Færsluflokkur: Bloggar

Vesturlandið og fleira.

Bergenhöfn 4 037Þessi kom í gærmorgun. Og þegar hann talaði við hafnarverðina í talstöðinni kom í ljós að þetta var færeyingur og færeyski báturinn Vesturland frá Hósvik.

 

 

 

 

 

Bergenhöfn 4 040

 Guard Vessel Vesturland.

Og hér sjáum við hann betur. Hann var að koma í skoðun hjá Statoil, en allir bátar sem eru í vinna í þessum bransa þurfa að fá góðkenningu að þau standist þær kröfur sem gerðar eru til vaktskipa og annara skipa í þessum bransa. Færeyingarnir hafa verið vinsælir þeir hafa verið ódýrari heldur en norsku skipin og verið með miklu færri áhafnarskifti, það skiptir færeyingana litlu máli hvort túrinn er 4 vikur eða 8 vikur þeir eru svona svipaðir og múkkinn líður best úti í ballarhafi. Þannig að færeysku bátarnir eru kannski með helmingi færri áhafnarskifti heldur en við. En alltaf gaman að sjá færeyinga. Þeir voru þrír um borð og einn var alveg helvíti líkur Árna færeyingi svona í fjarlægð var örugglega frændi hans.

Bergenhöfn 4 048

 

Svo seinnipartinn fór Vesturland aftur og hefur sennilega fengið grænt ljós til að halda áfram, ég veit ekki hvert þeir eru að fara og hvar þeir eru með verkefni en báturinn fór Norður frá Bergen svo sennilega Troll maður veit samt ekki. Þeir hafa leyfi til að vera þrír ef þetta væri íslenskur bátur væri lágmarksáhöfn fjórir menn.

 

 

 

Bergenhöfn 4 029

Þessi kom róandi inn Voginn í gær veit ekki hvað stóð til hjá honum kannski ætlaði hann á pöbbinn í gærkveldi hver veit. Þetta minnir man bara á það þegar maður var lítill heima á Bíldudal og Ingólfur Vald var að róa fram á voginn til að vitja rauðmaganeta og við púkarnir vorum alltaf að spyrja hann hvers vegna hann fengi sér ekki utanborðsmótor. En það væri nú gaman ef skektan hans Ingólfs væri nú en til og henni væri róið á voginum heima á sumrin.

 

 

Bergenhöfn 4 002

Rákumst á þessa þurrkví í Laksvaag hérna fyrir utan miðbæinn þessi er sennilega gömul og virðist ekki vera í notkun lengur getur þó vel verið.

 

 

 

 

 

Bergenhöfn 4 014

 

 New Venture Fairfield. Hafrannsóknarskip og seimic. Veit ekki hvað væri á íslensku. Skráður í USA.

 

 

 

 

 

Bergenhöfn 4 015

Sea Explorer. Rannsóknarskip einhverskonar ekki seimic skip. En er eigu fyrirtækis sem á mörg Seimic skip er skráður í Bahama

 

 

 

 

 

 

Við fengum jákvæðar fréttir í gær kl 1600 vinna hjá Skandi Seven er byrjuð á fullu og allt gengur samkvæmt áætlun og að öllu eðlilegu verðum við kallaðir til starfa annað kvöld (mánudag) gæti þó dregist fram á þriðjudag kemur í ljós kl 1600 í dag. Set svo mynd að lokum þegar Skandi Seven yfirgaf Bergen á miðvikudaginn síðasta.

Bergenhöfn 4 007


Enn í Bergen

Já við erum enn hérna í Vaagen í Bergen og reyna að láta tímanna líða hratt. Þetta er nú gott starf að liggja Standby enginn veltingur, enginn vélahávaði, enginn sjóveiki og svona mætti lengi telja. Góðu fréttirnar eru nú samt þær að vinnan byrjaði í gær og er þessi blessaði borpallur kominn á sinn stað án þess að við svo fórum úr höfn. Almenn vinna byrjaði svo kl 0700 í morgun að norskum tíma og ef allt gengur að óskum eigum við að yfirgefa Bergen á mánudaginn eða þriðjudaginn 7-9-13. Veðurspáin er góð næstu daga svo þetta ætti að ganga. Svo nú er kannski farið að sjá fyrir endann á verkefninu þessu standbyverkefni Polarhav.

Bergenhöfn 3 001

 

Nýi og gamli tíminn mættust má segja í Bergen fyrir nokkrum dögum. En hér sjáum við hefðbundinn farþegabát sem sigldi á Norsku ströndinni fyrir allnokkru síðan. Hann heitir Vestgar. Og var byggður 1957 hjá Höivolds.mek Verksted í Kristiansand. Er hann 35,23 m langur og 6,35 m breiður. Með Wichmann AC aðalvél sem er 480 hestöfl. Upprunalega var hann með tvær ljósavélar Lister 27 hestafla, þær eru nú sennilegar farnar en Wichmann er en til staðar. Hann hafði leyfi fyrir 252 farþega og var með sali uppi og niðri og það voru sæti fyrir 171. farþega. Var hann í notkun frá 1957 til 1979 þegar hans rúta var lögð niður. Þá var hann seldur og var fljótandi bænahús til að boða kristna trú og fékk nafnið Fredbudet. En var svo keyptur aftur 2007 til að endurbyggja hann í upprunalegt horf og varðveita minninguna um þessa tegund farþegabáta í Noregi. Rútan sem hann gekk var frá Oygarden til Nordoysund með viðkomu í Bergen og tók ferðalagið 5 klst og voru tvær ferðir á dag.

Bergenhöfn 3 018Svo er það nýi tíminn Fjord Prins. En hann gengur á milli Sogn og fjordene og Bergen. Hann er 38 metra langur og hefur tvær MTU vélar sem skila honum ferð upp á 36 hn Hann var byggður 1987 svo hann er aðeins yngri heldur en Vestgar. 

 

 

 

 

 

Í dag virðist ætla að rigna í Bergen en það er svo sem ekkert nýtt held við höfum fengið heila tvo daga sem hafa verið alveg þurrir enginn rigning. En það hefur verið hlýtt og t.d í gær var 18 stiga hiti hérna og gekk á með rigningaskúrum annars mjög gott veður. Heimamenn hérna segja reyndar að hér sé aldrei vont veður fólk velji bara ekki rétt föt þegar það fer út. 


Stril Merkur

Bergenhöfn 3 019

Hér sjáum við Stril Merkur. Sem er Standby/Rescue/Tug/Service Vessel.

Þetta skip er svona alhliða skip og t.d ef kæmi olíuhreinsistöð í Arnarfjörð þyrftum við sennilega að hafa svona sambærilegt skip. Hann hefur mikla möguleika varðandi allskyns sem getur hent í þessum bransa eins og öflugt slökkvikerfi, tæki til að berjast við olíuleka svo að sjálfsögðu almenn björgunarstörf. Einnig getur hann verið dráttarskip og svo framvegis. Svona skip verða að vera til taks í þessum bransa ef óhöpp verða og slys. Þetta er alhliða þjónustuskip á olíumiðunum.  

Hann er smíðaður á Spáni nánar tiltekið Gondan á þessu ári 2011. Hann er 97,55m langur 19,2 m breiður og ristir 6,48 m. Hann tekur 786 tonn af olíu og 439 tonn af vatni fulllestaður. Hann hefur togvindur upp að 120 tonnum og togkraftur er ca 250 tonn. Hann er með tvær Mak vélar hvor um sig 4500 kw. Hjálparvélar eru fimm. Ein Caterpiller sem skilar 2350 kw, tvær sem skila 968 kw og svo ein sem skilar 601 kw, svo hefur hann eina neyðarrafstöð sem er 230 kw. Skipið er búið Hybrid kerfi eins og í Toyota og er það með tvo 2. MW mótora til að keyra inn á skrúfurnar Scana Volda Skrúfan er 4 metrar í þvermál og er 4.blaða. Skipið hefur fjórar hliðarskrúfur. eina að framan sem er 1200 kw tvær að aftan sem er 800 kw hvor og svo eina Azimuth skrúfu sem er 1800 kw. Hámarkshraði er 21,5 hn í góðu verði en 20,0 hn í kaldaskít eða brælu. Olíueyðsla í svona venjulegu standby verkefni er svona 4 til 7 tonn af olíu á sólarhring. (Polarhav Standby og Guardvessel fer svona með 350 ltr af olíu í svona venjulegu verkefni ). Það eru íbúðir fyrir 40 manns en í áhöfn eru 18 manns.

Hann kom hérna inn fyrir ca 5 dögum síðan og er sennilega eins og Poalrhav í Standbymode.

Allt er við það sama hjá okkur hérna í Bergen Skandi Seven kominn aftur í höfn og nú eins og staðan er núna er reiknað með að skipið fara í fyrsta lagi á fimmtudag eða föstudag. En gæti breyst skyndilega ef langtímaspáin breytist svo við verðum að vera á tánum.Tounge.


Enn og enn Standby í Bergen

Við erum ennþá Standby hér í Bergen, lítið að gerast og Skandi Seven ekki ennþá byrjaður að vinna þarna úti á Troll C svo við erum best geymdir í Bergen að mati yfirmanna Subsea7. Nú reikna þeir ekki með að byrja að vinna fyrr en á föstudag hjá föstudag svo það fer að styttast í áhafnarskipti hjá Polarhav. Nei ætli það. Það verður fundur í dag með framhaldið og við bíðum spenntir.

Á miðvikudag verða liðnir 21. dagur frá þvi ég kom út til að gera Polarhav klárann fyrir þetta verkefni og verkefnið byrjaði svo formlega fyrir 16 dögum. Svo tíminn er fljótur að líða verkefni sem átti að taka 7 til 10 daga er þegar orðið ljóst að það verður ekki minna en mánuður og allann tíma hefur skipið verið í Standby stöðu. Sideways en eins og þeir segja þá þá tikkar mælirinnGrin.

Bergenhöfn 3 014

Hér Sjáum við KL. Saltfjord þetta er einn öflugasti eða bara sá öflugasti ásamt systurskipi sínu KL. Sandfjord dráttarskip sem norðmenn eiga.

Hann er 95. metra langur 24.m breiður og ristir 7,82 metra. Hann hefur tvær Wartslia aðalvélar 7680 kw hver og skrúfurnar eru tvær og eru 4,9 m í þvermál. Hann er með 5 hjálparvélar Caterpiller og er hver 2200 kw. Þrjár hliðarskrúfur hefur hann tvær að framan og eina að aftan og er hver 1200 kw. Togkraftur er 600 tonn og hífigeta t.d hífa upp akkeri er 397 tonn.  Hann getur verið með 6200 metra af 76 mm vír og ef hann skiftir yfir í 86 mm vír getur hann verið með 4500 m síðan er hann með 2500 m af 103 mm vír. Hann er með íbúðir fyrir 70 manns í 14 eins mannsklefum og og 25 tveggja manna svo hefur hann 6 eins mannsklefa fyrir önnur not. Hann eyðir 75 tonnum af olíu ef keyrt er á fullu sem er 18 hn og á vinnuhraða sem er 14 hn fer hann með 25 tonn og svo er hann með sparkeyrslu sem er 12 hn og þá fer hann bara með 16 tonn á sólarhring. Hvað ætli kosti að leiga þennan í einn sólarhring ekki gott að vita.


Enn Standby í Bergen.

Nú erum við búnir að liggja hérna í Bergen Standby í 8. daga og ekki útséð hvenær því líkur. Skipið sem er með okkur í þessu verkefni heitir Skandi Seven það fór frá Bergen fyrir sólarhring síðan en hefur ekkert getað unnið á svæðinu vegna veðurs svo "Polarhav á bara liggja Standby in Bergen"

Hér eru upplýsingar um Skandi Seven.

The Skandi Seven is a construction / flexlay vessel capable of operating in water depths up to 3,000m. Equipped with a vertical lay system* for deployment of flexible products, with a top-tension capacity of 110t and twin workclass ROVs.

• Length 121m x breadth 23m

• Deck area 1,300m²

• Heave compensated 250t crane

• Provision is also available for 300t reels on deck or 18m diameter carousel

• Single enclosed ROV hanger for side launched and moonpool launched ROV systems

seabed

120. manns í áhöfn. Það er með fjóra krana sem eru nokkuð öflugir :

250t at 14m (harbour lift)

250t at 12m (subsea lift)

230t at 13m (ahc subsea lift)

190t at 12m (subsea lift at 2500m

Skandi_Seven_at_tweaking_stage_MG_4973

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér svo mynd af Skandi Seven dálítið stærri en Polarhav.

 


Í Bergen

Já við liggjum í ró í Bergen og bíðum nýrra fyrirmæla fengum fyrirmæli á föstudaginn og þau hljóðum upp á að við myndum fá ný fyrirmæli á mánudaginn. En það er bræla á miðunum og lítið hefur verið hægt að vinna á svæðinu. En þeir eru að vona að hægt verði að ljúka verkinu í næstu viku. Svo við höfum bara verið að spassera í bænum.

Bergenhöfn 001

 

Hér sjáum við sundbátinn sem ferjar fólk yfir Vaagen í Bergen, það er einn í áhöfninni sennilega bæði með vélstjórnar og skipstjórnarskírteini.

 

 

 

Hann má taka 15 farþega og gengur hann frá kl 0800 til 1600 og er ferð á 10 mín fresti. Hef séð svona bát einnig í Kristiansund.

 

Örnes Bergen 3 015Hérna sjáum við yfir bæinn eða borgina þetta hlýtur borg yfir 340 þúsund íbúar á Bergensvæðinu. Við fórum með kláfi upp á fjallið fyrir ofan Bergen og það kemur þessi mynd.

 

 

 

 

 

Örnes Bergen 3 023

 

Hér sjáum við leiðina upp sem kláfurinn fer held að þetta sé 560 m þangað upp og mesti halli er 27 gráður.

 

 

 

 

Bergenhöfn 009

 

Hér sjáum við Odd Lundberg en hann kom hingað í gærkveldi sennilega að koma af makrílveiðum eða bara koma vegna brælu.

 

 

 

 

Bergenhöfn 007

 

Havila Clipper kom áðan veit ekki hvað hún er að gera hérna.

 

 

 

 

 

Bergenhöfn 003Hér sjáum við inn á Normand Ferking nokkuð hressilegar baujurnar sem eru þarna.

 

 

 

 

 

 

 


Sandnessjoen til Bergen

Ferðin hefur gengið frekar hægt hjá okkur enda búið að vera leiðndaveður. Frá Ssoen fórum við til Rörvikur innanskerja góðu veðri tókum 20 þús ltr í þar og héldum svo áfram

Örnes-Bergen2 002Þessi tók fram úr okkur á leiðinni frá S.soen til Rörvikur Fonnes heitir hann og renndi sér fram úr okkur á 13 sjm.

 

 

 

 

 

Við héldum svo frá Rörvik og fórum svo inn fyrir Hitru og svo áfram framhjá Kristiansund þar þarf að fara aðeins út fyrir skerjagarðinn og fengum við ágætt veður þegar við sigldum þar, þá var vindáttin að snúa sér frá SV til NV.

Örnes-Bergen2 015Þessi renndi sér fram úr okkur í sundinu milli Hitra og lands en þar var smá stapp á móti og Polarhav var bara á rúmum 6 sjm á klst en þessi renndi sér fram úr á 12 sjm.

 

Svo sigldum við innan skerja framhjá Alasundi í gegnum Fosnavaag og síðan var stefnan sett út fyrir Stad en það er nes sem teygir sig fram og þar framhjá þar allur sjórinn að fara til að komast áfram norður sem sagt getur verið mjög leiðinlegt sjólag og það var líka raunin í þessari ferð veltingur og bara leiðindi en sem betur fer stóð það ekki lengi yfir.

Örnes-Bergen2 026Hér sjáum við kannski hvers vegna það getur verið frekar leiðinlegt því þarna er misdýpi mjög mikið og þarna erum við að fara mjög nærri landi fyrir innan Stad áður en við tökum stefnuna inn til Maaloey. 

 

Þegar komið er fyrir Stad settum við stefnuna inn með Maaloey og eftir það var bara þægileg ferð innan skerja alla leið til Bergen, þó það hafi verið stormur í hafinu þá vorum við bara í sléttum sjó og nánast í logni.

 

Örnes-Bergen2 035Hér sjáum við Baatbygg í Raudeberg á eyjunni Maaloey. En þessi mynd er sett inn fyrir Gumma frænda bara svona til að fá góðu minningarnar um þær fínu sex vikur sem við áttum þarna fyrir all mörgum árum.

 

 

 

 

 

Örnes-Bergen2 041Þessi var að koma úr slippnum þegar við sigldum framhjá hafði fengið nótina í skrúfuna og fór að leka hjá honum með öxlinum

 

 

 

 

 

Örnes-Bergen2 044Maaloey, þarna er fínt Diskótek eða var allavega fyrir mörgum árum og hafa margir vestfirðingar stigið trylltann dans.

 

 

 

 

 

Örnes Bergen 3 003Hérna erum við svo á leiðinni frá Maaloey til Bergen og stundum er þröngt þar sem sigld er sést kannski nógu vel á þessari mynd

 

 

 

 

 

Örnes Bergen 3 014 

Hér erum við svo komnir til Bergen eftir 3 1/2 sólarhrings siglingu. Og erum í Standby stöðu og enginn veit hvað lengi það er aðeins í höndum veðurguðanna. En það sést glitta í Polarhav þarna .

 

 

 

 

Örnes Bergen 3 011Svo hér sjáum við Polarhav við kaja í Bergen og í Standby mode.


Sandnessjoen í nótt.

Máttum inn til Sandnessjoen í nótt fengum smá vandamál með rafmagnið rofi gaf sig við aðra ljósavélina og fengum við nýjan og var hann settur í í morgun.

Örnes-Bergen 1 002

 

Að koma inn til Ssoen í nótt.

 

 

 

 

 

Örnes-Bergen 1 004

 

Svona var S.soen í morgun

 

 

 

 

 

Örnes-Bergen 1 005

 

Kannski Kalli Garðars á nýja bátnum?

 

 

 

 

 

Örnes-Bergen 1 007

 

Mættum þessum áðan Ronja eitthvað fara með lax eitthvað.

 

 

 

 

 

Örnes-Bergen 1 009Bátar að skaka (juksa)

Örnes-Bergen 1 011


Lagður á stað.

Já við lögðum á stað frá Örnes til Bergen kl 15 í dag og eigum eftir þegar þetta er skrifað 500 sjm til Bergen áætlaður komutími þangað er kl 1125 miðvikudaginn 19 .okt samkvæmt tölvunni og ekki lýgur hún. Við erum fjögur um borð og er kynjahlutfall alveg í jafnvægi dálítið öðruvísi heldur en í fjárlaganefndinni en þar er bara víst ein kona. svo er bara vona að allt muni ganga vel.

Standby Standby

Já það er lítið að frétta af Standby skipinu Polarhav. Við liggjum en í höfn í Örnes og er allt orðið klárt og er áætluð brottför kl 15 sunnudaginn 16. okt og verður þá haldið til Bergen og eigum við að vera komnir þangað kl 15 á Miðvikudaginn 19.okt þar eigum við að leggjast að bryggju og fara í standby stöðu og bíða frekari fyrirmæla. Ég vona að það verði ekki eins og i sumar þegar Mærsk Logger var Stby í Kristiansund í nærri tvo mánuði og fóru fram áhafnarskipti tvisvar við bryggju í Kristiansund vona svo verði ekki hjá okkur því við höfum enga skiptiáhöfn Woundering. En það eru nú fínt að liggja við bryggju í BergenGrin.

 

Örnes júlí 2011 001

 

Hér sjáum við Holmvaag. Hann er að fara á síld má hann veiða 500 tonn og mun hann setja síldina í lás eða nót og kemur svo brunnbátur og dælir henni um borð og fer með hana til vinnslu. Það er alveg ævintýralegt verð núna á síldinni eða um 6 kr norskar fyrir eitt kg (120 kr íslenskar). Svo aflaverðmætið gæti orðið í kringum 60 miljónir íslenskar og hlutur á manninn milli 8 og 9 miljónir. Svo er ég að spá í að drífa mig að fara fiska Arnarfjarðarrækju og næ að fiska fyrir 10. miljónir ef ég verð heppinn sem gefur kannski 2,5 miljónir í hlut. Ég var á síld hérna fyrir þremur árum og þá fengum við 2 kr norskar fyrir kílóið svo verðið hefur þrefaldast á þremur árum svo það er bara gullgröftur að vera á síld eða uppsjávarfiski í dag. Þeir eru að vona að ná að fiska þetta á þremur til fjórum vikum svo það væri ekki slæmt að taka svona eitt stykki ágæt  íslensk árslaun á einum mánuði Grin.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband