Færsluflokkur: Bloggar

Bræla og aftur Bræla.

Já það er búið að vera bræla hjá okkur síðan við komum út á sunnudagsmorgun, og hefur blásið hressilega frá SA til N svo sjólagið er alveg frábært. Er óhætt að segja að Polarhav sé búin að velta eins og skopparakringla síðustu tvo dag vindurinn komið frá t.d í morgun var S stormur og tíu mín seinna var kominn Vestan stormur. Svo við höfum alveg fundið fyrir þessu og ekki alltaf sem farið hefur vel um mann í kojunni en svona er þetta bara og ekkert annað að gera en að taka þessu.

 Þegar þetta er skrifað er ágæt veður og samkvæmt veðurspá gætum við fengið 3 til 4 tíma með ágætu veðri það var hressandi að kíkja út á brúarvæng áðan án þess að eiga á hættu að fá sjógusu yfir sig. Við verðum bara njóta þess meðan það er. Veðurspá er ljót framundan og gæti svo farið að við verðum að leita vars á ný(gæti þá keypt jólargjafir í H/MBlush). Það grátlega í þessu öllu saman er að í öllu þessu óveðri seinkar bara verkefnið því steinbáturinn sem á að hylja kapalinn getur ekki unnið við þessar aðstæður svo því miður held ég að enginn vinna hafi farið fram í þessari viku, maður er farinn að ímynda sér  jól hérna Devil. En vonandi verður þetta búið á tíma þ.e.a.s. ekki seinna en 16.des.....

Trollc 30.nov 001

Með því betra sem við höfum séð í þessari viku . Ég hélt að veður yrði svona skaplegt fram eftir deginn en bara á meðan ég var skrifa þetta æsti hann sig upp og er bara komin þessi yndislega bræla frá vestri.

 

 

 

 

 

 

Trollc 30.nov 002

 

Veður bara með betra móti í morgun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Leitað í var og fleira.

Um hádegið tók Statoilmarin þá ákvörðun að Guard skip og þau skip sem ekki nauðsynlega vera úti á sjó ættu að leita vars. Svo kl 1700 á fimmtudaginn yfirgáfum við svæðið með miklum söknuði og leituðum í höfn og varð Bergen fyrir valinu. Komum við til Bergen kl 0400 á föstudagsmorguninn. Var ætlunin að taka vistir og olíu í Bergen en eitthvað vandamál var að fá afgreidda olíu þarna á föstudeginum svo við máttum til Florö (70 sjm sigling). Og lögðum við á stað kl 0400 á Laugardagsmorgun til Florö og sigldum við í fínu veðri nánast alla leið innan skerja komum við Florö um kl 1600 en rétt áður fengum upphringingu frá Statoilmarin að við ættum að koma okkur aftur út. Svo við tókum olíu þarna í alveg grenjandi rigningu hún var svo mikill að þó við værum í sjógöllunum þá urðum við blautir. Við fórum svo frá Florö í gærkveldi og erum komnir á svæðið í drullubrælu og haugasjó svo þetta er bara skemmtilegtWink.

bergen florö 014

 

Á leiðinni til Florö eins og sjá má er nú ekki hægt að kvarta yfir veðrinu þarna, en inní þetta sund erum við að fara milli tveggja eyja veit ekki hvað heita.

 

 

 

 

bergen florö 016

 

Ekki langt í land hægt að hoppa í land allavega hefði Gísli Súrsson klárað það.

 

 

 

 

 

bergen florö 017

 

Komnir framhjá.

 

 

 

 

 

bergen florö 004

 

Hér sjáum við Polarfront snemma á föstudagsmorgunin í Bergen.

 

 

 

 

 

bergen florö 009

 

Betri mynd tekin seinna um daginn. Polarfront hefur nú sennilega lent í vondum veðrum því þetta er gamalt veðurskip sem var staðsett úti norska hafi 66* N og á 2* E. Það var byggt sem veðurskip 1976 og var í drift út árið 2009 og var lengi vel eina veðurskipið sem var í drift. Það var að jafnaði 340 daga á sjó og voru áhafnarskifti mánaðarlega og voru þá einn til tveir dagar í höfn. Og í byrjun okt á hverju ári fór skipið í slipp og var þá að jafnaði í eina viku. Í áhöfn voru 16 og voru 8 á hvorri vakt. skipið hélt sig alltaf á svæði sem 1X1 gráða. Hugsa að á þessu skipi hafi verið margir dásamlegir bræludagar.

Í dag er skipið Guardskip í eigu færeyskra aðila og er þetta víst mjög gott skip eyðir ekki miklu eldsneyti enda byggt til að liggja úti hafi á sama staðnum í 340 daga á ári. Engir færeyingar eru um borð heldur eru 3. rússar og tveir pólverjar og þegar ég spurði um launin þau voru góð á rússneskann mælikvarða.

bergen florö 006

 

Hér sjáum við sjómælingaskip í eigu norðmanna aðeins stærri heldur en Baldur okkar og svo er hann með lítinn 11m bát til að kanna grunnslóðina.

Hydrograf heitir hann man bara ekki hvað sá litli heitir.

 

 

 

 


Komið ágætt veður.

Já sennilega lognið á undan storminum, því hann spáir ekki vel og á að fara vinda strax í kvöld. Og vera leiðindaveður næstu daga eða alveg fram á sunnudag.

Ekstrembølger kan stenge oljeplattformer

Uvær i Nordsjøen (Foto: Kjetil Oldereide)

(Illustrasjonsfoto)

Foto: Kjetil Oldereide

På Haltenbanken kan bølgetoppene bli 30 meter høye.


Bræla og aftur bræla

Og ekkert annað í kortunum fyrir næstu daga.

bræla 005

Já nú eru svona 18 m/sek og fer upp yfir 22 í kviðum það er sunnanvindur og sem betur fer ekki mikill sjór en við erum búnir að slóa í alla nótt og gerum enn, höfum við farið 3,4 sjm á næstum 16 tímum og erum við aðalvélina (callesen) hálflestaða. En hann á að fara snúa sér í vestanátt og síðan kannski norðvestan og þá stækka öldurnar og eru hann nú að spá 10 til 13 m ölduhæð á þessu svæði á föstudaginn Devil. Svo við verðum bara bíða og sjá. Öll skip eða næstum öll eru búin að koma sér í land og eru því bara við hérna og tvo önnur skip sem hafa ekki heimild til að fara Havila Troll og Skandi Sotra. Öll þessi stóru eins og Skandi Seven sem eru í neðarsjávarvinnu eru farin í land. Þessi bræla kemur sér mjög illa fyrir okkur hérna um borð því verkefninu bara seinkar og fengum við email í gær sem sagði okkur að búið væri að lengja verkefnið til 2. des sem byrjunardag og 16. des sem lokadag sem sagt á tímabilinu 2.des til 16.des verðum lausir (7-9-13).Blush. Held ef við verðum hérna til 16.des verði matarbirgðir orðnar mjög litlar og lítið annað en vatn,Haframjöl og hrísgrjón, því þegar við fórum frá Bergen tókum við kost fyrir 15 daga + vikuseinkun en Subsea7 sagði okkur þá að verkefnið yrði lágmark 10. dagar en hámark 15. dagar. hefðum ekki átt að taka mark á þeim því ekkert hefur nú staðist hjá þeim blessuðum síðan við fórum frá Örnes 15.okt í 10. daga verkefni.Cool. En eins og einhver sagði það eru smá bjartahliðar á þessu og þær eru money money.

bræla 003

 

Já það jákvæða eru að sjálfsögðu maður fær borgað fyrir þetta þó stundum manni finnst launin ver frekar fátækleg þegar meður veltist hér um passandi einhvern kapall sem liggur á botninum.

 

 

 

 

 

 

bræla 001

 

Mikill traffík var í kringum borpallana í gær mikið skipum sem komu með vistir svo sem vatn,oliu sement og fleira, verður sennilega ekki hægt að koma upp að þeim næstu daga nema í nauðsyn.

 

 

 

 

 

 

Síðustu dag hefur Stril Merkur verið hérna í kringum borpallinn West Venture. Starfsmenn hafa verið að vinna utan á borpallinum og var því Stril merkur til taks ef eitthvað óhapp yrði t.d ef menn myndu falla í sjóinn og svo framvegis t.d misstu þeir fimm tunnur í hafið og þá var Stril Merkur fljótur að pikka þær upp.

Bergenhöfn 4 013

 

Hér sjáum við skipið Stirl Merkur.


Allt gengur sinn vanagang.

Já tíminn flýgur áfram hjá okkur eða svoleiðis. Samkvæmt plani eigum við að vera lausir hérna 26.nóv en hver veit gæti orðið seinna ekki fyrr. Það var lítið talað um landsfund sjálfstæðismanna hérna í talstöðinni yfir helgina sem er auðvita skrýtið hélt að hann væri allstaðar þekktur.

 Við erum með eitt skip á slóðinni sem við verðum að hafa augun með en það er seismicskipið Songa Spirit og fylgir honum guard vessel Faxaborg (sem er gamla Faxaborgin frá Rifi held að þar áður hafi það verið Skarfur frá Grindavík).

foto_popup

 

 

Faxaborg-Guard-587747

Hér er Svo mynd af Faxaborg Guardvessel.

 

 

 

 

 

Songa Spirit má ekki koma nærri þeirri vinnu sem Subsea7 er að vinna að svo við verðum að vera vakandi yfir þessu. en næst hafa skipin komið 8,4 sjm frá okkar staðsetningu og ég á frekar von á því að þeir munu ekkert koma nær en hver veit svo við verðum að vera tánum.

Við höfuðóvininn fiskiskipið þá höfum við ekki haft neitt fiskiskip á veiðum fyrir 16nm frá okkar staðsetningu.

Annars höfum við bara reynt að borða góðann mat og hafa fínann desert með.

Örnes-Bergen2 014

 

En svona verður nú ekki dag því það verður venjulegar kjötfarsbollur með gömlu kartöflum og mauksoðnu grænmeti.

 

 

 

 

 

Veðurspáin er slæm fyrir næstu viku á að blása á okkur upp í liten storm eða 22 m/sek með leiðindasjólagi og skemmtilegheitum.

 


Allt gengur eins og á að ganga.

Allt gengur vel hérna hjá okkur. Skandi Seven kom aftur til okkar í gær og var að vinna hérna í tæpann sólarhring svo fór hún aftur út á Vigdis svæðið og síðan fara þau í áhafnarskipti en það eru 89 manns um borð og sennilega er ekki skipt um alla 89 í einu ætli því sé ekki skipt niður í nokkur holl, ekkeert bólar á áhafnarskiptum hjá okkur enda vonandi ekki nema rúm vika eftir, en er reyndar að spá leiðindaveðri á mánudag og þriðjudag gæti seinkað verkefninu en við vonum nú samt ekkiSideways.

Við fengum heimsókn í fyrradag held ég en þá komu 3. menn frá borppallinum Songa Trym að kíkja á okkur í blíðunni.

Trollc3 009

 

 

 

 

 

 

 

Trollc3 010

 

 

 

 

 

 

 

Trollc3 008

 

 

 

 

 

 

 

Nú er svona kaldaskítur en fer vel á því á rekinu við rekum svona í kringum 1 nm á klukkustund og er látið svona reka í 3 til 4 klst og svo kippt til baka getur ekki verið einfaldara. Enginn fiskibátur hefur verið á veiðum innan 24 sjm hjá okkur svo mjög lítið að gera.

Sól að koma upp troll 002

 

Sólin að koma upp í gærmorgun

 

 

 

 

 

Sól að koma upp troll 003

 

 

 

 

 

 

 

Við höldum að hásetinn hafi sett met í gær en þá horfði hann á einhverja framhaldsmynd í tölvunni hjá sér samfellt í 16 tíma án þess að taka sér pásu eða gaf sér tíma til að borða morgunmat. Frá átta um kvöldið til tólf á hádegi líka kláraði hann fyrstu seriuna. Í nótt gafst hann upp kl 0700 var orðinn eitthvað skrýtinn ú hausnum og fékk að leggja sig.


Blíða og sléttur sjór.

Já nú er komið veður eins og þau gerast best til sjós. Líka voru eldaðar svínakótilettur í gærkveldi og ís í eftirrétt með vanillusósu og súkkulaðisósuSmile. Allt gengur vel engir fiskibátar nálægt okkur svo vaktirnar eru mjög auðveldar. Hér höfum við internet aðeins öðruvísi heldur en þegar við vorum úti á Skarv, en það getur nú verið gott að hvíla sig á netinu af og til. Samt virðist þetta vera orðið alveg bráðnauðsynlegt fyrir suma og ég held að t.d nýi hásetinn gæti átt erfiða daga ef við hefðum ekki netið. Veðurspáin er góð fyrir næstu 48 klst en þá á hann að fara blása af suðri en ekki nein alvöru bræla held ég bara svona kaldaskítur (eða fræsingur ).

Trollc2 013

 

Svona leit þetta út í morgun þegar sólin var að byrja koma upp.

 

 

 

 

 

Trollc2 017

 

Borpallarnir Trollc Stena Don og svo lengra í burtu sést í TrollB.


Komið gott veður.

Eftir frekar leiðinlegann og erfiðann bræludag í gær hefur nú vind lægt og komið þetta fínasta veður og lífið farið að taka sinn vanalega gang supplybátarnir farnir upp að borpöllunum eftir að hafa slóað í gær. Skandi Seven farin út á Vigdisfelten eftir að hafa einnig slóað hér í gær.

TrollC 1 019

 

Í nágrenni við okkur og fyrir innan 2nm gæslusvæðins höfum við þrjá borpalla. Aðalpallinn TrollC síðan höfum við Songa Trym og Stena Don. Og þjónustuskip eru núna Havila Mars og Siem Topaz.

 

 

 

 

stena_don_450

 

Hér sjáum við Stena Don. Þessi borpallur var sá sem Greenpeace réðust gegn við Grænland í ágúst 2010. þegar verið var að bora þar. nánar tiltekið 29. ágúst.

 

 

 

 

 

songa_trym.jpg?idfam=101976&idimg=89527&nameimg=songa_trym

 

Hér er svo Songa Trym.

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo núna er bara að bíða og bíða og passa þennan kapall svo enginn komi og eyðileggi hann. Og senda skýrslur til Statoil á hverjum morgni. Það er eiginlega það mikilvægasta í þessu verkefni að senda skýrslunar og vera búinn að því fyrir kl 0800 á morgnanna ef það myndi gleymast gæti orðið leiðinleg mórall á morgunfundunum ef skýrslan frá Polarhav hefði gleymst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Komnir á TrollC felten

Já nú er kominn rúmur sólarhringur síðan við yfirgáfum Bergen og í þessum skrifuðu orðum er komin skíta bræla og veltingur allt annað en þegar við vorum Standby í Bergen. Annars gengur allt vel ens og er og vonandi kemur ekker óvænt upp á . En við eigum að vera hérna í 14 daga aðeins lengur en 4 dagar sem talað var um í upphafi. Verkefni sem átti að taka hámark 10 daga verður sennilega þegar upp verður staðið tæpir tveir mánuðir.

TrollC 1 018

Hér sjáum við TrollC borpallinn.

 

 

 

 

 

 

TrollC 1 021

 

TrollC og Skandi Seven skipið sem við erum að vinna með

 

 

 

 

 

TrollC 1 025

 

Og svona var þegar sólin var að setjast í gær held það verði nú ekki svona fallegt þegar hún sest í kvöld. En bara Stormur í boði í dag.


Ennnnnnn í Bergen

Kemur kannski á óvart en við liggjum ennþá við bryggju í Vaagen í Bergen og eigum 3 vikna afmæli í dag en nú eru þrjár vikur síðan við komum hingað. Við erum samt búnir að fá fyrirmæla um að við munum yfirgefa Bergen á morgun. En við sjáum til við höfum fengið svona fyrirmæli áður svo við vonum það besta annars fer bara nokkuð vel um okkur hérna.

þoka í Bergen 002

 

En svona var hjá okkur í gær þoka og hún var þétt og það var kald.

 

 

 

 

 

Bergenhöfn 4 034

Svona er venjulegt útsýni hjá okkur En hér er verið að koma með flutningaskipið sem varð fyrir vélabilun það heitir Red Cat ( rauði kötturinn). komu tveir dráttarbátar með þennan.

 

 

 

 

 

Bergenhöfn 4 032

 

Hér er svo Red Cat.

 

 

 

 

 

Við tókum MOB æfingu fyrir nokkrum dögum og fórum á léttabátnum til Laksvaag til að ná okkur í stál og ég tók ég nokkrar myndir í þessari æfingarferð.

Bergenhöfn 4 019

 

Hér sjáum við Havila Jupter.

 

 

 

 

 

Bergenhöfn 4 018

 

Mættum þessum voru einng með mob æfingu.

 

 

 

 

 

Bergenhöfn 4 025

Hér sjáum við inn Voginn

 

 

 

 

 

 

Bergenhöfn 4 021

 

Bergenhöfn 4 022

 

 

 

 

 

 

 

 

Já læt þetta vera gott frá Bergen í dag.

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband