Á morgun kemur nýr dagur

og Jakob enn í slipp Nordmek, má segja um stórklössun sé að ræða á nýja bátnum okkar.IMG_20200926_140127

Komið hefur í ljós mjög döpur vinnubrögð á mörgu varðandi bátinn og höfum verið á fullu að laga það núna. Í sumar ákvað ég og fjölskylda hætta að horfa aftur veginn, varðandi smíðina á bátnum og allt sem fylgir henni og náðu samkomulagi um bætur við Skipasmíðastöðina, en því miður klórar og rispar það sem ég og co höfðum ákveðið að leggja bak okkur ennþá og heldur fyrir manni vöku. Það jákvæða er að núna er verið að laga léleg vinnubrögð sem viðhöfð voru við smíðana á bátnum og framundan ættu að vera betri tímar í væntum 7-9-13.

Í þessari lotu á viðgerðum á bátnum var meiningin að skipta út öllum gluggum og komast fyrir þrálátann leka í lúgar bátsins, en ýmislegt fleira hefur því miður komið ljós sem hefur leitt til þess að sú hugsun hefur skotið upp kollinum að ég og mín áhöfn höfum bara verið ljónheppin fram að þessu að lenda ekki í algjöru stór hafaríi eða því verra s.s. algjörum skipsskaða, við höfum svo sem auðvita lent í ýmsu á þessu rúma ári sem við höfum átt bátinn s.s dregnir í land með brotinn gír sem betur fer í logni o.s.f.v. sem hefur verið skrifað um af mér áður, nú er ég farinn að líta of mikið aftur veginn.

IMG_20200926_140038

Í Nordmek er sem sagt búið að fjarlægja bryggjulista vegna grunns um leka inn í lúkar og stýrishús kom þá í ljós að stjórnborðsmegin hafði yfirbyggingin verið hreint og beint fúskuð saman og svo draslinu lokað með sparsli. Einnig kom í ljós að ekkert límkitti var notað til að þétta listann móti skrokknum svo Barentshafið átti greiða leið inn í bátinn. Þegar farið var að skoða lensportinn á bátnum kom í ljós að dekkið já sjálft dekkið á bátnum var á mörgum stöðum ekki plastað við skrokkinn heldur höfðu menn notað sennilega poylester sparsl til binda það saman og að sama skapi átti sjórinn í Barentshafinu greiða leið beint niður með lensiportunum niður í vél tildæmis.

Þegar báturinn var háþrýstiþveginn kom í ljós að hliðartskrúfutunnelen eða rörið fyrir hliðarskrúfuna hafði verið plastað beint á skrokkinn beint úr mótinu án þess að pússa, undiritaður gat rifið plöstunina af með höndunum og alls ekki langt í að báturinn hefði farið að mígleka vegna þess fúsks bara ótrúlegt það hafði ekki skeð.

IMG_20200926_105602

Svo skulum við tala um gluggana sem var aðal ástæðan við komum til Nordmek þegar þeir voru rifnir úr kom í ljós að þeir pössuðu engann veginn voru alltof lítið bognir. Vantaði milli 1-2 cm að framgluggarnir pössuðu og var þeim bara þvingað í hvernig sem þeir fóru að því veit ég ekki en gluggarnir hafa verið lekir síðan við fengum bátinn og hefur verið límkítti verið notað óspart til reyna halda þeim þéttum. Þetta er allt mjög alvarlegt og sjokkerandi fyrir okkur að komast að vinnubrögðin í kringum gluggana á bara alls ekki þekkjast í þessum bransa, sett ég stórt spurningarmerki við þessi svona vinnubrögð er bara svindl sem ætti að kæra til yfirvalda.

 

IMG_20200926_111657

 

Sést kannski vel hér hvernig var reynt að koma í veg fyrir lekann með síkaflex eða wurth límkitti og svo hvernig glugginn passar bara engann veginn i bátinn þegar við vorum búnir að losa hann

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo er það blessuð ljósavélin sem mér varð á að kaupa sem nýja en síðan kom í ljós er síðan 2011 reyndar ókeyrð okkur var sem sagt seld ljósavél “ný úr kassanum” sem hafði verið á lager síðan 2011 og söluaðilinn hefur síðan hún stoppaði 1 mars reynt að sannfæra mig að þetta eru eðlileg viðskipti og sennilega allt mér að kenna, hún gekk í ca 150 klukkutíma og hún er enn stopp í dag 28. september 2020. Umboðsaðillinn í Noregi getur ekkert gert fyrir mig þar sem vélarframleiðandinn segir að þessi vél sé löngu dottin úr ábyrgð. Ég hef farið fram á að fá nýja vél eða skila þessari vél og fá hana endurgreidda en söluaðilinn á Íslandi svarar því ekki.

Það hrundi olíuverkið við vélina vegna þess að það brotnaði gormur í verkinu. En sem sagt nú er verið að laga alla þessa hluti og kannski loksins fáum við nýjan bát góðu ári eftir að hann var afhentur. En þetta er fimmta sinn sem við förum með bátinn í slipp síðan við fengum hann afhendann. Og því miður þrátt fyrir við ætluðum byrja horfa fram veginn urðum við að taka u-beygju og fara tilbaka og fylla upp í holurnar áður en við getum haldið áfram veginn. Maður hefur oft hugsað í öllu þessi ferli allskonar heilræði eins og “ lærir meðan maður lifir”. “Ekki er ein báran stök”. “Brött ætlar brekkan að vera” o.s.f.v.

Sem betur fer hefur tekist vel að fiska á bátinn þegar við höfum haldið til sjávar og árið 2020 hefur verið frekar gott þrátt fyrir allt og loksins síðan við fengum bátinn náðum við að sýna jákvæða niðurstöðu fyrstu 6 mánuði og aftur nú við 8 mán uppgjör, sem var ákveðinn léttir eftir blóðrauðar tölur fyrir árið 2019, sem við eiginlega komust bara í gegnum fyrir skilningsríkann bankastjóra sem hefur haft trú á okkur þrátt fyrir allt.

Margir vinir mínir hafa spurt mig hvernig ég hef komist í gegnum þetta allt saman andlega, ég get alveg sagt það þetta hefur sko tekið sinn toll andlega og langþreytandi og hugsið bara alla þá orku sem ég og co höfum þurft að nota sem hægt hefði verið að í annað svo sem veiðar eða bara slá garðinn heima svo dæmi séu tekið. Það tekur nefnilega á að vera alltaf í brattri brekku og og ná aldrei upp á toppinn eða vera stanslaust í brælu ná aldrei að sigla lygnann sjó.

Það þýðir svo sem ekkert að gefast upp við ætlum allavega reyna við brekkuna áfram og við erum sannfærð um að þegar báturinn verður sjósettur hjá Nordmek vonandi eftir ca 10 daga munum við byrja að mjakast hægt og rólega upp og hættum að þurfa líta aftur fyrir okkur og u-beyjgur verða bara ekki í myndinni.

Vill svo taka það fram að báturinn var byggður á tveimur stöðum þ.e.a.s fyrst var skrokkurinn steyptur og gerður fokheldur á Akranesi Skaginn hf eða Þorgeir og Ellert hf eða hvað þetta batterí heitir eða hét má auvita setja spurningarmerki hvað á að  kalla allt þetta fúsk og svo var hann seldur til Stykkishólms og við kaupum hann svo í framhaldinu þegar smíðin var lokið.

 

Endum þetta með þessum orðum “ Ég er eins og ég er “


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 134560

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband