kerfi, held að krafan sé samt sú að þú verður að sýna fram á að yfir 50 % af tekjunum þínum komi frá sjómennsku. Í þessu kerfi eru aðallega eldri menn og svo ungir menn sem vilja koma undir sig fótunum í sjómennsku. Hér geta líka ungir menn fengið hagstæð lán ef þeir hafa áhuga á að byrja í sjómennsku.

Nóg að gera hjá honum, margir þessara kalla verka svo fiskinn sem lútfisk og selja fyrir jólin.

Ekki búnkuð netin en svona ágætiskropp fyrir einn mann.
Svo að lokum það er fallegt að sigla upp með Helgelandkysten og set ég hérna inn tvær myndir.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2012 | 15:48
Löndun lokið og stefnan sett á heimahöfn.



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2012 | 12:12
Á leiðinni til löndunar.



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2012 | 21:40
Kvótinn búinn.
Já sæll, við erum búnir að veiða þorskkvótann voru sex daga að veiða þessi 82 tonn af slægðum og hausuðum þorski. Ágæt veiði var í dag eða um 16 tonn. En síðustu dagar hafa verið mjög góðir 10 tonn í gær og 22 tonn í fyrradag.
Við fengum löndun í Veidholmen og höfum við nú sett stefnuna þangað en er það um 320 sjm sigling en ekkert liggur á því við byrjum ekki að landa fyrr en á mánudaginn.
Lítið hefur verið um svefn hjá síðuritara síðustu daga og hefur kojan í klefanum verið ónotuð, hefur þetta verið svipað og hjá Tryggva Ófeigs og félögum bara kasta sér á brúargólfið, nei þess þarf nú ekki alveg því ágætisbekkur er í brúnni.

Síðasta baujan í dag og á þessari vertíð.

Kastað á baujuna.

Hér Tomaz að snúa ofan af buxunum, en það sem norðmenn kalla buxur er klof ca 8 til 10 faðmar sem eru hnýtir í flot og blýið og svo fer endinn á buxunum í sjertann svo er snúið upp á buxunar ef þarf til að fá teinaklárt inn á spil.

Hér sjá og um við nóta og snurvoðabátinn Trinto en það verið að endurbyggja eins og hann er. Hann kom og kastaði fyrir vestan okkur og gat ég ekki annað séð að hann fengi mjög gott í því hali, var hann lengi að taka það og svo fór hann að vinna en hann frystir um borð.

Hér fær hann að blæða þorskurinn áður en hann fer í slægingu og hausun. Þegar norðmenn tala um slægðann fisk er bæði búið að taka innan úr honum og hausinn af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2012 | 07:32
Nú hefur hann verið þéttur!
Já nú lóðar og lóðar og við liggjum með tvær trossur og drögum þær á víxl. Höfðum rúm 20 tonn (hausað og slægt) upp úr karfsinu í gær og fram á nótt.
Áttum að fara til Röst í morgun en kaupandinn vildi ekki kaupa meiri fisk, svo við erum í lausu lofti komnir með rétt rúm 30 tonn, eigum 22 tonn eftir af kvótanum.
Vorum við búnir að sigla í rétt klukkutíma þegar ég hafði samband við kallinn, en þar sem ég hafði verið búinn að tala við hann í gær og þá var allt í lagi datt mér ekki í hug að þetta yrði vesen svo nú er bara dóla sér til baka og taka smá lúr og byrja svo aftur seinni partinn.



Þarna sjáum við Pitrek en hann er orðinn íslenskur ríkisborgari kominn með vegabréf og allt svo við erum tveir íslendingarnir hérna um borð!.

Kokkurinn með einn góðann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2012 | 13:57
Við lönduðum í gær.
Já við lönduð í gær í Röst, vorum með 31 tonn. Við vorum í Röst kl 0740 og byrjuðum að landa rúmlega átta, löndun var lokið rétt fyrir tólf þá var stefnan sett á Væroy til að taka kassa og ís en frá Röst til Væroy er ca tveggja tíma stím, þegar þangað var komið var ískortið okkar útrunnið svo við urðum að hringja í ísverksmiðjuna til að fá ís og tafði það okkur um ca klukkutíma.
Frá Væroy sigldum við svo í trossunar og byrjuðum að draga þær snemma í nótt og vorum búnir rétt fyrir eitt og höfðum rétt tæp 7 tonn úr þremur trossu, og nú látum við bara reka búnir að leggja 5 trossur og þá er bara vona að sá guli syndi og festi sig í netunum í nótt.
Þar sem við lönduðum hefur verið stanslaus vinna sjö daga vikunnar í einn og hálfann mánuð og ekkert lát á því sögðu þau á skrifstofunni fiskkælirinn fullur af fiski og á hverjum degi bættist bara við frekar en hitt.

Svona fer nú löndun fram hjá þeim tóm kör hífð niður í lest og þar sturtum við úr kössunum, en við ísum allt í 45 kg kassa.

Innsiglingin inn til Röst hún er frekar þröng og grunn og ekki sniðugt að lenda út úr henni, en má segja að Röst sé bara sker við sker.

Frá Röst var farið til Væroy og þar gafst meiri tími til myndatöku.

Nálgast Væroy.

Innsiglingin inn til Væroy hún er víst orðinn góð frá því sem hún var áður veit auðvita ekkert um það skrifa bara það sem mér er sagt en þetta er bara nokkuð breið og góð renna inn.

Höfnin í Væroy þarna eru fimm fiskvinnslustöðvar sem allar vinna eingöngu í skreið á Ítalíu, svo er einnig síldarvinnsla.

Þarna er sko nóg af skreiðarhjöllunum, en þeir sem unnu í skreið borgðu besta verðið á vertíðinni en þeirra vertíð er lokið þora ekki að taka lengur við fiski orðnir hræddir um flugu. Ekki er gjaldgengur tveggja eða þriggja nátta fiskur í skreið, þeir kaupa eingöngu góðann fisk og netin meiga ekki liggja lengur en í ca 8 til 10 tíma.
Sá fiskverkandi sem ég talaði við sagði mér að þeir byrjuðu að pakka skreiðinni í sumar og væru að pakka alveg til jóla en þá fara þeir að gera klárt fyrir næstu vertíð . Það eru tveir bræður sem eiga þá fiskverkun sem ég skoðaði í gær og vinna 15 manns hjá þeim.
Gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2012 | 03:49
Ágætt fiskerí gær.
Já ágætt fiskerí var í gær hjá okkur eð um 16 tonn af slægðum og hausuðum þorski. Og nú erum við á leiðinni til hafnar á eyjunni Röst þar sem stendur til að landa fiskinum kl 0800. Eitthvað rétt tæp 30 tonn.
Var að horfa á gamalt kastljós í tölvunni áðan þar sem Þorsteinn Már forstjóri Samherja fór yfir málin, það var eitt sem mér fannst dálítið sérstakt þegar hann sagði að hvergi í heiminum væri meira til skipta heldur en á Íslandi. Þar sem ég starfa í Noregi verð ég nú að segja að sú skiptaprósenta sem við höfum hérna um borð er ekki lakari heldur en á sambærilegum bátum heima. Ég er alveg sammála honum að laun fiskvinnslufólks er alveg skammarlega lág en það kemur bara ekki launum sjómanna neitt við. Útaf hverju hækkar Þorsteinn ekki bara launin hjá fólkinu eða afkomutengir það. En skilaboðin voru þessi sjómenn þið hafið það of gott haldið bara kjafti.

Tók mynd af þessum draga netin í gær.

Smá kropp þætti ekki kannski ekki gott á Íslandi en það voru fjögur tonn í þessa trossu. 50 norsk net ca 27 íslensk, væri nóg að vera með 3 til 4 net til að fá þennan afla í Breiðafirði. Veit ekki hvað norðmenn myndu segja ef þeir myndu leggja net t.d Breiðafirði. En í Noregi veiða menn fiskinn en á Íslandi firða þeir hann , ég segi fyrir stórútgerðina sem hefur nægjann kvóta og þarf ekki meir sá sem ber fórnarkostnaðinn er þeir litlu samt umbera þeir þennan fórnarkostnað fyrir eitt gott fyllrí á aðalfundi L.Í.Ú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2012 | 16:16
Búnir að draga í dag.
Það ætlar að ganga seint hjá Polar Atlantic að klára kvótann, svo við getum yfirtekið trossurnar hans, en fáum sennilega að draga eitthvað af þeim á morgun. Í þær trossur sem við lögðum sjálfir í gær fengum við ca 6 tonn í dag það var svona kropp í þær ekkert meira en það, Mikið líf er að sjá á dýptarmælir en það ekki botnlægt mikið svona 6 til 8 fm frá botni. Við áttum eina trossu frekar djúpt og það var lítið í hana en þær tvær sem við áttum grynnra voru ágætar.
Nú er bara látið reka.

Svona var veðrið þegar við vorum að byrja að draga í morgun þegar sólin var að koma upp.

Atlantic að leggja í dag

Svona einn mynd fyrir strandveiðimenn en hér sjáum við juksabát (skakara) fannst ver rólegt hjá honum þegar við tókum baujuna rétt hjá honum.

Þessi snurvoðarbátur renndi rétt hjá okkur þegar við vorum að draga. Virðist bara vera vel í honum.

Við lánuðum Atlantic dælu áðan en eitthvað vesan var á sjódælunni fyrir sjó á dekk svo við lánuðum þeim dælu.

Nokkrir á leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2012 | 01:59
Komnir til Lofoten
Já nú erum við kallarnir á Polarhav komnir á Lofoten svæðið og erum núna fram af Henningsvær, lögðum við þar þrjár gamlar og lélegar trossur, við erum svo að bíða eftir því að Polar Atlantic verði búinn með kvótann og þá overtak vi bruken hans eða þá tkum við yfir hans trossur og klárum vertíðina með hans trossur. Hann var með um 9 tonn í gær 14 tonn í fyrradag svo einhver fiskur er á slóðinni.
Allt er reyndar fullt af fiski hérna og heyrðist mér að snurvoðabátarnir væru að fá góðann afla í gær. Einnig feikna fiskerí við Röst, menn segja að fiskeríið hafi verið ótrúlegt í fyrra og slegið öll fyrri met en í ár sé ennþá betra og mikið meiri fiskur einnig hérna í innanverðum Lofoten. Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplífi svona alvöru vertíð en þetta var liðin tíð á Íslandi þegar ég var að byrja til sjós svo ég kannast ekki við að hægt væri að hlaupa til lands á baujunum eða á milli báta. Hér má segja að sé bauja við bauju, fer reyndar fækkandi þar sem saxast fljót á kvótann hjá mörgum.
Saltfiskvinnsla og skreiðarvinnsla er í fullum gangi reyndar er síðasti dagurinn í dag sem skreiðarverkendur kaupa fisk, en þeir hafa borgað best á þessari vertíð sem er frekar óvenjulegt yfirleitt hefur Röst og Væroy verið með lakasta verðið en það eru enginn vandamál með Ítalíuskreið í ár en erfiðleika með saltfisk á Portúgal og Spánn, þeir saltfiskverkaendur sem eru að verka á Braslíumarkað er líka í góðum málum markaður strekur og gott verð helst bara hvað norska krónan er sterk, væri nú flott ef íslendingar væru með hlutdeild í þeim markaði í dag þar sem blessuð íslenska krónan stendur nú ekki vel gagnvart dollar en þessi saltfiskviðskipti eru gerð upp í dollar. En við erum löngu síðan búnir að tapa öllum hlutdeildum í Braslíu. Norðmenn eru núna í mikilli markaðsókn í S-Ameríku og þá aðallega í Braslíu. Við höfum algjörlega sofið á verðum varðandi þetta af því við höfum bara tekið þátt að fleyta rjómann ofan af.

Við hæfi að koma með mynd af Lofoten hurtigrutaskipinu þegar það var að koma til Örnes á miðvikudagsmorgun

Snurvoðabátur á ferðinni á milli bletta í gær.

Polar Atlantic á rekinu í gærkveldi búinn að draga og kallarnir að fá sér að borða og svo er bara nýr dagur kl 0400 en þá er ræs.
Gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2012 | 19:32
Til löndunar.
Þá erum við á leið til löndunar fyrsti túrinn búinn á Polarhav þetta árið, reiknum með að það séu ca 20 tonn í lestinni vel ísaður ufsi í stíum. Veður er búið að leika við okkur í dag. Og hefði fiskeríð verið jafn gott og veðrið í da værum við ánægðir en það voru ca 4 tonn í dag.
Í nótt tókum við upp sumartíma hérna og er því orðinn tveggja tíma munur á Íslandi og Noregi.
Við áætlum að vera í fyrramálið svona um átta og ættum að vera farnir á stað aftur eftir hádegið.

Þessi mávahópur er gargandi yfir manni allann liðlangann daginn alveg ótrúlega mikið að vargi hérna á miðunum.

Smá rjátl í dag alltaf einn og einn að koma eins og sjá má.
Sá sorglegi atburður gerðist í gærkveldi um kl 2300 að einn háseti á M/S Fiskenes fór út með netunum þegar verið var að leggja. Fiskenes var ca 12 sjm sunnan við okkur að veiðum. Kl 0400 fannst maðurinn látinn flæktur í trossunni hafði hann flækst í færinu. Var það áhöfnin á Nesbakk sem fann pitinn en hann var 19 ára gamall.
Hægt er að sjá meira um þetta slys á nrk.no.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar