Murrr hefur verið kalt.

 

Árið 2018 byrjaði svoða líkt og 2017 endaði. Þann 4 januar flugum við til Batsfjord fra Reykjavik með viðkomu i oslo yfir nótt svo 5 janúar vorum við komnir hér upp eftir i svarta myrkri og blindbyl.

Lítið var um sjóveður fyrstu dagana en nóg að gera moka sjó og gera klárt. Þann 9 janúar voru balarnir teknir í fyrsta sinn árið 2018 og haldið í róður í sunnan velting og myrkri en þann róðurinn birti nú aldrei. Svo þá byrjaði rútinan og hefur verið þannig alveg fram á daginn í dag með bræluhléum fyrst i viku svo virðist ætla  vera bræla núna í viku svo það hefur gefist nógur tími til að hugsa hér uppi.

En eftir sem tíminn leið hækkaði sólin á lofti og það var alveg yndislegt þegar hún kom í fyrsta sinn upp yfir sjóndeildarhringinn manni fannst bara vera komið sumar. Í dag er hún meiri segja farin að skína inn um stofugluggan komin yfir Syltfjordfjallið svo núna verður hrært í sólarpönnukökur.

DSC_0934

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í þessu úthaldi hefur verið kalt alveg svakalega kalt upp í 12 stig á sjónum og upp í 20 í landi, ég hef verið með skegg og þegar verður kalt fæ ég alltaf nefrennsli og hefur horið frosiö jafn harðann i skegginu svo það hefur verið svona nýtt fyrir mér. Með miklum kulda er oft mikil hætta á ísingu og höfum við fengið smð kynningu allt hefur frosið og þurft að berja af bátnum á landleiðinni misst signal fá AIS og GPS en á móti kemur fiskerí hefur verið gott og verð einnig svo smá ísing og kuldi höfum við bara leitt hjá okkur, en satan það hefur verið kalt.

DSC_0925

 

Oft kalt miðstöðin á fullu en hún hefur bara ekki við og að lokum sást ekki út ekki einu sinni smá og svo datt Gpsinn og AIS og radar sýndi illa þá var gott að hafa gamla kompásinn

 

 

 

 

 

 

 

 

Í janúar datt undirritaður í sjóinn og í 16 stiga frosti og með sjávarhita í kringum 2 gráður er kalt held mér hefur alsrei verið eins kalt og þegar ég kom upp úr sjónum og á þessari mínutu sem tók mig að komast inn í stýrihús gjörsamlega fraus ég en allt fór þetta vel að lokum og á móti kemur að fiskerí hefur verið gott.

 

En eins og ég segi það hefur verið kalt og í dag er kalt og vindur frá SV og svo vindátt er köld hérna á veturnar svo núna er svona í kringum -20 með vindkælingunni.

DSC_0914

 

Hérna liggjum við nýkomnir í land búnir að berja smá af og þarna höfum við 7,6 tonn Þarna máttum við stoppa tvisvar á leiðinni til berja af okkur ísinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum 10 róðra frá 9 janúar til 4 feb og höfum við fiskað tæp 50 tonn eða nákvæmlega 48,639 tonn sem gerir 4,8 tonn í róðri Við höfum mest farið með 35 bala og minnst farið með 20 bala. Róðurinn sem við fórum með 35 bala var sá lakasti 5,3 tonn en besti var 7,6 tonn á 30 bala. Í byrjun var þorskur 60% en nú er hann komin niður í 30% og fer minnkadi ýsan að koma sterkari inn. Svo ég reikna með næst við komust á sjó verður ýsuhlutfallið orðið jafnvel 80%.

DSC_0915

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum kemur smá reynslusaga úr vélarrúminu á Jakobsson en fyrir svona hálfum mánuði var alveg svakalega kalt hérna þegar við tókum olíu hugsa nálægt -20 og við vorum svo óheppnir að taka olíu og það var bræla næsta dag en í stuttu máli er þetta flotaolía sem er selt hérna svo hún vaxaði um nóttina Olíutankurinn hjá okkur er nefnilega aftir i skut og nánast allur yfir sjávarmáli svo olían varð svo köld að hún vaxaði fór ekki gegnum racorsíurnar og þegar ég opnði síuhúsið voru síurnar eins og þessi fínu jólakerti. En fékk straks tips setja 10ltr av parafin (steinolíu ) í tankinn og svo var vélarrúmið hitað upp. Ég fór og kvartaði við Bunker oil og þar fékk ég þær upplýsingar að ef olian verður kaldari en -14 stig þá fer hún ekki í gegnum síur og ég er alveg handviss um að olían var yfir -14 þegar ég fékk hana um borð því tankurinn er bara á kajanum án nokkurs en þeir vildu nú ekki viðurkenna það. En allt fór þetta vel að lokum og nú er búið að koma fyrir 2kw ofni niður i vélarrúm svo nú verður olíunni aldrei kalt.

 

 


Nýárspistill

Jólafrí var tekið þann 13 desember i ágætisveiði við enduðum á rétt tæpum 6 tonnum á 30 bala 360 króka en hjá okkur er 360 krókar i balanum en hér i Noregi er bali ekki bara bali en hægt kaupa hinar mismunandi uppsetningu en 360 og 337 eru þær vinsælustu á þessari hefðbundu línu en þó hefur 410 og 490 krókar komið meira i seinni árum.

DSC_0663

 

Í 2017 gerðum við mikið meira út upp í Finnmark heldur en fyrri ár því nú vorum við allt haustið í Båtsfjord eða Bátsfirði upp á Íslensku. 

 

Og var það í fyrsta sinn síðan ég byrjaði gera út að meirihluti aflans var landað hjá Båtsfjordbruket yfir árið en þetta hefur verið svona þriðungur fram að þessu.

Og í fyrsta skipti er hugmyndin að byrja nýja árið i Finnmark og jafnvel ekkert taka Lofoten vertíðina heldur veiða þorskinn i Finnmark einnig, en ekkert fullráðið i því sambandi.

 

2017 var bæði gott ár og slæmt útgerðarlega séð flotlínuveiðin i sumar klikkaði alveg en á móti var ágæt gráluðuveiði ufsavertíðin klikkaði einnig en á móti var haustið þokkalegt varðandi þorsk og ýsu, svo ef ég hefði vitað að flotlínan og ufsinn hefðu klikkað hefði árið verið mjög gott bæði fyrir útgerð og mannskap. Samt heilt yfir var árið ágætt og betra en 2016 svo á stefnuskránni er að gera en betur í 2018.

 

Annar stór þáttur í sjómennsku okkar fjölskyldu eru innanfjarðarrækjuveiðar i Arnarfirði og því miður virðast þær veiðar vera fjara út en 2017 er langversta árið varðandi þær veiðar veiðibann á haustdögum og í vor þegar við veiddum rækjuna var verð mjög lágt og kvótinn lítil svo afkoman var mjög döpur og síðan kemur veiðibann núna nánst eins og rothöggið fyrir okkar útgerð. Það er kannski sárt að horfa upp á það fara úr flottir afkomu útgerðarlega og launalega niður í ekkert á aðeins þremur árum. 

Verst er það horfa upp á atvinnutækið bundið við bryggju og vita þó maður vilji kannski ekki alveg viðurkenna það að ekkert bíður þess nema brotjárn.

Rækjustofninn í Arnarfirði er sá veiðistofn sem er mest rannsakaður og alltaf hefur verið farið eftir veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar en samt hrynur hann. Í stóra samhenginu eru rækjusjómenn orðnir afgangsstærð hjá hinu opinbera og alveg örgugglega afgangstærð í sjálfir náttúrunni.

DSC_0709

 Ég ætla kveðja þá þessari klasísku kveðju "Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár" og 2018 verður mikið betra en 2017 og best er er að lifa í núinu og hugsa til framtíðar og alls ekki til fortíðar. 


Banklinu drift i Finnmark

Veit eginlega ekki hvernig er besta thyda thetta en meiningin med thessu er ad å haustin er roid fra Finnmark ut å fiskibankana herna sem er langt til hafs veida thorsk og ysu å venjulegum banklinubåt er farid 50-80 milur til hafs og roid med 70-90 bala i ferdinni. Er thetta hefdbundid herna upp frå og lengi var roid med hefdbundum timburbåtum fra 50 til 70 fet ( nordmenn mæla alla båta i fetum) sem er 15 til 17 metrar. Thetta mynstur heldur lifinu i byggdunum herna og hefur gert lengi. Thetta er frekar erfid sjomennska allra vedra von og langt til hafnar eda i var. Og serstaklega em er sudlæg vidått getur thetta verid serstaklega erfitt.

DSC_0650

 

Hefdbundinn banklinubåtur eins og their voru herna i kringum 1980 16 metra langur timburbåtur sem buid er ad loka alveg bakbordsmegin og aftur å.

 

 

 

 

 

 

DSC_0666

 

Nutimabanklinubåtur 15 metra langur og 6,6 metra breidur tekur ca 28 tonn i lest i kørum. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Her i Båtsfjord hafa verid margir sem hafa roid å bankana i haust og komid mikill fiskur å land. Hafa verid kringum 15 storir banklinubåtar og svo 10-15 minni båtar sem hafa farid ut å banka thegar gefid hefur og erum vid stråkarnir å Jakobsson einn af thessum minni båtum sem hafa verid ad roa ut å banka.

DSC_0709

 

 

Mikid lif er i kringum thessa utgerd eru yfir 100 manns ad beita herna nuna og unnid alla daga i bådum vinnslunum herna og oft langt fram å kvøld. Svo må segja ad haustin seu Lofoten theirra herna.

 

Jå Vid å Jakobsson høfum verid herna sidan um midjan okt med små fri i kringum månadarmotin erum vid bunir ad fara 12 rodra å thessu timabili og fiska um 50 tonn høfum vid verid ad roa med 30 bala i ferd og oft hefur varid langt til hafs og tekur thå rodurinn i kringum 30 klst lengsta sem vid høfum roid i haust er ca 40 milur ut å Sølebanka en einnig høfum vid fengid ågætis rodra å svokølludum 12 milna hrygg sem er eins og nafnid segir ca 12 milur fra Båtsfjord. Oft hefur verid puss å okkur og høfum vid fengid å okkur allt frå logni upp i storm og getur thad verid thungt ad vera 30 milur uti hafi og med 20 m  fra Sv eda beint å moti og geta bara keyrt 2-4 milur å klukkutima svo oft høfum vid verid lengi i land held lengsta landstmid okkar hafi verid i kringum 9 timar.

DSC_0712 

Balarnir teknir einn daginn 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En thar sem vid høfum ekki leyfi til ad fara lengra en 40 milur aftvi vid erum med thad sem kallast bankfiske 1 en helgast thetta af hvernig båtarnir eru utbunir og hvad their thola mikla isingu en herna er midnum deilt nidur i fjordfisk mått ekki fara lengra en 3 milur kystfisk sem er 12 milur bankfisk 1 sem er 40 milur bankfisk 2 sem er 100 milur og svo bankfisk 3 sem er otakmarkad. Jakobsson hefur bankfisk 1 allt årid og svo bankfisk2 å sumrin en må tho halda sig inn fyrir A1 i talstødvarsambandi thar sem vid erum bara med Vhf talstød ekki svo kallada millibylgju eda langdrægnastød vid erum reyndar med iridum tæki til senda tølvupost og sms en thad er ekki vidurkennt i GMDSS pakkanum. 

 

DSC_0663

 

Eini logndagurinn hjå okkur kom um midjan okt i fyrsta rodrinum og theim lakaasta og thå vorum vid med 40 bala.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Å haustin er einnig gulrot sem heitir ferskfiskordning eda ferskfiskbonus og er hann yfirleitt aukin å haustin og i haust hefur hann verid 50%  med thessu er 50% af thorskafla kvotalaus thad er ad segja fer ekki af kvotabåtsins reikand å vikugrundvelli. Eins og i dag løndudum vid 4,3 tonnum af fiski og var torskur 3,3 af aflanum en utaf thessum bonus før adeins 1,1 tonn i kvota, thvi af thessum 4,3 tonnum måttum vid vera med 2,2 tonn af torski til vera innan marka. Thetta byrja i mai og må thå vera med 30% af thorski sem medafla og svo er aukid å haustin.

DSC_0726

 

Kongakrabbinn hefur adeins verid ad strida okkur etid mikid af bædi fiski og beita en thessir fengu ad kenna å thvi voru teknir med land og slitnir og svo voru greyjin etin med bestu lyst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vid å Jakobsson høfum fiskad yfir 100 tonn i år en samt erum vid bara 54 tonn af torski svo vid høfum svo sannanlega notid gods af thessari reglu. 

En nu nålagst jolin svo nu førum vid ad fara i jolafri og svo var planid ad byrja herna strax eftir nytt år og reyna fiska ysu og kannski torsk med. Er ætlunin ad vera fram i midjan månud og svo taka fri.


Sumarfri i Båtsfjord og stefnir i haustfri thar lika.

Jå eins og undanfarin år høfum vi fjølskyldan eytt sumrinu upp i Finnmark nånar tiltekid i Båtsfjord i Austur Finnmark ad fiska ysu å flotlinu. 

 

Eftir gråluduna var haldid nordur og komid til Båtsfjord i endann juni og tøk hann å møti okkur i hålfgerdum vetrarklædum snjor og snjokoma fyrstu vikuna og kuldi. En sidan voradi og nu thegar vid erum ad sigla heim er komid sumar.

 

Flotlinuvertidin var leleg hjå okkur thetta årid og reyndar var thetta lelegasta vertid i austur Finnmark i 7 år vid fengum tho nokkra goda rodra inn å milli og må segja ad vid høfum fengid eina goda viku annars var thetta barningur. I ar høfdum vid einnig voremlinu med okkur sem vid drogum 2-3 i viku og fengum thar sem vid vorum ad eltast vid thorsk en vid meigum vera med 30 % torsk sem medafla og er så afli reiknadur å viku grundvelli svo ef thu fiskar tildæmis 20 tonn af ysu måttu hafa 6 tonn af thorski og svo måttu hafa 30% å thessi 6 tonn sem thu fiskar svo svo getur fiskad 8 tonn af torski i thessu dæmi ån thess ad hafa kvota. 

DSC_1244

 

Vid fedgar å godum degi i sumar en hann Svanur Thor Jonsson var håseti hjå mer i sumar halvlott.

 

 

 

 

 

 

 

 

Reyndar tokum vid einn gråludutur ut å banana ca 60 milur uti hafi en vid åttu små eftir frå fyrra timabilinu.

Vid tøkum stefnuna sudur eftir i august og sigldum vid fedgar båtum og vorum vid 2 1/2 solarhring å leidinni. Var thå tekid sein sumarfri og slappad af medal annars i Kaupmannahøfn.

DSC_1290

 

I friinu tokum vid båtinn upp og botnmåludum og gerdum hann flottari 

 

 

 

 

 

 

 

 

15. September var ræs å nyjan leik og gert klårt fyrir ufsann veida ufsa å flotlinu og erum vid bunir ad prufa marga firdi herna i någrenninu en ekki fengid nog bara svona rett 100 kg å balann og thvi midur er thad ekki nøg thegar verdid å ufsanum er svona lågt svo vid høfum åkvedid ad hætta og halda upp i Finnmark og fara fiska i ferskfiskordningen. En nu må thorskur vera 50% af aflanum reiknad å vikubasis.

Høfum vid reiknad thad ætti ad koma betur ut en thetta fiskeri herna. Svo haustinu mun eg eyda i Finnmark sem og sumrinu vonandi bara vedurgudinir verdi okkur jåkvædir svo eg thurfi ekki ad fara i kuldagallann allt of fljøt.

Og svona ad lokum vona eg ad eg gefi mer meiri tima til blogga.

DSC_0618

 

 

Flott stund i Helligvær


Rækjan buinn og Gråluda i Lofoten

Rækjuvertidin klåradist eftir påska en var undirritadur mikid lengur ad fiska pødduna en hann hafdi reiknad med 26.04 sigldum vid i til Thingeyrar i sidasta sinn med afla ur Arnarfirdi thetta fiskveidiårid. Vertidin var frekar leidinlega ad øllu leiti lelegt verd og afkoman eftir thvi svo vard mikil tekjuskerding bædi hjå åhøfn og utgerd. Held eg ad thetta hafi verid versta vertid sem eg hef verid med i og er eg rett og slett uggandi med framhaldid en rækjan hagadi ser allt ødru visi heldur en hun hefur gert øll thessi år sem eg hef stundad thessar veidar. Fiskgengt er mikil i firdinum og sækjir hann mjøg mikid i laxeldiskviar i firdinum thvi thar virdist vera nog æti fyrir hann. Thetta virdist hafa mjøg neikvæd åhrif å rækjuna.

DSC_1033 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DSC_1034

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En eftir rækju var haldid til Noregs og Jakobsson utbuinn til gråluduveida og 11 mai var haldid af stad upp i Lofoten nånar tiltekid i Kleppstad til gera klårt og vera klårir thann 22 mai thegar veiditimabilid opnadi. Og thad stødst vid vorum standby å midinum um midnættid thann 22 mai og tøkum thått i slagnum. Undirritadur var ekki med fyrstu vikuna fekk Albert Jonsson til leysa mig af thvi dottur okkar Solrunar var utskrifast sem stutent akkrutt å sama tima og gråludan byrjadi. 

DSC_1104 (1)

 

Veidin hefur gengid thokkalega verstu rodur ca 80 kg å balann og besti 220 kg vid erum bunir ad få 12 tonn i 4 ferdum af ca 20 tonna kvota. En sidan å midvikudag hefur verid bræla NA kaldi ut i kanti svo vid høfum bara verid i landi nuna i 5 daga en thad synist sem nordanåttin ætli ad gefa sig å morgun svo vonandi komust vid å stad i fyrramålid til ad leggja. Vid egum eftir tvær ferdir med ca 36 bølum.

DSC_1101

 

Vid høfum verid ad roa uti kant å svædi sem heitir Hesteskoen thar er plåss fyrir svona ca 5 til 6 båta i einu en ekki allstadar er gråluda thvi fengum vid kynnast i fyrra thegar litid sem ekkert gekk hjå okkur.

 

Gråludan er veidd her i Lofoten frå 320 til 420 fm svo thetta er djupt og er mikil straumur å svødinu og reynum vid ad draga undan straumi. Allir båtarnir byrja leggja samtimis og er haft svona ca 300 fm å milli båta.

DSC_1068

 

Jakobsson fulllestadur af linu.

 


Lofoten löngu búinn

Og undirritaður bara með tærnar upp í loft á Íslandi.

DSC_0982

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já við kláruðum þorskkvótann þarna í mars og fórum svo með bátinn í heimahöfn og svo var skrepputúrt til Íslands að veiða Arnarfjarðarrækju en planið gekk ekki alveg upp reyndist erfitt að fá kaupanda af rækjunni svo fyrsta vikan fór bara í það sem og að fá haffæri á bátinn. Var haldið í fyrsta róður föstudaginn 31 mars og er búið að fara í fimm róðra og fá um 12 tonn af rækju. Núna í dag er komið vika síðan við lönduðum síðast en vegna tunglstöðu komu páskar akkúrat inn í þegar ég ætlaði að veiða rækjuna og  svo þetta var frekar erfitt púsluspil.

DSC_0989

 

Annað sem er öðruvísi nú er að nú verðum við á Andra að sigla með aflann til Þingeyrar já við löndum rækjunni á Þingeyri og er það heljarferðalag á Andra því hann er ekki viljugur til að fara of hratt yfir svo sigling með löndun og aftur á veiðislóðir tekur svona ca 10 tíma.

 

 

 

 

DSC_0998

 

Sigling með aflann til Þingeyrar þarna er við með 8,5 tonn 5,5 tonn í lestinni og 3 tonn á dekki. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annað sem ég reiknaði ekki með var að fá vetrar veður í apríl að maður myndi þurfa að standa og hreinsa þessar rækjupöddur í blindbyl og austan kalda.

DSC_0997 

Mjög kuldalegt i apríl mánuði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er alveg greinilegt að það er búið að vera mikill fiskur í Arnarfirði í vetur og stendur rækjan mjög innarlega og hefur hún ekki verið svona innarlega á þessum tíma síðan ég byrjaði að stunda þessar veiðar. Svo það er ekkert gaman að eiga við þetta einnig hefur verð á rækju lækkað mjög mikið er það nú þessari blessaðri krónu að kenna og honum Boris Johnson fyrir að koma þessari Brexit i gegn sem varð til þess að pundið féll og verð á rækju lækkaði því nánast öll rækja fer til Bretlandseyja allavega er verð til okkar miðað við sterlingspund þó við fáum rækjuna borgaða í íslenskum króna svona hefur þetta verið í mörg ár. Svo nú er þetta allt á sömu bókina lagt: léleg rækja, lítil kvóti og lélegt verð. Við köllum þetta L inn þrjú og þegar þau koma öll á sömu vertíð er það  versta martröð rækjusjómannsins.

DSC_0993

  

Eins og sagt er í auglýsingunni er er 1944 fyrir sjálfstæða íslendinga kokkurinn tekur þetta mjög alvarlega og er þetta í öll mál hjá okkur á vertíðinni hér er réttur mánaðarins.

 

 

 

 

 

 

Já þetta átti að vera skreppitúr ætlaði að fara út strax eftir páska að reyna veiða lúðu áður en grálúðan hefst í lok maí. En núna sýnist mér að ég eigi eftir allavega eina viku eftir páska á veiðum hér heima áður en hægt verður að halda út til Noregs. Nú verður bara sumarið að vera gott hjá okkur bæði á grálúðu og ýsunni seinna í sumar en við reiknum með sama útgerðarmynstur eins og undanfarin ár hjá okkur grálúða í maí og júni og svo flotlína í júlí og ágúst. Svo reynt við ufsa á línu í september, okt, nóvember.

DSC_0949

 

Framleiðslan hjá mér í Norge svona er þetta þegar maður er kominn með sitt eigið útgerðarhús eða sjohus eins nojarinn segir. En í vetur keypti ég mér bryggju og Sjóhus fyrir útgerðina og má segja að allt sé orðið fullt og verð ég að fara að huga að stækkun.

 

 

 

 

P3220277

 

 

Bryggjuhúsið okkar í Norge.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jakobsson við bryggjuna í Våg.

P3220266


Lofoten vertid 2017 nånast buinn.

Jå vid stråkarnir å Jakobsson eru nånast bunir med kvotann beitingargengid er byrjad ad stokka upp linuna eda klava eins og er sagt her i Norge.

Thessi vertid hefur verid frekar erfid fyrir okkur byjradir med mikilli otid og svo vard eitthvad ostud å okkur fengum litid vorum sennilega ad fleyta linunni vitlaust og tok thad okkur dålitla stund ad nå ad koma thessu i almennilega i gang en eftir thad hefur gegnid vel eda verid brukbart. Svo getur thetta verid tho hafid kokkar af fiski verdur ad få hann i båtinn svo eitthvad komi inn.

P2170237

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vid liggjum nuna i landi thegar thetta er skrifad Fiskmottakan er lokud i dag svo vid førum ekki fyrr en å morgun eigum 16 bala i sjo nuna og 11 beita svo vonandi thurfum vid ekki ad fara nema 3 ferdir i vidbot og thå erum vid bunir og fløggum islnorska fånanum en thad er til sids herna thegar kvotinn er buinn her i Lofoten er flagga.

P3060246

 

 

Løndunarbid i Kleppstad jå thegar vel vidrar eins og i sidustu viku og allir båtar fara å sjo verdur løndunarbid og høfum vid lent i thvi ad bida i 5 tima eftir ad få løndun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og fyrr segir hefur gengid brøsuglega hjå okkur thessa vertid alltof margir bumm turar en eg held nu samt vid nåum ad halda 250 kg å balann midad vid slægdann og hausad fisk sem gerir ca 375 kg å balann upp ur sjo og vid erum med 250 kroka i balanum thå er vid ad tala um 1,5 kg af fiski å krok sem er nu alls ekki slæmt.

 

Vid beitum rækju eins og i fyrra rækjan er dyr i innkaupum en hun nytist mjøg vel og 90-120 rækja thå er ekki nema ca 2,5 kg af rækju å balann.

P2170239 

Jå ad beita rækju er gert svona eina beita svo papir yfir alveg thangad til balinn er tilbuinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Thetta er 7 Lofotenvertidin min og er thetta alltaf jafn spennandi margir båtar mikil felagskapur og god stemming ønnur vertidin min herna i Kleppstad annars hef eg verid Røst og Henningsvær verd nu segja Røst er einhvern veginn toppurinn thad er eitthvad vid Røst sem heillar holmar uti hafi thar sem folk byr og hafid i kringum eyjuna kraumar af fiski.

P2260243


Fyrsta blogg 2017

Eftir landlegu og peningarnir føru bara utaf reikingnum erum vid å Jakobsson komnir i gang å nyju åri. 

Løgdum vid å stad upp i Lofoten Than 6 februar og svo komu beitningarfolkid fra Båtsfjord midvikudaginn 8 feb. Fyrstu tveir stubbarnir af linu voru lagdir føstudaginn 10 feb og drogum vid i fyrsta sinn 11 feburar nyja gula eingirnislinu fra Mustad Havservice. Årangurinn var nu ekki alveg nogu godur eda rett tæplega 100 kg å balann. 

 

Eftir tad hefur fiskrid tekid sig upp en vedur verid frekar leidinlegt til sjosøknar adeins komnir 3 rodrar å viku. Og i dag føstudaginn 17 feburar er bræludrulla en vonandi komust vid å morgun til draga.

DSC_0915

 

 

I øllum kørum i ødrum rodri vetrarins

 

 

 

 

 

 

 

Vid eigum 4 stubba med linu i sjo og er planid ad leggja alla vega einn stubb i vidbot.

DSC_0901

 

 

Gunn-Lotte å midunum en hann er næsti båtur fyrir austan okkur. Vid erum sex båtar sem eigum linu i sjo utaf Laukvika. Jakobsson, Gunn- Lotte Mia, Matthilde, Gautind og Perlen.

 

 

 

 

 

 

 

Vid beitum thessari fallegu rækju å krokana sem kemur fra honum Ottar Ingvasyni reyndar ekki veidd vid Islandsstrendur, erum vid ad borga 51 ( 714 kr islenskar ) norska kronu fyrir eitt kg af rækju en note bene I einu kg af rækju fåum vid ca 100 beitur svo å balann er ekki ad fara nema svona 2,5 kg af rækju ( Beitu). Svo midad vid smokk eda saury er rækjan ekki svo mikid dyrari og fiskinum likar vel vid ræjuna einnig beitingarfolkinu en mjøg thrifalegt er ad beita rækju linan alltaf hreinn og fin og beitningarfolkid getur beitt i spariføtunum. 

 

Eg held ad næsta vika liti ekkert illa uta vedurfarslega svo vonandi fåum vid nokkra rodra i rød nuna svo vid getum fengid thetta til snuast almennilega. 

 


Jólin að baki.

Og nú er bara eftir að skjóta upp rakettunum og halda upp á afmælisdaginn hjá undirrituðum og svo hefst slagurinn á nýjan leik.

Við á Jakobsson sigldum um miðjan desember frá síldarmiðunum með skottið á milli lappanna og héldum i heimahöfn Våg á Sandhornoy.

DSC_0783

 

 

Já engin var síldin þetta árið og þær sex vikur sem við þrjóskuðust við hefðu getað verið notaðar i annan veiðiskap, eftir á að hyggja átti ég að útbúa bátinn á lúðuveiðar eins og ég var að spá í. Í allt hausten góð lúðuveiði hefur verið i Noregi undan farið svona eins og að lúðan sé að koma til baka mikið að 10-20 kg lúðu sem og 30-40 kg svo nokkuð að stærri en eftir sem lúðan verður stærri er minna borgað fyrir lúðuna. En ég fór ekki þetta árið en gangva (norðmenn kalla lúðulínu gangva) verður sett upp fyrir 2017.

 

Við á Jakobsson hófum veiðar í april 2016 og var báturinn gerður út í apríl, júni, júli, september og október og svo síldin frá miðjum nóvember til miðjan desember. Afraksturinn á þessu ári er 177 tonn í heildarafla sem gerir ca 35 tonn á mánuði, Hugsa ég hafi verið ca 1/3 af þessum tíma einn og svohafði ég mann með mér.

DSC_0836

 

Hér sjáum við teikingu af svona Finnmark módeli av Flotlínu.

En ég hef haft mjög góða kennara sem haf kennt mér mikið varðandi flotlínuna

 

 

 

 

 

 

Árið hefði getað verið mun betra helsta klúðrið var að ná ekki grálúðukvótanum upp fékk aðeins 7,5 tonn af 18 tonnum svo klikkaði flotlínan á ýsunni eiginlega alveg en þar ætlaði ég að gera stóra hluti eins og í fyrra en svona er þetta ekkert ár er líkt sem betur fer. Nærri 2/3 af þessum afla er tekin á flotlínu þ.e.a.s línu sem er á floti frá yfirborði niður á visst dýpi þar sem hún rekur með strumum fram og til baka ég er algjörlega heillaður af þessum veiðiskap er spennandi og krefjandi.

DSC_0835

 

Polarlína eða Vormlína Lofoten módel sem ég nota.

 

Þorskurinn var svo tekin með polarlinu eða vormlínu en það er girnislína sem er lögð á botninn með svokölluðum bólum sem norðmenn kalla pólar, ég nota 2,5 mm girni og eru 300 krókar í balnum og er 2,5 meter á milli króka og 25 krókar á milli millibóla hef ég 3 til 4 bala í stubbnum, alveg ævintýralegt hvað svona lína getur fiskað upp í 1000 kg á hvern bala ég dróg 3 stubba á vertíðnni sem sagt 9 bala og var meðalaflin hjá mér í veiðiferðinni um 3,5 tonn sem gerir 388 kg á hvern bala eða 1,29 kg á hvern krók. Eins og með flotlínuna heillaðist ég af þessari línu og þessari veiðiaðferð.

 

Grálúðuna tók ég svo á venjulega botnlínu held ég hafi farið 10 róðra á öllu árinu með venjulega botnlínu.

 

Eina neikvæða við girnislínuna er það það er kúnst að beita hana og kostar meiri pening heldur með venjulega línu því hef ég lagt höfuðið i bleyti hvernig sé hægt að fá girni sem myndi hringast og notuð yrði beitingar vél frá Mustad til minnka kostnaði og þá erfiðleika að fá beitngarfólk. Mustad hefur þróað vél sem beitir girni en hún hefur ekki komið nógu vel út eins hefur fyrirtæki sunnar i Noregi þróað svipaða vél en bæði þessi kerfi eru flókin og kannski henta ekki i trillu þess vegna er ég komin með þá flugu i höfuðið að reyna fá einhverja veiðarfæragerð til að þróa nylonlínu grini sem hægt væri fá til hringast á drættinum svo hægt væri að stokka hana upp á stokka. En þetta allt er á algjöru byrjunarstigi.

 

Af útgerðarmálum almennt i Noregi er mikill jákvæðni i gangi og útgerðin gengur almennt vel norska krónan féll auðvita fyrir nokkru síðan hefur reyndar verið styrkjast talsvert upp á síðkastið gagnvart evro og dollar. Má segja kreppunni i sjávarútvegi sem var þarna á árunum 2011 til 14 sé lokið.

 

Árið 2011 kom svo mikill fiskur á land og þorskurinn var nánast verðlaus og var mjö erfitt að selja hann norðmenn fóru í gríðarlegt markaðsátak og það er svo sannanlega skila sér núna komnir margir nýjir markaðir og verð á fisk gríðarlega hátt á norskann mælikvarða og fiskvinnslunar að þéna gott sérstaklega þær sem höfðu sérhæft sig i að senda ferskann fisk þ.e.a.s heilann svo kallaðann blank fisk. Munurinn á 2011 og í dag er sá núna er hægt að selja allann fisk kemur að landi og það er fatisk samkeppni um fiskinn og nú er tildæmis spá um það að á komandi Lofoten vertíð verði ekki nægur fiskur fyrir alla verkanir sem mun kannski leiða til meiri verðhækkana á fiskinum. Ég man þegar ég fór á Lofoten vertíðina 2011 blautur bakvið eyrun maður þurfti að grenja í mönnum að fá löndun og þakka bara fyrir að fá löndun, núna er þetta öðruvísi fiskkaupendur farnir að hafa samband og bjóða manni löndun einnig sér mað það í Kyst og fjord og Fiskeribladet þar er bókstaflega auglýst eftir bátum.

 

Ekki er svona bjart með Andraútgerðina eftir stutta uppsveiflu i rækju er rækjuverðið fallið sterk króna og fall pundsins hefur þar mest að segja og i ofan á lag fundu fiskifræðingarnir enga rækju svo kvótinn er i sögulegu lágmarki.

 

En ég læt þessu síðasta bloggi lokið 2016 og óska bara öllum Gleðilegt nýtt ár og þakka fyrir það gamla og ætla svo að reyna vera duglegri að blogga á nýju ári.

DSC_0643 

 

 

 


Jolin Nålgast

Jolin nålgast herna um bord i Jakobsson og høfum vid fjårfest i joladagatali sem gæti gefid okkur 750.000.- norskar er vid verdum mjøg heppnir, ekki veitir af thvi sildin ætlar ad vera frekar erfid i år.

DSC_0638

Eftir ågæt ufsakropp i sept og okt var stefna tekin å sild i Troms åætlud broottfør var 8 november en henni var seinkad vegna litid var ad sild å svædinu, og einhverju flippi åkvødum vid ad halda allaleid upp i Båtsfjord og prufa veida nokkra thorska å medan medid var eftir sildinni, en svo kallid allt leit vel ut sild komin i landnot og ekkert nema koma ser sudur eftir og byrja snurpa en thå skedi ohappid båtur keyrdi i notina og bumm vid misstum allt. Sidan hefur thetta bara verid bum eftir bum og nuna liggjum vid allir i Tromsø og bidum eftir betra vedri og vonandi nåum vid i sild fyrir jol tho svo thad liti ekkert serstaklega ut akkurt nuna.

DSC_0818

 

Thessar sildartorfur eru allt of djupt fyrir landnot.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Thegar svona er åstandid er um gera halda gedheilsu og ekki missa bjratsynina vid thurfum tvo goda daga thå erum vid bunir og getum farid heim og haldid jol. Flotaforinginn i okkar gengi en vid erum 8 båtar i thessum gengi med samtals 400 tonn en buid er ad fiska 44 tonn svo thad er slatti eftir, er buinn ad åkveda vera til 15 des å veidum eda reyna vid sildina en eg held vid å Jakobsson munum gefa okkur å sunnudaginn 11 des eda månudaginn 12 des ef ekkert se farid gerast thå.

DSC_0819

 

Buid ad setja upp krana til hengja upp kraftbløkk svo høgt se ad draga um bord poka og not.

 

 

 

 

 

 

 

 

Timinn hefur verid nyttur til ad kaupa jolagjafir og fara i bio thad er fint bio her i Tromsø. Mer finnst Tromsø svakalega lik Reykjavik eins og med umferdamenninguna tildæmis gangbraut engir stoppar fyrir folki vid gangbraut alveg eins og i Reykjavik. Fyllri fram eftir morgni er lika algengt herna, folk fullt å Laugavegi Tromsø langt fram å morgun.

 

 

Jå Sildin getur verid dyttott thad hefur madur nu lesid gert margann rikann og svo einnig skapad mørg gjaldthrot tho serstaklega fyrr en nu hefur bara verid stødugur gullgrøftur i uppsjåavarfiski i mørg år. Vid fåum sennilega yfir 7 norskar kronur fyrir sildina man thegar eg før fyrst å sild herna i Norge veturinn 2009 fengum 2,1 kronur fyrir ett kg af sild svo mikil munur å 7 årum. 

Vid fiskum sildina i landnot og eru thvi serstaklega hådir vedri og ad sildin gangi inn å firdina og nånast i fjøru hvalurinn verdur einnig ad hjålpa okkur en nuna vill sildin ekki inni i firdina stendur hvort thad se hitastig eda hvad er ekki gott ad segja allavega stendur hun djupt og fer bara i litlu mæli inn i fjardarbotnana sem vid viljum hafa hana. Svo er ekki allstadar hægt ad vera med landnot thad verdur ad vera godur botn og helst ekki hafalda komi inn i firdina thå verdur thetta erfitt og landnotflotinn bara skåk og måt vid meigum ekki nota snuprunot. Ad fiska med landnot telst vera frjålst kerfi en allir sem eru i kystflotanum meiga fiska sild med landnot,netum eda færum. I ofan å måttu fiska sild i beitu fyrir utan thetta.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 134595

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband