Langt á milli

Mikið gengið á og mikið gerst síðan síðasta blogg var skrifað. Við á Jakob kláruðum vertíðina náðum að fiska um 80 tonn í febrúar 30 tonn af þorski og 50 tonn af ýsu. Þar sem minnkaði mikið af þoskkvótanum var ákveðið taka frí til að gera við bátinn en þá kom Korona svo Jakob hefur verið bundinn við bryggju síðan 1 mars. Stærsti róðurinn var 12,6 tonn á 40 bala en sá lakasti 7,0 tonn á 50 bala.

20200211_052429

 

 

Jakob með 11,3 tonn á 42 bala 70% ýsa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum 10 róðra frá 20 janúar til 29 febrúar en það voru margir bræludagarnir hjá okkur þessa vertíðina.

20200216_082931

 

 

Hér erum við með 12,3 tonn á 50 bala. Þarna vorum við frekar óheppnir því 8 tonn af aflanum var þorskur og setti plönin sem við vorum búnir laga úr skorðum veiddum þorsk sem við ætluðum að nota í þrjá róðra.

 

 

 

 

 

 

 

Í Apríl fórum við feðgar með Minibanken bátinn hans Svans Þórs til Lofoten nánar til Röst og beitum vormlinu með rækju vorum við 14 daga þar úti og fengum við 6 landlegu daga vegna veðurs. Við fórum 7 róðra með 3 bala en hver bali er með 240 króka svo við rérum með 720 króka. Stærsti róðurinn var 2,7 tonn eða 900 kg á hvern bala eða 3,75 kg á hvern beitann krók. Minnsti róðurinn var 1100 kg eða 366 kg á balann sem gerir 1,52 kg á hvern beitann krók. Meðaltalið á vertíðinni var 723 kg á balann eða 3 kg á hvern beitann krók. Við beitum línuna sjálfir og beitum við rækju frá Íslensku Útflutingsmiðstöðinni og var hún veidd af Taurus. Ég beiti 2 bala og Svanur einn. Við höfðum 2 stubba með 3 bölum. En vormlínan er látinn standa yfir nótt þar sem henni er fleyt frá botni við vorum að fleyta henni 3 til 10 fm eftir dýpi og lóðningum.

20200411_072148

 

Svanur Þór skipper og eigandi af Minibanken N-208-ME

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20200401_153520

 

Minibanken við bryggju í Röst við þessa bryggju höfðum við fast bryggjupláss og beitngarskúra með íbúð upp svo það var stutt að fara beita 

 

 

 

 

 

 

 

received_3685243618214942

 

Þarna er skipstjórinn á Jakob og undirirtaður að leggja línuna í Röst allt klárt hjá kallinum

 

 

 

 

received_441988839928716

 

Lestin full á Minibanken eftir góðann róður með 3 bala.

 

 

 

 

Eftir að við komum heim frá Röst laugardag fyrir páska byrjaði ég að útbúa Jakob til grásleppuveiða og í dag 20.04 erum við loksins tilbúnir til halda til veiða er planið að steina niður netin á morgun þó svo að engir steinar séu notaðir lengur. En var þetta svolítið púsluspil en verður mikið auðveldara á næsta ári. Svo á miðvikudaginn reikna ég með að við getum farið og lagt netin og allavega fengið fyrir kostnaði.

Netaspilið komið um borð og niðurleggjarinn.

20200417_123048

20200417_123113


Sjaldan er ein báran stök

Stundum er sagt ekki er ein báran stök. Og það á sko 100% við hjá mér núna með nýja Jakob. Þvílík vandræði og erfiðleikar sem ég hef átt í síðan við fengum þennan glæsilega bát afhendann 7. Júni 2019. Þetta virðist engann enda ætla taka. Við höfum komist í 25 róðra síðan bátur var afhendur báturinn hefur verið á verkstæði í 84 daga, og því miður ekki allt búið ennþá, þegar þetta er skrifað liggur fyrir að báturinn þarf á nýrri klössun að halda, sem mun taka að öllu líkindum minnst 30 daga eða meira. Eftir að við fengum bátinn úr síðasta hafrí í lok nóvember rérum við til 16 desember við náðum að öngla upp kvótann en tapið samt gríðarlegt fyrir áhöfn og útgerð haustið 2019.

 

Vegna þessa er reksturinn hjá okkur orðinn mjög þungur fyrst og fremst við getum ekki notað atvinnutækið okkar til afla tekna. Uppsafnaðir sjóðir eru löngu þurrir bæði vegna mikilar seinkunnar á afhendingu á bátnum og svo hefur báturinn meira og minna verið á verkstæði síðan hann var afhendur að gera við bátinn.

Við ætlum ekki að leggja ár í bát strax þó svo áralagið hafi ekki verið fallegt. Þegar þessi orð eru skrifuð liggjum við í Båtsfjord við erum búnir að fara einn róður frá áramótum en við komum hingað norður eftir 15 janúar. Ágætt fiskeri var í þessum fyrsta róðri eða 11,3 tonn og þar af var ýsa 8 tonn svo þetta var góður róður.

20200118_075244

 

 

Hér er Jakob með 11,3 tonn 

 

 

 

 

 

Á landleiðinni fengum við leka með glugga stjórnborðsmegin sem gerði það að verkum að sjóvatn átti greiða leið í rafeindabúnað fyrir siglingartæki sem svo varð til þess að algjört blackout varð hjá okkur þegar við áttum eftir 12 sjm í Makkaur, eina siglingartækið sem virkaði fyrir utan kompásinn var radar svo höfðum við dýptarmælir veður var svo sem þokkalegt svona kaldafýla fra SV.

Svo það var frekar súrsæt stemming þegar loksins báturinn var komin upp til Båtsfjord rétt eftir miðnættið aðfaranótt laugardagsins.

Síðan þá höfum við haft viðgerðarmenn um borð alla vikuna hefur rafeindavirki verið um borð og svo þegar brælunni slotaði var farið í það að taka út gluggann og þétta hann upp á nýtt og já það hefur verið bræla nánast alla vikuna sem gerði það að verkum að ekki var hægt að fara í gluggann fyrr en í gær fimmtudag og nú erum við að bíða eftir því að sikaflesxið taki sig já við misstum einn róður útaf þessu en bara einn þar sem var nánast bræla alla vikuna allavega fyrir okkur.

20200123_091305

Eftir þetta með gluggann er alveg ljóst að báturinn má einu sinni enn fara í klössun já nýr báturinn en eftir að sjá fráganginn á þessum glugga er nokkuð ljóst að allir gluggarnir þurfa úr bátnum ,eins þarf að komast fyrir leka sem er að pirra okkur í lúkar svo 2020 ætlar að heilsa okkur svipað og allt árið 2019 var.

 

En lítið annað hægt gera en taka þessu .

 

 

 

 

 

 

20200123_100427

 

Glugginn kominn úr og svo settum við hann aftur í með miklu sikaflexi og því sem til þurfti. Við urðum að byggja upp hornin því sá eða sú sem skar út fyrir gluggunum hefur ekki verið flinkur/flink með stingsög ég hefði getað gert þetta betur. En þetta var gert á Akranes þar sem skrokkurinn var gerður á sínum tíma

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nú kemur það jákvæða Svanur Thor Jonsson hefur fjárfest í bátnum Minibanken frá Sund í Lofoten er þetta 10 metra langur Viksund bátur með ályfirbyggingu. Svanur kaupir bátinn af Svein Johansen frá Sund sem var góður vinur okkar feðga en því miður féll sá ágæti maður frá núna í byrjun Janúar 75 ára gamall en hann hafði glímt við krabbamein 2019. Svanur þurfti að sækja um leyfi frá Fylkesmannen i Nordland til kaupa fiskibát af því strákurinn var ekki orðinn 18 ára. Fylkesmannen samþykkti svo kaupin í gær svo nú stefnir í að ég verði háseti hjá Svani hans fyrstu Lofoten vertíð.

 

Nýjasta í útgerðarsögu fjölskyldunnar Minibanken sem Svanur Þór Jónsson hefur fest kaup áminibanken


Lausir úr slipp

Og komnir í gang eftir tæpar 6 vikur. Já Jakob var sjósettur 22. nóvember og eftir prufukeyrslu og ítarlega skoðun vorum við útskrifaðir. Balarnir voru svo teknir um borð Laugardaginn 24.nóvember og haldið til veiða. 

20191122_075634[1]

 

Jakob í Löfte á leiðinni til hafs

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessari viku höfum við gert 3 róðra tvo með 50 bölum og einn stubb með 30 bölum, fiskeri hefur verið þokkalegt 130-190 kg á balanum og helmingur ýsa. Við náðum í síðustu vikuna á ferskfiskordningen sem þýtti bónus fyrir okkur í staðinn fyrir að tæp 10 tonn af þorski hefðu farið í kvóta þá fóru 4 þannig að við eigum núna eftir 16 tonn án þessa bónus hefðum við átt 10 tonn eftir svo það er eftir miklu að slægjast í þessu og því er það sárt að hafa misst úr nánast allt haustið vegna þessara misstaka sem voru gerð i niðursetninguna á vélinni.

20191126_131423[1]

 

Verið að draga í síðustu veiðiferð.

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er bræla og bræluspá en Polarlægðir er að dúka upp hérna fram og til baka svo spáin breytist ört mikið á milli veðurspáa. En eins og spáin er komust við kannski á mánudaginn. 

20191130_120122[1]

 

 

Polarlægð eða polarlavtrykk útaf Austur Finnmark. Polarlægð er litlar staðbundar lægðir sem myndast þegar kald heimskautaloft kemur yfir heitann sjó þær geta verið mjög öflugar og yfirleitt vont veður í kringum þær. Þessar lægðir uppgvötuðust í kringum 1960 á gervihnattamyndum. Þessar lægðir finnast og eru kröftugastar í Barentshafinu, Japanhafinu, Norska hafinu og Alskabukta. Þær geta staðið frá 6 tímum upp í nokkra daga. En oft byrja þær myndast en verða svo ekki af öflugum lægðum þess vegna getur veðurspðin verið mjög misvísandi þegar um Polarlægð er um ræða. 


Búið að skrúfa saman samt enn í slipp

Nú er unnið við að setja saman í Jakob N-5-G, Nýr gír kominn og nýr öxul. Búið að setja nýjan öxull í bátinn og koma gír fyrir og á föstudaginn unnum við að rétta af vél og gír við öxul. Ekki búið ennþá hefur tekið tíma en ég er vongóður að það hafist á morgun en þá er klára dæmið og koma okkur á hafið svo við getum farið að byrja að fiska. Það er ca eins dags vinna eftir þegar búið er stilla vél og öxullinn saman, síðan er sjósetning og prufusigling og mæla aftur hvort ekki allt sé ekki alveg örugglega í lagi.

20191111_073220[1]

 

Þetta hefur gengið mikið rólegra en ég reiknaði með en ég var svo bjartsýnn að við Barents Skipsservice myndi klára þetta fyrir helgi, en það gerðist ekki. Slippurinn hafði frekar hægt um sig í koma þessu saman og tildæmis var ekki mikið unnið um borð á miðvikudaginn og bara einn að vinna á fimmtudaginn og föstudaginn og fékkst enginn til að vinna yfir helgina. Ég hastaði mig við þá á miðvikudaginn var eiginlega kominn með nóg svo ég ætla rétt að vona þetta klárist um miðja vikuna.

20191117_115940[1]

Ferskfiskordningen var lengt til 29. Nóvember svo ef við fáum bátinn um miðja viku náum við í síðustu vikuna og svo höldum við áfram og klárum kvótann fyrir áramót.

Það hefur verið gott fiskerí þessa vertíðina hjá flestum sem róa héðan í haust mikið betri en í fyrra á sama tíma meiri þorskur og ýsa og verðin eru hærri svo afkoman betri hjá flestum. Við vonum að við fáum góðann endir á 2019 og náum hífa upp aflaverðmætið svo við getum keypt okkur allavega nýja sokka fyrir jólin.

 

Samherjamálið er meira segja rætt hér í Båtsfjord og menn hafa sterkar skoðanir á því þó sérstaklega er þáttur DNB og peningaþvætti sem liggur mönnum á bjrósti sem er kannski skiljanlegt þar sem það snýr beint að norðmönnum. Og þessi almenna umræða hvernig stórfyrirtæki eru hætt að koma með gjaldeyrin heim þegar búið er að selja afrakstur af nýtingu auðlinda heldur er rjómanum fleytt ofan að og hann geymdur í skattaskjólsparadísum.

Nú þekki ég ekki til Í Noregi hvernig þetta var áður fyrir en við þekkjum alveg hvernig þetta var heima á íslandi þegar „sjávarútvegurinn“ var rekinn með botnlausu tapi og hver gengisfelling á fætur annari, en þá skaffaði sjávarútvegurinn eina gjaldeyrin sem þjóðin hafði og því var hagkvæmt stýra þessu. Allur gjaldeyrir skilaði sér heim en á móti var Sjávarútvegurinn núllstilltur og Sambandið og svokallaður Kolkrabbi skiptu svo öllu á milli sín. Þrátt fyrir það var hægt að byggja upp þá innviði sem þjóðin ennþá þekkir sem í dag eru reyndar molna undan þjóðinni.

Síðan breytist þetta sjávarútvegurinn einkavæddur í gegnum kvótakerfið og sjávarútvegurinn fer að blómstra þá byrjar græðgin menn að hætta koma með gjaldeyrin heim heldur ákveða geyma hann í skattaparadísum, gjaldeyrin fyrir afrakstur af nýtingu auðlindinni skilar sér ekki til Íslands. Þetta bara sýnir sig í gegnum útflutingsfyrirtækið Sæmark og nýlegann dóm gagnvart útgerðarmanni á Hellissandi, þar var greinilega útflutningsfyrirtæki sem aðstoðaði sýna viðskiptamenn að geyma hluta af söluhagnaði afurða í Skattaskjólsparadísum.

20191113_072714[1]En best hætta þessum bakþönkum.


Þetta ár farið í vaskinn. ( En ekki það næsta )

Þetta ár farið í vaskinn. Útgerðarlega séð ekkert hefur gengið upp og núna höfum við mátt bíða eftir nýjum gír frá Ítalíu í 14 daga ferðalag sem átti taka 3 hámark 4 daga með DHL express.

IMG_20191106_075250

 

 

Nýi gírinn loksins kominn í hús eftir allann þvælinginn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það versta fyrir okkur er að svokölluð ferskfiskordning fiskast upp á hverjum degi og við getum ekki tekið þátt en ferskfiskordningen hefur gert gæfumuninn fyrir okkar útgerð undanfarin ár.

IMG_20191108_135516

Af heildarkvótanum í þorski eru tekin 15.000.- tonn af þorski sem eru notuð í þetta verkfæri, hugsun á bak við þetta er fá upp fisk allt árið í Noregi ekki bara á svokallaðri Lofoten Vertíð. Í ár byrjað i ferskfiskordningen 15 apríl með 10% þorskbónus, 15 júlí var það aukið í 30%. Þetta virkar þannig að þú getur verið með svo og mikinn þorsk í aflanum sem ekki fer í kvóta, þetta er reiknað út á viku til viku. Sem sagt ef þú fiskar 10 tonn á viku meðan bónusinn er 10% færðu eitt tonn í bónus í þorski segjum sem sé af þessum 10 tonnum sé 7 tonn þorskur þá fer 6 tonn af kvótanum. Og þegar bónusinn verður 30% færu 4 tonn af kvóta.

Þetta hefur verið til auka mjög veiðar á þorski og ýsu á haustin bátar geyma hluta af kvótanum sínum og velja veiða hann á haustin sem verðut til þess að það kemur mikið magn af fiski á land á haustin sem áður voru nánast dauð yfirleitt er miklu hærra verð á fiski á haustin heldur en á vertíðinni. Þetta verður líka til þess að veiðist meira af ýsu og öðrum tegundum sem annars myndu ekki veiðast.

Nú er svo komið að meðan við höfum legið bilaðir hefur verið nánast hægt róa upp á hvern einasta dag og verið mjög gott fiskerí svo nú er aðeins eftir ca 1.300 tonn af ferskfiskordningen og fiskast ca 6-700 tonn á viku svo það er hámark eftir ca tvær vikur af ordningen. Svo þegar við komum í gang verður lítið eftir og við náum ekki drýgja kvótann eins og við vorum búnir að plana gera áætlun um. Á síðasta hausti náðum við að tvöfalda úthlutað kvóta sem sagt veiða um 90 tonn af þorski á einn 9 m þorskkvóta. Í ár hefur það ekki gengið eins vel við vegna þess að báturinn hefur verið meira og minna á þurru landi og eins og þetta lítur út í dag verður þetta max 50 tonn sem við náum að veiða svo er stór munur og tekjulega er þetta bara stór skellur sem verður kannski erfitt er að kyngja.

Þessir 14 dagar hjá DHL verða okkur mjög dýrir sem og allt klúðrið sem búið er að gera varðandi bátinn, nú erum við búnir að missa úr einn mánuð og allavega ein vika þangað til við verðum tilbúnir til veiða.

Til kóróna ruglið þá kom í ljós við skoðun á öxlinum að hann var boginn, mjög sennilega eða nánast örugglega, því Frydenbö í Öksfjord ráku bátinn niður þegar þeir tóku bátinn upp í ágúst og við það hefur öxullinn bognað. Svo það kemur bara ný orusta í fangið á manni þegar þeirri fyrri er lokið.

Boginn skrúfuöxull ætti ekki vera mikið mál finna öxulstál henda því í rennibekk málið dautt en þannig var það nú alls ekki við fengum að vita það væri 3-4 vikna afgreiðslufrestur á nýjum öxli hér í konungsríkinu Noregi.

En til gera langa sögu stutta eftir mikinn hama gang fundum við Renniverkstæði í Bodö sem gat tekið verkið af sér í einum grænum og í þessum skrifuðu orðum er verið að renna nýjan öxull þar, má segja þetta sé fyrsta flax sem við fáum í sambandi við allt þetta svo nú teljum við að ógæfuhlutanum er loksins lokið og nýr og betri kafli sé að byrja.

IMG_20191108_115037

Nóg af þessu svartsýnisrausi þýðir ekkert spóla í sömu hjólförunum alla daga. Ég hlustaði á morgunpredikuna á þriðjudagsmorguninn á P1 hjá NRK sama og rás 1 hjá RUV. Og var þessi predikun mjög góð, meðal annars sem Presturinn sagði: Einn dag komum við öll til að deyja en aðra daga lifum við. Þetta segir eiginlega allt sem segja þarf við skulum njóta lífsins meðan við lifum. Lifa lífinu lifandi, það sem er búið er búið nú horfum við fram á veginn.


Nýsmíðin hefur snúist í andhverfu sína !

Það sem átti vera gleði og spenningur að fá nýjan bát, en raunin hefur verið önnur nýibáturinn búinn að vera meira á verkstæði en í notkun. Í síðasta bloggi vorum við að leggja í hann frá Øksfjord þar sem báturinn hafði verið í 5 vikur í allskonar verkefnum það stærsta var byggja flottank vegna stöðugleika og svo var hitt og þetta sem mátti laga.

IMG_20191007_160712

 

Ekki Oft sem hægt er mynda bátinn á floti en hér liggjum við og bíðum eftir að vera dregnir í slippinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Øksfjord uppgvötaðist að mótorpúðarnir sem halda vél og gír voru ónýtir voru slitnir og vél og gír höfðu þá skekkst og myndað spennu milli öxuls og gírs það þurfti að beita afli til snúa skrúfunni svo skakkt var draslið.

IMG_20190927_100331

 

 

Hér sjáum við gömlu mótorpúðana eftir ca 900 tíma 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_20190927_100901

Þetta var lagað eða svo héldum við allavega og við héldum til Båtsfjord og byrjuðum að róa, róðranir í þetta skipti urðu þrír en þá dundi yfir næsta áfall Öxullinn í gírnum hreinlega brotnaði sem varð til þess að við urðum vélarvana 6 sjómílur norður af Batsfjord. Reidar Von Koss ( sem er bjögunarskipið hérna) kom og bjargaði okkur en gott var í sjóinn alveg logn sem er ekki oft á þessum slóðum á þessum árstíma.

 

 

 

 

 

 

Sennilega hefur einhver mótorpúði gefið sig mjög fljótlega eftir sjósetningu og við siglt frá ‘island til Noregs með vélina jafnvel skakka svo það vakna margar spurningar upp varðandi þetta allt saman. Svona mistök eru eiginlega ófyrrgefanleg maður getur fyrrgefið að notaðir eru svartar rær og skrúfur í staðinn fyrir rústfríar, að menn gleymi að setja límkitti undir bolta göt sem er verið að loka en þetta sjálf niðursetningin á vélinni pumpan hjartað í bátnum er eiginlega rothögg.

IMG_20191014_103029

 

Hér sjáum við hvernig þetta hefur brotnað öxullinn kubbast í sundur við leguna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég játa alveg góðfúslega að þetta síðasta högg var nánast rothögg það var ekki mikið eldsneyti eftir á tanknum hjá mér þessa nótt þegar við biðum eftir björgun. Lítil fugl hvíslaði að mér nú væri nóg komið og ég skildi bara hreinlega gefast upp. Öll orkan sem ég hef þurft að nota á þessu herrans ári 2019 í allt annað en ég ætlaði mér hefur reynst mér þungt maður áttar sig ekki á því fyrr en maður upplifar svona hvað svona basl og tekur á.

IMG_20191025_110702

 

 

Gírinn á leiðinni úr bátnum eftir ca 950 tíma 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En í stuttu máli var ekki hægt að gefast upp ég er nú þannig alinn upp og svo Aston Villa fan og við gefumst ekki upp og Sólrún konan mín sem þekkir mig bara nokkuð vel stóð við bakið á mér og bara smá hvatning á facebook frá vinum hefur verið dýrmæt. Ég hef ákveðið að horfum á björtu hliðarnar það er alltaf hægt skipta um ein gír sem er bara járnstykki smíðað á Ítalíu það urðu engin slys á fólki þú veist aldrei hvenær svona getur gerst, að missa vélarafl til sjós er aldrei skemmtilegt og oft hefur það gerst við miklu verri aðstæður og jafnvel líf tapast.

 

2019 hefur reynst Jakobsen Fisk AS þungt félagið er búið að vera nánast tekjulaust síðan á haustmánuðum 2018, nýji báturinn átti vera tilbúinn 1 janúar 2019 en við fengum hann ekki formlega afhentann fyrr en 16-17 júní 2019 og síðan við fengum hann afhentann höfum við getað róið í 6 vikur svo það þarf engann íslenskann hagfræðing til sjá það að þetta er búið reynast okkur mjög þungt og minnkað ískygilega í buddunni okkar í Gildeskal Sparebank. Tapaðar tekjur er ekki hægt þéna en vonandi verður hægt að lokum skapa nýjar tekjur sem munu koma bæði mér og félaginu til góða

IMG_20191023_142501

 

Jakob Liggur núna við Barents Skipsservice hérna inn í firði eins og við i Båtsfjord segjum og bíður eftir nýjum gír, nýjum mótorpúðum, nýjum ásþétti og vonandi nýrri skrúfu Skrúfuöxull fer í rennibekk strax eftir helgi hvort hann sé ekki alveg örugglega beinn, ef allt gengur upp getum við byrjað setja saman i næstu viku nema gírinn sem er á leiðinni er týndur en vonandi finnst hann. Svo ef allt fer eftir bjartsýnistu mönnum gæti báturinn verið kominn á flot 6 til 8 Nóvember en þá eigum við eftir ca 6 vikur til að klára árið með stæl.

 

 

Við eigum eftir ca 20 tonn af þorski og svo við komum til reyna blanda þetta með ýsu og nýta svokallaða ferskfiskordning en við fáum 30% bónus á þorskkvótann núna fyrir landa honum til vinnslu á þessum árstíma. Svo það er grátlegt að tapa þessum vikum núna. Gróflega hef ég reiknað við séum búnir að missa nú þegar um 6 róðra síðan óhappið gerðist og ef við tökum fiskerið hjá Ingvaldsson og Myreng Fisk en þar höfum við haldið okkur er hreint tap ca 900.000.- norskar krónur ca 13,5 mil íslenskar krónur.


Haustblogg

Eftir frekar tíðindalítið sumar kemur blogg, Við tókum við nýjum bát í júni 2019 ( átti vera tilbúinn í janúar svo mars 2019). Frá Stykkishólmi sigldum við til Bíldudals og náðum í búslóðina okkar en við fjölskyldan seldum húsið okkar á Bíldudal í sumar.

IMG_20190608_183107

 

Eftir sólarhringsstopp sigldum við svo áleiðis til Noregs fengum við skínadi veður fyrir utan á Faxaflóanum var fræsingur og síðustu 10-12 tímann þegar við nálguðumst Færeyjar fengum við á okkur Norðaustan skítabrælu. Við tókum gott stopp í Torshavn enda ákváðu við að vera ekkert að stressa okkur og það fór vel um okkur í miðbæ Þórshavnar eins og við skildum segja.

 

 

 

 

 

IMG_20190611_224248

 

Eftir gott stopp í Torshavn settum við stefnuna á Noreg á Fosnavaag bæ fyrir sunnan Alasund veður var frekar leiðinlegt fyrstu klukkutímana en þegar við nálguðumst Hjaltlandseyjar vorum þó ca 70-80 sjómílur norðan við eyjarnar fór að hægja og fengum við fínt veður upp að norsku ströndinni og svo upp alla ströndina en endastöðin í þessu ferðalagi var Batsfjord.

 

 

 

 

 

 

 

Þar gerðum við út í sumar eins og síðustu 6 sumur sama mynstur Svanur á Sjónum og þær mæðgur í beitingarskúrunum gekk sumarið svona þokkalega við fórum 17 róðra en um miðjan ágúst var farið með nýja bátinn til Öksfjord fyrir sunnan Hammerfest í slipp hjá nýji báturinn mátti í slipp og það var nóg sum þurfti að gera sem hefur svona haft blendnar tilfinningar er alltaf gaman að taka á móti nýjum bát en þegar báturinn virkar ekki og hvert óhappið kemur fram eins og domino kubbar í frjálsu falli verður þetta mjög erfitt en það þýðir ekkert að leggja árar í borð heldur verður maður að róa á móti strauminum og vona fljótlega komi fallaskipti svo straumurinn fari fljóta með manni í staðinn fyrir á móti.

received_408014729829546

 

Fiskeri var gott stærsti róðurinn var 10,5 tonn af grálúðu og þorski en sá minnsti tæp 800 kg af ýsu, Við rérum yfirleitt með 42 bala í sumar nema á grálúðunni þá fórum við með 60 bala, minnsti róðurinn var reyndar á 16 bala um 50 kg á balann. Á morgun mánudag á Jakob loksins að fara niður eftir rúmar 5 vikur á verkstæði í þetta skipti við verðum trúa því að nú verði allt í lagi. Þá er planið að fara upp Batsfjord og reyna öngla upp einhvern fisk.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í slipp í Øksfjord beðið eftir báturinn fari á flot.

IMG_20190929_163222


Komið nýtt blogg

Langt síðan ég hef skrifað hér inni, eða 7 mánuðir, margt hefur gerst í mínum málum Jakobsson+ N-19-G var seldur og heitir núna John Martin og er skráður í Batsfjord. Ég réri Magny sem var 15 metra timbur bátur haustið 2018. Frá Janúar hef ég nánast verið í Stykkishólmi þar sem nýi báturinn okkar er byggður, átti hann að vera tilbúinn í janúar en nú er komið apríl og smíðin er á lokametrunum.

IMG_20190413_163709

 

 

 

 

 

 

Báturinn hefur fengið nafnið Jakob eftir föður mínum og hefur fengið fiskinúmerið N-5-G, vonast ég til að geta siglt honum heim til Noregs eftir páska. Í byrjun april fékk ég norskann ríkisborgararétt og afsalaði ég mínum íslenska ríkisborgararétti þar sem Noregur býður ekki ennþá upp á tvöfald ríkisfang. Þar sem ég er orðinn norskur ríkisborgari get ég nú eignast báta yfir 15m og stærri kvóta. En ég gat ekki átt meira en 40% í hlutafélagi í norskum sjávarútvegi sem erlendur ríkisborgari svo þessi staða var farin áhrif á hlutafélagið mitt en nú er ég orðinn norskur og get eignast félagið allt þess vegna. 

IMG_20181110_130010

 

Gamli Jakobsson orðinn blár og fengið nafnið John Martin F-19-BD

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_20190220_160747

Svanur Þór fékk bátinn sinn Lovísu skráðann sem fiskibát og hefur hann fengið skráningarnr N-29-G, er því komnir tveir fiskibátar í fjölskylduna hér úti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_20181201_055451

 

Magny N-444-ME við koma úr róðri af Nordkappbanka, Og var allt fullt þarna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Andraútgerðin liggur í dvala og virðist ekkert liggja fyrir en Andri fari í brotajárn er dálítill eftir sjá eftir þeim fína báti en hann liggur á Bíldudal og er farinn að verða dálítið rústaður og farinn gera sér grein fyrir örlögum sínum Hef þetta ekki lengra að sinni og ætla reyna að vera duglegri að blogga í sumar á nýja bátnum

IMG_20181228_124750

Sigling á Lovísu í Sörfirðinum þar sem við höfum haft vetursetu.


Helsta nýtt

Ég hef ekki skrifað mjög lengi er trúlega lengsta ritstífla sem ég hef haft síðan ég byrjaði með bloggsíðuna mína. Eigum við ekki segja ég sé búinn að vera mjög upptekinn undarfarna mánuði. Síðasta blogg var 27.04.2018. En margt hefur gengið á síðan 27.04 þegar ég var staddur í Svolvær fá bátinn skoðann, heil sumarvertíð er búin sem inniheldur grálúðu, ýsu og þorsk.

IMG_20180904_195941

 

Heilt yfir gekk sumarið vel og er eiginlega besta sumarið hjá okkur í þessari útgerð sem spannar nú á fimmta ár. Við rérum á línu í sumar með botnlínu,flotlínu og vormlínu.  Sumarið 2018 í Finnmark var líka með besta móti og komu dagar sem maður óskaði þess að hafa loftkælingu í húsinu. Heitasti dagurinn sjónum var 22 gráður og var þá verið að draga línu útaf Persfjörð sem er fjörður rétt vestan við Vardö til gamans var kaldasti dagurinn hjá okkur á vetrarvertíðinni -18 gráður.

Eftir að vera hálfpartinn búsettur í Noregi síðustu 8 ár tók fjölskyldan öll stóra skrefið í sumar og fluttum öll varanlega til Noregs. Var það frekar skrýtið að pakka saman á Dalbraut 30 eftir 20 ár þar og komu upp margar minningar sem nánst voru gleymdar en til gera langa sögu stutta fluttum við frá Íslandi 17 ágúst og byrjuðu yngstu börnin i framhaldsskóla hér þann 20 ágúst. Í fyrsta sinn síðan feb 2011 erum við hjónin með sama heimilsfang en við höfum undanfarin 7 ár verið skráð sem hjón ekki samvistun hjá Hagstofu Íslands en nú höfum við bæði sama heimilsfang en ekki lengur hjá Hagstofunni heldur hjá Folkeregistering en við búum á litlum stað sem heitir Sörfinnset og við búum við Sörfinnsetveien 12.

 

Það var kannski skrýtið að kveðja Bíldudal eftir nánst 45 ár samfelda sögu því að sjálfsögðu á ég margar  góðar minningar en einnig nokkrar daprar sem er tengdar Bíldudal en hvort það sé staðnum sem slíkum að þakka eða fólkinu sem var með mér skapa þessar minningar er svo allt önnur saga en að  kveðja var ekki eins  erfitt og ég hélt það yrði  ég var í raun löngu síðan fluttur og nánst búinn að kúpla mig út úr því daglega. Má segja eina sem tengdi mig við Bíldudal síðustu árin var fjölskyldan, sagan og traustir vinir en eins og einhver sagði þar sem manni líður vel og hefur sína hjá sér á maður heima enda er hver staður bara punktur i stóra heiminum svo orðið heima er eiginlega smá afstætt kannski ef ég kynni að spila á gítar,syngja og drekka rauðvín eins og kollegar okkar fyrir vestan okkur segja sé eina sem Bíldælingar kunna að gera væri söknuðurinn kannski meiri hver veit.

DSC_0136

Stundum er sagt að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi kannski er það rétt þar sem ég hef sett smá spurningarmerki við Laxeldi  sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér en ég hef sagt mínar efasemdir sem reyndar eru ekki bara byggðar á sandi ég átti rauninni smá hagsmuni var og er aðili að rækjuútgerð sem hefur nýtt Arnarfjörðinn til framfleyta sér og sínum lengi undir ábyrgu eftirliti. Eftir að hafa tjáð mig aðeins um þennan málaflokk var mér bent á það frekar pent svo ég sletti smá að þetta kæmi mér hreinlega ekkert við því kennitalan mín væri ekki skráð á Bíldudal. Ég ætla vona að öll sjónarmið fái hljóma á Bíldudal í framtíðinni óháð hvar kennitalan á heima þannig að staðurinn nái þroskast og dafna með þessum nýju atvinnumöguleikum sem laxeldi er og sjái að á öllum peningum eru tvær hliðar.

Að allt öðru þá er vonandi bjart framundan hjá okkur fjölskyldunni við höfum náð að byggja upp litla fjölskylduútgerð hérna og erum við að láta smíða fyrir okkur nýjan bát sem verður afhendur í lok nóvember 2018 og verður það þriðji báturinn sem við eignumst með hjálp bankanna hérna megin við stóra fjörðinn. Og mun hann fá nafnið Jakob. Jakobsson er seldur og verður afhendur nýjum eiganda nú október.  Í september keypti Svanur Þór sonur minn sinn fyrsta bát litla trillu sem hann ætlar að fiska á en hann réri með okkur í sumar og fjárfesti hann fyrir hlutinn sinn. Mér finnst þetta alveg frábært að þetta skulli vera hægt ennþá hér að ungir menn sem hafa áhuga geta keypt sér trillu og aflað sér tekna utan borga stórfé fyrir aðganginn að fisknum.

00001IMG_00001_BURST20180902192440


Vetrarvertíð og Vorvertíð.

Lokið hjá okkur á Jakobsson N-19-G var þetta fyrsta vertíð sem við notuðum net i Lofoten en í janúar og fram i mars rérum við með botnlínu frá Baatsfjord.

Eftir kaldann janúar og febrúar þar sem aldrei var nánast farið úr föðurlandinu koma smá hlýindarkafli þar sem hitastig fór upp undir frostmark fannst okkur þá eins og sumar væri komið.

Þann 7.03 yfrigáfum við Baatsford í blíðu veðri áleiðis til Röst með stoppi í Reipaa þar sem átti útbúa bátinn til netaveiða í fyrsta sinn. Gekk ferðin suður eftir eins og í sögu og vorum við rétt rúma 2,5 sólarhring suður eftir. Fengum reyndar ísingu frá Hammerfest til Loppu en eftir það var ferdin bara hin besta.

DSC_0975

 

Frekar kuldalegt þegar við kvöddum Finnmörku 9. mars. 

 

 

 

 

 

 

 

Báturinn var útbúin til netaveiða í Reipaa og eftir 4 daga var haldið út til Röst reyna við þann gula en ekki er sopið kálið þó í ausuna er komið, því við strákarnir lendum i miklu veseni spilið var bara ekki nógu gott og það sem verra var að skífan hélt mjög illa svo fyrsta daginn urðum við að draga nánast með höndum sem okkur fannst nú vera frekar fúlt svona 2018 en til gera langa sögu stutta gáfumst við upp og fengum lánað annað spil sem og urðum við að fara aftur til Reipaa til skipta um spil. En eftir það gekk allt eins og í sögu og vorum við búnir með kvótann á 7 dögum 42 tonn og þar af fengum við 21 tonn síðustu tvo dagana.

DSC_1019

 

Góður dagur á netunum eitthvað yfir 9 tonn og áttum eftir draga eina trossu.

Það vorum því ánægðir strákar á Jakobsson á flugvellinum i Bodö Laugardaginn fyrir páska á leið i langþráð páskafrí eftir nærri 3. mánuða úthald. 

Það var margt minnisstætt frá Þessari vertíð nýtt met var slagið í afla tæp 13 tonn í einum róðri fórum reyndar tvisvar eftir aflanum. 9,4 tonn og svo 3,6 tonn.

Það sem mér fannst minnisstæðast frá vetrinum var þegar sólin kom upp fyrir sjóndeildarhringinn í fyrsta sinn við vorum þá staddir í róðri og ég verð að segja mér fannst það bara hreint stórkostleg upplifun að sjá sólina koma alla upp fyrir.

Einnig við keyptum extra kvóta með John Greger AS og Lars Göran Ulriksen og var það kvótinn sem við veiddum Röst. Svo nú höfum við tvo þorskkvóta til fiska á Jakobsson.

DSC_1013

Eftir páskafrí á Íslandi var haldið aftur til Noregs til gera bátinn klárann fyrir "Vorvertíð" í Finnmark eða Finnmörku. Netaútbúnsður tekin frá borði og gert klárt fyrir línuveiða og síðan var haldið til Svolvær til láta skoða bátinn frá Svolvær var svo haldið til Tromsö þar var talstöðin skoðuð og fengið nýtt vottorð um að báturinn uppfylli skilyrði til að geta verið á Bankfisk 2 innan radiodeking A1 sem þýðir að við meigum fara út undir 90 nm svo framanlega við heyrum i strandstöð þar sem við erum ekki með stóra talsöð er þetta svona.

DSC_1066

 

Í Svolvær á þriðjudaginn gert klárt fyrir vorvertíð.

 

 

Það er svo sem nóg verkefni framundan við eigum eftir 11 tonn af okkar kvóta svo höfum við fengið úthlutað 10 tonnum i Byggðakvóta svo er ýsan frjáls grálúðan kemur svo inn eftir 1. júni. Það er bara gera eins og hann Hermund vinur minn segir "Peis på".

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 134560

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband